Dagur - 03.12.1999, Blaðsíða 1

Dagur - 03.12.1999, Blaðsíða 1
X^MT FÖSTVIJAGUH 3 . DESEMBEK 19 9 9 - 1 LEIKHÚS KVIKMYNDIR TÓNLIST SKEMMTANIR Jónas týnir jólunum er nýtt jólaleikrít eftir PéturEggertz, sem frumsýnt verður í dag í Möguleikhúsinu við Illemm. Leikritið segir frá Jónasi sem situr við tölvuna sína á að- fangadag, eins og hann gerir raunar alla daga ársins. Hann er svo upptekinn í nýja tölvu- leiknum sem hann var að kaupa sér að hann má ekki vera að því að halda jól. Himinþöll jólaengill er send af stað frá jólastjörnunni til að kanna hvort nokkur sé að gleyma að halda jólin. Þegar hún kemur til Jónasar þarf hún að ná at- hygli hans og hjálpa honum að finna jólin f hjarta sér. Það reynist erfiðara en það virðist í fyrstu. Hún grípur því til þess ráðs að bregða sér í ýmis dular- gerfi í von um að geta þannig endurvakið jólatilfinninguna hjá Jónasi. Leikendur í Jónas týnir jól- unum eru tveir, þau Hrefna Hallgrímsdóttir og Pétur Egg- ertz. Að sögn Péturs er búið að forsýna leikritið í þremur leik- skólum við mjög góðar undir- tektir áhorfenda. Aðeins tvær sýningar eru fyrirhugaðar í Möguleikhúsinu við Hlemm, fyrir utan frumsýningu og eru þær báðar nú um helgina, á laugardag og sunnudag. En Möguleikhúsið heldur í þá hefð sem skapast hefur á síðustu árum að fara með jólasýningar sínar í skóla og leikskóla á höf- uðborgarsvæðinu á aðventunni. Pétur ségir það hafa gefist vel enda eru margir skólar farnir Úr sýningunni Jónas týnir jólunum. mynd: pjetur að reikna með slíkri sýningu sem lið í sínum jólaundirbún- ingi. Jónas týnir jólunum verð- ur því sýnt á einum 30 stöðum víðs vegar á Stór-Reykjavíkur- svæðinu á næstu vikum. Höfundur Ieikmyndar er Bjarni Ingvarsson, búninga gerði Katrín Þorvaldsdóttir og tónlist er eftir Vilhjálm Guð- jónsson. Möguleikhúsið sinnir lands- byggðinni líka fyrir jólin og heldur í leikför vestur og norð- ur með leikritið Hvar er Stekkj- arstaur. Leikendur í þvi verki eru líka tveir, þau Drífa Arn- þórsdóttir og Bjarni Ingvars- son. GUN Fngirm tfmi til að haldajól Tuttugu söguleg líkön þætta athafnamanns sem Helgi var. Hann starfrækti verslanir og önnur fyrirtæki í Vestmannaeyjum frá 1920 - 1971, rak umfangsmikla útgerð, stórt kúabú og stóð að ýmiss konar iðnaði. Er þá fátt eitt talið. Hann sat í bæjar- stjórn Vestmannaeyja um skeið og hafði mikil afskipti af félags- og stjórn- málum. Sigtryggur segir að útgerð föð- ur síns hafi verið með þeim hætti að hún gefi glögga mynd af þróun ís- lensks vélbátaútvegs um rúmlega 5 áratuga skeið. Helgi Benediktsson lét smíða all- mörg tréskip í Vestmannaeyjum á ár- unum 1925 - 1950 og eru frægust þeirra Helgi VE 333 sem var smíðaður árið 1939 og Helgi Helgason, VE 343, smíðaður 1947. Voru þeir stærstu tré- sldp sem smíðuð höfðu verið á tslandi og Hclgi Helgason heldur enn þeim titli. Vélskipið Helgi VE 333 fórst við Faxasker 7. janúar 1950. A meðal muna sem sýndir verða eru masturs- húnn og byrðingsband úr Helga sem rak vestur á Rauðasandi 18 dögum eftir að skipið fórst. Sýningin verður í Listaskóla Vest- mannaeyja, Heiðarvegi 8 og verður Helgi Helgason I/E 343 og Helgi VE 333. Helgi liggur utan á Helga opin föstudag frá kl. 16-18 fyrir boðs- Helgasyni. Myndina tók Sigtryggur Helgason í Vestmannaeyjahöfn á gesti og laugardag og sunnudag frá kl. sjómannadaginn 1948. 13-19. Einstæð sögusýning í Vest- mannaeyjum. Líkönfiski- skipa sem voru í eigu Helga Benediktssonar, út- vegsbónda og kaupmanns. Helgi hefði orðið 100 ára í dag 3. desember. Dagana 3. - 5. desember verður hald- in sýning á líkönum fiskiskipa sem voru í eigu Helga Benediktssonar, út- vegsbónda og kaupmanns í Vest- mannaeyjum, en Helgi hefði orðið 100 ára 3. desembcr. Um er að ræða 20 líkön af skipum sem Helgi átti ýmist einn eða í sam- eign með öðrum. Hér er í sjónhending rakin þróun íslenskra fiskiskipa í rúma 6 áratugi, en skipin voru smíðuð á ár- unum 1895 - 1960. Líkönin smíðuðu Grímur Karlsson, skipstjóri í Grinda- vík og Tryggvi Sigurðsson, vélstjóri í Vestmannaeyjum. Þá verða til sýnis ljósmyndir og skjöl sem bregða upp svipmyndum af sögu Helga Benediktssonar ásamt fé- lags- og athafnalífi í Vestmannaeyjum á árunum 1924 og fram yfir 1950. Fæstar þessara Ijósmynda hafa birst áður. Nokkrar kvikmyndir eru til frá þessum tfma og verða þær sýndar á meðan á sýning- unni stendur. Sumar þeirra hafa aldrei kom- ið fyrir almennings sjónir fyrr. Sigtryggur Helgason, forsvarsmaður sýn- ingarinnar, segir að sú hugmynd hafi vaknað á meðal barna Helga Benediktssonar og eig- inkonu hans, Guðrúnar Stefánsdóttur, að minnast mcð einhverjum hætti hins Ijöl- Helgi Benediktsson var fæddur að Grenjaðarstað 3. desember 1899. Hann fluttist til Vestmannaeyja árið 1920 og bjó þar til dauðadags. Hann lést 8. apríl 1971. Hann kvæntist Guðrúnu Stefánsdótt- ur frá Skuld f Vestmannaeyjum 26. maí 1928 og eignuðust þau 8 börn. -W ■UMHELGINA Jólatré- o g sveinar Jólatréð á Ingólfstorgi Jólatréð frá Oslóarborg til Reykvíkinga stendur að þessu sinni á lngólfstorgi, en ekki Austurvelli eins og vaninn er sökum fram- kvæmda þar. Ljós verða kveikt á trénu sunnudaginn 5. desember kl. 16.00, en athöfnin hefst hálftíma fyr, kl. 15.30 með leik Lúðra- sveitar Reykjavíkur. Ingi- björg Sólrún Gísladóttir veitir trénu viðtöku frá sendiherra Noregs, Kjell Halvorsen. A eftir syngur Dómkórinn jólasálma og jólasveinar koma í heimsókn og skemmta yngstu börnun- um undir stjórn Askasleikis. Jólatréð á Ráðhústorgi Kveikt verður á jólatrénu frá Randers vinabæ Akureyrar f Danmörku á Ráðhústorginu á Akureyri á laugardaginn. Dagskráin hefst kl. 15.30 með leik Lúðrasveitar Akur- eyrar, Kór Akureyarkirkju syngur jólalög, Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri og Sig- urður Jóhannesson konsúll dana flytja ávörp. Kveikt verður á jólatrénu kl. 16.15 og þá mun Kór Menntaskól- ans á Akureyri syngja jólalög og jólasveinar koma í heim- sókn til barnanna. V________________________/

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.