Dagur - 05.11.1999, Síða 7

Dagur - 05.11.1999, Síða 7
FÖSTUDAGUR S . NÓVEMBER 19 99 - 23 _____________________________11 íTí mm rj Or' Bílar og list Á Vegamótastíg 4 í Reykjavík er sýningarsalur fyrir bíla og listaverk og á morgun verður opnuð þar sýning á verkum eftir myndlistarkonuna Sigurrósu Stefánsdóttur og ber hún þá við- eigandi yfirskrift: „Á ferð". Þemað mun vera frjáls leikur með línur og form, einnig bregður fyrir vegum, ám og vötnum en manneskjan er þó miðpunktur myndverkanna enda mun hún þrátt fyrir allt vera mið- punktur til- verunnar. Sýningin stendur til 25. nóvem- ber. Dunganon í Listasafninu Sautján valin verk eftir Karl Einarsson Dunganon, hertoga af Sankti Kildu, verða til sýnis í kaffi- stofu Listasafns ís- lands nú í nóvember og desember. Dunganon ánafnaði íslenska ríkinu öllu safni sínu, alls um 250 myndum. Dunganon varð goðsögn í lifanda lífi og upp- spretta fyrir aðra listamenn, t.d. skrifaði Laxness um hann tvær smásögur, Þráinn Bertelsson gerði myndina Paradísar- víti og Björn Th. Björnsson skrifaði leikrit, sem sýnt var í Borgárleikhúsinu fyrir nokkrum árum. Hverfingar Hverfingar heitir sýning fjögurra lista- manna sem opnuð verður í Gerðarsafni á morgun. Sýning þeirra Guðrúnar Krist- jánsdóttur, Bjarna Sigurbjörnssonar, Helgu Egilsdóttur og Guðjóns Bjarnason- ar er hingað komin frá Kaupmannahöfn, þar sem hún var sett upp á kirkjulofti Trínitatiskirkjunnar við Sivalaturninn. Öll sýna þau afstraktverk en Guðjón sýnir jafnframt höggmyndir, stálstykki sem hann hefur sprengt með dínamíti. Sýning- in er opin frá 12-18 alla daga nema mánudaga. Hún stendur til og með 21. nóvember. ■ HVAD ER Á SEYBI? dag. Með þessum myndum sem Snorri sýnir á Mokka er hann líka að gefa myndlistarmönnum tækifæri á því að gera gagn með því að minna fólk á það að bursta tennurnar vel og vand- lega og bæta þar með tannhirðu al- mennings. Lífríki lands og sjávar og Fleiri þankastrik I Hafnarborg, menningar- og lista- stofnun Hafnarfjarðar, standa nú yfir sýningar á myndverkum Jóns Baldurs Hlíðberg og málverkasýning Sigurðar Magnússonar. Á sýningu Jóns eru myndir af fuglum, fiskum, hryggleys- ingjum og blómum og þar eru kynnt mismunandi vinnubrögð á bak við myndirnar með skissum og öðrum vinnugögnum. Á sýningu Magnúsar eru olíumálverk, sem öll eru máluð á sl. tveimur árum, sýninguna kallar Magnús „Fleiri þankastrik''. Myndirn- ar eru fígúratívar og frásagnalegar og vísa allar til mannsins og stöðu hans í umbreytingum samtímans. Hverfingar Laugardaginn 6. nóvember verður opnuð í Gerðarsafni sýning sem hlot- ið hefur yfirskriftina Hverfingar. Þar eru á ferðinni fjórir listamenn, þau Guðrún Kristjánsdóttir, Bjarni Sigur- björnsson, Helga Egilsdóttir og Guð- jón Bjarnason. Sýningin er hingað komin frá Kaup- mannahöfn þar sem hún var sett upp á kirkjulofti Trínitatiskirkjunnar við Sí- valaturninn. I Danmörku hlaut sýning- in mikla athygli og voru viðbrögð góð. Meðal annars sagði gagnrýnandi Berl- inske tidende að hér væri á ferðinni afar vönduð sýning, kröftug og ljóðræn í senn, sem enginn listunnandi ætti að Iáta fram hjá sér fara. Listamennirnir fjórir eiga allir að baki margar sýningar og hafa öll einnig sýnt erlendis áður. Guðrún stundaði framhaldsnám í Frakklandi og sýndi nýlega í New York, Guðjón stundaði hins vegar nám í New York og hefur sýnt þar, í Noregi, á Spáni og víðar. Bjarni og Helga stunduðu bæði framhaldsnám í San Francisco. Helga er búsett í Kaupmannahöfn en hin þrjú búa og starfa hér á landi. Af verkum þeirra fjögurra má glöggt sjá að möguleikar afstraktlistarinnar eru langt frá því að vera tæmdir, enda er framsetning þeirra í senn frískleg og íhuguð. Sýning er opin frá 12 - 18 alla daga nema mánudaga. Hún stendur til og með 21. nóvember. Amerísk gæðadekk fyrir jeppa og fólksbifreiðar sóln/ng Kópavogur • Selfoss • Njarðvík Sýningu lýkur Sýningu Erlings Jóns Valgarðssonar í Galleríi Fold við Rauðarárstíg lýkur á sunnudag. Sýningin nefnist „Helgur staður“ og er í baksal gallerísins. FUNDIR OG MANNFAGNAÐIR Ljóð Milos Lukas Esperantistafélagið heldur fund kl. 20.30 í kvöld. Fjallað verður um Ijóð Milos Lukas, talað um lýðræðislega uppbyggingu Alþjóðlega esperantosam- bandsins og rifjuð upp íslensk menn- ingardagskrá, sem dreift var á hljóð- böndum víða um heim á sjötta ára- tugnum. Málþing um þroskahefta for- eldra og börn þeirra Málþing um þroskahefta foreldra og böm þeirra verður haldið á Hótel sögu miðvikudaginn 10. nóvember 1999, kl. 9- 17. Aðalfyrirlesarar eru Dr. Tim Booth pró- fessor við háskólann í Sheffield og Wendy Booth fræðimaður við sama skóla. Þau hafa undanfarin ár unnið að rannsóknum um þroskahefta foreldra og böm þeirra og hafa nýlega gefið út tvær bækur um þetta efni auk Qölda greina. Þau hjónin njóta alþjóðlegrar virðingar vegna þessara rannsókna og em meðal \irtustu fræðimanna á þessu rannsókna- sviði. Auk þeirra mun Rannveig Trausta- dóttir, dósent við Félagsvísindadeild HI kynna niðurstöður íslenskrar rannsókn- ar um þroskahefta foreldra og börn þeirra, sem hún hefur unnið ásamt Hönnu Björg Siguijónsdóttur. Málþingið er ætlað öllum sem vilja öðl- ast þekkingu á aðstæðum þroskaheftra foreldra og barna þeirra. Áhersla verður á hagnýtar upplýsingar og fræðslu sem nýtast mun þeim sem starfa með þess- um Ijölskyldum svo sem félagsráðgjöf- um, þroskaþjálfum, leikskólakennumm, aðilum frá ungbamaeftirliti og fleimm. Málþingið er öllum opið meðan húsrúm leyfir. Aðgangur er ókeypis. Frekari upp- lýsingar veitir Rannveig Traustadóttir (rann\,t@hi.is) dósent við Félagsvísindadeild HÍ sími 525-4523 (v) 555-2274 (h). Ráðstefna á vegum læknadeildar H.I. I tilefni af starfslokum prófessoranna Margrétar Guðnadóttur og Þorkels Jóhannessonar, efnir læknadeild Háskóla íslands til ráðstefnu í dag 5. nóvember 1999, kl. 14:15 í sal 3 í Há- skólabíói. Deildarforseti læknadeildar, prófessor Jóhann Ágúst Sigurðsson, setur ráðstefnuna. Boðið hefur verið til landsins tveimur þekktum, breskum fræðimönnum sem munu halda erindi: Robin A. Weiss, PhD, FRS, prófessor í veirufræði krabbameina, við University College London flytur erindið: Xen- otransplantation and infection og Ian E. Hughes, BSc, PhD, prófessor í lyfjafræði við Háskólann í Leeds flytur erindið: Horses for courses - is innovative teaching a winner for you? Fyrirlestrarnir verða fluttir á ensku. Allir eru velkomnir. Subaru Legacy 2.0 4x4 Isuzu Trooper Subaru Impresa 2.0 GL Bifreiðaverkstæði \Æ£ Sigurðar Valdimarssonar Óseyri 5 - Sími 461 2960 - Akureyri Nissan Terrano Það væri gott að vera á íjórhjóladrifnum bíl Greiðslukjör við allra hæfi Mikið úrval af nýlegum 4x4 bílum

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.