Dagur - 27.11.1999, Page 7

Dagur - 27.11.1999, Page 7
LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999 - 7 Xk^w- RITSTJÓRNARSPJALL Hálfsannleikur og sj áifsblekking Öryrkjar og eignalausir og tekjurýrir gamlingjar búa við kjör sem ekki eru sæmandi í auðugu þjóðfélagi. En lífsgleðin á sér engin aldursmörk og er því mesti óþarfi að útskrifa fólk úr samfélaginu þegar það hættir að þjóna hlultabréfum fjármagnsmarkaðanna. - Að ljúga að öðrum er Ijótur vani. Að ljúga að sjálfum sér er hvers manns bani Svo hljóðar gamalt máltæki, sem er heldur kauðskt, en felur í sér sannleiks- korn. En það er greinilega orðum aukið að sjálfslygin sé banvæn, því margur kemst upp með hana án þess að bíða tiltakanlegan skaða af. Kynslóðir stjórnmála- manna og viðhlægendur þeirra eru til að mynda búnir að ljúga því að sjálfum sér og öðrum að á Islandi sé háþróað velferðarkerfi og hafa komist upp með það vel og lengi. Oft hefur verið bent á ýmsa annmarka á íslensku velferðinni og tekin dæmi af einstökum málaflokkum um velferð hér og velferð þar og kemur þá einatt í ljós, að ólíku er saman að jafna. Slíkum athugasemdum er ávallt tekið á sama hátt. Stjórnmála- menn allra flokka og handbendi þeirra í embættum segja dæmin sem tekin eru röng og að ekkert mark sé á þeim takandi. íslenska velferðin er mest og best og þeir sem halda öðru fram kunna ekki að gera samanburð og fara villur vegar í hvívetna. Svipað hefur ávallt verið uppi á teningnum þegar gerður hefur verið samaburður á launum eða vöruverði. íslenskar aðstæður eiga að vera svo allt öðru vísi og ekki hægt að bera þær saman við neitt annað. Svona Ijúga menn að öðrum og sjálfum sér án þess að bera nokkurn skaða af. í einu tilviki vildu nú samt leiðtogar þjóðarinnar bera saman kjörin. Það var þegar þeir héldu að fulltrúar á þjóðþingum á Norðurlöndum mökuðu heldur betur krókinn með stjórnmála- þátttöku. Svo var farið að athuga hvað þingmenn í Noregi, Dan- mörku, Svíþjóð og Finnlandi bera úr býtum. Þingmannslaunin í þrem þessara landa reyndust svipuð og á Islandi, en aðeins hærri í einu. Sfðan sú könnun var gerð hefur Kjaradómur bætt um betur og hlaðið enn undir kjaraaðalinn. Óhagstæður samauhurðiir Nú er komin út mikil skjírsla um velferð á íslandi og samanburður við nokkur þeirra ríkja, sem eðli- legast þykir að taka mið af. Bók Stefáns Olafssonar prófessors, íslenska leiðin. Almannatrygg- ingar og velferð í fjölþjóðlegum samanburði, sem kynnt var í síð- ustu viku, er plagg sem enginn hefur enn borið brigður á, þótt talsvert hafi verið um skýrsluna fjallað. Þar kemur fram, að útgjöld al- mannatryggingakerfa hér á landi eru helmingi minni miðað við verga þjóðarframleiðslu en á öðr- um Norðurlöndum. Miðað við sama mælikvarða eru þau aðeins meiri hér en í Bandaríkjunum, þar sem viðurkennl er að velferð- arkerfið er ófullkomið og tekju- skiptingin hrópleg. Þar er talið að fátækt og skortur á samhjálp sé samfélaginu til skammar og er það viðurkennt af stjórnmála- mönnum sem öðrum. Hér á Iandi hafa sjálfskipaðir félagshyggjuflokkar iðulega bent á Bandaríkin sem skammarlegt dæmi um misskiptingu auðs og ófullkomið almannatrygginga- kerfi. En svo kemur upp úr kaf- inu að þeir ríku Islendingar eru lítið skárri þegar kemur að al- mannatryggingakerfi og velferð. Hér eiga allir íslensku stjórn- málaflokkarnir hlut að máli, því allir sitja þeir í ríkisstjórnum annað slagið og hafa haft áhrif á samfélagsgerðina og eru þá menn í forystuliði nýjustu flokk- anna meðtaldir. Samkvæmt tslensku leiðinni eru hlutföllin þannig, að í Bandaríkjunum er varið 16,4 % af vergri landsframleiðslu til al- mannatryggingakerfa. I Þýska- landi 29,8%, á öðrum Norður- löndum 38,5% og sker Island sig úr velferð skyldþjóðanna með 19,2% af vergri Iandsframleiðslu sem varið er til almannatrygg- inga. Logið stórt Þessar prósentutölur segja ekki alla söguna um sérstöðu fslands, en eru greinileg vísbending um að stórt er logið, viljandi eða óvíljandi, þegar verið er að guma af framlögum til velferðar og að hér á Iandi ríki ásættanleg sam- hjálp. Dagur birti í vikunni ágæta úttekt úr skýrslunni um þau kjör sem öryrkjar á íslandi búa við og hvílíkur niðursetningabragur er á þeirri aðstoð allri. En það er ekki von á öðru í ríki sem sættir sig við að greiða lægri laun og skatt- leggja vöru og þjónustu af meiri ákefð en þckkist meðal þeirra landa sem tíðast er verið að miða við. Það ríkir fátækt meðal vinn- andi fólks sem verður að sætta sig við lægstu launataxta og þarf að sjá sér og sínum farborða með launatekjum einum. Því þykir engin goðgá þótt öryrkjar og aldr- aðir, sem verða að láta tekju- tryggingu duga, hafi aðeins lýrir nauðþurftum og varla það. Sérstaða ísiands kemur einna skýrast fram í lífeyriskerfunum. Af þeim guma pólitfkusar og embættimenn þeirra í tíma og ótíma. Það, að frjálsi vinnumark- aðurinn sér að miklu leyti um sínar lífeyrisgreiðslur í söfnunar- sjóði, sparar ríkinu mikil útgjöld til velferðarmála. Hins vegar hafa opinberir starfsmenn og banka- menn notið lífeyrisgreiðslna um gegnumstreymskerfi og skulda því ríki, sveitarfélög og bankar háar upphæðir, sem standa eiga undir lífeyrisgreiðslum næstu áratugina. Nýverið hófust til- raunir til að breyta opinberum lífeyri í söfnunarsjóði. Vafasamt met Söfnunarsjóðir lífeyrisréttinda létta verulega á velferðarbyrði hins opinbera og skýrir það að nokkru hve aftarlega við erum á merinni þegar kemur að útgjöld- um til framfærslu þeirra sem bágust hafa kjörin sé prósentuút- reikningur á heildarframlögum mældur. Að hinu leytinu njóta eigendur hinna almennu lífeyris- sjóða þess í litlu hve mikið þeir spara ríki og sveitarfélögum með framlögum sínum til eigin fram- færslu að starfsævinni lokinni. Þannig þykir forráðamönnum ríkisins ekkert eðlilegra en að tví- skatta lífeyririnn. Því er haldið mjög á lofti að starfsævin á íslandi sé mun lengri en annars staðar. Þetta telja þrælapískarar gamla bænda- þjóðfélagsins loflegt og að það sé mikið happ fyrir gamlingjana, að fá að puða fram í andlátið. I öðr- um Iöndum krefjast menn þess, að komast sem fyrst á eftirlaun, og þykir eðlilegt. En málið er það, að almennir lífeyrisþegar verða að starfa svo lengi sem stætt er vegna þess hve naumt lífeyririnn er skammtaður af almennu lífeyrissjóðunum. Þeim hefur verið misjafnlega illa stjórnað gegnum tíðina og fjár- málalífi landsins enn verr og voru margir hverjir uppétnir af verð- bólgu og öðrum hremmingum áður en verðtryggingu var komið á. Því hafa söfnunarsjóðirnir ekki bolmagn til að greiða sómasam- legan lífeyri, þótt verið sé að hampa þeim sem fyrirmynd ann- arra og gjöfulli velferðarkerfa. Það er því af illri nauðsyn fremur en cinhverri dyggð, að starfsævin á íslandi er lengri en í öðrum löndum. Menn í hægum embættum og gamlir forstjórar sem muna ckki annað en að hafa ráðið sínum vinnutíma sjálfir og örfáir eljuþjarkar, sem aldrei hafa lært að eiga frí sér til ánægju og uppbyggingar, eru oft að setja fram þær kröfur að allir færi- banda- og skrifstofuþrælarnir fái að njóta kapphlaupsins við stimpilklukkur svo Iengi sem öndin tollir í nösum þeirra. Það er Iíka markmið samfélagsins, að draga úr velferð þeirra sem eiga undir högg að sækja í landi þar sem þrældómur og fátækt hefur löngum verið talin til dyggða. Því liggur nú mikið við að vernda stöðugleikann og gera „hófsamar" kröfur til handa þeim sem lægst hafa launin og búa við bágust kjörin. Velferðin eina og sanna En velferð þeirra sem betur mega er mikil og má vel hælast um hve örlátt þjóðfélagið er við þá sem betur mega. Skattmann er látinn hundelta launafólk og hirða af því tekjunar á meðan eignamenn og verðbréfabraskarar eru látnir í friði með sína tíund. Félags- hyggjuforkólfur komst að því fyr- ir nokkrum árum, að laxveiði sín, bankastjóra og annarra fyrir- manna væri íþrótt og losaði eig- endur veiðihlunninda undan virðisaukaskatti. Þetta er aðeins lítið dæmi um hugarfar. Veiðiheimildir eru gefnar og útgerðum réttur skattaafsláttur handa sínum starfsmönnum. Heilbrigðiskerfin eru í sífelldu uppnámi vegna fátæktar og sveit- arfélögin kikna undan menntun- arkröfum, sem þau ráða ekki við. Kjaradómur sér sjálfkrafa um velferð þeirra sem stjórna öllu móvcrkinu og aðrir þeir sem gera það gott lifa í vellystingum prakt- uglega, og gera hagstæða starfs- lokasamninga hver við annan, þegar sá gállinn er á mannskapn- um. En það er mesti óþarfi að vera að vola þetta. Skýrslan sem Stef- án Ólafsson gerði fyrir Trygg- ingastofnun ríkisins, gleymist skjótt og stjórnendur Iands og þjóðar munu endurheimta sjálfs- ánægju sína og bruðla ótæpt með landssjóðinn til að ná árangri f þeirri fþrótt sem þeir iðka af hvað mestu kappi, atkvæðaveiðunum. Síðan munu sjónhverfingameist- ararnir taka til við sína gömlu iðju, að telja öryrkjum og öðrum fáræklingum trú um að þeir njóti fullkomnasta velferðarkerfis í veröldinni. Samanburður á einstökum þáttum velferðar við önnur lönd er ekkert að marka, segja þeir sem búnir eru að hreiðra um sig í velferð kjaraaðalsins og skammta öðrum lífsgæðin eins og skít úr hnefa.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.