Dagur - 05.11.1999, Síða 8

Dagur - 05.11.1999, Síða 8
24 - FÖSTUDAGUR 5 . NÓVEMBER 1999 Trio Parlando Trio Parlando heldur tónleika í Tíbrá röð 2 í Salnum í Kópavogi á þriðjudagskvöldið kl. 20.30. Tríóið var stofnað fyrir tæpum tveimur árum af Rúnari Óskars- syni klarinettuleikara, Hélene Navasse flautuleikara og Sandra de Bruin píanóleikara sem kynntust við tónlistarhá- skóla í Amsterdam. Á efnis- skránni eru m.a. Ringing the Changes eftir Andrew Ford, frumflutningur á Bergmál eftir Oliver Kentish, Rún eftir Elínu Gunnlaugsdóttur og Sporð- drekadans eftir Kjartan Ólafs- son. Hádegistónleikar á ný Laugardaginn 6. nóvember held- ur Björn Steinar Sólbergsson, organisti, hádegistónleika í Akur- eyrarkirkju kl. 12.00. Hádegis- tónleikar hafa legið niðri um skeið vegna leyfis Björns Stein- ars. Meiningin með hádegistón- leikum er að auka þátt orgelsins í helgihaldi kirkjunnar. Á efnisskrá tónleikanna verða verk eftir Max Reger og Pál ísólfsson. Lesari á tónleikunum er sr. Jóna Usa Por- steinsdóttir. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Eftir tónleikana verður boðið upp á léttan hádegisverð í Safnaðarheimilinu. Millistríðsáramúsík Kvartettinn Út í vorið og Signý Sæmundsdóttir óperusöngkona halda tónleika í Vinaminni á Akranesi í kvöld kl. 21:00 og ÍHveragerðiskirkju á morgun kl. 17:00. Á efnisskránni ervinsæl millistríðsáramúsík, m.a. frá þýska sönghópnum „Comedian Harmonists" sem og klassisk ís- lensk kvartettlög, verk eftir Schubert og Donizetti. Söngkvartettinn er skipaður Ásgeiri Böðvarssyni, Einari Clausen, Halldóri Torfasyni og Por- valdi Friðrikssyni. Bjarni Þór Jón- atansson leikur undir á píanó. — ■ HVAD ER Á SEYÐI? íslensk sagnfræði við árþúsundamót Dagana 6. og 7. nóvember verður haldin í Reykholti í Borgarfirði ráð- stefnan „Islensk sagnfræði við árþús- undamót“. Sýn sagnfræðinga á Is- landssöguna. Ráðstefnan gefur mönnum einstakt tækifæri til að fá yfirsýn yfir og ræða um þróun sagn- fræðinnar hér á landi, hvernig hún hefur verið stunduð, hvaða viðhorf og aðferðir hafa verið uppi á hverjum tíma. Ráðstefnan er öllum opin og eru áhugamenn um íslenska sagn- fræði hvattir til að mæta. Þátttöku skal tilkynna hjá Sögufélagi milli kl. 15 og 17 í síma 551-4620. OG SVO HITT... I Ijósaskiptunum - þjóðsögur og sagnir fyrr og nó Norræna bókasafnavikan er nú hald- in þriðja árið í röð 8. til 14. nóvem- ber. Vikan er samstarfsverkefni PR hóps norrænna bókasafna og Nor- rænu félaganna. Verkefnið hefur ver- ið styrkt af norrænu ráðherranefnd- inni og bókavarðafélögum Norður- landanna. Að sögn Norrænu félag- anna er Norræna bókasafnavikan stærsti norræni menningarviðburður sem nokkurntíma hefur verið hald- inn. Einnig hefur hún fleiri þátttak- endur og gesti en áður hafa sést. Þeg- ar allt kemur til alls er þetta stórkost- legur viðburður og er endurtekinn ár eftir ár! Tilgangurinn með bókasafnavikunni er að vekja athygli á sameiginlegum menningararfi okkar á Norðurlönd- um. Þetta árið er vakin athygli á sam- eiginlegri sagnaarfleifð okkar og því var valið þemað Þjóðsögur og sagnir - fyrr og nú. Hugmyndin er að Ijúka öldinni með því að vísa til frásagnar- listarinnar, listarinnar að segja sögu, svo sem við þekkjum hana bæði úr hetjukvæðum, þjóðsögum, ævintýr- um, goðsögnum og nútíma flökkusög- um sem byggja á dulúð og hjátrú og þörf nútímamannsins fyrir slíkar sagnir. Blindrabókasafn Islands hefur gefið út hljóðbók í tilefni Norrænu bóka- safnavikunnar með upplestri á göml- um og nýjum sögnum undir heitinu: I ljósaskiptunum - þjóðsögur og sagnir. Lesarar eru valinkunnir lista- menn, þau Hjaiti Rögnvaldsson, Sif Ragnhildardóttir, Jón E. Júlíusson og Sigrún Sól Ólafsdóttir. Á þessari hljóðbók má finna bæði brot úr Kalevala og Rottupítsuna auk fjölda annarra sagna. Bókasöfn á öllum Norðurlöndum taka þátt í upphafshátíð vikunnar sem felst í því að: Mánudaginn 8. nóvember - kl. 18.00 eru rafljósin slökkt, kveikt er á kerti í bókasafninu og lesinn sameiginlegur texti. I ár eru það 1. hluti „Kalevala“ og flökkusag- an „Rottupítsan“ eftir Bengt af Klint- berg. Báðir textarnir eru á vefsíðu vikunnar: http://www.nordisk- biblioteksvecka.org. Bókasöfn bjóða auk þessarar upp- hafshátíðar upp á ýmsar dagskrár og uppákomur alla vikuna og eru allir velkomnir! Félag eldri borgara Asgarði, Glæsibæ Kaffistofa opin alla virka daga frá ld. 10:00-13:00. Matur í hádeginu. Sunnudagur, félagsvist kl. 13.30. Dansleikur kl. 20.00 sunnudags- kvöld, Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Mánudag brids kl. 13.00. Dans- kennsla Sigvalda fellur niður næstu vikur, byrjar aftur 6. desember. Söngvaka mánudagskvöld kl. 20.30, undirleik annast Sigurbjörg Hólm- grímsdóttir, stjórnandi Eiríkur Sigfús- son. Þriðjudagur Skák kl. 13.00. Upplýsingar á skrifstofu félagsins í síma 588-2111 milli kl. 9:00 til 17:00 alla virka daga. Jólabasar í Dagdvöl Hinn árlegi haust- og jólabasar verð- ur haldinn í Dagdvöl Sunnuhlíðar, Kópavogsbraut 1, laugardaginn 6. nóvember kl. 14.00. Seldir verða handunnir munir, margt fallegt til jólagjafa, einnig heimabakaðar kökur og lukkupakkar. Kaffisala verður í matsal þjónustukjarna og heimabak- að meðlæti á boðstólum. Allur ágóði rennur til starfsemi Dagdvalar, þar sem aldraðir Kópavogsbúar dvelja daglangt og njóta ýmissar þjónustu' og félagsskapar. Opið hús á Dalbraut Þann 6. nóvember eru liðin 20 ár frá því að Þjónustuíbúðir aldraðra að Dalbraut 21-27 voru formlega teknar í notkun. Voru þetta fyrstu íbúðir sinnar tegundar á íslandi. Reykjavík- urborg á og rekur þessar íbúðir. Oldr- unarþjónustudeild Félagsþjónustunn- ar í Reykjavík fer með rekstur húss- ins. Sérstakur forstöðumaður veitir rekstri forstöðu. Uthlutun íbúða er í höndum sérstakrar úthlutunarnefnd- ar. Umsóknum er skilað á Oldrunar- þjónustudeild Síðumúla 39. Hér er um að ræða 46 einstaklingsíbuðir og 18 hjónaíbúðir. Dagdeild fyrir aldr- aðra er starfrækt í tengslum við íbúð- irnar. Þjónustuíbúðir aldraðra að Dalbraut 21-27 eru Iiðir í þeirri við- leitni Reykjavíkurborgar að gera öldruðum kleift að búa sem lengst sem sjálfstæðir og sjálfráða einstak- lingar. Þetta form gengur næst hinu áður þekkta vistheimilaformi hvað varðar alla þjónustu við íbúa. Enda hefur komið í ljós að þjónustan eykst í samræmi við þarfir íbúanna. íbúð- irnar eru ekki reknar á daggjaldakerfi heldur greiða íbúar húsaleigu, þjón- ustugjald og fæði. Þetta rekstrarform felur í sér fullkomnustu heimilisþjón- ustu sem völ er á. I tilefni af þessum tímamótum verður „opið hús“ á Dalbrautinni laugardag- inn 6. nóv. kl. 14-16 þar sem fólki gefst kostur á að skoða húsið og kynna sér það starf sem fer fram. Jafnframt verður glæsileg sýning á handavinnu íbúa og dagdeildargesta opin á sama tíma. Þar er unnt að gera góð kaup á fallegum handunn- um munum. Bazar Húsmæðrafélags Reykjavíkur Hinn árlegi bazar Húsmæðrafélags Reykjavíkur verður haldinn sunnu- daginn 7. nóvember að Hallveigar- stöðum við Túngötu og hefst hann kl. 14.00. Mikið úrval af fallegri og vandaðri handavinnu, lukkupakkar og ýmislegt smálegt sem kemur á óvart. Kirkju- og kaffisöludagur Húnvetningafélagið í Reykjavík verð- ur með sinn árlega kirkju- og kaffi- söludag á sunnudaginn. Kl. 14.00 verður messa í Kópavogskirkju og taka leikmenn þátt í athöfninni. Kl. 14.30-16.00 verður kaffisala í Húna- búð, Skeifunni 1 1. LANDIÐ TÓNLIST Land og Synir á tónleikaferð Hljómsveitin Land og Synir leikur á Hótel Mælifelli á Sauðárkróki föstu- dagskvöldið 5. nóv. og í Sjallanum, Akureyri laugardagskvöldið 6. nóv. Utgáfutónleikar Lands og Sona verða í Bíóborginni fimmtudaginn 11. nóv. þar sem væntanleg breiðskífa, Her- bergi 313 verður opinberlega kynnt, miðar fást í Samtónlist í Kringlunni, miðaverð aðeins 1000 kr. Óbyggðirnar kalla KK og Magnús Eiríksson halda tón- leika á Café Menningu á Dalvík í kvöld. Strax eftir tónleikana taka svo Maggi Olafs og Sævar Sverris við. OG SVO HITT... Hagyrðingakvöld á Dalvík Laugardagskvöldið 6. nóvember kl. 21.00 verður Hagyrðingakvöld á Café Menningu á Dalvík. Fram koma: Björn Ingólfsson Grenivík, Pétur Pét- ursson læknir Akureyri, Stefán Vil- hjálmsson Akureyri, Ósk Þorkelsdótt- ir Húsavík og Ólina Arnkelsdóttir. Stjórnandi er Birgir Sveinbjörnsson. Hvað er á seyði? Tónleikar, sýningar, fyrirlestrar o.s.frv... Sendu okkur upplýsingar á netfangi, í símbrófi eöa hringdu. ritstjori@dagur.is fax 460 6171 sími 460 6100 Útvörður upplýsinga , um allt land. Áakriftarsiminn ar 800-7080 Það besta á skjánum Jim Morrison Kvikmyndin The Doors er frá árinu 1991 og fjallar um banda- ríska rokksöngvarann Jim Morrison og hljómsveit hans, Doors. Jim Morrison sem fæddur var á Flórída árið 1943, nam kvik- myndagerð í Los Angeles en sneri sér að tónlistinni þegar hljómsveitin Doors var stofnuð 1966. Hljómsveitin vakti strax gífurlega athygli og þá sérstaklega fyrir kraftmikla sviðsfram- komu. Morrison átti við erfiðleika að etja í einkah'finu og varð háður eiturlysíjum sem drógu hann til dauða í París 1971, að- eins 27 ára að aldri. Aðalhlutverk: Val Kilmer, Frank Whaley, Kevin Dillon, Meg Ryan, Kyle Maclachlan og Billy Idol. Leikstjóri: Oliver Stone. Sýnd á Stöð 2 í kvöld kl. 22.35. Brotin ör Broken Arrow - Brotin ör er há- spennumynd frá árinu 1996 og segir frá flugmönnum í leynilegri sendiför með kjarnaodda þegar flugvéhnni er rænt. Aðalhlutverk: Christian Slater, John Travolta, Samantha Mathis, Delroy Lindo og Bob Gunton. Leikstjóri: John Woo. Sýnd á Sýn á laugardagskvöldið kl. 21.00. ffið ljúfa líf Kvikmyndin The Sweet Hereafter - Hið ljúfa líf er frá árinu 1997 og lýsir á áhrifaríkan hátt hvernig lítið samfélag verður fyrir þungu áfalli þegar meirihluti barnanna í bænum deyr í hræðUegu rútuslysi. Lögræðingur nokkur reynir að fá bæjarbúa til að lögsækja þá aðila sem eru hugsanlega ábyrgir fyrir slys- inu. Aðalhlutverk: Ian Ilolm, Maury Chaykin og Peter Donaldson. Sýnd á Stöð 2 á laugardagskvöldið kl. 21.00. Sjálfvirkiim í sunnudagsleikhúsinu í Ríkissjónvarpinu á sunnudagskvöld kl. 19.45 verður sýnd sjónvarpsmyndin Sjálfvirkinn sem er byggð á handriti Barkar Gunnarssonar um mann sem fær ekki flú- ið kúgun sína. Aðalhlutverk: Laddi, Lilja Þórisdóttir, Pálína Jónsdóttir, Þorvarður Helgason, Bergur Þór Ingólfsson, Árni Pétur Guðjónsson og Bjarni- Þór Þórhallsson. Leikstjóri: Júlíus Kemp.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.