Dagur - 05.11.1999, Qupperneq 6
22 - FÖSTUDAGUR S. NÓVEMBER 1999
ro^u-
UtCL
•i^Oí'
Djassskotin íslensk dægurlög
Samkór Svarfdæla heldur söngskemmtun í Laugaborg, Eyja-
fjarðarsveit í kvöld kl. 21.00. Kórinn, undir stjórn Rósu Kristínar
Baldursdóttur hefur á ferli sínum farið nokkuð óhefðbundnar
leiðir í lagavali og flutningi.
Á efnisskránni að þessu sinni verður einungis norræn tónlist,
þjóðlög og vísur í nýstárlegum kórútsetningum, djassskotin ís-
lensk dægurlög eftir Sigfús, Jón
Múla o.fl. og íslensk og skandinav-
ísk sjómannalög. Einsöngvarar eru
Guðrún Lárusdóttir, Svana Halldórs-
dóttir, Jóhann Daníelsson, Rósa
Kristín Baldursdóttir og Hjörieifur
Hjartarson auk Þórarins Hjartarson-
ar, trúbadors.
Gestir njóta þess að sitja til borðs
við kertaljós og kaffiveitingar ó með-
an á tónleikunum stendur.
Sjón er sögu r:kari
Iðnaðarsafnið á Akureyri hef-
ur bætt við sýningargripi sína
góðu yfirliti af fjölbreyttum
prentgripum frá liðinni tíð.
Ekki þótti það nægja að
segja sögu iðnaðarins ein-
ungis með vélum og fólkinu
sem við framleiðsluna vann,
heldur þurftu að koma til leiks þeir sem tóku við fullunnum
vörum til kynningar með sérhæfðum umbúðum, auglýsingum
og öðru því sem til þarf við markaðssetningu.
Á laugardaginn verður kynning á þessum munum i Iðnaðar-
safninu á Akureyri og hefst hún kl. 16.00. Af þessu tilefni
verður safnið opið daglega til 15. nóvember frá kl. 16.00 til
18.00, en þá verður safninu lokað að Dalsbraut 1 á meðan
leitað er að stærra húsnæði, því safninu hefur aldeilis vaxið
fiskur um hrygg á síðustu tveimur árum.
Frá Stones
til Kaldalóns
Hljómsveitin Hundur í
óskilum kíkir í heimsókn til
Reykjavíkur og heldur
tónleika með útúrdúrum í
Listaklúbbi Þjóðleikhús-
kjallarans á mánudags-
kvöldið kl. 20.30. Hljóm-
sveitin er skipuð þeim Ei-
ríki Stephensen og Hjör-
leifi Hjartarsyni og ætla
þeir að bjóða upp á
blandað þjóðlegt efni, allt
frá Bach til Bubba, Stones til Kaldalóns. Einnig verða ýmis áhættuatriði en húsið
verðuropnað kl. 19.30
■ NVAO ER Á SEYfll?
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
TÓNLIST
Trio Parlando í Tíbrá
Þriðjudagskvöldið 9. nóvember 1999
heldur Trio Parlando tónleika í TI-
BRÁ RÖÐ 2 í SALNUM í Kópavogi
og hefjast þeir kl. 20:30. VISA styrkir
RÖÐ 2.
Trio Parlando var stofnað af þremur
ungum áhugasömum tónlistarmönn-
um, sem kynntust við nám í Sweel-
inck tónlistarháskólann í Amsterdam
fyrir tæpum tveimur árum. Tríóið
skipa þau Rúnar Óskarsson klar-
inettuleikari, Héléne Navasse
flautuleikari og Sandra de Bruin pí-
anóleikari. Þau hafa hlotið alþjóðlega
Höfum flutt hjólbaröaverkstæöi okkar í
austurenda Hekluhúss viö Dalsbraut.
Nú er gott aö koma inn íhlýjuna
meöan stjanaö er viö bílinn.
Öll bestu merkin í hjólböröum
á hagstæöu veröi
Felgur - nýjar og notaöar.
Opiö í hádeginu -Góöir greiösluskilmálar
Raögreiöslur - Léttgreiöslur
Veriö velkomin
Möldur ehf.
. m m uuuuuw laugardagaio-16
Símar461 5100-461 3000 • Fax 461 5104 sunnudaga eftir aðstæðum
E I s t a hjólbarbaverkstœöib á Akureyr i
viðurkenningu vegna óvenjulegs sam-
spils flautu, bassklarinettu og píanós
og er mikið fagnaðarefni að þau sjá
sér nú fært að leika í SALNUM. Á
efnisskránni eru verkin Ringing the
Changes eftir Andrew Ford, frum-
flutningur á verkinu Bergmál eftir
Oliver Kentish, Rún eftir Elínu
Gunnlaugsdóttur, La Muerte del
Angel eftir Astor PiazzoIIa, Sporð-
drekadans eftir Kjartan Ólafsson,
Sónata fyrir flautu og píanó op 14
eftir Robert Muczynski og II volto
della notte eftir Paolo Perezzani.
Miðaverð á tónleikana er kr. 1.500.
Miðapantanir og sala í anddyri SAL-
ARINS alla virka daga frá kl. 9:00 -
16:00 og frá kl 19:00 - 20:30 tón-
leikadaga.
SÝNINGAR
Pre Kalevala
I anddyri Norræna hússins hefur ver-
ið opnuð sýningin PRE KALEVALA
og stendur hún yfir til 17. nóvember.
Hér er um að ræða ljósmyndir eftir
finnska ljósmyndarann Vertti
Terásvuori, búningahönnuðinn Niinu
Pasanen og stein- og silfursmiðurinn
Eero Taskinen. Fjölbreytt dagskrá
sem tengist sagnabálkinum
KALEVALA verður í Norræna hús-
inu í nóvember og desember og verða
dagskránni gerð skil síðar.
Listamenriirnir vilja lýsa hvernig ver-
öldin var fyrir daga Kalevala. Þau
hafa sökkt sér niður í járn- og stein-
öldina með sýningu sinni sem
goðsagnir Kalevala eru kveikjan að.
Sýningin skapar mynd af tímum fyrir
Kalevala, en um þá er ekki annað til
frásagnar en fáskrúðugar fornleifar.
Vertti Terásvuori ljósmyndari hlaut
Foto Finlandia verðlaunin 1991.
Hann gerði myndröðina Pre Kalevala
1997 og við vinnslu mynda sinna
blandar hann saman málverki og Ijós-
mynd. Niina Pasanen, lauk námi sem
fatahönnuður frá Taik listaskólanum
í Helsinki. Hún hefur aðallega unnið
sem búningahönnuður í kvikmyndum
og í leikhúsi. Eero Taskinen Iauk
námi sem stein- og silfursmiður frá
Listaskólanum í Lahti. Hann var bú-
settur á Papúa Nýju Gíneu og bjó þá
meðal frumbyggja. Hann rekur nú vel
Iátið hönnunarsetur, Union Design,
og leggur áherslu á skartgripasmíð.
Pétur Örn
sýnir meira í GUK
Exhibition place - Garður Udhus
Kúche, er sýningarstaður fyrir mynd-
list sem var opnaður í maí á þessu
ári. Þessi sýningarstaður er í þrem
löndum; í húsgarði á Selfossi, í garð-
húsi f Lejre í Danmörku og í eldhúsi í
Hannover í Þýskalandi. Þrír íslenskir
myndlistarmenn reka staðinn í og við
heimili sín og sunnudaginn 26. sept-
ember sl. opnaði listamaðurinn Pétur
Örn Friðriksson sýningu þar á nýjum
verkum.
Pétur Örn er að gera þrjú verk á
þessari sýningu, eitt fyrir hvern stað,
og þau skiptast í meginatriðum í þrjá
hluta; vél, fána og skuggamyndir.
Pétur hefur haldið áfram að bæta við
verkin frá því sýningin var opnuð og
nú á sunnudaginn þegar sýningin er
formlega opin í þriðja sinn verður
Pétur í garðinum á Selfossi að vinna
og til viðtals fyrir áhugasama listunn-
endur.
Hægt er að fylgjast með sýningum í
GUK á netinu og er vefslóðin þangað
http://www.simnet.is/guk og einnig er
hægt að fylgjast með dagbók lista-
mannsins um sýninguna á
http://www.mmedia.is/~show/it/pet-
ur/guk
Sýningin verður opin sunnudaginn 7.
nóvember milli klukkan 4 og 6 að
staðartíma í hverju landi og einnig
sunnudagana 5. desember og 19.
desember. Sýningin er auk þess opin
hvenær sem er eftir samkomulagi.
Sýning Péturs mun standa til sunnu-
dagsinsl9. desember.
Þetta geta allir gert
„Oft heyrist almenningur segja um
myndlist: „Þetta er ekki list, þetta
geta allir gert.“ Þeir sömu átta sig
ekki á uppátækinu og hvert það Ieið-
ir. Auðvitað er myndlist misgóð, eins
og tennur, tannkrem og tannlæknar.
Allir þekkja nauðsyn þess að bursta í
sér tennurnar og að fara til tann-
læknis, en færri þekkja þá staðreynd
að myndlist er jafn nauðsynleg fyrir
lífið og tilveruna. Að segjast vera
myndlistarmaður getur þýtt and-
stöðu, bæði vegna þess að þeir eru
sagðir baggi á þjóðfélaginu og að eng-
inn skilji þessa heimskulegu myndlist
þeirra. En þá er að vísu ekki verið að
tala um sætu málverkin sem prýða
suma veggina. Allflestir fara til tann-
læknis og bursta í sér tennurnar, því
enginn vill missa tennurnar, og eru
myndlistarmenn þar ekki undanskild-
ir. Það sem ég er kannski að fara með
þessari hugmynd minni, er að minna
fólk á það að bursta í sér tennurnar
og minna á tilverurétt þeirra sem
hafa valið sér hið fórnfúsa starf að
vera myndlistarmenn. Einnig að
myndlistarmenn og tannlæknar geta
unnið saman ef því er að skipta,“ seg-
ir Snorri Ásmundsson um sýningu
sína á Mokka sem verður opnuð í
Kryddlegið kálfafile
Griil kjúklingar
1.493,- kr. kg.
599,-
- fyrir þig!