Dagur - 02.11.1999, Blaðsíða 3

Dagur - 02.11.1999, Blaðsíða 3
Ðxgur ÞRIÐJVDAGU R 2. NÓVEMBER 1999 - 3 Starfsmenn ískrafts á Akureyri, þeir Gunnar Austfjörð, Ólafur Jensson og Þröstur Vatnsdal, i vistlegum húsakynn- um fyrirtækisins við Hjalteyrargötu. mynd: gg Akureyri, Reykja- vík - sama verð Rafiðnaðarverslunin Iskraft í Kópavogi hefur opnað útibú að Hjalteyrargötu 4 á Akureyri, scm þjóna mun svæðinu frá Blöndu- ósi austur á Vopnafjörð. Fram- kvæmdastjóri á Akureyri verður Olafur Jensson en sölufulltrúar Gunnar Austfjörð og Þröstur Vatnsdal. lskraft er alhliða heildverslun með rafbúnað svo sent raflagna- efni, rafstrengi, lýsingarbúnað, rafveituefni og annað sem að raf- lögnum snýr. Sama verð er boðið í Reykjavík og á Akureyri. Olafur Jensson segir að með tilkomu útibúsins á Akureyri sé hug- myndin að bæta verulega þjón- ustuna við viðskiptavinina á Norðurlandi og auka einnig markaðshlutdeildina. Með rúm- góðu húsnæði sé mögulegt að hafa stóran og góðan vörulager sem sé mikilvægt fyrir rafverk- taka og byggingaraðila. - GG Áætlanir Eiríks Bj. Björgvinssonar íþrótta- og tómstundafulltrúa um kostnað við að gera Akureyrarvöll landsmóts- hæfan eru ekki byggðar á útreikningum verkfræðilegra rannsókna á vellinum, heldur samanburði á sambæri- legum framkvæmdum í öðrum sveitarfélögum og ber því að taka með fyrirvara. 120 milljómr til aö laga voilinn? Eiríkur Bj. Björgvinsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi Akureyrar- bæjar, hefur skilað til bæjarráðs viðbótarupplýsingum sem ráðið óskaði eftir varðandi kostnað samfara því að endurbæta frjálsí- þróttaaðstöðu í hænum þannig að hægt verði að halda hér lands- mót U.M.F.Í. Eiríkur vann fyrr á árinu skýrslu um uppbyggingu og endurnýjun íþróttavalla á Akur- eyri þar sem fram koma upplýs- ingar um hugsanlegan kostnað við að breyta Akureyrarvelli en þar kcmur fram að umræddur kostnaður gæti verið um 120 milljónir króna. Eiríkur tekur þó fram í svari sínu til bæjarráðs að hafa beri í huga að tölurnar séu ekki byggðar á útreikningum verkfræðilegra rannsókna á vell- inum sjálfum, heldur saman- hurði á sambærilegum fram- kvæmdum í öðrum sveitarfélög- um. Hann telur rétt að fram- kvæmdanefnd bæjarins óski eftir nákvæmari útreikningum frá byggingadeild eða hlutlausri verkfræðistofu. Bæjarráð óskaði ennfremur eftir upplýsingum um framlag ríkisins til breytinga á íþróttaað- stöðu í öðrum bæjarfélögum vegna landsmótshalds. Ríkið lagöi 100 milljónir í endurbætur á Laugarvatni en þess ber að gæta að íþróttamannvirki þar eru í eigu ríkisins. Ríkið lagði fram 15 milljónir vegna landsmóts i Borgarbyggð, 10 milljónir fara til endurbóta á Tálknafirði og í Vesturbyggð vegna unglinga- landsmóts á næsta ári og rciknað er með 35 milljóna króna fram- lagi ríkisins vegna landsmóts á Egilsstöðum árið 2001. - HI Ekki ljóst um eldsupptök Ekki er enn ljóst hver voru eldsupptök þegar íbúðarhús á Grenivík brann á laugardagskvöld. I lúsið er forskalað timburhús og er talið gjörónýtt. Eldurinn kom upp í kjallara og breiddist mjög hratt út. Málið er í rannsókn og hefur Iögreglan ákveðnar grunsemdir en vildi þó ekki gefa neitt upp um þær í gær eftir að lögreglumenn úr rann- sóknardeild Lögreglunnar á Akureyri höfðu rannsakað verksum- merki. - m MAinaraþonlestur Maraþonlestur á sívaxandi vinsældum að fagna og nú um helgina settust nemendur á þriðja ári í MA niöur og lásu í sólarhring. Ekki skal Ijölyrt um hollustu slíks lestrar en tilgangur nemendanna var að safna peningum í ferðasjóð vegna útskriftarferðar næsta haust. Gengið var í fyrirtæki í bænum og áheitum safnað. Við höfum að vísu ekki nákvæmar fréttir af því hve Iangt nemendurnir komast fyrir féð sem safnaðist um helgina en hitt vitum við að maraþonhugleiðingar menntskælinga eru ekki alveg horfnar eftir bóklesturinn því eftir ára- mót er stefnt að maraþonruslatínslu. Verður forvitnilegt að sjá hvern- ig bærinn lítur út eftir þá uppákomu menntskælinganna. Þroskahjálp með starfsmann Þroskahjálp á Norðurlandi eystra hefur ráðið Lilju Ragnarsdóttur starfsmann á skrifstofu sína í Kaupangi við Mýrai-veg. Starfsmaður er stuðningsaðili foreldra fatlaðra barna og annarra aðstandenda þeirra og veitir þeim ráðgjöf. Þjónusta hans stendur öll- um foreldrum fatlaðra til boða. Ef þess er óskað getur hann bent ungum foreldrum á foreldra, sem hafa reynslu af umönnun fatlaðs barns og sett þá í samband við félagið. Hann sér um að hafa til taks upplýsingar um réttindi og þá þjónustu sem stendur til boða, útveg- ar lög og reglugerðir, fræðsluefni er varðar málefnið og upplýsingar um fundi og svo framvegis. Starfsmaður setur sig í samband við alla þá aðila sent þjóna fötluð- um og leggur sitt af mörkunt til þess að kerfið vinni sem best með foreldrum og veiti þeim sem besta þjónustu. Skrifstofan verður opin frá 14:00 -17:00 mánudaga og þriðjudaga og frá kl 10:00 - 13:00 miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga, frá og með dcginum í gær. Hlutavelta til styrktar Rauða krossinum Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu í Hrísalundi á Akureyri i október og söfnuðu 3.002 krónur til styrktar Rauða krossi íslands. Þær heita [f.v] Ester Vilhelmsdóttir, Jónína Björg Helgadóttir, Helga Þóra Helgadóttir og íris Hrönn Hreinsdóttir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.