Dagur - 05.11.1999, Page 2

Dagur - 05.11.1999, Page 2
18-FÖSTVDAGUR S. NÓVEMBER 1999 rD^tr LÍFIÐ í LANDINU i. ÞAD ER KOMIN HELGI Hvað ætlarþúað gera? „Matarboð, “ segir Jóna Hilmarsdóttir. Kræklinga- oghvítvliissósa „Sonur minn, tengdadóttir og sex mánaða barnabarn, Helena, verða hjá mér um helgina,“ segir Jóna Hilmardóttir, starfsmaður hjá auglýs- ingadeild Ingvars Helgasynar hf. „Mestur tími minn um helgina fer í að sinna þessum góðu gestum, sem koma norðan frá Akureyri. A laug- ardagskvöldið verð ég svo með fínt matarboð (yrir góða vini mína, þar sem ég æta að bjóða uppá lax með kræklinga- og hvítvfnssósu og f aðalrétt verða líklega svínalundir. Á sunnudeg- inum ætla ég að mestu leyti að taka tilveruna í rólegum takti, en skreppa þó í keilu með Arna Þór, yngri syni mínum, sem er tólf ára. Það er ekki ósjaldan sem við mæðgin bregðum okkur saman í sund og keilu um helgar, enda er þetta ágæt dægradvöl og holl eftir því.“ S veitarstj órinn til Akureyrar „Eg þarf að fara til Akureyrar," segir Magnús Már Þorvaldsson, sveitarstjóri á Þórhöfn. „Verð að vinna fyrir veitingahúsið Greifann, en nú stendur til að fara í endurbætur á húsnæði staðarins og ætla ég að aðstoða strákana í því verkefni. Það verður ágætt að koma í bæinn að- eins, fjölskyldan er enn á Akureyi þó ég sé kom- inn til starfa fyrir austan nú nýlega, en bráðlega sameinumst við öll í nýjum heimkynnum á „Hitti fjölskylduna, “ Pórshöfn. Þetta er staður sem virkar vel á mig segir Magnús Már. við fyrstu kynni; hér er hressilegt og dugmikið fólk, sem gaman er að deila geði við. Hér er fagurt mannlíf." ,,/H á tónleika, “ segir Svanfríður. Til Grímseyjar laugardaginn ætla ég að reyna að komast út til Grímseyjar," segir Svanfríður Jónasdóttir, þingmaður Samfylkingar. „Þar er verið að vígja nýja flugstöð og verður uppá það haldið með veglegum hætti. Og fari ég þangað út reikna ég með að nánast allur Iaugardagurinn fari í þessa Grímseyjarferð. Þegar ég kem aftur hingað suð- ur þarf ég eitthvað að sinna vinnu minni og síð- an Iangar mig að komast á einhverja tónleika. Nei, ég hef enn ekki ákveðið hvaða tónleikar það yrðu, ég sé það í helgarblöðunum hvað er í boði. Ennþá hef ég ekki komist í Salinn í Kópa- vogi og þykir það miður, en þar hafa margir áhugaverðir tónleikar verið haldnir og bygging tónleikahússins er gott framtak. Síðan er það alltaf fastur liður í minni fjölskyldu að við hitt- umst saman yfír kvöldverði á sunnudeginum. Við gerum alltaf talsvert úr þessari stund okkar, en mér f’innst gaman að matbúa, enda þó það taki stundum dijúgan tíma.“ „Þeir eru ekki einu sinni líkir, “ sagði konan, sem skoðaði þessar myndir afÁrna Tryggvasyni sem eru hér á siðunni. Gamla myndin er tekin endur fyrir löngu, en sú litla nú í sumar leið. í áratugi hefur Árni verið einn ástsælasti leikari þjóðar- innar og heiltyfir má segja að hann sé i hugum þjóðarinnar hin eina og sanna Lilli klifurmús. liftl LIF OG LIST Þrjárbækur á náttborðinu „Eg er alæta á bækur og er núna með þrjár á náttborð- inu. Undanfarið hef ég eytt mestum tíma í að lesa The General’s Daughter eftir Nel- son DeMille. Þetta er amerísk spennusaga, þar sem morð, spilling og samskipti kynj- anna í ameríska hernum eru í forgrunni," segir Edda Rós Karls- dóttir, hagfræðingur ASÍ. „Eg er líka að lesa The Return of Depression Economics eftir Poul Krugman. Þetta er mjög áhugaverð bók og neyðir hagfræðinginn í mér til að hugsa marga hluti upp á nýtt. Þá les ég dálítið á hverju kvöldi í Fyrsta orðabókin mín, sem er uppáhalds bók sonar míns. Af þeim bókum sem ég er að lesa er ég þó minnst hrifin af þessari. Eg hef ákveðna fordóma gagnvart bók- um um dýr, sem eru í fötum og skóm, keyra bíla, sippa og raka sig. Skrítnust finnst mér myndin af feita svínapabba, sem situr við mat- arborðið og borðar nautasteik með hníf og gafli.“ Dóttirin vill Róbertbangsa „Síðast þegar ég hlustaði á „fullorðins" tónlist heima hjá mér voru það geisladiskar með Georg Michel og Lois Armstrong. Annars stjórnar dóttir mín geislaspilaranum á mínu heimili og hún spilar oftast Olgu Guðrúnu, Ávaxtakörfuna og Róbert bangsa.“ Persónumar trúverðugar „Síðasta myndin sem við leigðum var danska dogmamyndin Festen. Mér’ fannst það vera frábær mynd og hún hafði mikil áhrif á mig. Mér fannst persónurnar mjög trúverðugar og þar stóð mamma aðalpersónunar upp úr. Ann- ars horfi ég oftast á amerískar myndir og það sem er vinsælast hverju sinni. Eg er ekkert sérstaklega kresin." FRÁ DEGI TIL DAGS Hver einasta manneskja er ábyrgur þátt- takandi í sköpun heimsins. Páll Skúlason Þau fæddust 5. nóvember • 1822 fæddist Jón Þorláksson rektor. • 1913 fæddist breska leikkonan Vivien Leigh. • 1921 fæddist Hlynur Sigtryggsson veð- urfræðingur. • 1941 fæddist bandaríski söngvarinn Art Garfunkel. • 1943 fæddist bandaríska leikskáldið og leikarinn Sam Shepard. • 1959 fæddist kanadíski rokksöngvarinn Bryan Adams. • 1963 fæddist bandaríska leikkonan Tatum O’Neal. Þetta gerðist 5. nóvember • 1605 reyndi maður að nafni Guy Fawkes að sprengja upp enska þingið, en ráðabruggið mistókst og Fawkes var síðar hengdur. • 1848 hófst útgáfa Þjóðólfs í Reykjavík, en hann er talinn vera fyrsta íslenska fréttablaðið. • 1917 tók rússneska rétttrúnaðarkirkjan að nýju upp embætti patríarka, sem Pétur mikli hafði lagt niður árið 1700. • 1925 leysti Mússólini upp ítalska sósí- alistaflokka. • 1956 sendu Frakkar og Bretar herlið til Egyptalands, þar sem Israelsmenn og Egyptar voru að berjast um Súe/skurð- inn. Tveimur dögum síðar var lýst yfir vopnahléi. • 1965 sendi hljómsveitin Who frá sér plötu með laginu My Generation. • 1992 felldi Alþingi tillögu um þjóðarat- kvæðagreiðslu um aðild Islands að Evr- ópska efnahagssvæðinu. • 1996 gekkst Boris Jeltsín, forseti Rúss- lands, undir hjartaaðgerð. Vísa dagsins Undir toppi gylltum grær gljúr og snoppufríður, viljaloppinn, værukær, valtur sjoppulýður. Jón Rafnsson Afmælisbam dagsins Þorgerður Ingólfsdóttir, kórstjóri, fæddist í Reykjavík þann 5. nóvember árið 1943. Hún tók stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1963, þá fór hún f guðffæðinám í Háskóla Islands, samhliða því sem hón tók söngkennarapróf og tón- menntakennarapróf frá Tónlistar- skólanum í Reykjavík og nam kór- stjóm og tónvísindi við háskólann í Illinois. Hún stofnaði kór Mennta- skólans við Hamrahlíð. Auk starfa við tónlistarkennslu hefur Þorgerður komið að félagsmálum. „Viltu veðja?“ Þrír byggingarverkamenn, Gfsli, Eiríkur og Helgi, voru að störfum hátt uppi á vinnu- palli þegar Gísli hrasar og hrapar til jarðar og er steindauður. Eiríkur og Helgi sitja sem lamaðir, en þar kemur að þeim finnst rétt að annar hvor þeirra fari og færi eigin- konu Gísla hin sorglegu tíðindi. Eiríkur býðst til að fara: „Eg er dálítið góður í svona viðkvæmum málum," segir hann. Þremur tímum síðar kemur hann aftur, með vodkaflösku í hendinni, og sagðist hafa fengið hana hjá ekkjunni hans Gísla. „Hvernig í ósköpunum fórstu nú að því?“ spurði Helgi. „Jú, sjáðu til,“ svarar Eiríkur, „þegar hún kom til dyra sagði ég: Þú hlýt- ur að vera ekkjan hans Gísla. Hún sagði: Nei, ég er alls ekki nein ekkja. Og þá sagði ég: Viltu veðja einni vodkaflösku?” Veffang dagsins Áhugamenn um klassfska tónlist gætu gert margt vitlausara en að kíkja á ivunv. c lassicalmusic .co.uk

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.