Dagur - 11.11.1999, Blaðsíða 7

Dagur - 11.11.1999, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1999 - 23 LÍFIÐ í LANDINU D I R FÓLKSINS Nýmæli, dómnefndar- álitog tmustsyfirlýs- ingar. Forráðamenn sjálfseignarstofnun- arinnar Listaháskóli Islands hafa ákveðið að fara sínar eigin Ieiðir í því að koma á laggirnar skóla- stofnun. Þessi tilraunastarfsemi stendur nú sem hæst innan veggja myndlistardeildar LHI, sem áður hét Myndlista- og handíðaskóli íslands. I upphafi tilraunarinnar var öllum kennur- um MHI sagt upp störfum. Þeim kennurum sem boðin var endur- ráðning við „nýja skólann'' var gert að skrifa undir einstaklings- bundna verktakasamninga án af- skipta stéttarfélaga. Eftir því sem best er vitað er enginn kennari við LHÍ nú meðlimur í stéttarfé- lagi. Þegar myndlistardeildin var stofnuð var kennarafélag MHI jafnlramt lagt niður. Innan LHÍ er nú hvergi að finna vettvang þar sem kennarar geta með eðlilegum hætti rætt og ályktað um hags- munamál sín. Landsmenn hafa að undan- förnu fylgst með rektor skólans vinna ötullega að því að koma hinum nýstofhaða Listaháskóla á vergang með yfirlýsingum um að glæsilegt nær 10.000 m2 hús á einum besta stað höfuðborgar- svæðisins sé ekki nógu gott fyrir starfsemi nýja skólans hans. Þá hefur einstaklingur nýlega verið ráðinn í eitt helsta áþyrgðarstarf skólans þvert á eðlilegar hæfnis- kröfur. Nú bíða kennarar LHÍ, listamenn jafnt sem almenningur spenntir eftir því hvar Hjálmar rektor og hans menn koma til með að bera næst niður. A vesturlöndum er víð sam- staða um faglegar viðmiðanir við ráðningu kennara og inntöku nemenda á háskólastigi. I auglýs- ingu um stöðu deildarforseta við myndlistardeild Listaháskóla ís- lands sem birtist í Morgunblað- inu síðastliðið vor var undirstrik- að: „Sérstök dómnefnd dæmir um hæfí umsækjenda". I grein 5.2 í reglum um veitingu starfa við Listaháskóla íslands segir: „Dómnefnd skal láta í Ijós rök- stutt álit á því hvort umsækjendur séu hæfír til að gegna starfinu sem umræðir eða ekki. Þetta álit skal vera afdráttarlaust. Sé ágreiningur um þetta í dómnefnd skulu greidd atkvæði um hvern umsækjenda og ber dómnefndar- mönnum þá að taka afstöðu." Tveir af ljórum umsækjendum um umrædda stöðu fengu um- sögnina „vel hæfir“, einn „hæfur“ og einn „ekki hæfur“. Þegar haft var samband við Ólaf Gíslason formann dóm- nefndar upplýsti hann að þrátt „Á vesturlöndum er víð samstaða um faglegar viðmiðanir við ráðningu kennara og inn- töku nemenda á háskólastigi, “ segir greinarhöfundur meðal annars. fyrir ákvæði ofangreindrar greinar um starfsreglur nefndarinnar „hafi ekki verið ætlast til þess [af forráðmönnum skólans] að dóm- nefndin tæki afstöðu til umsækj- enda og gerði upp á milli þeirra með tílliti til hæfni“. Hann bætti jafnframt við „á þessum sviðum sem þú nefnir [menntun, listræn störf, rannsókir og ritsmíðar, þættir sem voru lagðir til grund- vallar í auglýsingunni um stöð- una] gæti ég ekki staðfest að Kristján [Steingrímur Jónsson nýráðinn deildarforseti myndlist- ardeildar LHÍ] sé hæfasti um- sækjandinn. Þú verður að skilja, að það er ekki ég sem ræð í þessa stöðu. Rektor og stjórnin hljóta að hafa sínar ástæður fyrir þessari ráðningu.“ Annar dómnefndarmaður Svava Björnsdóttir myndlistar- maður hafði m. a. þetta um mál- ið að segja: „Greinargerðir dóm- nefndarinnar um umsækjend- urna voru afdráttarlausar, það er langt frá því að þær gefi til- efni til að túlka þær á þann veg sem Hjálmar [H. Ragnarsson rektor LHI] virðist hafa gert“. Ólafur og Svava létu þessi um- mæli frá sér fara eftir að leitað var skýringa hjá þeim um um- rætt mál með formlegum hætti, bæði bréflega og munnlega. Fram hefur komið að Kristján Steingrímur Jónsson deildarfor- seti er ekld með fullnægjandi grunnmenntun, sé tekið tillit til viðmiðana annarra háskóla- stofnana í landinu, en hér er átt við almennt stúdentspróf. I kjöl- far umræðu um þetta hefur Hjámar H. Ragnarsson rektor Listaháskólans (hádegisfréttir R.Ú.V. 28. okt. sl.) og Kristinn Hrafnsson ritari stjórnarinnar (á óformlegum fundi með mynd- listarmönnum 28. okt. sl.) lýst yfir nýmælum í íslensku há- skólastarfi: „I þessum skóla er hvorki gerð krafa um að nem- endur né kennarar hafi stúd- entspóf." í ljósi ofangreindra vinnu- bragða og ummæla ætti engan að furða að ítrekuð tilmæli hafi komið fram um að utanaðkom- andi fagaðilar verði kvaddir til, til að endurskoða upptekna starfshætti hins nýstofnaða Listaháskóla áður en í frekara óefni er komið. Það er dapur- legt ef gerræðislegar aðgerðir nokkurra manna sem einkum má rekja til reynsluleysis þeirra í stjórnun skólastofnana verða látnar hneppa starfsemi Lista- háskóla íslands í faglega spennitreyju strax við stofnun hans. Hafa margir lýst furðu sinni á æðruleysi stjórnar Listaháskólans sem lét hafa eftir sér í Morgunblaðinu föstudaginn 29. okt. sl.: „Stjórn skólans [. . .] lýsir því yfir að hún beri fullt traust til Kristjáns Steingríms Jónssonar deildarforseta og Hjálmars H. Ragnarssonar rektors í vanda- sömum störfum þeirra fyrir Listaháskólann." Það á hins vegar eftir að koma í Ijós hvort skólamenn, listamenn og fólkið í landinu sem leggur þessari stofnun til allt rekstrarfé og menntamála- ráðuneytið sem tilnefnir tvo fulltrúa af fimm í stjórn skól- ans, verði jafn örlát á traustsyf- irlýsingarnar. Nýju vörurnar eru komnar, skatthol, borðstofuhúsgögn, skrifborð, bókahillur, lampar, Ijósakrónur postulín og málverk Hverfisgötu 37, 101 Rvík . S: 552-0190. Opið 11-18 og laugardaga 11-14. Forstöðumaður ráðgjafarsviðs Bændasamtök íslands auglýsa eftir forstöðumanni ráðgjafarsviðs í samræmi við nýtt skipurit samtakanna. í starfinu felst umsjón með rekstri ráðunautaþjónustu BÍ, þ.m.t. samræming á störfum ráðunauta og verkefnaval, gerð fjárhagsáætlunar, tekjuöflun og rekstrarábyrgð. Forstöðumaðurinn mun hafa forystu um þróun þjónustunnar í samráði við stjórn og framkvæmdastjóra. Hann þarf að hafa náið samstarf við leiðbeiningamiðstöðvar búnaðarsambanda og aðrar fagstofnanir landbúnaðarins, greina þarfir bænda fyrir ráðgjöf og móta áherslur starfsins í samræmi við þær. Starfið krefst þess, að viðkomandi hafi frumkvæði og skipulagshæfileika, sé tilbúinn að takast á við breytingar og eigi gott með samstarf. Þekking á landbúnaði er nauðsynleg, og umsækjendur þurfa að hafa kandidatspróf í búfræðum eða aðra menntun og starfsreynslu, sem meta májafngilda. Umsóknarfrestur er til mánudags 22. nóvember nk. Upplýsingar veitir Sigurgeir Þorgeirsson framkvæmdastjóri í síma 563-0300. Bændasamtök íslands Bændahöllinni v/Hagatorg 107 Reykjavík sími: 563-0300 8 w llnliilniriTíliKllnÉ.iiri ILEIKFELAG AKUREYRARl Miðasala: 462-1400 KLUKKU- STRENGIR eftir Jökul Jakobsson Sýningar: laugardaginn 13. nóv. kl. 20:00 SÍÐASTA SÝNING Jólakortasamkeppni fyrir alla fjölskylduna! Nú eru BLESSUÐ JÓLIN að koma, allavega heimagerð jólakort óskast með myndum af engli eða englum. Frábær verðlaun, skilafrestur er til 20. nóv. Gjafakort í leikhúsið er óvenjuleg og skemmtileg jólagjöf á Njálsgötunni eftir Auði Haralds Sýnt á Akureyri fimmtudaginn 11. nóvember kl. 20:00 UPPSELT föstudaginn 12. nóvember kl. 20:00 UPPSELT MIÐNÆTURSÝNING föstudaginn 12. nóvember kl. 23:00 llnlnlnHiJO Enllniwili ll.EIKFf.l.A(» AKIIBrVBAB Miðasalan opin alla virka daga frá kl. 13:00-17:00 og fram að sýninqu, sýninqardaqa. Sími 462 1400. Kortasalan i fullum gangi!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.