Dagur - 05.11.1999, Side 3

Dagur - 05.11.1999, Side 3
FÖSTUDAGUR S. NÓVEMBER 1999 - 19 LÍFIÐ í LANDINU Agtnn, vandamál veraldarsögunnar Agi og agavandamál eru alltaftil umræðu, ekki síst í sambandi við skólastaif. Sæ- mundur Rögnvalds- son kennari hefurvelt fyrirséraga og refs- ingum í bókmenntum og hér tengir hann efnið við nútímann og samfélagið. Vandinn erekki nýrafnál- inni... „Fyrsta agabrotið var framið í aldingarðinum forðum þegar Adam og Eva brutu boð Guðs, átu af skilningstrénu og hlutu refsingu fyrir. Þar var líka fyrsta dæmið um brottrekstur og þeirri refsingu beita kennar- ar enn þann dag í dag.“ - Telurðu brottrekstur sígilda aðferð eða tírelta? „Brottrekstur er sígild aðferð fyrir kennara til þess að losna við þann sem brýtur af sér. Hins vegar ber að nota hann sparlega og þannig að öllum sé ljóst að þetta er grafalvarlegt mál. Brottreksturinn einn og sér hefur ekkert að segja nema honum sé fylgt eftir til enda. Mér hefur reynst hann fyrst og fremst tæki til að ræða við nemandann í einrúmi eða með skólastjórnanda til að ná fram breytingu á hegðun." „Ef við þjálfum rtemendur i að nota getu sína til fulls aukum við metnað þeirra og sjálfsvirðingu, “ segir Sæmundur Rögnvaldsson, kennari í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Egil Skalla erfitt tilfelli - Eitthvað var nú af agavanda- málum í íslendingasögunum. Hefurðu velt þeim fyrir þér? „Jú, Grettir Asmundarson er eitt dæmið og ekki gekk föður hans vel að tukta hann þótt hann væri bæði stjórnsam- ur og ákveðinn. Egill Skall- grímsson var líka sérstaklega erfitt tilfelli og við getum rétt ímyndað okkur skýrslurnar sem væru til um hann í skólakerfinu í dag. Hall- gerður Iangbrók var svo svaka- leg að faðir hennar þorði ekki annað en að spyrja hana hvort hún vildi þennan eða hinn, sem var fullkomlega út í hött miðað við normin í þá daga. Svona mætti halda áfram að telja." - En liefðu Egla og Gretlla verið skrifaðar ef söguhetjurnar hefðu verið Ijúf eins og lömh. Dýrkum við ekki visst agaleysi? „Jú, ein af þverstæðunum menntirnar. Til dæmis eru ungl- ingabókmenntir allra tíma full- ar af hetjum, sem sífellt eru að brjóta alls konar reglur til þess að vinna einhverjar hetjudáðir. Frásagnir af agabrotum eru oft grínaktugar og þeir sem reyna að halda Unglingabókmenntir uppi aga gerðir hlægilegir og allra tíma eruJullaraf þröngsýnir. Birting aga- hetjum, sem sífellt eru bók- að brjóta alls konar reglur til þess að vinna einhverjar hetjudáðir. sambandi við„ (aganp(. p(ru( þól^- ^ _ htfj'ði ,»ert áður.‘ brota í menntum og kvikmyndum og dýrkun á þeim sem brjótast undan aga er risavaxið mál.“ - Er einhver sérstök persóna úr bókmenntum eða kvikmyndum sem þú telur að hafi haft slæm dhrif? „Ekki beinlínis, en umhverfi og aðstæður hafa auðvitað mik- ið að segja. A síðustu árum hafa birst ótal kvikmyndir sem hafa snúist um ofbeldi og þessa birtingu hafa ungmenni tekið inn án þess að greina ástæð- urnar. Þeir sem eru að alast upp núna eru afkomendur þeirra sem á árunum 1960-80 upplifðu meiri upphafningu á ofbeldi en nokkur kynslóð Samskiptin síbreytileg og spennandi - Áttu einhver rdð við agaleysi f skólum? „Þetta er flókið mál en ég hef dálæti á hugmyndum róm- versks uppeldisfræðings sem hét Quintilianus og var uppi á 1. öld. Hann hélt því fram að fyrstu áhrif skóla og náms vör- uðu að eilífu. Námið átti að vera nemendum til ánægju og taka mið af því að nemendum gengur misjafnlega að taka við þekkingu. Hann var mjög mikið á móti Iíkamlegum refsingum til að halda uppi aga og taldi að pískurinn væri notaður vegna vanhæfni kenn- arans. Markmið kennarans ætti að vera að ávinna sér virð- ingu nemandans og þá myndi hann leggja sig fram. Eg myndi vilja gera þessi nærri 2000 ára við- horf að mínum. Ef við hlúum að upphafi náms og þjálfum nemendur í að nota getu sfna til fulls aukum við metnaö þeirra og sjálfsvirð- ingu. Þá losnum við við ástand sem mjögivfða cr að finna skólum nútímans þar sem sí- fellt er verið að krefjast ein- hvers af nemendum sem þeir ráða ekki við. Þeim finnst þeir órétti beittir og óánægjan og vanmátturinn brýst út í ólátum og ofbeldi." - Áttu við að kennslan sé « meiri villigötum en fyrir 2000 árum? „Allt snýst þetta um sam- skipti fólks. Þegar við lendum í vandræðum er það oftast vegna þess að viðbrögð í þessum sam- skiptum eru röng, klaufaleg eða ósanngjörn. Þau eru auð- vitað mótuð af ótal þáttum, svo sem upp- eldi, tíma, aldri, reynslu og fyrri sam- skiptum aðila, beinum eða óbeinum. Það sem á við suma á ekki við aðra. Þess vegna verða reglur skólans og samskipti nem- enda og kenn- ara síbreytileg og spennandi. Það er eitt af því sem gefur kennarastarfinu gildi og gerir skólaárin Ifklega ein- hvern eftirminnilegasta tímann f lífi fólks." Losnum við ástand sem mjög víða erað finna í skólum nútím- ans, þarsem sífellt er verið að krefjast ein- hvers afnemendum sem þeirráða ekki við. Ljóðaúrval eftir Elías Mar Mál og menning hefur gefið út ljóðasafnið Mararbárur eftir Elías Mar. Þessi bók geymir úrval ljóða frá árun- um 1946-1998. Þekktastur er Elías Mar af skáldsögum sínum, Vöggu- vísu og Sóleyjarsögu, en alla tíð héfur hann iðkað ljóða- gerð og í Mararbárum er að finna mörg af ágætustu ljóð- um skáldsins. Þá eru í bók- inni nokkur þýdd Ijóð. Verðið er 2980 krónur. Minningar skipherra Sviftingar á sjávarslóð er heiti minningabókar eftir Höskuld Skarphéðinsson, fyrrum skipherra. Hann hóf störf hjá Land- helgisgæslunni sem stýri- maður 1958 og var varla kominn um borð í Maríu Júl- íu þegar til átaka kom við Breta og Þjóðverja vegna út- færslu landhelginnar í 12 mílur. 1 nærfellt fjóra áratugi starfaði Höskuldur hjá gæsl- unni. Hann hóf störf á smæstu skipum henanr en endaði feril sinn sem sldp- herra á flaggskipinu Tý. Sem geta má nærri hefur Höskuldur skipherra frá mörgu að segja og talar tæpitungulaust um menn og atburði. Bókin kostar 4280 krónur. Heiftrækni Mál og menn- ing hefur gef- ið út skáldsög- una Hlað- hamrar eftir Björn Th. Björnsson. Þjóðsagan segir frá Arna á Hlað- Björn Th. hamri, stór- Björnsson. Iyndum og heiftræknum bónda, sem myrðir tengdason sinn með grimmilegum hætti, átján stungur £ kviðinn. Guð- rúnu dóttur hans þótti dauða- dómurinn of linur og krafðist þess að faðir sinn yrði tekinn af lífi með sama hætti og hann myrti mann hennar. Dómurinn varð að ósk henn- ar. Um þessa heift og fjöl- skyldumál skrifar Björn eigin útgáfu af atburðum og lýsir fólki og harðneskjulegu eðli og jafnfram brjóstgóðu fólki. Bókin kostar 3980 krónur. Fíkuarliugtakið gagnrýnt Sæunn Kjartansdóttir skrif- aði bókina Hvað gengur fólki til? sem nú er komin út hjá Máli og menningu. I bókinni fjallar höfundur á aðgengi- legan hátt um ýmis konar af- brigðilega hegðun fólks og bregður á hana Ijósi sálgrein- ingar. Fram til þessa hefur umfjöllun um sálgreiningu hér á landi verið lítil og ein- skorðast við kenningar Sig- mundar Freuds, en Sæunn kynnir kenningar ýmissa annarra sálgreina, og gagn- rýnir viðteknar skoðanir. Þá gagnrýnir hún fíknar- hugtakið og þær hugmyndir sem liggja að baki hefðbund- inni áfengismeðferð hér á landi. Bókarverð: 3480. L...........................)

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.