Dagur - 04.12.1999, Side 1
Laugardagur 4. desember - 46. tölublað
Norðmaðurinn Einar Aakran tók við rekstri söluskrifstofu Loftleiða í Luxemburg þegar félagið hóf áætlunarflug þangað árið 1955. Hann hélt áfram sem
forstöðumaður skrifstofunnar þegar Flugleiðir tóku við. Hér er hann á Findelflugvelli þar sem verið er að afgreiða Flugleiðaþotu.
Stranohögg
Þegar Lofdeiðir hösluðu sér völl á meginlandi Evrópu
JÓHANNES HELGI
rithöfundur skrifar
FYRRI HLUTI
Grein þessi er iiiiui
lengri og ítarlegri af
liállu höfundar, en er
stytt á ritstjóm Dags,
sem var gefid sjálf-
dæmi iiiii styttinguna.
Flugleiðir haí’a nú nýlega hætt
ilugi til Luxembourg og merkum
kafla í flugsögu Islendinga er þar
með lokið. Atvikin höguðu því
svo til að ég tók fyrir nokkrum
árum nokkuð ítarlegt viðtal við
Norðmanninn Einar Aakrann,
forstjóra Loftleiða/FIugleiða í
Luxembourg frá upphafi 1955
til 1992, að hann lét af störfum.
Einar rekur í viðtalinu í stórum
dráttum sögu þessa flugs. Af
sjálfu leiðir að þar hljóta að koma
fram ýmis atriði þessa stórmerki-
lega flugframtaks, sem hann
einn kann glögg skil á, enda stóð
hann stöðu sinnar vegna í eldlín-
unni miðri í heil 37 ár. Tekið
skal fram að viðtalið er tekið á
móðurmáli Einars, norsku. Ella
hefði hann ekki getað komið við
leiðréttingum og samþykkt text-
ann. Að textanum samþykktum
snaraði ég viðtalinu yfir á ís-
lensku. Skýringin á því að ég
kaus að laða fram bernsku og ætt
Einars er sú, að bakgrunnur hans
er með örfáum undantekningum
Islendingum með öllu ókunnur
og þykir mér ótækt að bæta ekki
úr því um mann sem þjónað hef-
ur íslenskum hagsmunum í þeim
mæli sem Einar Aakrann hefur
gert, sér í lagi þar sem nú er úti
ævintýr Lúxara og Islendinga.
Upptalning mín á starfsemi ís-
lendinga í hertogadæminu, svo
sem á þjónustugreinum í
tengslum við flugið og forvitni-
legri athafnasemi landans þar
fyrir utan, nær heldur ekki
lengra en til 1993, en mér fannst
við hæfi að þessarar óvenjulegu
framtakssemi væri að nokkru
getið í framhjáhlaupi, en fyrst ör-
lítil forsaga.
Forsaga
Árið 1952, þegar flugleiðum á
hinum takmarkaða markaði inn-
anlands á Islandi hafði verið
skipt milli Flugfélags Islands og
Loftleiða, töldu forráðamenn
Loftleiða ekki Iengur grundvöll
íyrir flugrekstri á þeim markaði
og ákváðu að einbeita sér að
millilandaflugi. Félagið hafði
fram að þeim tíma einungis hald-
ið uppi áætlunarferðum á milli-
landaleiðum frá Islandi til Norð-
urlanda og til Hamborgar, auk
einstaka leiguflugs sem fól í sér
flutning á Suður-Evrópskum út-
flytjendum til Suður-Ameríku og
í bakaleiðinni flutning á ávöxtum
til Islands. Fjármagn félagsins
leyfði hinsvegar ekki fjárfestingar
í flugvélakosti sem samkeppnis-
fær væri við hraðfleygari vélar
þeirra flugfélaga sem voru innan
IATA samsteypunnar. Þá var
gripið til þess ráðs að bjóða á
Norður-Atlantshafsleiðinni mun
lægri fargjöld undir einkunnar-
orðinu: We are slower, but our
fares are lower. Og í samvinnu
við Braathens SAFE í Noregi var
reglubundið áætlunarflug hafið
þetta sama ár, 1952, og flogið á
Hamborg, Kaupmannahöfn,
Gautahorg, Osló og Stafangur
um ísland til New York.
Fargjöld Loftleiða urðu strax
mikill þyrnir í augum stjórnvalda
á Norðurlöndum, Þýskalandi og
Bretlandi. Þau ráku í ramakvein
og höfðu uppi háværar kröfur um
að Loftleiðir hækkuðu fargjöld
sín til samræmis við þau sem
IATA-félögin gerðu farþegum að
greiða. Sýnt var að kröfu fyrr-
nefndra landa yrði ekki hrundið
til lengdar, og því reið á að finna
markað sunnar í Evrópu og jafn-
framt að koma upp bækistöð þar
sem IATA-fargjöld ekki voru í
gildi. Og hér gengur Agnar Kof-
oed-Hansen heitinn, flugmála-
stjóri Islands um áratuga skeið
og frumkvöðull í íslenskum flug-
málum, rétt einu sinni fram á
svið flugsögunnar. Svo víðförull
og skarpskyggn sem hann var
vissi hann manna gerst hvert afl
var að baki kröfum stjórnvalda í
áðurnefndum Iöndum og hafði af
framsýni sinni fengið augastað á
Luxembourg sem lausn á vand-
anum fyrirsjáanlega. Luxembo-
urg var afar vel í sveit sett, í
hjarta Evrópu, og landið ekkKað-
Jóhannes Heigi rithöfundur.
ili að IATA. Stjórnmálamenn í
Luxembourg, smáþjóð með íbúa-
tölu svipaða og Island, höfðu þar
að auki margoft att kappi við
stærri ríki á vettvangi Sameinuðu
þjóðanna og þeim var því trúandi
til að standa af sér fyrirsjáanleg-
an þrýsting nágrannalanda sinna
gegn hugsanlegu samstarfi við ís-
lensk flugmálayfirvöld. Þess utan
var Luxembourg mikið í mun að
efla ferðamannaiðnað sinn og
málaleitun Agnars því vel tekið
og loftferðasamningur milli land-
anna undirritaður 23. okt. 1952.
Fyrir því eru áreiðanlegar heim-
ildir að drögin að samkomulag-
inu hafi orðið til í spjalli flug-
málastjóranna tveggja, Agnars
Kofoed-Hansen og Pierre
Hamers, í gufubaði á dögum
flugmálaráðstefnu í Helsinki
1950.
Þessi loftferðasamningur sem
lá í salti frá ‘52 varð nú bjarg-
vættur Loftleiða þegar að félag-
inu kreppti 1954 í fargjaldastríð-
inu yfir Atlantshafið og réði ótví-
rætt úrslitum um framtíð þess.
Akveðið var í samvinnu við
Braathens SAFE að koma samn-
ingnum í gagnið og opna skrif-
stofu í Luxembourg. Fyrir valinu
varð, eins og áður er vikið að,
starfsmaður Braathens SAFE,
Einar Aakrann, sem hóf störf í
Luxembourg snemma árs 1955,
og tók þar á móti honum á járn-
brautarstöðinni á myrku febrúar-
kvöldi Sigurður Magnússon, þá-
verandi blaðafulltrúi Loftleiða,
sem dvalist hafði í landinu um
nokkurra vikna skeið að afla upp-
lýsinga um land og þjóð fyrir
Loftleiðir. Sigurður, sem var
maður mjög ritfær, skrifaði auk
þess meðan hann dvaldist þar
fjölda kynningargreina í blöð á
íslandi um samstarfsþjóðina
væntanlegu, Luxembourg.
Einar Aakrann hefur gert skil-
merkilega grein fyrir frumstæð-
um aðstæðum flugmálalegs eðl-
is í Luxembourg 1955. Mann-
virki á flugvellinum voru ekki
björguleg; svín, rollur og dádýr
héldu uppi nánast föstum ferð-
um þvert á flugbrautina. Þrjú ör-
stutt dæmi um þróunina sam-
hengisins vegna: I Luxembourg
var árið 1955 ekki í eigu lands-
manna starfandi neitt flugfélag í
venjulegum skilningi þess orðs,
hét þó Luxembourg Airlines, en
starfssvið þess var umhleðsla
vöru, farþega, farangurs og pósts.
Þeir áttu að vísu eina flugvél,
DC-3, en ráku hana ekki sjálfir,
hún var í útleigu sem vöruflutn-
ingavél fyrir ameríska flugfélagið
Seaboard & Western, sem réð
yfir stórum skemmum fyrir vörur
til og frá Ameríku og dreifði þeim
með tiltækum minni vélum á
styttri flugleiðum um megin-
landið. Annað dæmi: 1955, við
upphaf samstarfsins við íslend-
inga, er heildartala farþega sem
fara um Findelflugvöll í Luxem-
bourg 10.502. Þar af hlutur Loft-
leiða 922, eða 8,77%. En á
svokölluðu gullári Loftleiða 1970
flytur félagið um Findelflugvöll
rúma 197 þúsund farþega, og er
þá hlutur þeirra 53%. En hæsta
farþegatala Loftleiða á einu ári er
1973, rúmlega 238 þúsund far-
þegar. Og 1992 fór sex milljón-
asti farþeginn á vegum Loft-
Ieiða/FIugleiða um Findelflug-
völl, og geta menn þá reynt að
reikna hvert þjóðhagslegt gildi
starfsemi félagsins hefur haft fyr-
ir þessar tvær örþjóðir, Island og
Luxembourg.
En vísirinn að „strandhöggi"
íslendinga í Luxembourg tengist
svo sem áður er getið árinu
1955, þótt vöxtur hlypi ekki í það
fyrr en allmörgum árum seinna,
og heiðurinn „landkönnuður"
hlýtur þá að falla Sigurði heitn-
um Magnússyni í skaut.
Fratnhald 4 bls. 2 og 3