Dagur - 04.11.1999, Blaðsíða 2

Dagur - 04.11.1999, Blaðsíða 2
2 - FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1999 SUÐURLAND Útvarp Suðurlands Fimmtudagurinn 4. nóvember 07:00-09:00 Góöan dag Suöurland. Sigurgeir H. 09:00-12:00 Allt Önnur Ella Soffía M. Gústafsd. 12:00-13:00 Meö matnum. Tölvukallinn 13:00-17:00 Rjómagott. Gulli Guömunds 17:00-18:25 Á ferö og flugi. Valdimar Bragason 18:25-19:00 Svæðisútvarp Suöurlands. Guörún H. 19:00-22:00 Sportröndin. Fanney og Svanur 22:00-01:00 Kvöldsigling / Þóröur Ó. og Kjartan B. Föstudagurinn 5. nóvember 07:00-09:00 Góöan dag Suðurland. Sigurgeir H. 08:20-09:00 Svæöisútvarp Suðurlands. Soffía S. 09:00-12:00 Allt Önnur Ella. Soffía M. Gústafs. 12:00-13:00 Meö matnum. Tölvukallinn 13:00-17:00 Rjómagott. Gulli Guömunds 17:00-18:25 Á ferö og flugi. Valdimar Bragason 18:25-19:00 Svæöisútvarp SuÖurlands. Guörún 19:00-20:00 íslenskir tónar. Jóhann Birgir 20:00-22:00 Dýsel. Unnar Steinn 22:00-01:00 Lífiö er Ijúft. Valdimar Bragason Laugardagurinn 6. nóvember 09:00-12:00 Morgunvaktin. Valdimar Bragason 12:00-13:00 íslenskt tónlistarhádegi. Jóhann 13:00-16:00 Vanadísin. Svanur Gísli 16:00-19:00 Tipp topp. Gulli Guömunds 19:00-22:00 Draugagangur. Kiddi Bjarna 22:00-01:00 Bráöavaktin. Eyvi og Anton Sunnudagurinn 7.nóvember 09:00-10:00 Heyannir. Soffía Sigurðardóttir 11:00-13:00 Kvöldsigling (e). ÞórÖur og Kjartan 13:00-15:00 Tóneyraö. Skarphéöinn 15:00-17:00 Árvakan. Soffía M. Gústavsdóttir 17:00-19:00 Davíðssálmar. Davíö Kristjánsson 19:00-20:00 íslenskir tónar. Jóhann Birgir 20:00-21:00 Elvis frá A-Ö. Jói og Halli 21:00-22:00 Spurningakeppni HSK. Valdimar 22:00-24:00 Sögur og klassík fyrir svefnin. Soffía Mánudagurinn 8. nóvember 07:00-09:00 Góöan dag Suöurland. Sigurgeir H. 09:00-12:00 Allt Önnur Ella. Soffía M. Gústafs. 12:00-13:00 Meö matnum. Tölvukallinn 13:00-17:00 Rjómagott. Gulli Guömunds 17:00-19:00 Á ferö og flugi. Valdimar Bragason 19:00-20:00 Meö matnum. Tölvukallinn 20:00-21:00 Spurningakeppni HSK (e). Valdimar 21:00-22:00 Heyannir (e). Soffía Siguröardóttir 22:00-24:00 Dag skal aö kveldi lofa. Sigurgeir H. Þriöjudagurinn 9. nóvember 07:00-09:00 Góöan dag Suöurland. Sigurgeir 09:00-12:00 Allt Önnur Ella. Soffía M. Gústafs. 12:00-13:00 Meö matnum. Tölvukallinn 13:00-17:00 Rjómagott. Gulli Guðmunds 17:00-19:00 Á ferö og flugi. Valdimar Bragason 19:00-22:00 Skeggjaöa beljan. Vignir Egill 22:00-24:00 í minningu meistarana. Jón Hnefill Miövikudagurinn lO.nóvember 07:00-09:00 Góöan dag Suöurland. Sigurgeir H. 09:00-12:00 Allt Önnur Ella. Soffía M. Gústafs. 12:00-13:00 Meö matnum. Tölvukallinn 13:00-17:00 Rjómagott. Gulli Guömunds 17:00-18:25 Á ferö og flugi Valdimar Bragason 18:25-19:00 Svæðisútvarp Suöurlands. Guörún 19:00-20:00 Meö matnum. Tölvukallinn 20:00-22:00 Árvakan (e). Soffía M. Gústafsdóttir 22:00-24:00 Meira en orö. Sigurbjörg Grétarsd. Fimmtudagurinn11 .nóvember 07:00-09:00 Góðan dag Suðurland. Sigurgeir H. 09:00-12:00 Alit Önnur Ella. Softía M. Gústafs. 12:00-13:00 Með matnum. TölvuKallinn 13:00-17:00 Rjómagott. Gulli Guðmunds 17:00-18:25 Á ferð og flugi. Valdimar Bragason 18:25-19:00 Svæðisútvarp Suðurlands. Guðrún 19:00-22:00 Spodröndin. Fanney og Svanur 22:00-01:00 Kvöldsigling. Kjadan Björnsson VTESTMANNAEYJAR Menntanetið til Eyja Ríkið hefur nú ákveðið að selja nlut sinn í Islenska menntanetinu og í framhaldi af auglýsingu hefur bæjarráð Vestmannaeyja samþykkt að leita, á grundvelli tillögu frá bæjarfulltrúum minnihlutans, allra leiða með hagsmunaaðilum að fá Islenska menntanetið til Vestmannaeyja og skapa þannig aukin störf í Vestmannaeyjum. Málið þarf að vinn- ast hratt, en tilboð í fyrirtækið verða opnuð þann 1 1. nóvember. Mál þetta var til umfjöllunar á bæjarráðsfundi nýlega. Fallið frá forkaupsrétti Á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja þann 11. október lá fyrir bréf frá skipasölunni Álasundi, fyrir hönd Ufsabergs hf., ásamt kaupsamn- ingi á ms. Gullfaxa VE 192, þar sem óskað er eftir að hæjarráð falli frá forkaupsrétti á bátnum. Bæjarráð samþykkti erindið lyrir sitt leyti. Minnt á hlutverk flugvallar Málefni Reykjavíkurflugvallar bar á góma á fundi bæjarráðs Vest- mannaeyja á dögunum. I bókun sem samþykkt var á fundinum segir að bæjarráð minni „...á þá ábyrgð og skyldur sem Reykjavíkurborg hefur gagnvart Iandsbyggðinni en í höfuðborginni er miðja stjórn- sýslu ásamt því að þar er að finna höfuðstöðvar mennta-, menning- ar- og viðskiptalífs landsins. Bæjarráð skorar á borgarstjórn að hafa þetta í huga þegar fjallað er um framtíðarstaðsetningu innanlands- flugvallarins en flugvöllurinn er þungamiðja í samgöngum allrar þjóðarinnar." Óhreyttur Herjólfur Fjallað var um málefni Flerjólfs á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja á dögunum en þar var tekin til umfjöllunar fundargerð frá aðalfundi l lerjólfs hf., sem haldinn var 25. september síðastliðinn. Bæjarráð tekur undir tillögu Georgs Þórs Kristjánssonar, sem samþykkt var samhljóða á fundinum um áskorun á þingmenn Suðurlands að þeir beiti sér fyrir óbreyttu fyrirkomulagi í rekstri Herjólfs. Frá Eyjum. Fyrirlestrar í Húsinu Byggð og ineiiiii ng er yfirskrift fjögurra fyr- irlestra í Húsinu á Eyrarbakka. Bóka- nieiiiiing gamla bæudasamfélagsms fyrsta umfjöHuuar- efnið. Fjórir dagar í nóvembermánuði verða helgaðir fyrirlestraröð und- ir yfirskriftinni Byggð og menn- ing, á vegum Byggðasafns Árnes- inga, Sjóminjasafnsins á Eyrar- bakka, Sögufélags Árnesinga og Rannsóknarstofnunar um byggðamenningu, það er Reykja- víkur-Akademíunni. Fyrirlestr- arnir verða allir fluttir í Byggða- safni Árnesinga, Húsinu, Eyrar- bakka og hefjast stundvíslega kl. 20.30. Hér er um að ræða íjög- ur ný og spennandi erindi hjá fyrirlesurum sem standa framar- Iega hver á sínu sviði. Markmið- ið með fyrirlestraröðinni er að færa fræðin og umræðuna um þau inn á breiðari og opnari vett- vang. Skráning er þegar hafin og áhugasamir eru vinsamlegast beðnir að hafa samband í síma 861-8678, eða skrifa á netfangið sjominjasafnið@arborg.is eða husid@south.is Bókamennmg gamla bændasamfélagsins Fyrsti fýrirlesturinn verður í kvöld fimmtudaginn 4. nóvember kl. 20:30 í baðstofu Hússins á Eyrar- bakka. Þar mun Viðar Hreinsson Viðar Hreinsson. Hann gerir bóka- menningu gamla íslenska bænda- samfélagsins að umfjöllunarefni í sínum fyrirlestri. bókmcnntafræðingur Ijalla um bókmenningu gamla bændasam- félagsins „...þá fysn til fróðleiks og skrifta sem lifði með sjálfmennt- uðum almúgamönnum öldum saman á Islandi. Þekkingarþorsti þeirra og tjáningarþörf hafa skilið eftir sig ókjör af lítt rannsökuðum heimildum í þúsundum handrita. Rakin verða nokkur heillandi dæmi um merka höfunda af því tagi, til dæmis Jón lærða, Guð- mund Bergþórsson, Brynjúlf á Minna-Núpi og Stephan G. Stephansson," segir í tilkynningu. Holdleg og andleg miðstöð Annar íyrirlesturinn verður 11. nóvember og þar mun Árni Daní- el Júlíusson sagnfræðingur flytja fyrirlesturinn Holdleg og andleg miðstöð - Eyrarbakki og Skálholt á I 8. og 19. öld. „Á 18. öld var Eyrarbakki helsta höfn Suður- Árni Daníel Júlíusson. Fjallar um holdlega og andlega miðstöð, Eyr- arbakki og Skálholt og um Eyrar- bakka fyrir 200 árum. lands eins og lengi hafði verið. Á Eyrarbakka var m.a. höfn Skál- holtsstóls, einnar valdamestu stofnunar landsins. Um 1800 fluttist miðstöð kirkjulegrar og veraldlegrar stjórnar til Reykja- víkur. Eyrarbakki missti þá alla möguleika á að verða aðalhöfn eða miðstöð landsins, enda virð- ist bænum ekki hafa verið ætlað það hlutverk af landsfeðrum sem ákváðu staðsetningu nýrrar mið- stöðvar. Hvernig var umhorfs á Eyrarbakka fyrir 1800? Breyttist hlutverk og ímynd staðarins eftir það?“ segir í tilkynningu um fyr- irlestur þennan. Fleiri fyrirlestrar verða svo fluttir síðar í nómvember og verður um þá fjallað í Suður- landsblaði Dags þegar nær dreg- ur. -SBS. Kirkjuhátíð á Kotströnd Um aðra helgi verður haldið uppá 90 ára af- mæli Kotstrandar- kirkju í Ölfusi. Kirkj- una þekkja margir, euda er húu fagurt guðshús í alfaraleið. Á sunnudag um aðra helgi, 14. nóvember næstkomandi, verður þess minnst að liðin eru 90 ár frá vígslu Kotstrandarkirkju í Olfusi. Guðsþjónusta verður í kirkjunni kl. 14 þann dag, en þar prédikar biskup Islands, herra Karl Sigur- björnsson. Á eftir verður boðið upp á kirkjukaffi á veitingastaðn- um Básnuni í Ölfusi, að því er segir í frétt frá sóknarnefnd Kot- strandarsóknar. Sameínaður kirkjustaður Kotstrandarkirkja var byggð eftir að sameinaðar höfðu vcrið • Reykja- og Arnarbælissóknir en sóknarkirkjur voru áður þar. Arnarbæliskirkja var orðin hrör- leg, svo vart svaraði kostnaði úr að bæta og Reykjakirkja skekkt- ist illa á grunninum í óveðri haustið 1908. Varð því að ráði að sameina sóknirnar og byggja nýja kirkju á Kotströnd, sem var í miðri sveit og í alfaraleið - fjöl- farinn áninga- og samkomu- staður, segir í frétt sóknar- nefndar, og þar segir enn frem- ur: „Rögnvaldur Ólafsson, húsa- meistari, gerði uppdrátt kirkj- unnar og ber hún mörg höfund- areinkenni hans, sem sjá má á fleiri guðshúsum, sem hann teiknaði á fyrsta áratug aldar- innar. Kirkjusmíðina annaðist Samúel Jónsson frá Hunku- hökkum á Síðu, faðir Guðjóns, siðar húsameistara ríkisins. Komið hefur í ljós, þegar unnið hefur verið að viðhaldi kirkj- unnar á undanförnum árum, að hún er vandað hús að efni og allri gerð, og er að töluverðu leyti byggð af nýtilegum viðum gömlu kirknanna á Reykjum og í Arnarbæli. Heita má að allt ytra byrði kirkjunnar hafi verið endurnýjað og bættir viðir, þar sem þurfti. Búnaður og gripir kirkjunnar eru einnig margir úr gömlu kirkjunum og jafnvel nokkuð af innréttingum." Fagurt guðshús í öUum hlutföHum Kotstrandarkirkja er fagurt guðshús í öllum hlutföllum sem Ijá henni, ytra sem innra, sér- stæðan þokka og hógværa helgi- tign. Kirkjustæðið er áberandi vel valið. Kirkjugarðurinn vel hirtur og fallega hlaðinn hraun- grýtisveggur hans er til frekari prýði. Kotstrandarkirkja á ýmsa velunnara, sem hafa styrkt hana á margan hátt í áranna rás og látið hana njóta höfðingsskapar. Þrjár sækja imi dýralækni Þrjár konur sækja um embætti héraðsdýralæknis í Suðurlands- umdæmi, sem nýlega var auglýst Iaust til umsóknar, en sem kunn- ugt er var lögum um héraðsdýra- lækna nýlega breytt og þá jafn- framt skipan embætta þeirra. Þær konur sem sækja um emb- ætti þetta eru Bergþóra Þorkels- dóttir á Selfossi, Katrín H. Andr- ésdóttir í Reykjahlíð á Skeiðum og Sigurborg Daðadóttir í Hafn- arfirði. Um embætti héraðsdýra- læknis í Vestur-Skaftafellsum- dæmi er aðeins einn umsækj- andi, Gunnar Þorkelsson, dýra- Iæknir á Kirkjubæjarklaustri. - Það er Guðni Ágússson landbún- aðarráðherra sem skipar í stöð- una, frá og með 1. desember næstkomandi. -SBS.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.