Dagur - 20.11.1999, Qupperneq 8

Dagur - 20.11.1999, Qupperneq 8
VHl-LAllGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1999 MINNINGARGREINAR L V&*r Bóthildur Benediktsdóttir frá Amarvatni Bóthildur Benediktsdóttir fæddist á Arnarvatni í Mý- vatnssveit 12. febrúar 1906. Hún lést á Sjúkrahúsi Húsavík- ur 13. nóvember sl. Foreldrar hennar voru Benedikt Krist- jánsson og Sólveig Stefánsdótt- ir. Systkini Bóthildar voru Kristján, Sigurbjörg og Krist- björg. Þau eru öll látin. Utför Bóthildar fór ftam ftá Skútu- staðakirkju 19. nóvember s.l. Bóta mín blessunin er dáin. Fyrir nokkrum árum sagði hún mér að sér fyndist þetta orðið nóg, heyrnin var farin að bila og sjónin að versna svo hún átti erf- iðara með að taka þátt í samræð- um og lesa bækurnar sínar sem hún hafði alltaf við höndina og veittu henni ómælda ánægju. Hún var tilbúin að Ieggja í hinstu ferðina til Sibbu og Stjána og allra hinna. Að kynnast þeim Sibbu og Bótu, systrunum á Arnarvatni var mér ævintýri líkast. Að koma inn í litla húsið þeirra á hólnum, þar sem vefstóllinn tók hátt í helm- ing gólfplássins í stofunni, heimaofín gluggatjöld héngu fyr- ir gluggum og sunnudagshanda- vinna þeirra systra prýddi alla veggi, opnaði mér sýn inn í ann- an heim; heim með öðrum áherslum og gildismati en við eigum að venjast. Það var heimur stöðugleika og tíma. Og Sibba hitaði súkkulaði á meðan Bóta týndi fram „soði- brauð“ og allra handa kökur. Borðið var dúkað og hvítu boll- arnir með rauðu rósunum drifnir fram. Og svo var spjallað, mikið höfðu þær gaman af að spjalla systur og stundum kólnaði súkkulaðið í pottinum og Bóta stóð lengi, lengi með kökudunk- inn í höndunum, því það var svo gaman að spjalla að ekkert annað komst að. Eftir að Sibba dó, 1985, flutti Bóta út á Hvamm, elliheimilið á Húsavík. Hún tók með sér kommóðuna sína og bækur; Föð- urást, Jerúsalem, Ljóðabók Jóns Þorsteinssonar, Vísur Þuru í Garði o.fl. o.fl. Þegar við heim- sóttum hana áttum við að kjósa okkur ljóð. Bóta opnaði ljóðabók af handahófí, við nefndum hvort við vildum hægri eða vinstri, uppi eða niðri og Bóta las ljóðið sem fyrir varð. Þetta var skemmtilegur leikur og oft hafði Bóta sögur að segja um Ijóðin. Bóta dvaldi hjá okkur mörg jól eftir að hún flutti á Hvamm. Alltaf var það jafnmikil tilhlökk- un þegar hún kom með gömlu brúnu ferðatöskuna sem hafði að geyma útsaumaða púða, vegg- stykki eða gólfmottur handa öll- um í fjölskyldunni. Og þulurnar sem hún kunni og var óþreytandi við að segja börnunum; Poki fór til Hnausa, kunni margt að rausa; Karl sat við stokk sinn, var að berja fisk sinn... Alltaf var hún til í að spila og kunni ótalmörg gömul spil. Börnin mín eru þessa dagana að rifja upp spilin hennar Bótu, Imperial og Skelk. Bóta var tilbúin að fara en með henni höfum við misst mikið. Hún var amman okkar, hafsjór af fróðleik um liðna tíð og hún var Bóta. Ég bið góðan Guð að geyma Bótu mína og þakka fyrir allt sem við áttum saman. Solla Nú þegar þú ert ekki hérna hjá okkur lengur, verður okkur hugs- að til allra gleðistundanna sem við áttum og jólanna sem þú varst hjá okkur. Þú þreyttist aldrei á að segja okkur þulur, þó að við hefðum alltaf jafn gaman af þeim og vild- um heyra þær aftur og aftur. Þú varst líka alltaf til í að spila við okkur, gömul spil sem þú kennd- ir okkur eins og imperial, skelk og undansteypu. Þegar við heimsóttum þig á Húsavík, fengum við alltaf kon- fekt, sem þú hafðir fengið í jóla- gjöf og varst aldrei búin að borða, og fallega útsaumaða púða. Þú varst yndisleg manneskja, alltaf í góðu skapi og góð við okk- ur. Við munum alltaf sakna þín. Jón Ámi og Bergþóra Halldór Ingiberg Amarson Halldór Ingiberg Arnarson, Drekahlíð 5, Sauðárkróki, and- aðist 15. nóvember sl. á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Hall- dór var fæddur á Sauðárkróki 17. júlí 1951. Foreldrar hans eru Örn Friðhólm Sigurðsson, f. 24. júlí 1921; d. 12. nóvem- ber 1970, og Guðrún Erla Ás- grímsdóttir, f. 12. janúar 1927. Systkini Halldórs eru Sölvi Stefán, f. 18. maí 1947, Elísa- bet Ósk, f. 31. júlí 1953, Arn- fríður, f. 15. apríl 1958, Ingólf- ur, f. 15. desember 1959, og Anna Björk, f. 15. mars 1961. Halldór giftist 13. maí 1972 Ólöfu Sigrúnu Konráðsdóttur, f. 8. júlí 1950. Synir þeirra eru Örn Sölvi, f. 25. febrúar 1971, maki Elva Ösp Ólafsdóttir, f. 24. mars 1972. Dóttir þeirra er Andrea Anna, f. 19. júní 1996; Halldór Heiðar, f. 5. apríl 1976. Halldór vann almenn verka- mannastörf á Sauðárkróki, en síðustu 25 árin vann hann hjá Steypustöð Skagafjarðar á Sauðárkróki. Útför Halldórs fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag, laug- ardaginn 20. nóvember, kl. 14. Okkur langar með nokkrum orðum að minnast mágs okkar og svila, Halldórs Arnarsonar, sem fallinn er frá eftir erfiða og snarpa baráttu við þennan vágest sem fellt hefur margan manninn ^Fft^ARSTQ^ /SLANDS Markmið Útfararstofu íslands er að veita trausta og persónulega þjónustu, Aðstandendur geta leitað útfararstjóra hvenær sólarhrings sem er. Útfararstofa íslands er aðstandendum innan handar um alla þá þætti er hafa ber í huga er dauðsfall ber að. Útfararstjórar Útfararstofu íslands búa yfir mikilli reynslu og hafa starfað við útfararþjónustu um árabil. Útíararstofa Islands sér um: Útfararstjóri tekur að sér umsjón útfarar í samráði við prest og aðstandendur. - Flytja hinn látna af dánarstað í líkhús. - Aðstoða við val á kistu og líkklæðum. - Undirbúa lík hins látna í kistu og snyrta ef með þarf. Útfararstofa íslands útvegar: - Prest. - Dánarvottorð. - Stað og stund fyrir kistulagningu og útför. - Legstað í kirkjugarði. - Organista, sönghópa, einsöngvara, einleikara og/eða annað listafólk. - Kistuskreytingu og fána. - Blóm og kransa. - Sálmaskrá og aðstoðar við val á sálmum. - Líkbrennsluheimild. - Duftker ef líkbrennsla á sér stað. - Sal fyrir erfidrykkju. - Kross og skilti á leiði. - Legstein. - Flutning kistu út á land eða utan af landi. - Flutning kistu til landsins eða frá landinu. Sverrir Einarsson, útfararstjóri Sverrir Olsen, úttararstjóri Útfararstofa íslands - Suöurhlíð 35-105 Reykjavlk. Sími 581 3300 - allann sólarhringinn. á besta aldri. Á stundum sem þessum er erfitt að sætta sig við orðinn hlut. Öll héldum við í vonina um að Halldór næði heilsu á ný, hann barðist hetju- lega við sjúkdóminn og af miklu æðruleysi. En örlögin voru ráðin. Við viljum ekki minnast þess- ara erfiðu mánaða á árinu heldur allra þeirra skemmtilegu stunda sem við áttum með Halldóri og Ólu til margra ára. Upp úr standa allar þær skemmtilegu fjallaferðir sem við fórum saman. Halldór hafði yndi af því að vera á fjöllum og erfitt er til þess að hugsa að fara næstu ferð án hans og fjallabílsins góða, honum Ind- riða. Við munum til dæmis sakna stundanna sem við áttum yfir grillhlóðunum. Hver hafði þar sitt fasta hlutverk og hlutverk Halldórs var m.a. að sjá um kart- öflurnar. I þeim efnum var hann orðinn algjör sérfræðingur. Halldór var trapstur maður og yfirvegaður öllum stundum, hvað sem á gekk. Kurteis og kom vel fyrir. Sannur vinur vina sinna og þrælduglegur til verka. Margra ára farsæl störf hans hjá steypu- stöðinni á Króknum sanna það og enginn var betri kranamaður en hann. Þau eru nefnilega ófá handverkin, og fleiri en margan grunar, sem hann hefur lagt til í uppbyggingunni á Króknum og í öllum Skagafirði. Þolinmæði var hans dyggð og af henni hafði hann nóg þegar t.d. þungur kran- inn læddist um allar sveitir Skagafjarðar. Margmáll var Halldór ekki en þegar hann tók til máls þá var eftir því tekið. Hann kom með ný og skemmtileg sjónarhorn á hlut- ina og oftar en ekki þau spaugi- legu. Þessum einkennum hélt hann þrátt fyrir veikindin og minnisstæð er sú góða stund er við áttum með honum í Hjalta- dalnum í sumar. Þar bar hann sig vel og innst inni vonuðumst við eftir að getað átt fleiri slíkar sam- verustundir. Nú verður bið á því. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umhverfi blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó sviði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikindaviðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er Ijós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Elsku Óla okkar, Halldór Heið- ar, Örn Sölvi, Elva og Andrea Anna. Við biðjum algóðan Guð að vera með ykkur á þessari sorg- arstund og um alla framtíð. Við færum ykkur einnig hugheilar samúðarkveðjur frá foreldrum okkar, systkinum og fjölskyldum þeirra. Þorsteinn og Sólveig, Alda og Trausti. íslendingaþættir birtast í Degi alla laugardaga. Skilafrestur vegna minningagreina er til þriðjudagskvölds. Reynt er að birta allar greinar eins fljótt sem verða má en ákveðnum birtingardögum er ekki lofað. Æskilegt er að minningargreinum sé skilað á tölvutæku formi. ÍSLENDING/SItTÍR

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.