Dagur - 05.11.1999, Blaðsíða 9
LÍFIÐ í LANDINU
Hún hefurstundað hall-
ettfráflmm ára aldri. í
dag erhún meðal
fremstu nútímaballett-
dansara Noregs. Dans-
að um Evrópu, alltfrá
Ósló til Rómar. Draum-
urinn aðkomameð
dansflokkinn tilís-
lands. Halldís Ólafs-
dóttirheitirhún og er
hálfuríslendingur. Hún
á norska móður, Kirsten
Aarstadfrá Hallingdal.
FaðirhennarerAkureyr-
ingurinn ÓlafurHall-
grímsson, lækniríNor-
egi,þarsem Halldís er
fædd.
„Ég er fædd í Drammen og þar
bjó fjölskyldan þar til ég var eins
og hálfs árs gömul. Þá fluttum við
til Bærum, þar sem ég er alin
upp. Móðir mín er norsk og við
töluðum saman á norsku á heim-
ilinu. Þess vegna tala ég ekki ís-
lensku. Maður hugsaði ekkert út í
svoleiðis þegar maður var krakki
en í dag fyndist mér dýrmætt að
geta talað íslenskuna. Eg skil
hana ágætlega en því miður á ég
erfitt með að tjá mig á íslensku.“
- Þó Halldís tali ekki íslensku er
það annað mál sem hún tjáir sig á
hetur en jlestir aðrír. Það er dans-
inn. Ballettinn hefur átt hug
hennar allan frá unga aldri.
Hvemig stóð á því að þú fórst í
ballett. Nú er það ekki eimnitt það
seni böm velja sér sem ævislarf?
„Fyrsti skólinn sem ég sótti var
Impro Ballettskole. Mamma
hvatti okkur systurnar til að byrja
í ballett. Þangað fór ég fimm ára
gömul. Arið var 1972. Ég kom
síðan íyrst fram á sýningu í Sand-
vika, sem er bær steinsnar frá
heimili mínu. Eg varð strax hug-
fangin af ballettinum og þar með
má segja að framtíðarstefna mín
hafi verið mörkuð.
Frá Impro Ballettskole lá leiðin
í Den Norske Operas Ballett-
skole, þar sem ég lærði sígildan
hallett á árunum 1978-1984. Ég
var tvö af þessum árum samtímis
á dansbrautinni í Fagerborg
menntaskólanum, sem býður upp
á listgreinar í námskrá sinni. Með
þessari mcnntun fékk ég mjög
góðan grunn undir starf mitt í
dag.
Ég hef aldrei séð eftir að hafa
valið þessa listgrein sem mitt ævi-
starf. Það er mikilvægt fyrir mig
að geta tjáð mig í dansinum og
gcta lifað af listinni.-1
Róm, Paiís,
London og Ncw York
- Enginn verður óharinn biskup.
Það á ekki stður við um þá sem
leggja báUétiihn fyrír sig.'Fölk í
Halldís hefur oft dansað á Eurovisjón-tón/eikum norska sjónvarpsins. Hér dansar hún í verki eftir Sölve Edwardsen.
listageimnum fullnægir ekki
metnaði sínum nemu með
menntun og þrotlausum æf-
ingum. Hvaða leið fara norsk
ungmenni til að koma sér
úfram í danslistinni?
„Það er alveg rétt hjá þér.
Það er nú svo með dansinn,
eins og aðrar listgreinar að
maður nær engum árangri
nema vera stöðugt á tánum.
Maður verður stanslaust að
sækja þjálfun og símenntun,
hvar sem hana er að finna. Ég
hef lagt áherslu á þetta. I
dansi verður maður aldrei út-
lærður. Ég hef reynt að vera
dugleg að sækja námskeið til
ýmissa staða í heiminum til
að fylgjast sem best með því
sem er að gerast á hveijum
tíma.“
Meðal þessara „ýmsu staða"
sem Halldís nefhir eru há-
borgir heimsmenningarinnar,
Róm, París, London og New
York, auk t.d. Cannes og
Stokkhólms.
- Eru góðir ballettskólar í
Noregi?
„Það held ég að ég geti al-
veg sagt. Norski ríkisballettskól-
inn er góður skóli. Það er gaman
að segja frá því að það voru tvær
íslenskar stelpur við nám þar en
eru nú útskrifaðar. Onnur þeirra
hefur fengið vinnu hér í Noregi.
Ég held að þessi skóli geti verið
góður kostur fyrir Islendinga sem
hyggja á nám í ballettdansi."
Aívinmulaiisari 1 sautján ár
- Þú ert búin að vera æði lengi í
dansinum þó þú sért ekki gömul?
„Það er rétt. Ég hef dansað í
sautján ár. Ég byrjaði sem at-
vinnudansari sextán ára gömul. A
þessum sautján árum hef ég verið
í föstu starfi í þrjú ár. Það var hjá
atvinnudansflokki sem heitir Nye
Cártc Blánclié' ög Vár dárisfiökúf
á vegum ríkisins á sama hátt og
Operubalettinn, sem nú heitir
reyndar Þjóðarballettinn. Sá ball-
ett starfaði lengst af í Ósló en síð-
ast í Bergen á árunum 1989-
1992. Það eru aðeins þessi tvö
balletthús sem eru starfandi á
vegum ríkisins og því eru atvinnu-
möguleikamir ekld mjög miklir
iyrir þá sem útskrifast út úr þeim
mörgu skólum í Noregi sem
kenna Iistdans.
Arið 1987 var ég valin til að
dansa fyrir Noreg í Evrópukeppni
ungra dansara, sem fram fór í
Þýskalandi. Ég dansaöi nútíma-
dans sem var óvenjulegt á þcim
tíma. Þrátt fyrir að um keppni
hafi verið að ræða var keppend-
unr ekki raðað upp eftir frammi-
stöðu nema í þrjú fyrstu sæt-
in. Mér fannst þetta ganga
mjög vel þó ég væri ekki fuíl-
komlega ánægð með
kóreógrafíuna. Ég veit því enn
ekki í hvaða sæti ég lenti
þarna. Það er alltaf spennandi
andrúmsloft í kringum svona
uppákomur. En mér finnst
ekki eðlilegt að stilla listgrein-
um upp eins og einhveijum
keppnisíþróttum."
- Nútímaballett er mun fyr-
irferðameiri en hefðbundinn
ballett d verkefnaskrá þinni.
Hvers vegna er það?
„Já þetta er rétt. Ég nýt þess
að horfa á klassískan ballett
fyrir þá fegurð og teknisku ná-
kvæmni sem hann krefst. Ég
dansaði um tíma klassískan
ballett í Þjóðarballettinum.
Þar dansaði ég í verki sem
heitir Fjórar Skapgerðir eftir
George Balanchine. Ég held
að fólkinu þar hafi þótt ég of
há, þar sem ég er 177 cm á
hæð. Á þeim tímum voru allar
ballettstúlkur á bilinu frá 150-
160 sentimetrar á hæð. Ég var
því höfðinu hærri en þær. I
dag er þetta orðið öðruvísi og
margir klassískir ballettdansarara
eru hávaxnir. En ég valdi snemma
að tjá mig í nútíma ballett.
Þannig l’æ ég rými og möguleika
á að leita að nýjum leiðum til að
spegla samtíðina."
Langar að sýna á íslandi
- Þegar maður skoðar ferílskrátta
þína sér maður að þú hefur víða
farið og dansað fyrir mun fleiri
þjóðir en Norðmenn.
„Þessu starfi fylgja mikil ferða-
lög. Frá 1994 hef ég unnið í
dansflokki sem heitir „lngun
Björnsgaard Prosjekt'*. Ingun er
eitt stærsta nafnið í norskum nú-
tímaballett og flokkurinn okkar er
atvinnudansflokkur sem fær m.a.
laun frá ríkinu vegna árangurs
sfns. Dansflokkurinn okkar tók
þátt í hundrað ára afmælissýn-
ingu Þjóðleikhússins í haust. Þar
unnu bæði leikarar og ballett-
dansarar saman við að skapa nýtt
verk sem heitir „stor stue for
ingenting.no".
Okkur hcfur verið boðið að
setja upp sýningar víða um Evr-
ópu. Við höfum komið fram í
Róm, Hamborg, Brussel, Ant-
verpen og London svo einhverjar
borgir séu nefndar. Síðan höfum
við sýii. í öllum höfuðborgum
Norðurlandanna nema í Reykja-
vík. I síðasta verki okkar, „Plí a
Plí“, er dans og leiklist (orðalaus)
samofin samtímis sem verkiö
rýmir bæði kímni og alvöru. Það
er draumur minn að koma til Is-
lands með þetta verk.“
Égerllstdansari
- Þú hefur gert töluvert að því að
semja dansa.
„Já, já. En ég er samt fyrst og
fremst dansari. Ég lít ekki á mig
sem koreograf hcldur sem Iist-
dansara. Ég samdi ballett fyrir
sýningu í fyrra sem hét Wis-
selvverkingAékselvirkning í sam-
vinnu við hollensku myndlista-
konuna, Inge van der Drift. Það
var spennandi að tengja þessar
tvær Iistgreinar saman. Verkinu
var mjög vel tekið.
Mér finnst mjög áhugavert að
starfa með danshöfundinum Ing-
unni Björnsgaard. Ég aðstoðaði
hana, sem danshöfundur, fyrir
sýningu í Óperunni f Stokldiólmi
í fyrra. Hún nær svo vel að tvinna
saman leiklist og dans.“
- Nú er lífið ekki bara ballett-
dans á rósum. Það er líha leikur.
Hvað gerir þú þegar þiír ert ekki
að æfa og sýna. Hefurðu einhver
sérstök áhugamál?
„Mín áhugamál tengjast öll ljöl-
skyldu minni og vinum. Ég reyni
að nota sem mest af frítíma mín-
um með kærastanum mínum og
syni. Kærastinn, Frode Larsen, er
líka listamaður. Hann er fiöluleik-
ari. Sonur minn er sjö ára og
heitir Baldur".
Li.stin ekki lrenist
í forgangsröðinni
- Halldís er aldeilis eklti atvinnu-
laus listakona. En hvernig gengur
atvinnu ballettdansara að lifa af
listinni í Noregi?
„Ég er svo heppinn að mér hef-
ur alltaf gengið vel í listinni og því
farin að fá listamannalaun frá
norksa ríkinu, tæplega 1400 þús-
undir ísl. króna á ári. Eftir að mér
hlotnaðist þessi heiður er starfs-
öryggi mitt auðvitað allt annað.
Þau bætast við þau laun sem ég
hef hjá dansflokknum. Nú þarf ég
ekki að hafa áhyggjur af lífsbar-
áttunni til viðbótar álaginu sem
fylgir starfinu. En áður en ég fékk
þessi viðbótarlaun var ekkert auð-
velt að láta enda ná saman. I
Norcgi, eins og víða annarsstaðar,
er listin aftarlega hjá stjórnvöld-
um þegar kemur að því að deila
út peningum úr sameiginlegum
sjóðum. Samt hafa afskipti ríkis-
valdsins breyst til batnaðar und-
anlárin ár að því leyti að nú er
þcim peningum, sem varið er til
lista, ekki dreift jafn mildð í alls-
konar smástvrki og áður var. Þeir
sem skara fram úr fá nú meira en
áður.“
- GÞÖ