Dagur - 05.11.1999, Qupperneq 1
ífyrsta skipti síðan
Hrafninn flaug ætlar
Edda Björgvins að
takastá við alvarlegt
tragískthlutverk og
ekkert smáhlutverk
það: hún verðurein á
sviðinu í tvo tíma, leik-
ur 19 konurog karla,
unga oggamla...
Einleikurinn „Leitin að vísbend-
ingu um vitsmunalíf t alheimin-
um“ eftir Jane Wagner verður
frumsýndur í kvöld í Borgarleik-
húsinu en Jane þessi er m.a. fjór-
faldur Emmy-verðlaunahafi og
hefur hlotið IJölda verðlauna fyrir
téðan einleik. Edda Björgvinsdótt-
ir var í óða önn að æfa, taka á móti
sjónvarpsvélum og öðru sem yfir
leikara hellist rétt fyrir frumsýn-
ingu þegar Dagur tældi hana í
símann og fékk nánari útskýringar
á hvaðan þetta leikrit kemur upp á
svið Borgarleikhússins.
í beinu sambandi
við geimverur
„Hann Arni Blandon, vinur minn,
lét Gísla Rúnar fá þetta leikrit fyr-
ir mörgum árum síðan og Gísli
Rúnar otaði því að mér. Við Þór-
hildur Þorleifsdóttir féllum báðar
lyrir þessu og ætluðum að setja
það upp í KafBleikhúsi á sínum
tíma en þá vildi svo heppilega til
fyrir alþjóð að Þórhildur var dreg-
in hingað upp í Borgarleikhús,"
svaraði Edda, en síðan hefur leik-
ritið legið ósnert þar til nú. Það var
textinn sem heillaði svo þær stöll-
ur, „hann er aldeilis ffábær. Heim-
spekilegar vangaveltur um eðli
mannsins, sorgir og gleði og hvers-
dagsleg átök.“ Edda tekur fram að
verkið sé ekki gamanleikur en
tengiliður allra þeirra 19 persóna
sem hún þarf að túlka er poka-
kona að nafhi Þrúða, sem áður var
virðuleg manneskja í samfélaginu
en missti svo vitið og er gefið raf-
Iost við þeim missi. I kjölfarið tel-
ur hún sig vera hlaðna segulmögn-
uðu rafkerfi sem setji hana í beint
samband við mannkynið eins og
það leggur sig. Þá setja vitsmuna-
verur frá öðrum hnöttum sig
einnig í samband við Þrúðu og
saman reyna þau að leita að vits-
munalífi á jörðu. „Þrúða byrjar
upp frá þvf að fá glefsur úr lífi
fólks, beinar útsendingar frá hin-
um og þessum hvar sem hún er
stödd. Við fáum að sjá allar þessar
persónur á sviðinu sem hún upp-
lifir í huganum. I engum búning-
um og með engin gcrvi.“
- Þú hefur ekki viljaðfú að grípa
í nærliggjandi hárkollur eða yfir-
varaskegg til að aðstoða við að
greina persónuniar í sundur?
„Það er bara ekki hægt, sumar
eru bara í tvær sekúndur. Fyrir
utan að þetta er miklu meiri áskor-
un.“
Opna hjarta sitt
Um 18 ár eru síðan Edda lék al-
vöru tragískt hlutverk en það var í
kvikmynd Hrafns Gunnlaugsson-
ar, Hrafninn flýgur. En hvernig
gekk henni að svissa frá gaman-
hlutverkunum sem hún er þaul-
reynd í og yfir í þetta dramatíska
hlutverk? „Ja, það er náttúrulega
alkunna í öllum heiminum að ef
fólk hefur gott vald á gamanleik þá
hefur það betra vald en flestir aðr-
ir á harmleik. Ef þú getur fengið
fólk til að hlæja þá ertu kominn
með tilfinningarnar í krumlurnar.
Það eru kannski helst Islendingar
sem eru ekki alveg með þetta á
hreinu því þeir hafa tendensa til
að setja fólk í skúffur. Grunnurinn
í því að vera leikari og ná til fólks
er í raun að opna hjarta sitt. Sum-
ir kalla það að vera einlægur, aðrir
að vera sannur en ég þoli ekki þau
orð. Ef þú opnar hjarta þitt og
hleypir fólki inn, á skítugum skóm
eða hreinum skóm eða á sokka-
leistunum - þá ertu að leggja sál
þína á borðið. Það er grunnurinn í
góðum leik hvort sem um er að
ræða gamanleik eða dramatískan
leik og ef fólk ekki gerir þetta þá er
hæpið að það nái inn í hjörtu
manna," segir Edda og verður
heitt í hamsi. „En að standa ein á
sviðinu í tvo tíma er það erfiðasta
sem ég hef gert á ævinni, ég verð
að játa það. Eg vona að ég sé enn
einu sinni að opna hjarta mitt
nógu mikið til að snerta áhorfend-
ur og spennandi að gera öðruvísi
en til að kitla hláturtaugar fólks.“
LÓA
Þú hefur tíma til 10. nóvember til að ákveða þig
FJÖLBREYTT ÚRVAL - STUTTUR AFGREtÐSLUTÍMI
Úrval HTH-innréttinganna er mjög fjölbreytt, þar sem útfærslur geta verið
margvíslegar. Afgreiðslutími á HTH-innréttingum er fjórar vikur, en getur
farið í sex vikur ef um sérsmíði er að ræða. Ef þú ákveður þig fyrir 10.
nóvember næstkomandi getur þú fengið innréttinguna fyrir jól.
ÖLL TÆKI í ELDHÚSIÐ
Auk eldhúsinnréttinga er boðið upp á öll tæki, sem þarf í nútímaeldhús, svo
sem eldunartæki hvers konar, viftur, háfa, kæliskápa, frystiskápa, vaska,
blöndunartæki, Ijós o.fl. Séu raftækin keypt með eldhúsinnréttingunni,
bjóðast þau á heildsöluverði.
HÖNNUN OG RÁÐGJÖF
Við veitum fólki ráðgjöf og leggjum fram hugmyndir að því hvernig best er
að haga innréttingunni þar sem þarfir fjölskyldunnar eru hafðar í fyrirrúmi.
Líttu ínn í glæsilegan sýningarsal
að Lágmúla 8, 3. hæð
og kynntu þér málið.
Opið laugardag frá 10 til 16
Nýtt eldhús fyrir jól