Dagur - 03.12.1999, Blaðsíða 2

Dagur - 03.12.1999, Blaðsíða 2
2 - FÖSTUDAGVR 3 . DESEMBER J9 9 9 Yljar hjartanu um rætur Sex rithöfundar ferðast um Austfirði og segja Austfirðingum nýskrifaðar sögur sínar dagana 3. og 4. desember. Á ferða- laginu heimsækja þeir Vopnafjörð, Reyðarfjörð og Seyðis- fjörð. Rithöfundarnir eru; Vilhelm Kristinsson, fsak Harðarson, Elísabét Jökulsdóttir, Bragi Ólafsson, Sigrún Eldjárn og Elín Ebba Gunnarsdóttir. Elísabet Jökulsdóttir. Heimamenn bjóða upp á veitingar og heimalagaða tón- list. (Skaftfelli, menningarmiðstöð Seyðisfirði verður auk þess opnuð sýning á Ijósmynd- um eftir Jóhann ís- berg sem hann nefnir heimsókn til Seyðisfjarðar. Við- burður sem þessi er kærkomið inn- legg í jólaundirbún- inginn og yljar hjart- anu um rætur. Raggi þenur jassraddböndin Á sunnudagskvöldið mun Ragnar Bjarnason, eða Raggi Bjarna eins og flestir þekkja hann, þenja jassraddböndin á síðasta jasskvöldinu í jassviku Múlans á Sólon íslandus. Raggi Bjarna er kannski ekki þekktastur fyrir að syngja jass en þó hefur hann brugðið fyrir sig jassfætinum endrum og eins. Ásamt Ragga spila Ást- valdur Traustason píanóleikari, Gunnar Hrafnsson bassaleik- ari og Pétur Grétarsson trommuleikari. Tónleikarnir hefjast kl. 21.00 og er miðaverð 1000 kr. 500 fyrir nema og eldri borgara. Ragnar Bjarnason. Þrír pýramídar Raftónverkið 3 pýramídar eftir Jóhann G. Jóhannsson, tónlistar- og myndlistar- mann er að koma út á geislaplötu. Útgáfudagur er í dag 3. desember og af því tilefni verður verkið frumflutt í heild sinni á útgáfudegi geislaplötunnar fyrir utan Perluna kl:15.00 í boði Amigos veitingahúss, Tryggvagötu 8, en það er Hljóð- kerfaleigan Exton sem sér um hljóð og lýsingu. Verkið 3 pýramídar er samið í tilefni aldamótanna og fjallar um vegferð mannsins í tíma og rúmi. Pað skiptist í þrjá sjálfstæða jafnlanga þætti: Framtíð-nútíð-Fortíð. ■ HVflfl ER Á SEYDI? HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ TÓNLIST Heill þér himneska orð Söngsveitin Fílharmónía heldur að- ventutónleika í Langholtskirkju sunnu- daginn 5. þriðjudaginn 7. og miðviku- daginn 8. desember. Hefjast þeir alla dagana kl. 20.30. Flutt verða jóla- og hátíðarverk frá ýms- um tímum. Flest þeirra eru á geisla- diski Söngsveitarinnar Heill þér himneska orð sem nýkominn er út. Við flutning af hluta efnisskrárinnar nýtur kórinn fulltingis hljómsveitar sem skip- uð er hljóðfæraleikurum úr Sinfóníu- hljómsv'eit Islands og er konsertmeistari hennar Rut Ingólfsdóttir. Einsöngvari með kórnum er Sigrún Hjáimtýsdóttir. Stjómandi er Bernharður Wilkinson. Miðasala er í Bókabúð Máls og menn- ingar að Laugavegi 18, hjá kórfélögum og við innganginn. Tónleikar Tónskóla Sigurveins Tvö hundruð nemendur koma fram á tvennum tónleikum Tónskóla Sigur- sveins laugardaginn 4. desember. Kl. 11.00 verða tónleikar KI. 14.00 verða tónleikar 130 forskólanemenda og strengjasveitar í Langholtskirkju. A efn- isskrá verður m.a. verkið Jólnasumbl fyr- ir kór, blokkflautukór, trompet og strengjasveit eftir Sigursvein D. Kristins- son og Grím Thomsen. Jólnasumbl var frumflutt á nemendatónleikum á jóla- föstu árið 1978. Englakór frá himnahöll Jólatónleikar með yfirskriftinni „Engla- kór frá himnahölL verða haldnir laugar- daginn 4. desember í Fríldrkjunni í Reykjavík kl. 14.00 og Grindavíkurkirkju kl. 17.00. A dagskrá eru m.a. ýmis jóla- Iög, atriði úr „Sister Act“ og „Gospef*. Alls eru flytjendur um 70 manns: Nem- endur Söngseturs Esther Helgu, Regn- bogakórinn, Brimkórinn og einsöngvar- ar. Aðgangur ókeypis. Aðventuhátíð Strandamanna Kór Átthagafélags Strandamanna heldur aðventuhátíð í Bústaðarkirkju sunnu- daginn 5. desember kl. 16.00. Þar mun kórinn ásamt barnakór flytja jólalög undir stjórn Ulriks Olasonar. Einsöngv- ari er Þórunn Guðmundsdóttir og pí- anóleik annast Hrefna Unnur Eggerts- dóttir. Sr. Sigríður Oladóttir, sóknar- prestur á Hólmavík flytur jólahugvekju. Kaffihlaðborð á eftir. Syngjandi jól í Hafharborg 22 kórar og sönghópar með samtals 800 kórfélaga munu syngja jólasöngva undir yfirskriftinni „Syngjandi jól“ í Hafnar- borg, menningar- og listamiðstöð Hafn- arfjarðar laugardaginn 4. desember frá kl. 13.00 til 20.20. Þetta er í þriðja sinn sem „Syngjandi jól“ eru haldin í Hafnar- borg og hafa Hafnfirðingar kunnað vel að meta það og fjölmennt í Hafnarborg til að hlusta. Sungið á himnum Á Broadway er sýningin „Sungið á himnum“ í kvöld, sem flutt er í minn- ingu látinna listamanna. SÝNINGAR Skúffugallerí í kvöld kl. 20:00 munu 36 félagar í ís- lensk grafik opna skúffugallerí að Tryggvagötu 17. Þeir listamenn sem verk eiga í skúffugalleríinu eru: Aðal- heiður Skarphéðinsdóttir, Aðalheiður Valgeirsdóttir, Anna G. Torfadóttir, Ás- rún Tryggvadóttir, Benedikt Kristþórs- son, Björg Þorsteinsdóttir, Edda Jóns- dóttir, Friðrika Geirsdóttir, Guðbjörg Ringsted, Guðmundur Ámann, Guðný B. Guðjónsdóttir, Gunnhildur Olafs- dóttir, Gréta Mjöll Bjarnadóttir, Hafdís Olafsdóttir, Halldóra Gisladóttir, Harpa Bjömsdóttir, Helga Ármanns, Ingibjörg Jóhannsdóttir, Iréne Jensen, Jóhanna Sveinsdóttir, Jón Reykdal, Kristín Hauksdóttir, Kristín Pálmadóttir, Magdalena Margrét Kjartansdóttir, Marilyn Herdís Meelk, Ragnheiður Jónsdóttir, Ragnhildur Ragnarsdóttir, Rikharður Valtingojer, Rut Rebekka, Sigrid Valtingojer, Sigrún Eldjárn, Sigur- veig Knútsdóttir, Sveinbjörg Flallgríms- dóttir, Valgerður Hauksdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir og Þórður Hall. Þetta er í fyrsta skipti sem slíkt gallerí opnar á Islandi. 1 skúffunum eru sýnd verk unnin á pappír, grafík, teikningar og ljósmyndir. Skúffugalleríið er í sýn- ingarsal félagsins að Tryggvagötu 17, hafnarmegin. Þar mun á sama tíma verða opnuð smámyndasýning félags- manna. Félögum var gefinn kostur á að senda inn verk sem eru í stærðinni 20 x 20 sm eða minni. Sýningarsalurinn er opinn fimmtudaga til sunnudaga, kl. 14:00- 18:00. Fávitinn í bíósal MÍR Kvikmyndin Fávitinn, frá árinu 1958, byggð á.skáldsögu Fjodors Dostojevskíjs, verður sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, nk. sunnudag, 5. desember kl. 1 5. Leikstjóri er Ivan Pyriev sem var þekktur fyrir söngleikjamyndir sínar eins og t.d. Kúban-Kósakka frá 1950 (sýnd í MÍR 12 des.) Meðal leikenda í Fávitanum eru Jakovlév, Borisova, Podgorníj og Martinova. Tónlistin er eftir Vladimír N. Kijúkov. Islenskur texti. Aðgangur ókeypis og öllum heimill. Niflungahringurinn í Norræna húsinu Richard Wagner félagið sýnir nú í vetur uppfærslu Metropolitan óperunnar í New York á Niflungahringnum af mynd- bandi í Norræna húsinu. Laugardaginn 4. desember kl. 12. 30 verður Valkyijan sýnd, en hún er önnur í röðinni af Hringóperunum fjórum. Sérstök áhersla verður lögð á að kynna Niflungahring- inn með hliðsjón af notkun Richards Wagner á íslenskum fornbókmenntum, en rannsóknir Áma Björnssonar á þessu viðfangsefni koma út á prenti í útgáfu Máls og Menningar eftir áramót. Árni hefur tekið að sér að hafa umsjón með myndbandssýningunum og leiða áhorf- endur inn í Flringóperumar fjórar með útskýringum og tilvísunum til notkunar Wagners á frumheimildunum. Sýnt verður á stóra veggtjaldinu í sal Nor- ræna hússins. Enskur skjátexti. Aðgang- ur er ókeypis og öllum heimill. FUNPIR OG MANNFAGNAÐIR Jólahátíð gleðigjafanna Jólahátíð verður haldin í Súlnasala Hót- el Sögu fyrir fatlaða sunnudaginn 5. desember kl. 15.30 til 18.00. Fjölbreytt skemmtiatriði með frábærum skemmti- kröftum. Hljómsveitin Gleðigjafamir, Leikhópurinn Perlan, Lúðrasveit Verka- lýðsins og fleira og fleira. Aðgöngumið- inn gildir sem happdrættismiði. Glæsi- legir vinningar. Hvað segja sögur af landi Á mánudag 6. desember verður haldinn fundur í fyrirlestrarsal Framhaldsskóla Vestfjarða á Isafirði sem ber yfirskriftina „Hvað segja sögur af landi um framtíð byggðanna“. Á fundinn koma þeir Stefan Jón Haf- stein blaða- og þáttargerðarmaður og Einar K. Guðfinnsson alþingismaður. Fólk er eindregið hvatt til að mæta til fundarins sem hefst kl. 20 og ræða byggðarmálin. OG SVO HITL.. Bamabókadagur á Súfístanum Sunnudagurinn 5. desember verður helgaður bamabókum á Súfistanum og í verslun Máls og menningar Laugavegi 18. Andri Snær Magnason, Kristín Ilelga Gunnarsdóttir, Ólafur Guðlaugs- son, Ólafur Gunnarsson, Sigrún Eld- jám, Stefán Aðalsteinsson, Vilborg Dag- bjartsdóttir og Yrsa Sigurðardóttir lesa úr bókum sínum. Súfistinn verður með veitingar við hæfi barna á boðstólum og ýmsar uppákomur eiga sér stað. Dag- skráin stendur frá 14-17 og er aðgangur ókeypis og öllum heimill. BókmenntakyTining MFIK Lesið verður upp úr njjum bókum í MIR salnum að Vatnsstíg 10, laugardag- inn 4. desember kl. 14.00. Fjölmargir höfundar lesa. Tónlist: Elínborg Ólafsdóttir og Þórdís Halldórsdóttir, lágfiðlur. Kaffiveitingar og notaleg aðventustemmning. Húsið opnað kl. 13.30. Allir velkomnir. LANDIÐ TÓNLIST Jólatónleikar Rúdolfs Söngkvartettinn Rúdolf heldur jólatón- leika í Flveragerðiskirkju sunnudaginn 5. desember. Efnisskráin er fjölbreytt, en þar er að finna jólalög bæði innlend og erlend, gömul og ný, sungin án und- irleiks. Kvarleltiiin, sem var stofnaður árið 1992, hefur gefið út tvær geislaplöt- ur. Núverandi meðlimir Rúdolfs eru: Þór Ásgeirsson, Soffía Stefánsdóttir, Skarphéðinn Þór Hjartarson og Sigrún Þorgeirsdóttir. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30. Aðgangs- eyrir er kr. 1.000. Herbergi 313 Hljómsveitin Land og Synir heldur áfram að kynna nýja breiðskífu sína Herbergi 313 og nú laugardaskvöldið 4. desember leika þeir í vinsælasta dans- húsi Suðurlands um þessar mundir, Ing- ólfskaffi í Olfushöllinni, milli Hvera- gerðis og Selfos^. Aðventutónleiicar í Skálholtskirkju Aðventutónleikar verða haldnir í Skál- holtskirkju laugardaginn 4. desember kl. 16.00. Kór Menntaskólans á Laugar- vatni ásamt Agli Ólafssyni og bræðrun- um Amari og Rúnari Halldórssynum syngja, einnig kemur fram Kammerkór Biskupstungna. Stjórnandi er Hilmar Örn Agnarsson organisti. Björn Steinar á hádegistónleikum Bjöm Steinar Sólbergsson, organisti heldur hádegistónleika í Akureyrarkirkju laugardaginn 4. desember kl. 12.00. Á efríisskrá tóníeikanna verður aðventu- og jólatónlisl eftir Johann Sebastian Bach og Louis Claude d’Aquin. Lesari á tónleikunum er sr. Svavar Al- freð Jónsson. Aðgangur er ókeypis. Eftir tónleikana verður léttur hádegisverður í Safnaðarheimilinu. Strengja- og bíásaratónleikar Jólatónleikar strengjadeildar Tónlistar- skólans á Akureyri verða haldnir í Gler- árkirkju á laugardaginn kl. 14.00. Á tón- leikunum koma fram þrjár strengjasveit- ir og Suzukisamspilshópur. Stjórnendur em Anna Podhajska, Guðmundur Óli Gunnarsson og Örnólfur Kristjánsson. Málband T?¥Z9l JólatiJhoð 895 kr. Vandað 5 raetxa Stanley málband HIISASMIÐJAN Sími 460 3500 • www.husa.is

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.