Dagur - 27.11.1999, Qupperneq 8

Dagur - 27.11.1999, Qupperneq 8
8 -LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999 rD^ir I FRÉTTASKÝRING „Búmn að bíða BIRGIR GUÐMUNDS- SON skrifar Prír nýir albanskir flóttamenn komu til Dalvíkur í gær og urðu þar fagnaðarfundir með ættingjum. Flóttamannastefnan gefist vel og formaður Flóttamannaráðs boð- ar óbreytta stefnu í málafLokknum. „Þetta er mjög gaman, ég er bú- inn að bíða mjög lengi, og er mjög spenntur," sagði Sabit Veselaj, Kósóvo-Albani, sem kom hingað til lands í vor og hefur flust til Davíkur og sest þar að. Orð Sabits féllu skömmu áður en flugvél með þrjá unga Albana, nýjustu Ilóttamennina, lenti í snjómugg- unni á Akureyri rétt íyrir hádegi í gær. Tveir hinna nýju flótta- manna, Bekim og Nyhi, eru bræð- ur Sabits, og langt var síðan þeir bræður höfðu hist. Þriðji fótta- maðurinn, sem kom í gær hitti hins vegar móður sína, Hanrije Veselaj, sem var í hópi þeirra flóttamanna sem búið hefur á Dalvík síðustu mánuði og sest þar að. Með þeim urðu vitaskuld miklir fagnaðarfundir, en nýju flóttamennirnir eru allir frændur og bera allir sama ættarnafn. Falla vel iim í hópinn Flóttamennirnir sem komu í gær eru um tvftugt, og lengi vel gekk nokkuð brösuglega að hafa upp á þeim og litlar upplýsingar að hafa aðrar en að þeir væru á lífi. Hins vegar hafa þeír síðustu vikur og mánuði verið að vinna við upp- byggingastarfið í Kosovo, í bygg- ingavinnu, að sögn Sabits, en nánast öll mannvirki eru ýmist mikið skemmd eða ónýt. Menn- irnir þrír, munu væntanlega falla vel inn í þann 20 manna hóp Kósóvo-Albana sem býr fyrir á Dalvík, en þar hafa verið þrjár fjölskyldur og einn einstaklingur. Þeir munu fá þar íbúð og ganga inn í hefðbundið „flóttamanna- prógram“, sem stendur í eitt ár. Nýlega fækkaði raunar talsvert í Albanahópnum á Dalvík þegar kona með fimm börn fluttist aftur heim, en eiginmaður hennar sem hafði jafnvel verið talinn af, hafði komið fram á lífi. Gengið vel Almennt má segja að aðlögun Kosovo-Albananna að íslensku samfélagi hafi gengið mjög vel. Auk hópsins á Dalvík er hópur í Hafnarfirði, en þeir sem fóru til Reyðarfjarðar fluttu sem kunnugt er allir heim til Kósóvo á ný þegar stríðsástandinu þar lauk. A sínum tíma hafði ríkisstjórnin gert ráð fyrir að taka við 20-25 flótta- mönnum úr blönduðum hjóna- böndum í ár, en þá braust út stríðið í Kosovo og lokuðust þá Ieiðir úr úr landinu. I kjölfarið var ákveðið í samráði við alþljóðlegar hjálparstofnanir að Islendingar myndu taka við 100 Kósovo-Al- bönum, en á endanum urðu þetta þó ekki nema 77 manns sem hingað komu. Síðan hafa sumir farið og aðrir komið og lætur nærri að nú séu hér um eða yfir 50 manns eftir úr þessum hópi, fólk sem líklegast er að muni setj- ast hér að til frambúðar. Mjög jákvæðir Lovísa María Sigurgeirsdóttir er verkefnisstjóri flóttamannaverk- efnisins á Dalvík og segir hún áberandi hversu jákvæðir flótta- mennirnir séu og það sé í raun ástæðan fyrir því hversu vel þeim gengur að fóta sig í nýum heim- kynnum. „Þau eru farin að vinna og eru í skóla að læra íslensku. Flóttamenn eiga rétt á ársnámi í íslensku og þau munu því verða áfram í íslenskunámi í vetur. Sumir vinna hjá Sæplasti og aðrir í frystihúsinu, ein kona vinnur á Krílakoti, leikskólanum, og einn er að kenna börnunum albönsku, en þau fá líka kennslu í sínu móðrumáli," segir Lovísa María. Um þá kennslu sér fyrrnefndur Sabit Veselaj, sem raunar er hag- fræðingur að mennt. Lovísa segist ekki vita annað en að allir flótta- mennirnir hugsi sér að búa áfram á Dalvík og á íslandi. Hittast á byggðabnmni Svo sérkennilega vildi til í gær að það bar upp á sama dag að nýju flóttamennirnir komu og að flóttamannahóparnir í Hafnar- firði og á Dalvík héldu fund á Byggðabrúnni, fjarfundabúnaði Byggðastofnunar. Dalvíkurhópur- inn á Akureyri og Hafnfírðingarn- ir í Reykajvík. Tilefni fundarins var kennslufræðilegur, þarna áttu hóparnir að skiptast á skoðunum og upplýsingum um það sem þau voru búin að læra í íslensku. At- hygli vakti að báðir hópar virðast komnir nokkuð á leið með ís- lenskuna, misjafnlega þó eftir einstaklingum og aldri. Þannig mátti td. heyra Kosovo-Hafnfirð- ingana syngja „Öxar við ána“ fyr- ir Kosovo-Dalvíkingana og Dal- vfkingarnir sungu „Sá ég spóa“ á móti. Vegabrufaskodu Passport control Kátt á hjalla Akureyrarflugvelli I gær þegar bræður hittast. Sabit Veselaj er hér lengst til vinstri en bræður hans > Að sögn Lovísu Maríu eru þó ekki mikil tengsl milli þessara hópa og raunar kom í Ijós að menn voru að kynna sig hver fyrir öðrum á Byggðabrúnni. Bömin fljót til Greinilegt var að það voru börnin og yngra fólkið sem var ákafast og öruggast í framsetningunni á ís- lenskunni og söngnum á fjarfund- inum. Það kemur heim og saman við það að krakkarnir virðast al- mennt vera að gera það gott. „Krakkarnir eru mjög dugleg að bjarga sér,“ segir Lovísa María. „Þau eiga íslenska vini og bland- ast alveg inn í samfélagið en halda sér ekkert endilega saman. Sum eru í blaki, og ungu krakk- arnir eru í þolfimi í félagsmið- stöðinni og hegða sér bara f alla staði eins og ungir Dalvíkingar gera,“ segir hún ennfremur. Eng- inn íslenskur túlkur - úr albönsku yfír á íslensku - er að staðaldri fyr- ir hendi á Dalvík, og hefur Sabit Veselaj, sem talar ensku líka, séð um að túlka fyrir hópinn ef eitt- hvað hefur komið upp. Þó er kall- aður til túlkur úr Reykjavík ef mikið liggur við, eins og t.d. um þessar mundir, þegar foreldravið- töl eru í gangi í skólanum! Vel heppnað kerfi Ljóst er að það form sem verið hefur á flóttamannamóttöku Is- lendinga er um margt einstakt og er blaðinu ekki kunnugt um að jafn viðamikið og skipulagt aðlög- unarferli sé í gangi neins staðar annars staðar varðandi móttöku flóttamanna. Enda hefur reynsla íslendinga vakið athygli erlendis og nýlega mun t.d. hafa verið hér ritstjóri frá málgagni Alþjóða flóttamannastofnunar Samein- uðu þjóðanna til að gera úttekt á málinu. Arni Gunnarsson, varaþing- maður, er formaður Flóttamanna- Það getur stundum verið erfitt að halda einbeitingunni í þessum kennslustundum í íslensku, jafnvel þótt þær fari fram með fjarfundabúnaði. Ekki bætir nú úr skák að blaðamaður og Ijósmyndari eru að fylgjast með öllu saman.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.