Dagur - 04.11.1999, Qupperneq 3
FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1999 - 3
SUDURLAND
yfirbragð
LeíkiLr að vonimt, er
fyrsta sólóplata Labba
í Mánum, sem kemur
út nú í vikunni. „Hef
góða tilfinningn fyrir
þessari plötn,“ segir
Labbi, sem æfir fim-
leika í Reykjavík
tvisvar í viku.
„I rauninni hef ég verið að stefna
að því síðustu tuttugu og fimm
árin eða svo að gefa út sólóplötu
sem þessa,“ segir Olafur Þórar-
insson tónlistarmaður, títt-
nefndur Labbi í Glóru, sem
sendir frá sér sína fyrstu sóló-
plötu nú í vikunni. „Að vísu
hafa hugmyndir mínar um
hvernig platan ætti að vera
breyst talsvert á þessum tíma,
en þó ekki í neinum grundvall-
aratriðum. Ef til vill er platan
þó nokkuð ljúfari og með fág-
aðra yfirbragði en þegar ég var
að leggja fyrstu drög að útgáfu
hennar. Þarna eru til dæmis
nokkur lög sem ég hef alltaf
ætlað mér að hafa á plötunni,
einsog til dæmis lagið Leikfang-
ið, sem ég syng ásamt Kristjönu
Ólafsdóttir - og svo lögin Þú átt
þér ósk og Betlarinn, sem Andrea
Gylfadóttir syngur, en hún er
gestasöngkona á plötunni."
Góð tilfinning
Leikur að vonum heitir hljóm-
platan, sem gefin er út af Tóna-
flóði. Labba þekkja flestir unn-
endur dægurlagatónlistar alveg
frá þeim tíma er hann fór fyrir
félögun sínum í hljómsveitinni
Mánum á árum 1965 til 1975.
Nú í seinni tíð hefur Labbi
haldið úti eigin hljómsveit,
Karma, og hefur sú sveit notið
mikillar hylli á dansleikjum
undanfarin ár, ekki síst á Suð-
urlandi. A Leik að vonum er að
finna þrettán Iög, gömul sem
ný, 1 1 lög eftir listamanninn
sjálfan en auk þeirra er að finna
Iagið Kvöldsiglingu eftir Gísla
Helgason við texta Jóns Sig-
urðssonar og Hverfula ást, sem
er af erlendum uppruna - en
þessi lög söng Labbi inn á plöt-
ur fyrir nokkrum árum og hafa
lögin notið vinsælda í áranna
rás.
Labbi hefur gert nokkra text-
anna á plötunni, en aðrir texa-
hiifundar eru þeir Jón Sigurðs-
son bankamaður, Jónas Friðrik,
Ómar Halldórsson, Ingibjörg
Björnsdóttir og Sigurður Jó-
hannesso'n, sem samdi textann
við hið tregafulla lag A kránni,
sem Labbi söng svo eftirminni-
Iega með Mánum fyrir röskum
aldarfjórðungi. Labbi spilar
sjálfur alla gítara á plötunni en
þess utan hefur hann með sér
hóp valinkunnra hljóðfæraleik-
ara. „Ég hef góða tilfinningu
fyrir þessari plötu,“ segir Labbi.
)}
Tvær plötur í viöbót
„Við höfum á dansleikjum mcð
Karma nú að undanförnu verið
að leika þessi lög sem þar eru og
þau hafa fallið dansleikjagest-
um vel í geð. Enda spanna Iög
þessi vítt svið og eru þegar heilt
er yfir litið um margt ólík bæði í
takt og tón. En þegar ég hlusta
á plötuna núna þá er ég í raun
feginn að ekki hafi fyrr orðið af
útgáfunni. Yfirbragðið er að
mörgu leyti orðið þróaðra en ég
hafði hugsað mér í fyrstu og
platan er mun betur tæknilega
unnin en hefði orðið hefði hún
komið út fyrir ekki svo mörgum
árum,“ segir Labbi.
Hann kveðst nú vera með
hugmyndir um útgáfu á tveimur
plötum til viðbótar á næstu
árum, gangi útgáfa Leiks að
vonum vel og að hún fái góðar
undirtektir. Annarsvegar hafi
hann hug á plötu með rokklög-
um en hina með lögum með
klassísku ívafi. Lögin séu til
staðar og drög að útsetningum
að þeim og lítið mál sé að fara í
upptökur, ef mál þróist svo.
Heljar- og hnakkastökk
En listamaðurinn í Glóru býr
yfir undarlegu tvíeðli. Hann
lætur sér tónlistina eina ekki
duga, því hann hefur síðustu
vetur stundað af miklu kappi
æfingar í fimleikum. Tvisvar í
viku fer hann til Beykjavíkur og
æfir þar með körlum á sínum
aldri og þaðan af eldri ýmsar
æfingar í rólum, á dýnu, á jafn-
vægisslá og öðrum þeim áhöld-
um sem þurfa þykir, til þess að
Tvisvar í viku fer Labbi til Reykjavíkur, þar sem hann æfir fimleika ásamt
fleiri herramönnum í fimleikadeild Ármanns. „Alveg ótrúlegt hvað þrek
mitt allt og úthald hefur aukist til muna siðan ég byrjaði að æfa reglulega
fyrir um þremur árum. mynd: teitur
„Platan er mun betur tæknilega unnin en hefði oröið hefði hún komið út
fyrir ekki svo mörgum árum, “ segir Labbi meðal annars hér í viðtalinu um
plötuna góðu, Leik að vonum, sem kemur út í dag.
fara „...flikk flakk heljarstökk,
hliðarstökk, hnakkastökk og svo
labha á höndunum tveim,“ segir
Labbi og vísar þar til textans
góða, sem Laddi söng fyrir
margt löngu. „Ég var lengi bú-
inn að leita að einhverjum hér
fyrir austan sem væri tilbúinn
til þess að hefja með mér svona
æfingar, en það hlógu alltaf all-
ir að mér. Því fannst mér ég
hafa himin höndum tekið þegar
ég sá þessar leikfimiæfingar
karlanna í Armanni - og fékk
strax inni hjá þeim þegar ég
setti mig í samband við þá.“
Þetta eru ekki einu Iíkamsæf-
ingarnar sem Labbi stundar.
Fyrir utan að hlaupa vítt og breitt
um lágsveitir Flóans fer hann
vikulega ásamt nokkrum félög-
um sínum í göngur upp á Ing-
ólfsfjall; fara þeir upp hjá
Laugabökkum í Ölfusi, þar sem
hvað brattast er upp á tjallið, en
þegar sprett er úr spori eru þeir
félagar þó ekki nema um 25
mínútur upp á brún. Geri aðrir
betur. „Ég er alveg ákveðinn í
því að leggja íþróttirnar fyrir
mig í ríkari mæli í framtíðinni
og hef í huga að fara á einhvers-
konar þjálfaranámskeið nú þeg-
ar ég er búinn að koma þessari
plötu frá. Enginn er of seinn til
þess að fara út í íþróttaæfingar
og sjálfum finnst mér það alveg
ótrúlegt hvað þrek mitt allt og
úthald hefur aukist til muna
síðan ég byrjaði að æfa reglu-
lega fyrir um þremur árum. Það
eitt er mér hvatning til þess að
fá aðra til hefja æfingar þessar -
sem bæði bæta, hressa og
kæta.“
-SBS.
og fágað