Dagur - 02.11.1999, Blaðsíða 2

Dagur - 02.11.1999, Blaðsíða 2
2 - I'lllDJVDAGU Ii 2. NÓVEMBER 1999 T^r AKUREYRI NORÐURLAND Upplýsingadeild KEA orðin að hlutafélagi. Þelddng - upplýsinga- tækni sérhæfir sig í rekstri tölvukerfa fyr- ir fyrirtæki. Enn bætist í hóp þeirra deilda og fyrirtækja KEA sem breytt er í hlutafélag. 1 gær hóf tölvudeild KEA formlega starfsemi undir nýju nafni og í formi hlutafélags. Þekking - upplýsingatækni heitir hið nýja fyrirtæki og er að þrem- ur fjórðu hlutum í eigu KEA. Hlutafé fyrirtækisins er 55 millj- ónir króna. Fjórðungur er í eigu íslenska hugbúnaðarsjóðsins, sem kalla má fagfjárfesti í þess- um geira. Þekking - upplýsinga- tækni er fyrsta sjálfstæða fyrir- tækið á landsbyggðinni sem Is- lenski hugbúnaðarsjóðurinn fest- ir fé sitt í. Að auki verður náið samstarf við Þróun hf., sem KEA hefur þegar keypt 5 prósenta hlut í en í framhaldinu munu KEA og Þróun fara út í hluta- bréfaskipti þannig að Þróun verði einnig eigandi hins nýja fyr- irtækis. Þekking - upplýsingatækni mun sérhæfa sig í rekstri tölvu- kerfa, það er taka að sér rekstur tölvu- og upplýsingakerfa hjá fyr- irtækjum en grunnurinn í starf- seminni verður fyrst um sinn þjónusta við KEA. Ætlunin er hinsvegar að sækja út á hinn al- menna markað til að afla fleiri verkefna. Stefán Jóhannesson er framkvæmdastjóri fyrirtækisins en hann var áður deildarstjóri upplýsingadeildar. Stefán segir ekkert fast í hendi varðandi verk- efni á hinum almenna markaði en þar sé ýmislegt í farvatninu. „Innan upplýsingadeildar KEA er til staðar mikil þekking á þjón- ustu við atvinnuvegina, svo sem verslunarrekstur, mjólkurfram- leiðslu, kjötiðnað og sjávarútveg. Einnig höfum við þróað ákveðn- ar hugbúnaðarlausnir sem við munum vinna með áfram. I þess- ari þekkingu felast mikil verð- mæti og með stofnun sjálfstæðs fyrirtækis gefst kostur á að nýta þau enn betur,“ segir Stefán. KEA ekki að gefa eftir Eiríkur S. Jóhannsson kaup- félagsstjóri KEA segir að margir hafi skynjað þær breytingar sem orðið hafa á rekstrarformi ýmissa KEA fyrirtækja og deilda sem nei- kvæðar og túlkað þær þannig að KEA sé að gefa eftir. Hann segir svo alls ekki vera, fyrirtækið sé að styrkja sig þegar til lengri tíma er litið. Eiríkur segir að í umræð- unni um byggðamál og nýjar hug- myndir um atvinnutækifæri á landsbyggðinni hafi sér virst koma fram ákveðið vonleysi en hér sé á ferðinni góð hugmynd og hafi KEA þegar fengið góð við- brögð frá fólki sem vill koma til starfa hjá hinu nýja fyrirtæki. Fyrst um sinn munu þeir tíu starfsmenn sem störfuðu í upp- Iýsingadeild KEA flytjast til hins nýja fyrirtækis en gert er ráð fyr- ir að fyrir lok næsta árs muni um 5-10 ný störf hafa skapast. I stjórn hins nýja fyrirtækis eru Ei- ríkur S. Jóhannsson frá KEA, Sigurður Smári Gylfason frá ís- lenska hugbúnaðarsjóðnum og Sævar Helgason frá Kaupþingi Norðurlands. Framkvæmdastjóri er Stefán Jóhannsson, sem gegnt hefur starfi deildarstjóra upplýs- ingadeildar KEA. - HI Eiin óvlssa Enn er óvissa um framtíð minja- varðar í Eyjafirði en unnið að því að fá úr því bætt á fjárlögum næsta árs. Eins og fram hefur komið í Degi ríkir nokkur óvissa um framtíð minjavörslu í Eyjafirði, þar sem samningur milli Minja- safnsins á Akureyri og þjóð- minjaráðs rennur út nú um ára- mótin og óvíst hvort gert verður ráð fyrir stöðu minjavarðar á fjárlögum næsta árs. Um ræðir hálft stöðugildi miðað við hvern- ig staðið er að málum nú en ekki heilt eins og missagt var í frétt blaðsins nýlega. Guðrún Krist- insdóttir minjavörður hefur meðal annars verið í sambandi við þingmenn kjördæmisins, sem tekið hafa málinu vel en Þjóðminjasafnið sækir um „stór- an pakka" og eru stöður minja- varða sem á vantar í þeim pakka. Framhaldið ræðst síðan af því hver viðbrögð fjárveitingarvalds- ins verða við beiðni Þjóðminja- safns. Ovissan varðandi fjárlögin getur allt eins staðið alveg fram að áramótum og verði framlög til Þjóðminjasafns skert frá því sem óskað er mun það vera í höndum safnsins að ákveða hverjir fá strax og hverjir þurfa að bíða, en samkvæmt þjóð- minjalögum á að vera búið að skipa í stöður minjavarða á öll- um minjasvæðum fyrir lok næsta árs. I skoðun er einnig að reyna að brúa bilið á héraðsvísu og ætlar Guðrún að kynna stöð- una fyrir héraðsráði. Ef ekki verður af fjárveitingu ríkisins þarf að skoða hvaða verkefni eru í hættu ef þau falla niður. - HI Ljósadýrð í listagíliim Nú er unnið að því að gera Lista- safnið á Akureyri sýnilegra en það hefur verið til þessa, og hef- ur bæjarráð samþykkt aukafjár- veitingu til safnsins upp á 1,5 milljónir m.a. í því skyni að standa straum af kostnaði. Þegar hefur Listasafnshúsið í Listagil- inu vcrið þvegið og málað og ný- lega voru sett upp fánastöng og stórt Ijósaskilti á framhlið húss- ins og þar stendur „Listasafn". Skiltið er hannað af Guðjóni Bjarnasyni arkitekt en verktaki við smíði og uppsetningu skiltis- ins er Oddur Helgi Halldórsson í Blikkrás, bæjarfulltrúi og bæjar- ráðsmaður. Þetta skilti er þó rétt byrjunin þvf hugmyndin er að setja einnig ljósaskilti á austurgafl hússins, sem snýr niður Gilið en þar verð- ur nafn listasaf’nsins á ensku. Ofan á turn listasafnsins er síðan hugmyndin að byggja framleng- ingu, sem yrði um 2ja metra há og væri eins konar listaverk sem í væri lýsing. Þessi framlenging er einnig hönnuð af Guðjóni Bjarnasyni. Loks er hugmyndin að strengja veggfána upp og nið- ur á framhlið hússins milli glugg- anna þar. Ekki náðist í Hannes Sigurðsson, nýjan forstöðumann safnsins, í gær en Lárus List starfsmaður þess sagði í samtali við Dag að vissulega hafi það ver- ið vandi hve fáir vissu hvar Lista- safnið væri til húsa en hann taldi að með þessu yrði úr því bætt. Hann sagði að þessar breytingar á húsinu stæðu ekki í neinum tengslum við umræðuna um að taka upp aðgangseyri að safninu. Aukafjárveitingin fyrir þessum framkvæmdum sem samþykkt var í bæjarráði 28. sept sl. er önnur óreglulega fjárvcitingin til safnsins á stuttum tíma, sú fyrri var samþykkt í bæjarráði þann 16. september og nam hún 1 milljón króna til að tryggja rekst- ur safnsins út árið. - l?G Ljósaskiltid á Listasafninu. Á teikningunni má sjá hvernig fyrirhugað er að safnið líti út. MYND BRINK.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.