Dagur - 03.12.1999, Blaðsíða 3

Dagur - 03.12.1999, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1999 - 3 Jólasýning Árbæjarsafns Sunnudagana 5. og 12. desember frá kl. 13.00 til 17.00 verður jólasýning í Árbæjarsafni. Þar sitja fullorðnir og börn og skera út laufabrauð sem gestum er síðan boðið að bragða á. Búin verða til kerti, bæði úr tólg og vaxi í skemm- unni. Á baðstofulofti verður spunnið, prjónað og saumaðir roðskór. Þar verða krakkar að vefja jólatré lyngi og jólasögur verða lesnar. I Hábæ verður hangikjötið komið í pottinn og í Komhúsi verður sýnt jólaföndur innan um leikföng- in. Dillonshús býð- ur upp á heitt súkkulaði, pönnu- kökur og jóla- smákökur. Messað verður í safnkirkj- unni kl. 14.00 og kl. 15.00 hefst jólatrésskemmtun áTorginu, þarsem gamlir íslenskir jólasveinar verða á vappi um svæðið. Sögur og törfabrögð Svissneski töframaðurinn Alex Þorter mun leika listir sínar á bókmenntadagskrá í Listaklúbbi Þjóðleikhússkjallarans 6. des., sem er í umsá Hjalta Rögnvaldssonar, leikara. Halla Margrét Jóhannsdóttir og Sigfús Bjartmarsson lesa úr bókinni Kajak drekkfullur af draugum, ínúítaþjóðsögum sem Sigfús þýddi. Elín Edda Gunnarsdóttir les úr smásagnabók sinni, Ystu brún. Ágúst Borgþór Sverrisson les úr bók sinni, Hringstiganum. Haraldur Bessason les úr bók sinni, Bréfum til Brands. Hjalti Rögnvaldsson les úr smásagnabókinni Línur. Þórarinn Eldjárn ni Óskarsson úr þýðingum sinum á smásagna- safni eftir William Saroyan, sem nefnist Kæra Gréta Garbo. Kafað í fataskáp ættingja Brot af því flottasta frá Mæðrastyrksnefnd, Hjálpræðishernum og Kjarnalundi verður sýnt í Kompaníinu, félagsmiðstöð unga fólksins á Akureyri í kvöld kl. 21:00 og á eftir verður sixtiesball í umsjá Nett fm 90,9 til klukkan 01:00. Lilja og Svenni sýna fjörugan dans. Gefið hugmyndafluginu lausan tauminn og mætið í gömlum fötum. Kafið í fata- skápa ættingjanna eða kaupið MJÖG ÓDÝRT eða notað. Opið fyrir Allt ferskt fólk fætt 1984 og fyrr. Sama dag kl. 16.00 stígur blásaradeildin á s\ið í Glerárkirkju. Það eru málmblás- arar, blokkflautublásarar og Lúðrasveit Akureyrar sem þenja lungun. Stjómend- ur eru Björn Leifsson, Helgi Þ. Svavars- son, Hjálmar Sigurbjörnsson og Jón Halldór Finnsson. Gítar- og píanótónleikar Sunnudaginn 5. desember verða haldnir tvennir tónleikar á sal Tónlistarskólans á Akureyri. Kl. 14.00 koma fram yngri gít- arnemendur skólans og kl. 16.00 eru jólatónleikar píanódeildarinnar. SÝNINGAR Samlagið tveggja ára I tilefni þess að tvö ár eru liðin frá opnun Samlagsins listhúss á Akureyri, bjóða félagar alla velkomna í listhúsið sunnudaginn 5. desember kl. 14 til 18. Á þessum tímamótum vilja félagar í Samlaginu þakka góðar móttökur og endurgjalda þær með því að bjóða viðskiptavinum að gleðjast og taka þátt í að steypa kerti og búa til jóla- pappír og að sjálfsögðu verður heit jólahrcssing. Jólasýning Ballettskólans Jóladanssýning Ballettskólans á Akur- eyri verður sunnudaginn 5. desember kl. 14.00 í Gryfjunni í Verkmennta- skólanum á Akureyri. OG SVO HITT... Jólaföndur á Amtsbókasafninu Tvær ungar dömur, þær Hekla og Sandra, verða með jólaföndur fyrir börn á bókasafninu á laugardögum í desem- ber. Lesnar verða jólasögur og boðið upp á piparkökur og mandarínur. Föndríð hefstkl. 10.30 og lýkur kl. 11.30. Jólastemmning á Laugarvatni Jólamarkaður, jólaljós, kertafleyting og margt fleira verður um að vera í Laugar- dal, Laugarvatni á morgun Iaugardag. Dagskráin hefst kl. 14.00 þegar Kór Laugdæla svmgur jólalög og opnaður verður jólamarkaður kvenfélagsins. Kveikt á jólatrénu í Bjarnarlundi kl. 17.15 og kertum fleytt á Laugarvatni. Jólahlaðborð verður sett upp í Lindinni kl. 18.00. Píslarsagan og galdraöldin - Hrafn Gunnlaugsson Uppgjör og Matthías Viöar aldarínnar Sæmundsson takast á. Fluguveiði, krossgáta, 07 Áskriftarsíminn er 800-7080 Pakkar fyrir Tókýó Frá Mæðrastyrksnefnd á Akureyri Nú fer senn að líða að jólum. Þeir sem ætla að leita til okkar, þurfa að sækja um fyrir 14. desember. Úthlutun er 17., 18. og 19 desember. Fatamarkaðurinn er opinn á þriðjudögum frá kl. 10 -18. Vikuna 13.-19 desember verður opið alla daga. Það væri vel þegið ef einhverjir ættu góð föt á börn. Við erum í Folduhúsinu Félagsborg gengið inn frá Klettaborgum. Lokað verður frá 20. desember. Heimasímar okkar eru: Jóna Berta 462-1813, GSM 838-3143 Hekla 462-3370 •"-----------i.mit ";. r i .11 t".■ rrfrrnTVf:r; 1

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.