Dagur - 02.12.1999, Side 2

Dagur - 02.12.1999, Side 2
2 — FIMMTVDAGVR 2. DESEMBER 19 9 9 SUÐURLAND Foreldrar meðvitaðir ummálörvun Námskeið í markvissri málörvun bama fyrir kennara haldið í Vest- mannaeyjum. Málum- hverfi hama hefur breyst mjög mikið vegna hreyttra samfé- lagshátta. í síðustu viku var haldið námskeið í markvissri málörvun barna í Barnaskóla Vestmannaeyja fyrir kennara og starfsfólk leik- og grunnskólanna í Vestmannaeyj- um. Leiðbeinandi á námskeiðinu var Ingibjörg Símonardóttir, tal- meinafræðingur á skólaskrifstofu Garðabæjar. Um þrjátfu manns tóku þátt í námskeiðinu. Erna Jó- hannesdóttir, kennsluráðgjafi hjá Skólaskrifstofu Vestmannaeyja- bæjar, segir að upphafið að þessu námskeiði megi rekja til samstarfs leikskóla og grunnskóla, sem kveð- ið er á um í námskrá og unnið hef- ur veriö að undanfarin íjögur ár. Að spjalla við bömin, lesa og syngja „Við höfum verið að vinna að nán- ara samstarfi leik- og grunnskól- anna og brúa það bil sem er á milli þessara skóla og Iétta börnunum umskiptin sem verða á milli þess- ara skólastiga, þegar þau helja nám í grunnskólanum. Leikskól- inn er fyrsta skólastigið og við vit- um að málþroskinn er mjög mikil- vægur þegar kemur að lestri og lestrarnámi. Það er hægt að vinna mjög meðvitað og markvisst með málþroskann miklu íyrr, en við höfum verið að gera,“ segir Erna. Hún segir að málumhverfi barna hafi breyst mjög mikið frá því í gamla daga vegna breyttra samfé- lagshátta. „Það hefur verið gefið út sérstakt námsefni sem byggt er upp mjög skipulega og byggir mik- ið á alls konar rými, vinnu með málið og hljóðin í orðunum. Þannig er reynt að byggja upp „Leikskólinn er fyrsta skólastigið og við vitum að málþroskinn er mjög mikilvægur þegar kemur að lestri og lestrarnámi. Það er hægt að vinna mjög meðvitað og markvisst með málþroskann miklu fyrr, en við höfum verið að gera," segir Erna Jóhannesdóttir, kennsluráðgjafi á Skólaskrifstofu Vest- mannaeyja. mynd: beg máltilfinningu barnanna. Ef mál- tilfinningin er góð og málþrosk- inn góður, þegar börnin læra að lesa, kemur lesturinn yfirleitt af sjálfu sér, þess vegna skiptir miklu máli að unnið sé snemma með þetta. Þessi vinna með mál- þroskann var áður meira inni á heimilunum með því að spjalla við börnin, lesa fyrir þau og syn- gja með þeim, en nú er verið að reyna að vinna markvisst með þessa þætti, bæði inni í leikskól- unum og grunnskólunum. A námskeiðinu var verið að kynna og vinna með kennsluefnið, þar sem hluti af því er tekið í leik- skólunum og síðan unnið með framhaldið í grunnskólanum," segir Erna. Ekki nóg að kunna staflna og hljóðin Markviss málörvun gengur mikið út á leiki. „Það er ekki nóg að kunna stafina og hljóðin og geta tengt þau saman í orð, heldur þurfi líka að skilja hvað orðin merkja og samhengið í því sem lesið er. Markviss málörvun geng- ur til dæmis út á hlustunarleiki, rímleiki, þulur og vísur, að tala um löng og stutt orð, orð í setningum og samstöfur í orðum. Einnig er unnið með að taka hljóð úr orð- um, víxla hljóðum og leika með orðin. Svo er líka mikið lagt upp úr því að hlusta á hljóð bæði í um- hverfinu og mæltu máli og greina þar á milli. I ríminu er kannski ekki bara verið að tala um rímið heldur ýmis hugtök sem tengjast daglegu lífi og umhverfi barnsins, því oft skilja börn eldd þau hugtök sem þau heyra hjá fullorðnum. Allt þetta er hluti af námsefninu. Hjá grunnskólabörnunum er unn- ið með þetta í tuttugu mínútur á dag í yngstu bekkjunum, en í leik- skólanum er unnið með þetta tvis- var til þrisvar í viku. Þá er formið á kennslunni Icannski brotið upp og setið í heimakrók. Þetta er líka byrjunin á því að fá börnin til þess að tjá sig, sem er góður undirbún- ingur undir grunnskólann.11 Erna bætir því við að foreldrar séu með- vitaðir um þennan þátt sem málörvunin er. „Að sjálfsögðu reynum við að vera í góðu sam- starfi við foreldra, því að málörvun fer ekki endilega bara fram í skól- anum, þrátt fý'rir breytta samfé- lagshætti. Að vinna markvisst að hlutunum er eins og að safna í sjóð fyrir framtíðina. Hins vegar ef foreldrar gæfu sér tíma með börn- unum til dæmis við tölvuleiki og sjónvarpsáhorf gæti það verið af hinu góða.“ -BEG. Slakt ár hjá fiskmarkaöi 209 kr. greiddar fyrir þorskkíló há Fisk- markaði Vestmaima- eyja. Hæsta verð frá upphafi. Árið lélegt hjá FMV. Fyrirtækið á Veraldarvefíim. Björg VE-5 fékk hæsta þorskverð sem greitt hefur verið á Fiskmark- aði Vestmannaeyja, eða 209 krón- ur fyrir kílóið. Um var að ræða stóran þorsk, meðaiþyngd hvers fiskjar var rétt tæp 13 kíló. Páll Rúnar Pálsson, iTamkvæmdastjóri FMV, segir að þorskverð hafi verið mjög hátt á FMV í langan tíma og reyndar hátt verð á flestum teg- undum. Mjög lítið hefur samt borist af fiski til FMV frá áramót- um og stefnir árið í að verða með slakari árum frá upphafi. Um síð- ustu áramót keypti FMV slæging- ,ar!''þ!J,9g1,sér nú utjyj^pg^-. ir þá sem þess óska. Páll seg- ir að breytingar á reglum um vigtun afla sem fara á óunn- inn utan í gámum muni gefa markaðnum nýtt sóknarfæri. „FMV mun sækja um til- skílin leyfi til að annast vigt- arprufutöku á þeim afla. Slægingarlínan hefur nýst okkur mjög vel, og hentar starfseminni og starfsfólkinu á dauðum tíma. Aður fóru menn með aflann í Aðgerða- þjónustuna, en nú er þetta allt á einni hendi og ekkert verið að velkjast með aflann,“ sagði Páll. Hann segir ennfremur að trillu- eigendur nýti sér aðallega þessa þjónustu en einnig vertíðarbátar. „Þegar mikið hefur verið að gera hefur stundum þurft að bæta við mannskap og það hefur ekki verið neinn hörgull á fólki sem vill kom- ast í svona íhlaupavinnu," segir Páll og bætir því við að FMV hafi einnig, komíð sér upp hcimasíðrr wtnRntj )P.t i ti jo->rw rifup r n3víí •r.u h Frá Vestmannaeyjum. •TWWJrtóG1 vVufWéf^' þar sem kenni ýmissa grasa. Ýms- ar almennar upplýsingar um markaðinn, starfsfólk, aðstöðu og verðslcrá svo eitthvað sé nefnt. Einnig eru á síðunni upplýsingar um sögu FMV og gamlar myndir frá starfseminni. Svo er ætlunin að opna tengingar við annað efni er fjallar um útgerð og fiskmark- aði, og munum við uppfæra síð- una daglega með nýjum upplýs- ingum, sagði Páll. Slóðin er Áhugaverður vettvangur „Mér virðist áhugaverður vett- vangur og ég hlakka til að takast á við þetta starf,“ segir Magnús Stefánsson, nýr framkvæmdastjóri Sjúkrahúss Suður- lands. Heilbrigðisráð- herra skipaði Magnús í starfið og hóf hann störf sl. mánudag. Alls voru umsækjendur um starfið fjórtán tals- Magnús Stefánsson, framkvæmdastjóri Sjúkrahúss Suður- lands. „Ég hef lítil kynni af Suðurlandi og hef varla verið hér á terð áður nema sem ferðamað- ur og gestur,“ segir Magnús, sem er Vestlendingur í húð og hár. Fæddur og uppalinn í Ólafsvík, samvinnuskólagenginn frá Bif- skeið sveitarstjóri í Grundarfirði. Því starfi gegndi Magnús uns hann var kjörinn þingmaður Fram- sóknarflokksins í kjör- dæminu vorið 1995, en hann féll svo út af þingi nú í vor. „Mér sýnist að sam- eining heilsugæslu- stofnana í Árnessýslu í eina stofnun geti haft í för með sér ýmsa kosti án þess þó að þjónusta þeirra skerðist," segir Magnús um þær hugmyndir, en þær hafa mikið verið í deiglunni að undanförnu. Magnús sagðist þó eiga eftir að kynna sér málið frekar, en það var rætt sérstaklega á fundi sem röst og.yar um nokkurra ára haldinW4l, ,nánuc|agv 7si>,s.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.