Dagur - 27.11.1999, Blaðsíða 1

Dagur - 27.11.1999, Blaðsíða 1
Laugardagur 27. nóvember 1999 82. og 83. árgangur - 227. tölublað BLAÐ 5 miUjónir á dag í ferðir og risnu Jóhanna Sigurðardótir telur fimm milljónir á dag í ferðir og risnu of mikið afþvígóða. Ríkió eyddi 5 milljön- iiiii hvem einasta dag ársins í ferða- og risnnkostnað á síðasta ári. Hækkaði iini 230 miUjónir miHi ára. Jó- haima Sigurðardóttir segir auðveldlega hægt að spara þama 400 miUjónir á ári. „Fjármálráðuneytið er hætt að birta sundirliðaða ársreikninga yfir ferða- og risnukostnað ríkis- ins og því fengum við þingmenn engar upplýsingar fyrir árið 1998. Ég hafði því samband við ráðuneytið og heimtaði að mér yrðu sendar upplýsingar um ferða- og risnukostnað ríkisins fyrir síðasta ár. Þeir brugðust vel við og sendu mér urribeðnar upplýsingar. Hér er um gríðar- legar upphæðir að ræða eða 1,9 milljarða króna bara í ferða- og risnukostnað. Þetta eru 5 millj- ónir króna á hverjum einasta degi ársins," sagði Jóhanna Sig- urðardóttir alþingismaður í sam- tali við Dag, Þessi ferða- og risnukostnaður ríkisstofnana og ráðuneyta hækkaði um tæpar 230 milljónir frá árinu 1997. Jóhanna segir að þarna eigi og sé hægt að sparri. „OfmiMð!“ „Fimm milljónir á dag hvern ein- asta dag ársins í kokkteilboð og ferðalög er of mikið. 20% sparn- aður eða um 400 milljónir kr. á ári væri vel hægt að ná fram. Það er upphæð sem hægt er að nota til að bæta velferðarkerfið í land- inu og munar svo sannarlega um þessa upphæð. Mér finnst að ráðherrar eigi að setja ráðuneyt- um sínum og undirstofnunum það markmið á næsta ári að ná fram a.m.k. 20% sparnaði á ferða- og risnukostnaði, nú þeg- ar verðbólgan er að keyra úr öllu hófi. Og þaö sem meira er ég er alveg sannfærð um að það er hægt án þess að það komi niður á erlendum samskiptum. Við erum með mjög ferðahvetjandi dagpeningakerfi og þess vegna er auðvelt að spara þarna ef menn vilja," sagði Jóhanna. Hún bendir á að nýleg skýrsla um velferðarkerfið á íslandi og bág kjör lífeyrisþega og ein- stæðra foreldra sýnir að fjöldi fólks býr við fátækt á Islandi. Líf- eyrisþegum á að skammta 1400 kr. á mánuði á næsta ári sam- kvæmt fjárlögum. „Þá fjárhæð væri hægt að tvö- falda með því að setja ráðuneyt- um og stofnunum þau markmið að spara 20% í risnu og ferðalög- um á næsta ári,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir. - S.DÓR Aðstoðar Eistlendinga 1 lójnir erfðafræð- inga í Eistlandi hýggst kóma sér upp stórum gagnágrunni, þar sem meiningin eí að safnað Verði saman upplýsing- um um heilsufar og arfgerð meira en 70% eistnesku þjóðarinnar. Eistlendirigar eru álls um 1,4 milljónir, en í gagnagrunninum verða þá upplýsingar um eina milljón manna eða svo. Frá þessu var skýrt í tímarítinu Science nýlega. Þar kemur ein- nig fram að eistnesku vísinda- mennirnir hafa leitað til Kára Stefánssonar um samvinnu, og hefur Kári tekið vel í það. Efa-; semdarraddir og gagnrýni á þessa hugmynd hefur þó heyrst í Eistlandi líkt og Kári Stefánsson hefur mátt kynnast hér á landi varðandi sínar hugmyndir. - GB Kári Stefáns- son. Þessi góðlegi St. Bernharðshundur kann vel að meta útivistina og lætur sig engu varða þótt úti sé dálítil gjóla og snjór yfir öllu. mynd brink Ekki á móti stóriðju „Það fyrirkomulag að búa til í prófkjöri hólf eftir gömlu flokkslínunum mætti til að mynda flokka sem mistök,“ segir Jakob Frímann Magnússon um Samfylkinguna í viðtali við Helg- arblað Dags. Hann segir þá leið hafa verið farna sérstaklega að ósk Svaras Gestssonar og Arna Þórs Sigurðssonar og verið skil- yrði fyrir þátttöku Alþýðubanda- lagsins. Nú hafi þeir báðir sagt skilið við þennan hóp. „Hið svo- nefnda hólfafyrirkomulag sem try'ggði hverjum flokki að minns- ta kosti tvö þingsæti af efstu átta gerði fólk eins og mig auðvitað að afar ólíklegum þingmanns- efnum í þessum kosningum.'1 Jakoh ræðir einnig umhverfis- málin. „Ég er ekki á móti stóriðju, virkjunum, nýsköpun í atvinnulífi og alls ekki á móti þ\4 að lands- byggðin verði treyst og æsku hennar gefnar vonir. Ég er bara á móti því að í lok 20. aldarinnar þurfi þegnar þessa lands að upp- lifa að ekki séu virtar lýðræðisleg- ar leikreglur, að ekki sé hlustað eftir óskum og tilmælum fólksins sem á þetta Iand,“ segir Jakob. Ævisögur Káxa og Jónasar Kári Stefánsson er umræddur og umdeildur. Dagur birtir hluta úr bók Guðna Th. Jóhannessonar, Kári í jötunmóð. Ævisaga Jónasar Hallgrímssonar, sem Páll Valsson íslenskufræðingur hefur skráð, hefur ekki síður vakið athygli. Kolbrún Bergþórsdóttir ræðir við Pál. Aðventan er að hefjast með öllum sfnum hefðum og venjum. Ein hefðanna er laufabrauðs- skurður- og bakstur. Allt um það í Matargatinu. Fjallað er um „tónlistargenið ólæknandi" í skemmtilegu viðtali við Magnús Eiríksson og son hans Stefán Má. Þá má ekki gley- ma föstu þáttunum í helgarblað- inu, bókahillunni, kvikmynda- gagnrýni, sönnum sakamálum, poppinu, flugunum og síðast en ekki síst bókmenntagagnrýni Kol- brúnar. Góða skemmlunl QM Venjulegirog demantsskomir trúlofunarhringar GULLSMKMR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI • SÍMI 462 3524

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.