Dagur - 11.11.1999, Blaðsíða 5

Dagur - 11.11.1999, Blaðsíða 5
Tfc^wr FÍMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1999 - 21 LÍFIÐ í LANDINU Brúðkaupsferð til Parísar „Brúðkaupsferðina okkar fórum við til Paríaar og skoðuðum þar helstu merkisstaði borgarinnar," segir Lilja Ragnarsdóttir. Þann 14. ágúst síðasta sumar gekk hún að eiga Ivar Agnar Rúdolfsson - en brúðkaupið var með pomp og prakt í Kópavogskirkju, þar sem sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson gaf þau saman. Gestir í þrúðkaupinu nálguðust hundraðið. „Við kynntumst í útilegu í Þórs- mörk sumarið 1997,“ segir Lilja, en hún er tannfræðingur að mennt og starfar á tannlæknastofu Barkar Thoroddsen. ívar er hagfræðingur að mennt og hann vinnur hjá fyrirtæki föður síns, Kaupseli, sem meðal ann- ars flytur inn bamableyjur. - Bæði eru þau 36 ára, saman eiga þau dótt- urina Sólveigu Veru, sem er eins árs, en fyrir á Lilja soninn Sigurjón, sem er sex ára. „Framtíðarmarkmiðin eru engin önnur en þau að taka þátt í lífsdansinum og vera hamingjusöm," segir Lilja. „Við kynntumst í útilegu í Þórsmörk, “ segir LHja Ragnarsdóttir, sem hér er með eiginmanni sínum, ívari Agnari Rúdolfs- syni. (barna <§ fjölskylduuósmyndir: GUNNAR LEIFUR JÓNSSON.] Gefin voru saman afsr. Pálma Matthí- assyni í Háteigs- kirkju þann 17. júlí sl. þau Ása Fanney Rögnvaldsdóttir og Svanur Baldursson. Heimili þeirra erað Bústaðavegi 73 í Reykjavík. (uós- MYNDAST. MYND, HAFNARFIRÐI.) Gefin voru saman í heilagt hjónaband þann 24. júlí sl. afsr. Bryndísi Möllu Elidóttur i Minn- ingarakapellu Jóns Steingríms- sonar, þau Fanney Ólöf Lárus- dóttur og Sverrir Gíslason. Heimili þeirra er að Skaftárvöll- um 6 á Kirkjubæjarklaustri. (UÓSMYNDAST. MYND, HAFNARFIRÐI.) Gefin voru saman af sr. Guðmundi Óskari Óiafssyni, þann 24. júii sl. í Kálfatjarnar- kirkju, þau Rakel Linda Kristjánsdóttir og Hjörleifur Krist- jánsson. Heimili þeirra er að Sörla- skjóli 54 í Reykjavík. (UÓSMYNDAST. MYND, HAFNARFIRÐI.) Gefin voru saman afsr. Halldóri Reynissyni í Neskirkju þann 22. mai sl. þau Böðvar Markan og Kristín Ármannsdóttir. Heimili þeirra er að Álagranda 10 í Reykjavík. (uósmyndastofa SIGRÍÐAR BACHMAN.) 95 Ég held ég gangi heim 66 SVOiMA ER LIFIÐ Pjetur St. Arason skrifar Pjetur svarar í símann! Ertu með ráð, þarftu að spyrja, viltu gefa eða skipta? Pjetur svarar í símann kl. 9—12. Síminn er 460 6124 (beint) eða 800 7080. Póstfang: Þverholt 14 Rvk. eða Strandgötu 31 Akureyri. Netfang: pjeturst@ff.is Nútímamaðurinn býr í tilbúnum veruleika, sem hann hefur lít- il sem engin áhrif á. Tækniþróunin stjórnar lifnaðarháttum fólks og margar hverjar gera það að verkum að maðurinn hreyfir sig sífellt meira. Margir lifa í heimi íjarstýringa, lyftna og einkabíla. I vikublaðinu Austurlandi í fyrri viku var grein frá staðardagskránefnd 21 í Fjarðabyggð, þar sem nefndin hvetur fólk til þess að láta börnin sín ganga í skólann. Börnum sé ekki greiði gerður með því að keyra þau alla skapaða hluti. Víða er því þannig háttað að fullorðnar fyrirmyndir barnanna hreyfa sig vart spönn frá rassi nema í búri úr gleri og stáli og nota bif- reiðina sem yfirhöfn. Börn og fullorðnir gerast afvön því að ganga og eiga hreinlega í vandræðum með að setja ann fótinn fram fyrir hinn. Gönguferðir eru góð útivist og holl hreyfing. Víða um land er því þannig háttað að hægt er að fara í góða göngutúra um fallegt svæði án þess að kosta neinu til. Hérlendis eru mögu- leikarnir nær óteljandi. Ferðafélög leggja mikið upp úr skipu- lögðum gönguferðum fyrir hópa allt árið. Hin síðari ár hefur fjöldi leiðsögumanna bæst í hóp þeirra sem fyrir voru sem hef- ur hefur orðið til þess að nú gefst fólki kostur á að fara gang- andi um einstök svæði undir góðri leiðsögn og fræðast þannig um landið og sögu þess betur en annars er kostur. Margir hoppa og skoppa í Iíkamsræktarstöðvunum, hjóla þar á þreldijólum eða hlaupa á hlaupabrautum, fara svo inní nýju og fínu bílana sína eftir á og keyra fáeina kílómetra heim til sín. Flestir vilja komast á bílunum sínum sem næst þeim stað sem þeir eiga erindi á og þar með skapast alræmd vand- ræði með bíiastæði. Þeir eiga kannski erindi á þrjá til fjóra staði en vilja komast á milli á bílnum, því er bifreiðum lagt víða uppá gangstétt- um, en í 27. grein um- ferðarlaganna er lagt blátt bann við að stöðva eða leggja öku- tæki á gangstétt eða gangstíg, sama á við um umferðareyjar. Enda skapar það hættu gangandi veg- farendum, sem þurfa að fara út á götur þar sem oft er hröð um- ferð. En vfða er hægt að Ieggja nenni maður að leggja á sig það erf- iði að ganga nokkra metra. ■ HVAfl ER Á SEYÐI? BYRJAÐU í DAG AÐ ELSKA Hljómsveitin Geirfuglarnir sendir frá sér aðra plötu sveitarinnar föstudaginn 12. nóvember. Hún ber hið ljúfa heiti Byrjaðii í dag að elska. Á plötunni eru 12 frumsamin lög eftir meðlimi sveitar- innar. Til að fagna þessum merkilega árangri mun hljómsveitin halda útgáfu- tónleika í Kaffileikhúsinu í kvöld . Hús- ið verður opnað kl. 21.30 og byrjar dag- skráin með léttri upphitun sem fim- leikafélagið Rósin sér um, því næst mun Dónadúetlinn kynda mannskapinn upp fyrir hápunkt kvöldsins sem er að sjálf- sögðu hinir óaðlaðandi, óferjandi og útdauðu Geirfuglar. Tónleikarnir verða teknir upp af RAS 2 og sendir út síðar. Þar sem Kaffileikhúsið er ekki stór staður, er aðdáendum Geirfuglanna bent á að mæta tímanlega. HOFUÐBORGARSVÆÐIÐ Upplestur í Gerðarsafni I dag verður upplestur á vegum Ritlist- arhóps Kópavogs í Gerðarsafni. Ólafur Gunnarsson, rithöfundur, les úr nýút- kominni skáldsögu sinni, Vetrarferðin. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Heilsugæsla og mannfræði Föstudaginn 12. nóvember kl. 12.00 flytur Veena Das, prófessor í mannfræði við New School of Social Research í New York og við Delhi háskóla á lnd- landi, opinberan fyrirlestur á vegum Mannfræðistofnunar Háskóla íslands í stofu 101 í Odda. I fyrirlestri sínum, sem hún nefnir „Public Goods and Pri- vate Terrors: Biomedicine, Poverty and the Globalization of Health", mun Das fjalla um tvenns konar skilning á heil- brigðismálum og spennuna þar á milli; annars vegar er litið á heilsugæslu sem hnattræn gæði almenningi til handa og hins vegar sem einstaklingsbundið verk- efni. Veena Das er heimskunn fyrir rannsóknir sínar og ritstörf. Hún hefur gegnt margvíslegum ábyrgðarstörfum, m.a. setið í alþjóðlegri nefnd um mál- efni fórnarlamba Bhopal slyssins og í siðanefnd UNESCO um líftækni. Fyrir- lesturinn er á ensku og öllum heimill. Félag eldri borgara Ásgarði, Glæsibæ Kaffistofa opin alla virka daga frá kl. 10:00-13:00. Matur í hádeginu. Brids í dag fimmtudag kl. 13.00. Bingó í kvöld kl. 19.15. Allir velkomnir. Árshátíð FEB verður haldinn laugardaginn 13. nóvem- ber. Fjölbreytt skemmtiatriði. Hljóm- sveit Hjördísar Geirs leikur f)TÍr dansi. Sala aðgöngumiða og borðapantanir á skrifstofu félagsins. Upplýsingar á skrif- stofu félagsins í síma 588-2111 milli kl. 9:00 til 17:00 alla virka daga. LANDIÐ Holdleg og andleg miðstöð Annar fyrirlesturinn í fyrirlestraröðinni Byggð og menning verður í kvöld er Árni Daníel Júlfusson sagnfræðingur hjá ReykjavíkurAkademíunni flytur fyrirlest- ur sem nefnist: Holdleg og andleg mið- stöð - Eyrarbakki og Skálholt á 18 og 19 öld. Fyrirlesturinn verður í Byggðasafni Árnesinga, Húsinu á Eyrarbakka, og hefst kl. 20.30. Aðgangseyrir er kr. 650 og eru kaffiveitingar í hléi innifaldar í verði. Nánar má fræðast um fyrirlestrar- röðina á heimasíðu Byggðasafns Árnes- inga og er slóðin http://www.south. is/husid/frettir.html

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.