Dagur - 02.12.1999, Blaðsíða 4

Dagur - 02.12.1999, Blaðsíða 4
4 — FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1999 Ð^tur SUÐURLAND Karlakór Selfoss er meðal þeirra sem tekur þáttí útgáfutónleikun- um þann 14. desember. Sameinast um litgáíutónleika Tónlistarmenn á Selfossi sem eru að gefa út geisladisk fyrir þessi jól munu sameinast um útgáfutón- leika, sem haldnir verða á sal Fjölbrautaskóla Suðurlands þriðjudagskvöldið 14. desember. Tónleikana halda Labbi, sem nú er að senda frá sér geisladiskinn Leikur að vonum, Karlakór Sel- foss, sem gefur út í Ijúfum Iækj- arhvammi og Cun Decore heitir diskur Kórs Fjölbrautaskóla Suð- urlands. Ekki er útilokað að aðrir tónlistarmenn í bænum sem einnig eru að gefa út geisladiska þessa dagana komi að tónleikun- um, það er Unglingakór Selfoss- kirkju og hljómsveitin O.FL. „Eg held að þetta geti farið vei saman, það eru skemmtilegar andstæður í þessu; popplög og svo sígildur karlakórasöngur," sagði Eyvindur Þórarinsson, for- maður Karlakórs Selfoss, í sam- tali við Dag. Aðspurður um hvers- vegna þessi gróska væri nú í geisladiskaútgáfu Sunnlendinga sagði Eyvindur að fyrst væri til að taka að mun auðveldara væri í dag í allri framkvæmd og jafn- framt ódýrara en áður hefði verið að gefa út geisladiska. Síðan mætti í raun segja að tónlistarleg vakning hefði orðið í byggðarlag- inu á allra síðustu árum og þar hefði tilkoma Utvarps Suðurlands haft mikil áhrif. Frá því það hóf útsendingar sínar lyrir tveimur árum væri mun auðveldara fyrir alla tónlistarmenn að koma efni sínu á framfæri, það vekti áhuga hlustenda, smitaði út frá sér og hvetti fólk til dáða. -SBS. Hugað verði að undirbúningi skóla Bæjarfulltmar Arborg- arlistans bókuðu um skólamál á síðasta bæj- arstjómarfundi í Ar- borg. íbúum fjölgar og huga þarf að uppbygg- ingu skóla. Á fundi bæjarstjómar Árborgar í sl. viku lagði Sigríður Olafsdóttir fram bókun frá Árborgarlistan- um, þar sem segir að bæjarfull- trúar listans leggi á það mikla áherslu að við gerð Ijárhagsáætl- unar lyrir árið 2000 verði hugað að undirbúningi og kostnaði sem af honum stafar vegna hönnunar nýs skóla á Selfossi í Árborg. I greinargerð með tillögunni segir að það sem af sé þessu ári séu aðfluttir umfram brottflutta í Árborg 119. Jafnframt hafi grunnskólanemendum Ijölgað um 48 í byijun skólaárs í haust. Fyrir- huguð er 1200 manna byggð í Suðurbyggð og önnur 1200 manna byggð á Selfossjörðinni. Bygging nýs skóla verður áfanga- skipt og svo mun einnig verða með nýju byggingasvæðin. Bent er á það í bókuninni að við Sandvíkurskóla, þar sem séu 380 nemendur, séu ýmis smáhýsi sem ætluð hafi verið til bráða- birgða og því telja bæjarfulltrúar listans „...því ekki ofsagt að horfa þurfi til framtíðar með aukinn húsakost í huga eins og sfðasta bæjarstjórn Selfosskaupstaðar hafði samþykkt". SUÐUR LANDS VIÐ TALIÐ SUÐURLAND Lokað vegna árþúsundamóta Á síðasta fundi bæjarráðs Vestmannaeyja var samþykkt tillaga frá bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins um að mánudaginn 3. janúar árið 2000 verði stofnanir og fyrirtæki bæjarins lokuð í tilefni árþús- undamóta, eftir þvf sem við verður komið. Jafnframt beinir bæjarráð því í samþykkt sinni til fyrirtækja í Vestmannaeyjum að þau leitist við að hafa þennan dag sem almennan frídag í Vestmannaeyjum sem kostur er. Frá Vestmannaeyjum. Sækja um styrk til að gera Tyrkjaránsmyndir Þá lá á síðasta bæjarráðsfundi í Vestmannaeyjum fyrir bréf frá Ulfari Þormóðssyni, þar sem hann fer fram á styrk til gerðar kvikmyndar um Tyrkjaránið. Jafnframt lá fyrir bréf frá Seylunni ehf. þar sem leit- að er eftir stuðningi við samskonar verkefni. Bæjarráð taldi sig ekki geta orðið við erindunum. MiUjónir í menningarhús Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu einnig fram tillögu sem var samþykkt, þar sem segir að í framhaldi af samþykkt ríkisstjórnarinn- ar um menningarhús samþykki bæjarráð að veita 1,5 millj. kr, sem tekin verður af fjárhagsáætlun næsta árs, til frumhönnunar og kostnaðaráætlunar um möguleika á byggingu fjölnota menningar- húss í nýja hrauninu á svæði gömlu Rafveitunnar. I húsinu er meðal annars gert ráð fyrir samkomuhúsi, sýningarhúsi, tónlistarhúsi með leiksýningarmöguleikum og söfnum svo sem gosminja- og náttúru- gripasafni. „Bæjarráð felur bæjarstjóra framgang málsins og einnig að ræða við ríkisvaldið er varðar fjármögnun," segir í tillögunni. Fjós hyggt í Steinum Verið er að byggja þessa dagana nýtt 80 kúa legubásafjós að Steinum undir Eyjafjöllum. Fjósið er byggt samkvæmt nýjustu kröfum og stöðlum og verður þar meðal annars mjaltaróbóti til að mjólka kýrn- ar. Búist er við því að flutt verði í fjósið í kringum 10. desember og verða þar um 70 kýr til að byrja með. Mjaltaróbóti er nýjung í ís- lenskum fjósum, fjósið í Steinum verður annað í röðinni á landinu. Fyrsti mjaltaróbótinn var settur upp hjá Sæmundi Ágústssyni, bónda í Bjólu í Djúpárhreppi. -SBS. Jólaversliuiin að vakna Gísli Bjömsson, kaupmaður í Barón og Casa í Kjamanum á Selfossi. Jólaverslun á Selfossiað fara á skríð. Languropn- unartími, mikiðvöruúr- val, jólasveinar og kór- sötigur. Jólaglögg ogpip- arkökur. - Er jólaverslunin á Suður- landi hafin að einhverju marki? „Það virðist sem nú sé að færast eitthvað líf í verslun í bænum. Síðasta laugardag voru verslanir í Kjarnanum opnar al- veg fram til miðnættis og við- skiptavinum var boðið uppá jólaglögg og piparkökur en þær veitingar var boðið uppá í sam- vinnu við Kaffi Krús og H.M. Café. Það var talsvert líf í lvjarnanum þctta kvöld, til dæmis mikið af utanbæjarfólki. I þeirri kuldatfð sem hér hefur verið síðustu daga dregst fólk að því að koma í hlýjuna í Kjarnanum." - Hvernig verður opnunar- tíma verslana svo háttað á næstunni? „Um næstu helgi verða versl- anir í Kjarnanum opnar frá klukkan 10 til 16 á laugardag og á sunnudag milli 12 og 18, en reyndar lengur í KA. Síðan lengist opnunartíminn smátt og smátt eftir þvf sem nær dregur jólum. Um aðra hclgi þegar jólasveinarnir úr Ingólfs- fjalli koma f bæinn verður mik- ið um að vera og einnig koma í heimsókn til okkar kórarnir hér á staðnum og syngja jólalög, en ekki hefur verið tímasett ná- kvæmlega hvenær kórnarnir verða á ferð. Þannig gæti ég haldið áfram að nefna skemmtilega viðburði sem hér verða á dagskránni alveg fram til jóla. Frá 16. desember leng- ist opnunartími verslana hérna stórlega, þá verða þær opnar alla daga frá klukkan tíu á morgnana og fram til jafn- lengdar á kvöldin og á Þorláks- messu verður opið fram til kl. 23.“ - Hvernig eru auraráð fólks um þessar mundir finnst þér? „Eg tel að þau séu góð. Hjá mér, bæði í Barón og eins í Casa, hefur verið aukning í sölu í öllum mánuðum þessa árs sem segir auðvitað sitt urn efnahagsástandið. Síðan er líka vakning meðal fólks um að vera vel til fara nú um jól og alda- mót.“ - Telur þú að Iengri opnun- artími verslana skili sér í meiri verslun eða ráða þar meiri peningar sem fólk hef- ur á milli handanna? „Þegar opnunartími verslana er Iengri fer fólk meira út og skoðar í verslanir, sér eitthvað sem það fellur fyrir og kaupir. Mér finnst þessi lengri opnun- artími hafa skilað sér í þessum efnum. En hitt sjónarmiðið um rýmri peningaráð fólks á líka lullan rétt á sér, þetta er sjálf- sagt raunin að einhverju leyti." - Hvernig koma sunnlenskir kaupmenn út í samkeppni við verslunarferðir til Evrópu? „Mér finnst að við höfum talsvert styrkt okkur í þessari samkeppni á síðustu fjórum eða fimm árum. Staðreyndin er sú að vöruverð hér heima hefur lækkað og úrvalið hefur aukist. Vissulega er alltaf til staðar hjá fólki spenningur gangvart því að fara í utanlandsferðir, en er þá ekki um að gera að njóta ferðarinnar til fullnustu og slappa vel af þegar maður er á annað borð að fara út fyrir landsteinana? I stað þess að sprcngja sig alveg í búðarápi og koma heini til Islands með fulla poka af varningi, sem einnig fæst hér heima á góðu verði." -SBS.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.