Dagur - 27.11.1999, Page 10

Dagur - 27.11.1999, Page 10
10 — LAUGAHDAGUH 27. NÓVEMKEK 19 99 ERLENDAR FRÉTTIR Vinstrileið Jospin Franski blaðamaður- iim Éric Aeschimann var staddur hér á landi í síðustu viku og flutti þá athyglis- verðau fyrirlestur nm Lionel Jospiu, forseta Frakklauds, stefnu hans og stöðu í frönskum stjómmál- um. Dagur birtir hér þennan fyrirlestur, nokkuð styttan reynd- ar, í þýðingu Torfa Túliníus, prófessors í frönsku við Háskóla íslands. Lionel Jospin komst til valda í Frakklandi í þingkosningum í júní 1997. Næst verður kosið til þingsins í júní 2002, nema ef forsetinn ákveður að leysa upp þingið. Nú í nóvemberlok er for- sætisráðherrann því væntanlega að Ijúka fyrra helmingi kjörtíma- bilsins. Það má því byrja að draga lærdóm af þessari tilraun, sem hefur tekist betur en nokkurn gat órað fyrir. Til að byrja með er nauðsyn- legt að rifja upp aðstæður þegar kosið var 1997: Jacques Chirac leysti upp löggjafarþingið og boð- aði til kosninga vegna þess að þenslan í opinberum útgjöldum ELD SDEDI ___w_• Vandaðar, faUegar. Otrúlega hagstætt verð. -MIKIÐÚRVAL- PFAFF cTíeimttistœkjaverslun Grensásvegur 13 -108 Reykjavík - Sími 533 2222 var svo mikil að hætta var á að Frakkar gætu ekki tekið þátt í sameiginlegri evrópskri mynt. Til að geta hafið óvinsælar niður- skurðaraðgerðir, taldi hann sig þurfa að endurnýja umboð sitt frá kjósendum. Ofaná bættist að framganga þáverandi forsætis- ráðherrans, Alain Juppé, náins samstarfsmanns og flokksbróður Chirac, var geysilega óvinsæl, auk þess sem ýmiss konar hneykslismál voru þá mikið til umræðu. Mikið var talað um yf- irvofandi „félagslega spreng- ingu", og Front National, flokkur hægriöfgamannsins Jean-Marie Le Pen, var sterkari en hann hafði nokkru sinni verið. Þegar sósíalistinn Lionel Jospin tók við völdum var sagt: „Honum má ekki mistakast, annars verður Le Pen næsti forsætisráðherra." Er- Iendis þótti Jospin „forneskjuleg- ur“. Hefur náð flestum markmiðum sínum Hálfu þriðja ári síðar hefur svið- ið gjörbreyst: fylgi við Jospin mælist stöðugt í skoðanakönn- unum. Mjög er farið að draga úr atvinnulcysi, Frakkar komu Evr- unni á fót, staða Chiracs er veik. Auðvitað þarf forsætisráðherr- ann að takast á við sinn skammt af erfiðleikum: Korsfkumálin, nýleg afsögn Strauss-Kahn fjár- málaráðherra, eigið hik í umbót- um á skattakerfinu, geðsveiflur hjá samstarfsflokknum Komm- únistum, sem stöðugt missa fylgi. En þegar á heildina er litið, hefur Jospin náð markmiðum sínum. Evran er orðin að veru- leika, honum tókst að leysa mál sem virtust óleysanleg án þess að svíkja of mörg kosningaloforð og án þess að stuðningsmenn hans sem eru til vinstri við hann hafi snúið við honum bakinu. Þrátt fyrir þetta virðast aðrar Evrópu- þjóðir ennþá fremur vantrúaðar á að Jospin takist ætlunarverk sitt. I orðum Jospin finnst mönn- um enn eima eftir af þessu Frakklandi sem aldrei hefur vilj- að sætta sig við markaðshagkerf- ið og þvinganir þess, Frakkland sem enn lifir í blekkingu og lýtur stjórn sérhagsmunahópa. Til að skilja megi hvernig sama ástand geti horft svo ólíkt við þeim sem búa í Iandinu og þeim sem horfa á það utanfrá, verður að skoða nánar stöðuna í Frakklandi í dag. Aðstæður í stjórnskipan Forseti franska lýðveldisins hefur mikil völd. En stjórnmálaleg staða Chirac er veik heima fyrir eftir að ákvörðun hans um að leysa upp þingið og boða til kosn- inga snerist í höndunum á hon- um. Einnig kemur til djúpstæður klofningur í röðum hægrimanna, sem skiptast m.a. í frjálshyggju- menn, kristilega demókrata og þá sem vilja streitast á móti Evrópu- samrunanum. Þrátt fyrir þetta gefur stjórnskipunarlegt hlutverk hans honum töglin og hagldirnar í utanríkismálunum. Því hefur Lionel Jospin ekki sama svigrúm og Ieiðtogi á borð við Tony Blair. Við þetta má bæta að löng hefð er fyrir klofiningi á vinstri væng stjórnmálanna. Sósíalistaflokk- urinn hefur 20 til 25 prósent kjósenda á bak við sig, en Komm- únistar ná milli 6 og tíu prósent fylgi og Grænir milli 5 og 10 pró- sent. Ymsir hópar lengst til vinstri ná til 5 prósent kósenda. Og Sósíalistaflokkurinn hefur ekki jafn sterk ítök í verkalýðs- hreyfingunni og þýskir jafnaðar- menn eða breski Verkamanna- flokkurinn. Því má segja að Jospin verður að leysa þá erfiðu þraut að halda saman samsteypustjórn, um Ieið og hann þarf að deila völdunum að hluta til með pólítískum and- stæðingi sínum, Chirac forseta. „Til hægri“ þegar haim getur ekki annað Jospin er gjarn á að segja að vin- stra bandalag hans gerir honum kleift að ná til hinna ólíku hópa í samfélaginu. En því neyðist hann sífellt að leita að hinu rétta jafnvægi. Þess vegna verður stundum erfitt að henda reiður á stefnu hans. I efnahagsmálum eru dæmin um þetta fjölmörg. Þó má segja að Jospin sé „til hægri“ í þeim málum þegar hann getur ekki annað: t.d. í einka- væðingunni, í málefnum evrunn- ar (sem hann sætti sig við, þrátt fyrir að ekki reyndist hægt að knýja fram pólítíska stýringu hennar), í málum sem varða sveigjanleika í vinnutíma og ráðningarfyrirkomulagi. Ef möguleiki er á að taka ákvörðun í anda vinstrimanna, grípur hann til þess. Þetta á við um það þeg- ar hann lét tekjur af fjármagns- skatti standa að einhverju leyti undir heilbrigðistryggingum, þegar hann hafnaði fjölþjóðleg- um samningi um fjárfestingar, þegar vinnuvikan var stytt í 35 stundir og þegar fjöldinn allur af störfum fyrir ungt fólk voru búin til innan ríkisgeirans. Tóm látalæti? Sá hængur er á þessari aðferð hans að stundum þarf hann að fylgja báðum stefnum í einu. T.d. einkavæddi hann Landssímann en beitti sér um leið fyrir því að ríkið héidi ítökum sínum í Air France. Hann er að koma á 35 stunda vinnuviku en beitir sér jafnframt fyrir auknum sveigjan- leika í \innutíma og ráðningar- fyrirkomulagi. Stundum virkar þetta eins og hann viti ekki í hvorn fótinn hann á að stíga. En það er allt annað sem vakir íyrir Jospin. Með þessum fjöl- þættu aðgerðum og þeirri jafn- vægislist sem hann beitir til að réttlæta þær, er hann að senda almenningi ákveðin skilaboð. Þau eru þessi: „Eg heyri hvað þið eruð að segja. Eg veit hvað þið viljið, en ég þarf að taka fullt till- lit raunveruleikans í efnahags- málum. Því reyni ég að finna nýja ieið sem sættir þetta tvennt.“ Markmiðið er að byggja upp traust Frakka á sjálfum sér og efnahagskerfi sínu, því traust almennings á efnahagslegum stöðugleika leiðir til aukinnar neyslu, sem gefur af sér bagvöxt, sem dregur úr atvinnuleysi... og allt þetta eykur líkurnar á því að hann nái endurkjöri. Andstæðar kröfur I málefnum samfélagsins, virðist hann reyna að mæta tvenns kon- ar kröfum sem sýnast andstæðar hvor annarri. Annars vegar vill hann vera nútímalegur. Því hefur hann tamið sér látlausa fram- komu og gefur Iítið fyrir opinbert tilstand. Einkum og sér í lagi birtist þetta í pólítísku umbóta- starfi af ýmsu tagi: hann hefur beitt sér fyrir jafnari hlutfalli kynjanna í pólítískum embætt- um, gegn því að rnenn geti gegnt mörgum kjörnum embættum, og fyrir mikilvægum umbótum á réttarkerfinu. A hinn bóginn reynir hann að verða við kröfum lægri stéttanna, sem stundum geta virst afturhaldssamar, um aukna Iöggæslu. Almenningur í Frakklandi virð- ist búinn að sætta sig við mark- aðshagkerfið en hugsunarháttur- inn hefur ekki alveg fylgt því eft- ir. T.d. vekja uppsagnir lyrirtækja á starfsfólki sínu eða stórar fúlg- ur, sem forstjórar fá með for- kaupsrétti á hlutabréfum í fyrir- tækjum sem þeir stýra, ólíkt sterkari neikvæð viðbrögð þar en í flestum löndum. Annað dæmi um hið sama: Frakkland er eina landið í heiminum þar sem fjöldi þeirra sem eiga hlutabréf fer minnkandi en ekki vaxandi!!! Að lokum skulum við ekki gleyma því að Jospin hefur sett sér pólítískt markmið: hann ætl- ar sér að vinna forsetakosning- arnar árið 2002. Stefna hans mótast alfarið af því. Niðurstaða I upphafi þessa áratugar gckk Frakkland í gegnum mikla efna- hagskreppu sem bitnaði íyrst og fremst á verst settu stéttunum. Sá lærdómur sem situr eftir í hugum Frakka - reyndar virðist hann vera í aðalatriðum réttur - er að Evrópusamruninn, frjáls- hyggja í efnahagsmálum og hnattvæðing hafi í för með sér breikkandi bil milli ríkra og fá- tækra. Oll pólítísk stefnumótun Jospins tekur mið af þessu: hann þarf að vinna sér traust allrar þjóðarinnar og því verður hann að halda uppi fleiri cn einni orð- ræðu. Þýðir þetta að Jospin tali tveimur eða þremur tungum þar sem maður eins og Tony Blair hefði hugrekki til að segja opin- skátt það sem hann er að gera? Að vissu Ieyti er svarið jákvætt. En einnig neikvætt. Það er vegna þess að almenningur ætlast til þess af honum að hann sé sam- kvæmur sjálfum sér, en almenn- ingur veit líka að eigin óskir og þrár eru mótsagnakenndar. Því vill hann að Jospin veiti hnatt- væðingunni viðnám um leið og sami almcnningur veit að hnatt- væðingin er óumflýjanleg. Éric Aeschimaim Éric Aeschimann er blaðamað- ur á stjórnmáladeild Libér- ation, eins helsta dagblaðs Frakklands. Hann vann áður á fjármáladeild blaðsins og gaf út fyrir nokkrum árum, ásamt starfsfélaga sínum, bók um efnahagsstefnu Frakka á síðari hluta níunda áratugar og fyrri hluta þess tíunda. Bókin heitir „La guerre de sept ans“ eða „Sjö ára stríðið" og vakti tals- verða athygli þegar hún kom út. Síðan Jospin náði völdum í júní 1997 hefur Aeschimann haft það verkefni aðfylgjast með forsætisráðherranum.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.