Dagur - 22.10.1999, Side 9
FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1999 - 2S
LÍFIÐ í LANDINU
Josephine Baker
erein afþekkt-
ustu dönsurum
þessarar aldar.
Josephine Baker fæddist
árið 1906 í St. Louis.
Bæði móðir hennar og
faðir voru blökkumenn og góðir dansar-
ar sem skemmtu á börum og í litlum
leikhúsum. Faðir Josephine yfirgaf móð-
ur hennar tæpu ári eftir fæðingu henn-
ar. Móðir Josephine kenndi fæðingu
dóttur sinnar um missi eiginmannsins
og varð dóttur sinni fyrir vikið aldrei
ástrík móðir. Hún giftist aftur og eign-
aðist þrjú börn með seinni manni sín-
um. Þau börn voru mun dekkri á hör-
und en Josephine sem hafði gullbrúnan
hörundslit.
Fjölskyldan bjó við mikla fátækt. Þeg-
ar Josephine var átta ára gömul var hún
farin að vinna við tiltektir hjá hvítu,
rfku fólki. Hún vann einnig við kola-
burð og þénaði svo vel að tíu ára gömul
sá hún fyrir fjölskyldu sinni. Þrettán ára
gömul reifst hún harkalega við móður
sína og flutti að heiman og vann fyrir
sér sem þjónustustúlka á veitingahúsi.
Eftir að hafa unnið þar í tæpt ár gifti
hún sig mjög skyndilega en hjónbandið
stóð stutt. Eftir það slóst hún í hóp með
fjölskyldu nokkurrri sem skemmti á göt-
um St. Louis með tónlistarflutningi.
Josephine sá um dansinn. Sjálf sagðist
hún hafa lært dans af því að horfa á
kengúrur í dýragarðinum. Nokkru síðar
slóst hún í för með farandleikflokki og
gifti sig í annað sinn, Willie Baker sem
var dyravörður. Það hjónaband entist
ekki mikið lengur en það fyrsta. Jos-
ephine hélt til New York og fékk starf á
Broadway sem fatabuska. Hún lærði
söngva og dansa leikkvennanna og þeg-
ar ein dansmærin veiktist hljóp Jos-
ephine í hennar skarð. Hún stal sen-
unni með fjörmikilli sviðsframkomu og
því að ranghvolfa augunum meðan hún
dansaði. Henni virtist ekkert ómögu-
legt á sviði, hún gat beygt og sveigt lík-
amann að vild og það var eins og ekki
væri bein að finna í líkama hennar.
Árið 1925 setti bandarísk kona,
Caroline Dudley söngleik á svið í París
og réð hina nítján ára gömlu Josephine
Baker sem aðaldansara. Josephine dans-
aði berbrjósta á sviðinu. Hún hafði í
upphafi þverneitað að bera sig en þegar
á svið var komið virtist hún hafa hina
mestu ánægju af að sýna sig hálf-
bera. Áhorfendur á frumsýningu
tóku henni misjafnlega. Nokkrir
stóðu upp og yfirgáfu leikhúsið,
aðrir púuðu en miklu fleiri fögn-
uðu gríðarlega. Josephine var
orðin skærasta stjarnan á söng-
leikjasviði Parísar.
Fjörugt ástarlíf
Ástarlíf Josephine var fjörugt því
hún leit á kynlíf eins og hverja
aðra nauðsynlega líkamsæfingu
og henni var ómögulegt að vera
einum manni trú. Einn þeirra
sagði hana hafa gert kynlíf þeirra
að leikfimisæfingu. Meðal elsk-
huga hennar var rithöfundurinn
George Simonon sem seinna átti
eftir að öðlast heimsfrægð ■ fyrir
bækur sínar um MaíJ>ret lögreglu-
foringja.
Ein mikilvægasta persóna í lífi
hennar var umboðsmaður hennar
Pepito Abatino, sem var sáutján árum
eldri en hún. Josephine dýrkaði hann
þótt öðrum þætti afar Iítið til hans
koma. Þau voru elskendur en hún gat
ekki verið honum trú fremur en öðr-
um. Hánn lést mjög skyndilega árið
1936 úr krabbameíní. Josephíne giftist
Uppstríluð fyrir dansskemmtun í Bandaríkjunum árið 1951. Seinni hluta ævinnar dansaði hún og
söng til að geta séð fyrir börnum sínum tólf.
skömmu síðar forríkum frönskum gyð-
ingi Jean Lion sem var fjórum árum
yngri en hún en þau skildu eftir fjórtán
mánaða hjónaband. Bæði höfðu viljað
halda í eigin lífsstíl og féllust ekki á
málamiðlun.
Stríðið skall á og Josephine Baker
gerðist einn af njósnurum frönsku and-
Joseohine Baker. Hún hafði hjarta úr gulli, var hugsjóna-
rík og hugrökk en nær algjöriega laus við raunsæi.
spyrnuhreyfingarinnar. Hún mætti í boð
og gaf sig á tal við yfirmenn þýska hers-
ins og komst að staðsetningu þýskra
hersveita. Upplýsingum kom hún síðan
til andspyrnuhreyfingarinnar. Þegar
Þjóðverjar hernámu París var blökku-
mönnum og gyðingum ekki vært þar.
Josephine hélt til Marseille og síðan til
Norður Afríku þar sem hún bjó mest öll
stríðsárin. Þegar París var frelsuð undan
oki Þjóðverja í ágústmánuði 1944 sneri
hún aftur heim og skemmti á herstöðv-
um um allt Frakkland og á sjúkrahúsum
endurgjaldslaust. Hún var dáð og
elskuð vegna fórnfýsi sinnar og hug-
rekkis.
Móðir af hugsjón
Eftir stríð ákvað Josephine að ætt-
leiða börn af ólíkum þjóðernum og
með ólíkan hörundslit og byggja
um þau fyrirmyndarsamfélag. I
þessum ráðagerðum var hún
studd af nýjasta eiginmanni sín-
um hljómsveitarstjóranum Jean
Bouillion sem var ráðvandur,
heiðarlegur og skynsamur mað-
ur. Þau festu kaup á 15. aldar
húsi uppi í sveit sem þau gerðu
upp og höfðu sex hundruð
kjúklinga, kýr og svín, hunda og
páfugla í bakgarðinum. Þau ætl-
uðu sér að gera dvalarstað sinn að
ferðamannastað og byggðu þar hót-
el, veitingahús, bensínstöð og póst-
hús.
Josephine ættleiddi samtals tólf
börn. Eiginmaður hennar hafði sæst á
sex börn og sagði ekki ráðlegt að ætt-
leiða fleiri þar sem þau yrðu að geta
sinnt börnunum hverju um sig og geta
séð fyrir þeim fjárhagslega. Hjónin
rifust margoft um þetta og að lokum
fór eiginmaðurinn að heiman í fússi og
sneri ckki aftur. Hann settist að í
Argentírm og opnaðí þar veítingastað,
Bergþórsdóttin
skrifar
Fjögur af börnum þeirra Josephine
settust seinna að hjá honum. „Eg hefði
dáðst meir að Josephine Baker ef hún
hefði sætt sig við að ættleiða tvö, þrjú
eða fjögur börn,“ sagði hann. „Hún
hefði átt auðveldara með að ala þau upp
og gert það betur og hefði jafnvel getað
elskað þau heitar." Börn Josephine ólust
upp í mikilli ást á móður sinni og voru
samstæður hópur.
Josephine hafði ekkert peningavit og
eyddi langt um efni fram. Loks kom að
því að hún gat ekki lengur haldið hús-
næði sínu vegna skulda. Grace Kelly
furstafrú í Mónakó taldi Rauða kross-
inn í Monakó á að lána Josehine hús til
afnota eins lengi og hún vildi og þar bjó
Josephine það sim hún átti eftir ólifað.
Árið 1973 þegar hún var að jafna sig
eftir hjartaáfall fékk hún upphringingu
frá auðugum bandarískum listamanni,
Robert Brady, sem hún hafði þekkt í
nokkurn tíma. Hann sagði hinni 67 ára
gömlu Baker að hann elskaði hana og
bað hana að giftast sér í anda. Hún tók
boði hans. I lítilli kirkju í Mexikó hétu
þau því að eigast. Engin prestur var til
að vfga þau svo hjónabandið var einung-
is til f hugum þeirra. En þegar þau fóru
að umgangast hvort annað voru þau
ósammála um alla hluti og komust að
þeirri niðurstöðu að best væri að elskast
úr fjarlægð og láta sér bréfaskriftir og
símtöl nægja.
Josephine var enn að skemmta 68 ára
gömul. Dag einn Iagði hún sig um eftir-
miðdaginn en þegar þjónustustúlka
hennar ætlaði að vekja hana kom hún
að Josephine þar sem hún lá í dái með
dagblöð allt í kringum sig. Josephine
hafði fengið hjartaáfall eftir að hafa les-
ið lofsamlega dóma um sjálfa sig. Hún
Iést á sjúkrahúsi. Sumir sögðu að hún
heði dáið úr gleði við lestur lofgrein-
anna.
Með fjórða eiginmanni sinum Jo Boui/ion.
>-