Dagur - 23.11.1999, Side 4

Dagur - 23.11.1999, Side 4
'X r* n <i » rn n T 1» ^ ’í V r ^ t 4— I’RIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1999 FRETTIR Lestur hverrar síðu í Degi tekur að jafnaði lengri tíma en í öðrum dagblöðum, samkvæmt könnun féiagsvísindastofnunar. Stærð dagblaða sMptir eMd máli Miðað við stærð dagblað- airna verja lerendur mest- iim tíma í lestur á Degi, samkvæmt könmm Fé- lagsvismdastofnunar. Þegar niðurstöður könnunar Féiagsvís- indastofnunar eru skoðaðar nánar kemur m.a. í ljós að lestur á Degi í mínútum talið er meiri en á hinum dagblöðunum, DV og Morgunblaðinu, þegar miðað er við blaðsíðufjölda. Þessar niðurstöður sýna að eftir því sem síðum blaðanna fjölgar minnkar lesturinn á þeim. Það er því ekki stærð blaðanna sem skiptir máli þegar lestur- inn er skoðaður. Að meðaltali vikuna 28. október til FRÉTTAVIÐTALID 3. nóvember, þegar könnunin var gerð, voru lesendur Dags rúmar 37 sekúnd- ur að lesa hverja síðu að jafnaði. Til samanburðar tók það lesendur DV að jafnaði 29 sekúndur að lesa hverja síðu í blaðinu og Iesendur Morgunblaðsins voru 18 sekúndur með hverja síðu að meðaltali. Þá vörðu Iesendur alls 50 mínútum í að Iesa helgarblað Dags, eða í 17 mínútur á laugardegi, 17 mín- útur á sunnudegi og 16 mínútur á mánudegi. Til samanburðar má geta þess að lesendur DV vörðu 47 mínút- um til að Iesa helgarblaðið, eða í 27 mínútur á laugardegi og 20 mínútur á sunnudegi. Lestur á sunnudagsblaði Morgunblaðsins tók 54 mínútur að Iesa, þar af 35 mínútur á sunnudegi. Meiri tíma varið í Dag en Fókus Aðra könnunardaga voru lesendur 14 mínútur að lesa Dag á fimmtudegi, 15 mínútur á föstudegi, 14 mínútur á þriðjudegi og 16 mínútur á miðviku- degi. Þegar lestur á DV er skoðaður þessa daga kemur f ljós að lesendur voru 20 mínútur með blaðið á fimmtu- degi, 19 mínútur á föstudegi, 13 mín- útur tók að lesa Fókus að meðaltali, 27 mínútur á Iaugardegi, eins og áður sagði, og 20 mínútur á sunnudegi. Mánudagsblað DV tók 21 mínútu að Iesa, þriðjudagsblaðið 20 mínútur og miðvikudagsblaðið 19 mínútur. Lesendur Morgunblaðsins voru 25 mínútur með fimmtudagsblaðið, 25 mínútur sömuleiðis með föstudags- blaðið, 30 mínútur tók að lesa laugar- dagsblaðið, 54 mínútur með sunnu- dagsblaðið, 27 mínútur með þriðju- dagsblaðið og 25 mínútur með mið- vikudagsblaðið. Egill Helgason. Þaö vakti atliygli pottverja liversu harðorður sá vaski fjöl- miðlamaður EgUl Helgason var í garð gamals vinar síns og fyrr- um samstarfsmanns Illuga Jök- ulssonar í morgunþætti Rásar 2 síðastliðinn miðvikudag. Egill var þar að ræða um frægan út- varpsþátt Illuga, þar sem fjallað var um nýlegan sýknudóm Hæstaréttar í kynferðisafbrotamáli. Egill kom Hæstarétti til vamar og sagði að þátt- ur Illuga hefði verið „bijálæðislegur". Hami lýstiþví einnig yfir að Illuga hætti til að setja sig á stall sem háyfirdómara á íslandi og þáttxn hans hefði verið táknræn aftaka í beinni útsend- ingu. Egill klykkti út með að lýsa þeim sem sendu mótmæli til Hæstaréttar sem „hálfóðum múg“ og sagði aðgerðir þeirra lýsa „gríðarlegum heiftarofsa". Sannarlega tæpitungulaus maður, Egill Helgason... í pottinum á Akureyri vom menn að ræða um opnunarhátíð Jólabæjarins Akureyrar um helg- ina og vom tæplega í meðallagi hrifnir. Einn pottveiji sem er mikill aðdáandi Kristjáns Þór Júlíussonar benti á að auglýst hafi verið ræða með bæjarstjóra en þegar hann hafði troðið sér í gegnum mannmergðina í myrkrinu á Ráðhús torgi hafi komið í ljós að það var Sigurður J. Sig- urðsson forseti bæjarstjómar sem var að tala. Hann sagði þaó raunar ekki hafa komið að sök því hann mæti Sigurð mikils, en liins vegar heyrði enginn í ræðumanninum því hátalara- kerfið var svo kraftlaustl... Á fundi hjá Framsóknarflokknum í Reykjavík um helgina kom það fram sem áður hafði verið upplýst hér í heita pottinum, að Steingrímur Hermannsson nýtur ekki mikillar hylli þessa dagana meðal fótgönguliða flokksins. Á fundin- um mun hver ræðumaðurinn á fætur öðrum hafa lýst vanþóknun sinni á yfirlýsingum Stein gríms í Eyjahakkamálinu og um samstarfsmenn sína í flokknum og í bændalneyfingunni... Stefnir í airnað metár hjá Kvennaathvarftnu Asta Júlía Amardóttir fræðslu- og kynti i nga rfu 11 trú i Kvennaathvarfsitis. ífyrra voru skráðar 400 kom- ur vegna heimilisofbeldis. Stefnir í svipað í ár. Meðaldval- artími 17 dagar og aldur36,2 óraðmeðaltali. 98 böm komu með mæðmm sínum ífyrra. - Hafa nektardansnuryjar komið til ykk- ar í Kvennaathvarfið? „Já, það komu hingað til dvalar nektar- dansmeyjar en þær eru farnar úr Iandi. Það er ekkert meira um það að segja og við ætl- um ekki að tjá okkur meira um það.“ - Er alltaf stöðugur straumur af kven- fólki til ykkar? „Já, það er alltaf nóg að gera. Það var metár hjá okkur í fyrra í sögu samtakanna og það stefnir í mjög svipað í ár. I fyrra voru 400 komur skráðar, ýmist í viðtöl eða til dvalar." - Hefurðu skýringu á þessu? „Það eru auðvitað ýmsar skýringar. Helsta skýringin er kannski sú að konur eru frekar farnar að Ieita sér aðstoðar. Það sem okkur finnst jákvætt er það að þær eru farnar að koma fyrr en áður.“ - Af hverju er það? „Það er vegna þess að konur vilja komast út úr ofbeldissambandi. Þá hefur aldur þeirra einnig lækkað og þær byija fyrr að vinna sig út úr þessum málum sem er mjög gott. Meðalaldur þeirra kvenna sem leituðu hingað á síðasta ári var 36,2 ár. Þetta hefur reyndar verið svipað síðustu árin, en meðal- aldurinn var miklu hærri fyrstu árin. Það sem einnig hefur breyst sem er mjög gott við ■mmffiíi wmm.!»»1 okkar þjónustu er að ef konur kjósa ekki að koma til dvalar, þá geta þær nýtt sér viðtals- þjónustuna og komið í viðtöl. Það er mjög góður kostur fyrir margar konur." - Nægir þá fyrir margar konur að koma í xnðtal? „Já, það hentar mörgum. Það virðist sem svo að þær geti unnið sig út úr ofbeldinu með þeim hætti og það er bara mjög gott. Síðan eru það 'auðvitað fjölda margar sem koma til dvalar. Á síðasta ári var meðaldval- artími kvenna um 17 dagar. Þessi tími var miklu lengri hérna fyrstu árin.“ - Er ofbeldi í garð kvenna kannski að aukast? „Við getum ekkert fullyrt um það. Eg held að helsta skýringin á þessu sé sú að konur eiga auðveldara með að leita sér hjálpar. Á fyrstu árum Kvennaathvarfsins þótti konum það skömm að þurfa að flýja að heiman vegna ofbeldis. Þetta er hinsvegar ekki orð- inn eins stór þröskuldur fyrir konur, þótt þetta sé að sjálfsögðu alltaf erfitt. Þetta virð- ist því vera auðveldara fyrir konur en áður.“ - Afhverju er það? „Eftir því sem umræða um þessi mál eykst í þjóðfélaginu, þá veit fólk meira um þessi mál, eðli þessara hluta og svo framvegis. Ef þjóðfélagið er jákyæð^r^ ^giiyart þessum málum og þekkir þau hetur, jiá reynist það auðveldara fyrir konuna að fá aðstoð, þótt það sé í sjálfu sér aldrei auðvelt.“ - Hverskonar ofheldi er það sem konur verða fyrir? „Það er andlegt ofbeldi, eða 56% sem er skráð sem slíkt. Þá er líkamlegt ofbeldi ofar- lega á lista. En Iíkamlegt ofbeldi er jú alltaf líka andlegt." - Hverskonar andlegt ofheldi er um að ræða? „Það getur verið einangrun, tilfinningaleg kúgun og efnahagsleg stjórnun en þetta er mjög margslungið." - Koma konumar ekki oft með bömin með sér? „Jú. Á síðasta ári komu í Kvennaathvarfið með mæðrum sínum alls um 98 börn.“ - Hvaða úrrræði fá konumar hjá ykkur? „Þetta er jú fyrst og fremst neyðarathvarf. Þær fá stuðning og ráðgjöf til að vinna úr sínum málum. Það eru oft hin praktísku mál sem geta reynst erfið eins og t.d. fjár- hagsmálin. Þetta snýst líka um að kynna fyr- ir konunum þjóðfélagið og kerfið og hvern- ig það getur nýst þeim til að standa síðan á eigin fótum." - GRH

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.