Dagur - 27.11.1999, Síða 12

Dagur - 27.11.1999, Síða 12
12- LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999 ÍÞRÓTTIR Lazio og Juventus mætast um helgiua Itölsku risarnir Lazio og Juventus, sem eru í efstu sætum ítölsku úrvals- deildarinnar í knattspyrnu, mætast á sunnudaginn í toppleik deildarinnar á heimavelli Laz.io, Olympíuleik- vanginum í Róm. Bæði Iiðin eru með 21 stig eftir tíu leiki í deildinni, hafa aðeins tapað þar einum leik til þessa og mætast nú í innbirðis leik sem er vel þriggja stiga virði í baráttunni um ítalska meistaratitilinn. La/.io, sem fékk háðuglega útreið í úrvalsdeildinni um síðustu helgi, þegar þeir töpuðu 1-4 gegn erki- þ'endunum AS Roma, munu örugg- lega mæta grimmir til leiks á morg- un, eftir 2-0 sigur á Marseille í Meistaradeild Evrópu í vikunni. Þeir ætla sér ekkert annað en sigur, enda undir mikilli pressu frá stuðnings- mönnum Iiðsins, sem eru mjög órólegir eftir niðurlæginguna gegn erki- fjendunum. Forsetinn reynir að lægja öldumar Sergio Cragnott, forseti Lazio, hefur gert allt til róa stuðningsmenn liðs- ins og sagði að sínir menn hefðu bara haft gott af því að fá smá gagn- rýni eftir slakan leik. „Við áttum slæman leik gegn Roma, en unnum Marseille á þriðjudaginn og ætlum okkur ekkert annað en sigur gegn Juventus á morgun,“ sagði Sergio. Lið Lazio, sem var ósigrað á öllum vígstöðvum þar til um síðustu helgi, mun örugglega mæta fullt sjálfs- trausts til Ieiks á morgun, með Chilemanninn Marcelo Salas í frem- stu víglínu, með annað hvort Króatann Alen Boksic eða Simone Inzaghi sér við hlið. Lið Juventus verður eflaust I íka í góðum gír á morgun, eftir 3-1 sigur- inn á AC Milan um síðustu helgi, að ógleymdum 3-1 sigri gegn gríska lið- inu Olympiakos í UEFA-bikarnum í vikunni. Þeir gera sér fulla grein fyr- ir þvf að sigur á morgun gegn firnasterku liði Lazio, getur ráðið miklu um lokastöðuna í deildinni og það gæfi þeim góðan byr í seglin, með þá Al- essandro Del Piero, Filippo Inzaghi og Zinedine Zidane í stafni. Leikurinn verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn og má húast við hörkuleik. Leikir í ítölsku deildinni um helgina: Laugardag: Piacenza - Verona, Bolögna - Fiorentina. Sunnudagur: Cagliari - Bari, Lecce - Venezia, AC Milan - Parma, Reggina - Inter Milan, Torino - Perugia, Udinese - AS Roma, Lazio - Juventus. Mikíl stenmming í Stoke Mikil stemmning er nú meðalstuðningsmanna Stoke City fyrir deildar- leikinn gegn Colchester í dag. Leikurinn er fyrsti heimaleikur Guðjóns Þórðarsonar á Britannia Stadium og því ríkir mikil eftirvænting í borg- inni. Nichy Mohan, fyrirliði Stoke City, sem hvað harðast studdi áframhald- andi veru Gary Megsons, fyrrum knattspyrnustjóra hjá félaginu, segir á vefsíðu þess í gær að tími sé kominn til að rúlla fram rauða dreglinum fyrir Guðjón Þórðarson og bjóða hann virkilega velkominn til Stoke. „Það er kominn tími til að horfa fram á við og veita nýjum knattspyrnustjóra eftirminnilegar móttökur," sagði Mohan og hvatti stuðningsmenn liðsins til að Ijölmenna á völlinn í dag til að bjóða Guðjón velkominn til starfa. „Það var alltaf vitað að storminn myndi fljótlega lægja eftir að Megson var látinn fara frá félaginu og að lífið héldi áfram sinn vanagang með nýj- um stjóra. Því skora ég á alla stuðningsmenn okkar að mæta á völlinn, því ekkert er betra fyrir leikmennina en heyra kröftuglega hvatningu," segir Mohan. Átak er nú í gangi hjá nýrri stjórn félagsins til að auka áhorfendatjölda á heimaleikjum liðsins og af því tilefni er sérstakt tilboð í gangi, þar sem aðgöngumiðar fyrir 14 ára og yngri kosta aðeins eitt pund (117 íslcnskar krónur). Leikmannahópurinn gegn Colchester: Ward, Robinson, Clarke, Mo- han, Jacobsen, Keen, Kavanagh, O’Connor, Danielsson, Thorne, Light- bourne, Crowe, Oldfield, Muggleton, Heath, Petty, Bullock. Karlamír blaka um helgina I dag, laugard fara fram fyrstu túrneringarnar á Islandsmótinu í blaki karla, þar sen keppt er í tveimur riðlum. Annar riðillinn er leikinn í íþróttahúsi KA i Akureyri og hinn í íþróttahúsinu Austurbergi í Reykja- vík. Leikir á Akurevri: Kl. 11.30 Þróttur N - UMSE Marcelo Salas verður i fremstu víg- línu hjá Lazio. Kl. I i .30 KA - KA B Kl. 13.00 KA - Þróttur N KI. 13.00 KA B - UMSE Kl. 14.30 UMSE-KA Kl. 14.30 Þróttur N - KA B Leikir í Reykjavík: 1 5.30 IS - Hrunamenn I 5.30 Þróttur A - Stjarnan 16.50 Þróttur A - ÍS 16.50 Hrúnamenn - Stjaman 17.40 Hrunamenn - Þróttur A 17.40 ÍS - Stjarnan ÍÞRÓTTIR Á SKJÁNUM Laugard. 27. nóv. Handbolti Kl. 10:45 Þýski handboltinn Nordhorn - Magdeburg Kl. 16:30 Leikur dagsins Víkingur - Fylkir Fótbolti Kl. 14:25 Þýski boltinn 1860 Muncben - B. Munchen Fótbolti KI. 12:00 Alltafí boltanum Kl. 14:45 Enski boltinn West Ham - Liverpool Körfubolti Kl. 12:30 NBA-tilþrif Körfubolti Kl. 16:00 Evrópukeppnin Island - Belgía Hnefaleikar Kl. 22:35 Hnefaleikakeppni Útsending frá keppni í Atlantic City. Meðal þeirra sem mætast eru M. Grant og A. Golota. Sunnud. 28. nóv. Fótbolti Kl. 16:00 Markaregn Endursýnt kl. 23:45. íþróttir Kl. 21:25 Helgarsportið Körfubolti Kl. 12:20 NBA-leikur vikunnar Fótbolti Kl. 15:45 Enski boltinn Chelsea - Bradford Kl. 18:00 Meistarak. Evrópu Fjallað almennt um keppnina og farið yfir leiki. KI. 19:25 ítalski boltinn Lazio - Juventus Golf Kl. 2 1:30 Golfmót í Evrópu ÍÞRÓTTIR UM HELGINA Langard. 27. nóv.. ■ handbolti Urvalsdeild karla Kl. 16:30 Víkingur - Fylkir Urt'alsdeild kvenna KI. 13:30 ÍBV - KA 2. deild karla Kl. 14:00 Fram b - Fjölnir Kl. 13:30 Þór Ak. - ÍR b Kl. 16:00 Grótta/KR - Breiðabl. ■körfubolti Landsleikur - Evrópukeppnin Kl. 16:00 ísland - belgía 1. deild karla Kl. 18:30 ÍS - Höttur Urvalsdeild kvenna Kl. 12:00 Keflavík - Tindastóll 2. deild kvenna Kl. 18:00 ÍR- ÞórAk. ■ blak 1. deild kvenna Kl. 13:00 Víkingur - KA Snnnnd. 28. nnv. ■ HANDBOLTI Urvalsdeild karla KI. 20:00 Afturelding - Stjarnan ■ körfubolti 1. deild karla Kl. 15:00 Stjarnan - Höttur Kl. 20:00 Selfoss - Þór Þorl. Ki. 20:00 Breiðabl. - Valur Kl. 15:30 ÍV- ÍR 2. deild kvenna Kl. 13:00 ÍA-ÞórAk. -Dugur kortmú Sími 462 3500 • Hólabraut 12 • www.nett.is/borgarbio Laugard. kl. M Laugard. og sunnudi kl. 15 - ÓKEYPISL—b OOLBY Laugard. kl. 15 s Sunnud. kl. 15 Miðaverð kl. 350 - I Sýnd laugard. kl. 17,18.45,21 og 23.15. Sunnud. kl. 17,18.45, 21 og 23.15. Mánud. kl. 17,18.45, 21 og 23.15. Laugard. m/ísl. tali kl. 15 og 17. m/ensku tali kl. 19.15. Sunnud. m/isl. tali kl. 15 og 17. m/ensku tali kl. 19.15. Mánud. m/ísl. tali kl. 17. m/ensku tali kl. 19.15. Sýnd laugard. kl. 23.30. Sunnud. kl. 23.30. Mánud. kl. 23.30. Sýnd um helgina kl. 15. ÍSLENSKT TAL Sýnd laugard. kl. 21. Sunnud. kl. 21. Mánud. kl. 21.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.