Dagur - 23.11.1999, Qupperneq 2

Dagur - 23.11.1999, Qupperneq 2
M p o r a ^ pt 7 'j n » V C «11 * n '1 < *M rt 2 - PRIDJUDAGVR 23. NÓVEMBER 1999 FRÉTTIR Flokksstofnun er á fnUri ferð MiMl vinna er nú í gangi vid uiidirbún ing ilokksstoiiiunar Samfylkiugariuuar í byrjuu næsta árs. Skrifstofa flokksius. Framkvæmdastj óri. Ný lög og kyuniug á skipuriti. Alt þetta er í fulliim gangi. Skoðanakannanir undanfarið hafa mælt slakt gengi Samfylk- ingarinnar miðað við úrslit þing- kosninganna í vor. Samfylkingar- menn segja að þegar búið verður að stofna formlegan stjórnmála- flokk í byrjun næsta árs og kjósa flokknum forystu muni þetta breytast. En hvað er verið að vinna í þessum málum. Guð- mundur Arni Stefánsson alþing- ismaður segir undirbúning flokksstofnunar á fleygiferð en í mörg hom sé að líta. „Fulltrúar flokkanna, sem að Samfylkingunni standa, hafa fundað reglulega um þessa und- irbúningsvinnu og næstu skref í málinu. Sömuleiðis er málið til umræðu hjá þingflokknum og var það síðast í dag. Það er verið að leggja drög að mjög mörgu í einu,“ sagði Guðmundur Árni. Ný lög fyrir SamfylMngima Hann segir að verið sé að undir- byggja stofnun flokksins í byrjun næsta árs en dagsetning hefur ekki verið ákveðin. Flestir stansi þó við marsmánuð. Það sé í mjög mörg horn að Ii'ta þegar stjórn- málaflokkur sé stofnaður. „Það er verið að undirbyggja skrifstofu Samfylkingarinnar. Starfsfólk flokkanna sameinast á þeirri skrifstofu og framkvæmda- stjóri verður ráðinn. Þá er verið að ganga frá fjármálahlið máls- ins, bæði uppgjöri kosninganna og síðan framtíðarmúsíkinni í þeim efnum. Þá er unnið að því að setja flokknum ný Iög. Einnig hefur verið farið vítt og breitt um landið á vegum flokl^anna með hugmyndir að skipuriti þcssara samtaka og aðkomu flokkanna og einstaklinga að Samfylking- unni. 1 því sambandi hafa menn verið að horfa til fyrirmynda bæði í Bretlandi og hjá jafnaðar- mönnum í Frakklandi. Mörgum finnst þetta allt taka langan tíma en flokksstofnun er ekki hrist fram úr erminni og á heldur ekki að hrista fram úr crmi. Það skal vanda sem lengi á að standa," sagði Guðmundur Árni. Hann sagði að mestur þungi þessa starfs hvíldi á formönnum A-flokkanna, Margréti Frí- mannsdóttur og Sighvati Björg- vinssyni, sem og fulltrúa Kvennalistans, Þórunni Svein- bjarnardóttur. — S.DÓR Frá Litla Hrauni þar sem yfirlæknir hefur haft áhyggjur af einangrunar- föngum. Fangarí lausagæslu Nokkrir þeirra gæslufanga sem lengst hafa verið í einangrun vegna stóra fíkniefnamálsins hafa verið færðir í lausagæslu með öðrum föngum síðustu daga, en það var ekki síst gert vegna eindreginna tilmæla yfír- Iæknis Fitla-Hrauns, sem Dagur greindi frá fyrir helgi. Rannsóknir stóra ffkniefna- málsins og Barcelona-málsins hafa haldið ótrautt áfram og nú sitja 10 inni vegna eldra málsins og 3 vegna nýrra málsins, fyrir utan handtökur í Barcelona. Fíkniefnadeild lögreglu hefur lagt hald á talsvert magn af fíkniefnum síðustu daga í tengslum við stóra fíkniefnamál- ið. Við húsleitir hefur verið lagt hald á hass, amfetamín og kóka- ín. „Það er lítið hægt að segja um gang rannsóknarinnar á þessari stundu. Við tökum þetta stig af stigi, skref fyrir skref," segir Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfírlögregluþjónn. Þá vinnur efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra sleitulaust að því að rekja peningaslóð mál- anna og er talið að kyrrsettar eignir meintra brotamanna séu komnar upp í nær 100 milljónir króna um þessar mundir. — FÞG Allt að milljarðiir í tryggiiigasvik Mikll kostnaður fellur til vegna tryggingasvika og meirihluti þessara svika tengist ökutækjatryggingum. Um 60% vegna öku- tækjatrygginga. Tjón oftast ofmetin. Dæmi um sviðsetningu. Aukið eftirlit og betri skráning. Talið er að heildarkostnaður vegna vátryggingasvika hér á landi gæti numið allt að 500- 1000 milljónum króna á hverju ári, eða 5-10% af bótakröfum og bótagreiðslum tryggingafélaga. Af því er talið að um 60% megi rekja til ökutækjatrygginga. Vill fá meira Þetta kemur m.a. fram f nýút- kominni skýrslu um vátrygginga- svik á Norðurlöndum, sem var sameiginlegt verkefni allra nor- rænu vátryggingasambandanna. Helsta ástæðan fyrir þessum tryggingasvikum er sögð stafa af þeirri einföldu staðreynd að fólk vill fá meira fé til ráðstöfunar, hvort heldur einstaklingur eða heimili þurfi beinlínis nauðsyn- lega á því að halda. í það minnsta var það meðal þess sem fram kom í skoðanakönnun sem Norsk Gallup gerði um afstöðu þarlends almennings til vátrygg- ingasvika. Fangalgengustu svikin felast í þvf að tjónþoli gerir meira úr tjóni sínu en efni standa til þegar hann krefst bóta hjá sínu félagi. Þá sé stundum gerð krafa um bætur vegna tjóns sem ekki hefur átt sér stað auk þess sem dæmi séu um tjón vegna ásetn- ingar og einnig að þau séu sett á svið. AuMð eftirlit Af hálfu Sambands íslenskra tryggingafélaga er bent á að senn hefjast frekari umræður á milli norrænu vátryggingasamband- anna um sameiginlegar aðgerðir til að koma í veg fyrir vátrygg- ingasvik. í því sambandi er m.a. horft til aukins samstarfs við stjórnvöld, auk breyttra starfs- hátta hjá vátryggingafélögunum. Bent er á að íslensku félögin hafa í áranna rás reynt að koma í veg fyrir vátryggingasvik og m.a. átt sinn þátt í því að upplýsa slík mál. Nærtækast í þeim efnum er að benda á umfangsmikil trygg- ingasvik sem flett var ofan af hér um árið, þar sem m.a. voru svið- sett umferðarslys í Hvalfirði. Til að reyna að fækka vátrygginga- svikum eru íslensku félögin að efla sína eftirlitsþætti og hæta alla skráningu. — GIÍH Textiui sjónvarpsefnis Sigríður Jó- hannesdóttir, Þórunn Svein- bjarnardóttir og Jóhann Ársæls- son hafa lagt fram þingsálykt- unartillögu um textun íslensks sjóvarpsefnis. Segir í greinar- gerð m.a. að ljóst sé að heyrnarlausir og heyrnardaufir eigi niun erfiðara að fylgjast með innlendu sjón- varpsefni en erlendu því aðal tengiliður þeirra við efnið sé text- inn sem fylgir með Hækkun á lífeyrisiðgjaldi Guðjón A. Kristjánsson hefur Iagt fram frumvarp til laga um breyt- ingar á Iögum um Lífeyrissjóð sjómanna. I frumvarpinu er gert ráð fyrir að 1 1% af heildarlaun- um sjómanna renni í lífeyrissjóð. Þar af greiði sjómenn 4% en út- gerðarmenn 7%. Bendir hann á í greinargerð að eignir Lífeyris- sjóðs sjómanna hafi ekki staðið undir framtíðarskuldbindingum sjóðsins um Iangt skeið og úr því þurfi að bæta. Fjárfestingar útlendinga Fjórir þingmenn Samfylkingar- innar, undir forystu Svanfríðar Jónasdóttur, hafa lagt fram frum- varp til laga um breytingar á lög- um um fjárfestingar erlendra að- ila í atvinnurekstri. Frumvarpið gerir ráð fyrir að um fiskiðnað gildi almennt sömu reglur og urn annan iðnað hvað varðar þ'árfest- ingar erlendra aðila. Aflaheimildir boðnar út Sömu þingmenn hafa lagt fram frumvarp þess efnis að sá 1500 lesta aflakvóti sem Byggðastofnun mun úthluta árlega fram til 2006 skuli boðinn út ef það er vilji þeirra sveitarstjórna sem kvótan- um er úthlutað í samráði við. Bjór og léttvín í matvöru- verslanir Lúðvík Bergvinsson og fjórir aðr- ir þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt fram frumvarp til Iaga um að bjór og létt vín verði selt í matvöruverslunum. Lagt er til að skipuð verði nefnd til að endur- skoða Iögin um sölu, gjöld og tolla á áfengi. Fjárreiður riMsins Þingflokkur Samfylkingar- innar, með Sig- hvat Björgvins- son sem fyrsta flutningsmann, Ieggur til í laga- frumvarpi að söluandvirði eigna ríkisins, sem verið er eða fyrirhugað er að selja fari í að greiða niður skuldir ríkissjóðs eða til eignamyndunar. ÚtteM á stöðu byggðasafna Þrír þingmenn VG undir forystu Gunnars Ólafssonar Ieggja til í þingsályktunartillögu að mennta- málaráðherra láti gera óháða út- tekt á stöðu byggðasafna, minni safna og sérsalna á landsbyggð- inni. Þórunn Svein- bjarnardóttir.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.