Dagur - 18.11.1999, Blaðsíða 1
Bændur bera
lítið ur býtiun
Meðalbústærð kua-,
sauðfjár- og blandaðra
búa á landimi öllu er
491 ærgildi, stærst á
Norðurlandi eystra en
á Suðurlandi er með-
albústærðin 518 ær-
gildi. Innnvegnir
mjólknrlitrar eru að
jafnaði 62.774, fiest-
ir á Suðurlandi eða
76.807 lítrar en fjöldi
lamba til nytja eru að-
eins 112 á Suður-
landi, langlægst á
landinu.
Hagþjónusta landbúnaðarins
hefur birt niðurstöður 432 bú-
reikninga ársins 1998, víðs vegar
af landinu. Búin í uppgjörinu
hafa um 22,6% af heildarinnveg-
inni mjólk á árinu 1998 og um
13,8% af heildrinnvegnu kinda-
kjöti og ættu því að gefa nokkuð
góða vísbendingu um afkomuna í
befðbundnum landbúnaði, þ.e.
nautgriparækt og sauðfjárrækt.
Búin 432 eru flokkuð eftir starf-
semi og ræðst sú grunnflokkun
af hlutdeild tíltekinna búgreina í
tekjum af reglulegri starfsemi.
Sérhæfð bú eru þau bú sem hafa
að lágmarki 70% af reglu-
legum tekjum sínum af
einni búgrein. Samkvæmt
þessari skilgreiningu voru
225 kúabú, 122 sauðfjárbú
og 25 blönduð bú, færri í
öðrum skilgreiningum.
Langflestir búreikningarn-
ir koma frá Norðurlandi
eystra, eða 178, sem er
41,2% af heildinni og
21,2% allra lögbýla í kjör-
dæminu. Sunnlenskir
bændur eru ekki eins dug-
Iegir að senda Hagþjón-
ustu landbúnaðarins bú-
reikninga þvf af Suður-
landi komu aðeins 83 bú-
reikningar, þar af 54 frá
kúabúum, sem er 19,2% af
heildinni og aðeins 6,8% af
heildarfjölda lögbýla á
Suðurlandi. Samkvæmt
lögurn telst jörð eða lögbýli
hvert það býli sem sérstak-
lega er metið til verðs
fasteignamati, með
ákveðnum landamerkjum
eða með ákveðnum tún- og
engjamerkjum, ef um hjá-
leigu eða býli er að ræða, sem
hefur sameiginlegt beitiland með
annari jörð eða jörðum.
Meðalbústærð kúa-, sauðfjár-
og blandaðra búa á landinu öllu
er 491 ærgildi, stærst á Norður-
landi eystra en á Suðurlandi er
meðalbústærðin 518 ærgildi.
Innvegnir mjólkurlítrar eru að
jafnaði 62.774, flestir á Suður-
landi eða 76.807 lítrar en fjöldi
fall breytilegs kostnaðar af
heildartekjum sunnlenskra
bænda var sá mesti á land-
inu eftir kjördæmum, eða
37% og hagnaður sem
hlutfall af heildartekjum
var lægstur á Suðurlandi,
eða aðeins 17%, en hæstur
á Vestfjörðum, eða 36%.
Þegar rekstur kúabúa er
skoðaður eftir kjördæmum
kemur í ljós að hagnaður er
minnstur í Arnessýslu, eða
838 þúsund krónur að
meðaltali, sem er mun
minna en þar sem hann er
mestur, eða 2,3 milljónir
króna í Eyjafirði. I Rangár-
vallasýslu var meðalhagn-
aður kúabúa 1.780.000
krónur. Framlegð sauðfjár-
búa er minnst á Suður-
landi, 1.130.000 krónur á
bú, en mest á Norðurlandi
eystra, 2.196.000 krónur.
Hagnaður fyrir laun er ein-
nig minnstur á Suðurlandi,
172 þúsund krónur, en er
mestur á Austurlandi,
1.205.000 krónur. Mestar
eignir á kúabúum í uppgjörinu
eru á Suðurlandi, eða
13.959.000 krónur. Skuldir og
höfuðstóll búa í Árnessýslu nam
16,7 milljónum króna og var
mun hærri en í Rangarvallasýslu,
þar sem þær námu 12,4 milljón-
um króna, 1 1,2 milljónum króna
í Þingeyjarsýslum og 12,8 millj-
ónum króna í Eyjafirði.
GG
Bændur á Suðurlandi hafa rýra afkomu miðað við
starfsbræður þeirra víða á iandinu.
lamba til nytja eru aðeins 112 á
Suðurlandi, langlægst á landinu,
en meðaltalið er 181 og greiðslu-
mark í kindakjöti 76 meðan með-
altalið er 130, mest á Vestfjörð-
um eða 196.
En hvað bera bændur úr být-
um? Hagnaður fyrir laun eigenda
var 1.226.000 krónur á Suður-
Iandi og framlegðin 3.698.000
krónur, sem hvoru tveggja eru
heldur yfir landsmeðaltali. Hlut-
Ölfusáí
aðalhlutverM
„Ég tel skjaldarmerkið standa vel
fyrir Arborgarnafnið,'1 segir Finn-
ur Jh. Malmquist, grafískur
hönnuður hjá auglýsingastofunni
Fíton, sem átti verðlaunatillög-
una í samkeppni Árborgar um
byggðamerki sveitarfélagsins. Það
var afhjúpað við hátíðlega athöfn
sl. föstudag úr alls 48 tillögum.
„Nafn bæjarfélagsins tengist
myndmálinu mjög sterkt þannig
að nafn þess endurspeglast í
merkinu sjálfu. Ölfusá er í aðal-
hlutverki og í ljarska sést tákn fyr-
ir byggðina við hana. Helsti styrk-
ur merkisins er einfaldleikinn og
gott jafnvægi er milli forma," seg-
ir í umsögn dómnefndar. - Finnur
kveðst hafa kynnt sér vel aðstæð-
ur, sögu og staðhætti í Árborg
vegna gerðar þessa sigursæla
byggðamerkis, en hann lagði inn
þrjár tillögur. „Já, ég er búinn að
ákveða að verðlaunaféð, 300 þús-
und kr., fari í endurbætur á íbúð-
inni minni," sagði Finnur í sam-
tali við Dag. -sbs.
Finnur Jh. Malmquist með byggðamerki Árborgar, sem hann vann fyrstu verðiaun fyrir. „Nafn bæjarfélagsins
tengist myndmálinu mjög, “ segir í umsögn dómnefndar. mynd: teitur
Sigurður Örn Jakobsson með
flöskuskeytið góða.
flösMiskeyti
frá Nýfundna-
landi
Sigurður Örn Jakobsson rakst á
merkilegt flöskuskeyti á dögun-
um, þar sem hann var á göngu
rétt við vinnustað lúðueldis-
stöðvarinnar f gömlu ísþórshús-
unum við Þorlákshöfn. „Það var
nú eiginlega algjör tilviljun að ég
fann þetta," sagði Sigurður í
samtali við blaðið. „Ég var á rölti
fyrir neðan stöðina, en við kom-
um þar sjaldan. Ég rak augun af
tilviljun í þennan tréhólk og tók
hann upp. Þá sá ég að þetta var
eins og flaska í laginu og í end-
ann var rekinn korktappi. Inni í
henni var svo þetta bréf.
Bréfið er sent af skólabörnum
á Nýfundnalandi í maí Í997.
Var þetta í tilefni af 500 ára af-
mæli John Cabot, sá er fann Ný-
fundnaland, sigldi fyrst inn til
þess staðar, sem borgin St.
Johns reis. „Ég á að senda þeim
miðann, þetta er einhverskonar
keppni eða sett út af einhverju
sérstöku tilefni. Ég á svo að
senda miðann til baka. Það
merkilega við þetta er, að flösku-
skeytið var í sandinum langt fyr-
ir ofan bjargið, um það bil 1 50 til
200 metra frá sjó. Það sýnir
hvers lags ofboðslegir kraftar
eru í brimöldunni, sem lemur
ströndina á þessu svæði," segir
Sigurður.
-HS.
Kirkjuafmæli 1
Gaulverjabæ
Við messu í Gaulverjabæ á
sunnudag verður 90 ára afmælis
kirkjunnar minnst. Við messu
þann dag, sem hefst kl. 14, mun
séra Sigurður Sigurðarson
vígslubiskup í Skálholti prédika
og við kaffiboð sem verður í Fé-
lagslundi að athöfn lokinni mun
Helgi ívarsson í Hólum, með-
hjálpari kirkjunnar, fara
nokkrum orðum um sögu kirkju
og safnaðar.
Kirkja hefur staðið í Gaul-
verjabæ um aldir, en sú kirkja
sem nú stendur var vígð í nóv-
ember 1909. Hún befur í ár-
anna rás verið endurbætt tals-
vert og þykir í dag mikil sveitar-
prýði.
-SBS.