Dagur - 02.11.1999, Blaðsíða 1

Dagur - 02.11.1999, Blaðsíða 1
Margrét Guðjónsdóttir hjúkrunar- forstjóri segist ánægð með niðurstöður þjónustukönnunar á heilsugæslustöðinni. Anægðir heilsugæslu- gestir Almenn ánægja virðist ríkja með þjónustu heilsugæslustöðvarinn- ar á Akureyri samkvæmt við- horfskönnun sem gerð var meðal þeirra sem þangað sóttu þjón- ustu. Margrét Guðjónsdóttir hjúkrunarforstjóri hafði umsjón með könnuninni. Rúmlega 90 prósent svarenda töldu tímann hjá lækni, hjúkrun- arfræðingi og ljósmóður nýtast sér vel. Um 80 af hundraði voru ánægðir með framkomu símsvar- enda og yfir 90 prósent töldu við- mót starfsfólks vera mjög gott. „Mér finnst könnunin hafa komið mjög vel út,“ segir Mar- grét. „Það eru þarna nokkur atriði sem við vissum af og áttum von á að kæmu ekki vel út.“ Þar vísar Margrét til þess að helst hafi komið fram óánægja með síma- og bílastæðamál. Það hafi í raun ekki komið á óvart. Alls töldu 73 prósent aðkom- una utanhúss sæmilega eða slæma. Töluverð óánægja var með símaþjónustuna, 32 prósent- um svarenda gekk sæmilega eða illa að ná símasambandi við stöð- ina og 54 af hundraði gekk sæmi- lega eða illa að ná til síns læknis í símatíma. Margrét segir að sím- kerfið hafi verið í hálfgerðu lama- sessi og fólk óánægt með síma- þjónustuna en unnið hefur verið að úrbótum á því. „Fólk virðist vera mjög ánægt með þjónustuna, ánægt með það viðmót sem það mætir hér hjá starfsfólki, ánægt með faglega þjónustu og aðstöðuna innan- húss. Þannig að f það heila kem- ur þetta nokkuð vel út,“ segir Margrét Guðjónsdóttir hjúkrun- arforstjóri. - Hl Ekki rætt um kaffisameiningu Ekki mun á rökum reist að í gangi séu sameiningarviðræður milli Kaffibrennslu Akureyrar og kaffi- brennslu O. Johnson & Kaaber eins og fram hefur komið. Ulfai Hauksson, framkvæmdastjóri Kaífibrennslu Akureyrar, segir að vissulega hafi menn spjallað sam- an en langt sé síðan og ekkert að gerast í augnablikinu. Hann segir að hinsvegar sé Kaffibrennslan, eins og öll íyrirtæki, ávallt að leita hagkvæmustu leiða í rekstri og skoði ýmsa möguleika. Frétta- flutning af sameiningarviðræðum segir Ulfar hinsvegar vera storm í vatnsglasi. - Hl Næturbið eftír gemsa Ný BT-verslun var opnuð á Ak- ureyri sl. laugardagsmorgun kl. 10.00. Ymiss girnileg opnunar- tilboð voru í boði, m.a. GSM- símar á 99 aura og það freistaði flestra, og það svo mjög að klukkan hálf eitt um nóttina fór að myndast biðröð fyrir utan búðina, rúmum 9 tímum fyrir opnun. Sá sem fyrstur kom, Sal- var Þór Sigurðarson, nemandi í 10. bekk Glerárskóla, sagði að nóttin hefði verið ansi svöl en hann hefði samt gefið sér tíma til að leggjast á gangstéttina og fá sér stuttan lúr. Þegar opnað var náði biðröðin niður að máln- ingavöruversluninni Litaver og stöðugt voru einhverjir í biðröð allt til klukkan 2 um daginn. Margir keyptu einnig geisladisk Bubba Morteins, Sögur, sem kappinn sjálfur áritaði. Verslun- arstjórinn, Sævar Freyr Sigurðs- son, segir að allflest opunartil- boðin hafi selst upp um helgina. Það var bæjarstjórinn, Krist- ján Þór Júlíusson, sem opnaði verslunina með því að klippa á borða, en svo einkennilega vildi til að aðeins 10 sekúndum síðar fór allt rafmagn af bænum, og var sagt að bæjarstjórinn hefði farið nokkuð óvarlega með klippurnar. Astæða rafmagns- leysis var hins vegar sú að bilun varð í stórum gufukatli í Krossa- nesverksmiðjunni sem er há- spennutengdur. Það kom Raf- veitunni hins vegar illa í kjölfar- ið á nýkynntu gæðakerfi. GG Sá sem fyrstur kom í biðröðina fékk sér lúr á gangstéttinni. Kaffibrennsla Akureyrar bauð upp á yl í kroppinn með kaffi og kakói þegar líða tók á nóttina. Steinar Viggósson hjá Stálsmiðjuimi segir það rangt að stýribún- aður ferjunnar haii verið hannaður fyrir mun stærra skip en Hríseyjarferjuna, en segja má að í upphafi hafi verið allt of mikill snúningshraði á vélun- um og ekki hægt að fara niður fyrir 1500 snúninga og því erfitt að hemja skipið í þröngum höfnum. Nýja Hríseyjarferjan Sævar er enn hjá Stálsmiðjunni í Reykjavík þrátt fyrir að afhenda hafi átt skipið kaupandanum, Vegagerð ríkisins, 15. ágúst sl., eða fyrir lið- lega tveimur mánuðum síðan. Samkvæmt smíðasamningi átti að afhenda skipið 15. júlí en því var Hríseyjarferjan þegar hún var sjósett. frestað um einn mánuð. Verð skipsins er 131 milljón króna samkvæmt samningi en dagsektir, ef eftir þeim verður gengið, eru 0,2% af tilboðsverði þannig að þær eru orðnar nú í lok mánaðar- ins um 19,6 milljónir króna, eða 15% af verði skipsins og því vand- séð hver hagnaður Stálsmiðjunn- ar verður. Steinar Viggósson hefur yfirum- sjón með verkinu hjá Stálsmiðj- unni. Hann segir að komnir séu til landsins menn frá framleið- anda skrúfubúnaðar skipsins í Danmörku, til að reyna að finna út hvað veldur því að búnaðurinn virki ekki sem skyldi, en það er meginástæða þess að afhendingu hefur seinkað eins mikið og raun ber vitni. Það er því í fyrsta lagi í þessari viku sem feijan fer aftur niður úr slippnum. I „sendinefhd- inni“ frá Danmörku eru einnig vanir skipstjórnarmenn er kenna munu kollegum sínum á stýribún- að ferjunnar, sem er töluvert frá- brugðin því sem menn eiga að venjast. - Eruð þið að lenda í vandræð- um vegna þessa múls gagnvart kaupandanum? „Þetta er orðið hundleiðinlegt mál en ekkert sem við getum ráð- ið við og menn hafa sýnt því skiln- ing. Það er ekki rétt að þessi stýri- búnaður hafi verið hannaður fyrir mun stærra skip en Hríseyjarfeij- una en segja má að í upphafi hafi verið allt of mikill snúningshraði á vélunum og ekki hægt að fara nið- ur fýrir 1500 snúninga og því erfitt að hemja skipið í þröngum höfnum. En nú er búið að breyta rafkerfinu þannig að hægt er að fara niður í 800 snúninga, sem er skaplegra. En þetta er öðruvísi búnaður en menn eru vanir og það tekur tfma að venjast hon- um,“ segir Steinar Viggósson. Gunnar Gunnarsson, hjá Vega- gerð ríkisins, segir að þetta sé að verða hálfgert leiðindamál. Hann segir Vegagerðina hafa heimild samkvæmt samningnum til að beita dagsektum en ákvörðun um það hafi ekki verið tekin. En von- andi styttist í það að Hríseyingar fái feijuna afhenta. GG Dagsektir Hríseyjar- ferju 19,6 milljonir

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.