Dagur - 04.12.1999, Síða 2

Dagur - 04.12.1999, Síða 2
II-LAUGARVAGUR 4. DESEMBER 1999 Dagur SÖGUR OG SAGNIR Framhald afforsíðu Til íimilar viö Einar Aakraiin Það lætur Kátt í umferðinni í höfuðstað Luxembourg síðdegið þegar við María Huesmann heimsækjum höfuðstöðvar Flug- leiða/Icelandair. Það er ætíð svo á þessari eykt. Umferðin er þung og hægstreym eins og eimyrja þegar María stýrir þungum BMW-bíl sínum gegnum mið- borgina. Sólskinið sem þrengir sér gegnum mistrið gyllir þök og turna sem við þokumst niður Boulevard Royale, þar sem leyndardómsfullar bankabygg- ingar, gerðar úr marmara og skyggðu gleri, liggja hlið við hlið. Hátt í 200 sh'kar stofnanir er að finna í höfuðstaðnum. Pont Adolphe Leiðin liggur yfir stærstu stein- brú Evrópu, Pont Adolphe, er hvelfist á bogadregnum undir- stöðum yfir feiknlegt gljúfrið, sem skiptir borgarkjarnanum í tvennt. Fyrirbæri án hliðstæðu í höfuðborgum veraldarinnar. Sjálf brúin, í nýklassískum stíl, er í senn listaverk og byggingar- tæknilegt afrek, byggð um síð- ustu aldamót af frönskum snilli, Paul Sejourné að nafni. Mann- virkið er hlaðið úr óteljandi tilhöggnum steinblokkum, sem tímans tönn hefur unnið á hið ytra, en ber með sóma uppi mesta umferðarþunga sem um getur f Luxembourg í dag; burð- argetan er raunar fagur vitnis- burður um ótrúlega hæfni manna til að reisa tæknilega vandasöm mannvirki með til- tölulega einföldum verkfærum. Glæsigatan sem tekur við af brúnni varð við þýsku innlimun- ina í seinni heimsstyrjöld skýrð upp og fékk nafnið Adolf Hitler Strasse, en eftir frelsun landsins endurskýrð og heitir nú Avenue de la LiberYte. Sagana segir að við undanhald Þjóðverja í stríðs- lokk, þegar öll mannvirki sem töldust hafa hernaðarlega þýð- ingu voru sprengd í loft upp, hafi Pont Adolphe verið þyrmt nafns- ins vegna, þótt það megi rekja til annars Adolfs, Adolfs Stórher- toga af Nassau sem ríkti hér 1890-1905. Hylling A hægri hönd, 50 metra niðri í svimandi djúpum gilbotninum, eygir maður sitrandi læk, bleika haustliti gilgróðursins og túrista á makindalegu sveimi á götu- slóðunum þar niðri í drottins dýrðar koppalogni. A vinstri hönd stórvaxin tré og í fjarska hinir eldfornu virkismúrar, þús- und ára gamall vísirinn að her- togadæminu. En hæst á tróni, á Place de la Constitution, ber við himinþilið gulli lögð Charlotte stórhertogaynja; hún réttir til himins lárviðarsveig úr skíra gulli, þakkargjörð til allra þeirra sem fórnuðu Iífi sínu í barátt- unni fyrir frelsi Luxembourg í fyrri heimsstyrjöld. A fótstalli minnismerkisins krýpur ungur maður við hlið fallins félaga síns. Pont Adolphe er að baki. Við keyrum niður Avenue de Ia Liberté, beygjum inn í Rue Gles- ener þar sem höfuðstöðvar Flug- leiða/Icelandair eru til húsa. Okkar bíður fundur með Norð- manninum Einari Aakrann, for- stjóra Flugleiða í Luxembourg síðan 1955. Staðreyndir Fyrst nokkrar staðreyndir sem ég hef á takteinum. Einar Aakrann er fæddur við Óslófjörð. Ungur gegndi hann herþjónustu í Loft- varnadeild norska hersins. Þótt honum að eigin sögn fyndist hann vera rangur maður á röng- um stað, heillaðist hann af flutn- ingamöguleikunum í háloftun- um, þar sem Ieiðir Iiggja yfir og leiðir undir og leiðir til allra átta, eins og það heitir í gömlum nor- rænum gátuleik. Auk starfsins sem forstjóri Flugleiða í Luxembourg er Aakr- ann einnig Heiðurskonsúll Is- lands í Luxembourg síðan 1988. 1963 varð hann vararæðismaður og þar næst aðalræðismaður 1968. Aðalræðismaðurinn er að sögn gæddur óvenjulegum um- gengnishæfileikum sem hafa vafalaust orðið honum til fram- dráttar gagnvart áhrifamönnum í atvinnulífi og rfkisstjórn, alla leið að borði Stórhertogans. Þau sambönd munu, ef að líkum læt- ur, hafa komið Loftleiðum/Flug- leiðum til góða í áranna rás. For- stjórinn er þríkrossaður; hann er handhafi Commmandeur de I’Ordre de Mérite du Grand- Duché de Luxembourg; Comm- andeur de l’Ordre Civil et Militaire d’Adolphe de Nassau og Stórriddarakross íslensku Fálkaorðunnar. Mtldð meira veit ég ekki Við erum loks komin á leiðar- enda og á uppleið í lyftunni, sem nú opnast innandyra á skrifstofu Flugíeiða erum við boðin vel- komin af sérlega kurteisum og hraðmælskum eldri herra: Norð- manninum Einari Aakrann, fjör- legum fjöltungumanni, sem er jafnvígur á ein fjögur erlend tungumál, ensku, þýsku, frönsku og Iúxembúrgísku. Forsaga Luxembourg sem bækistöðvar Og þá erum við komnir að for- sögunni að Ameríkufluginu frá Luxembourg. I árslok 1952 hafði Einar ráðist til starfa hjá norska flugfélaginu Braathens SAFE, og þaðan tengdist hann Loftleiðum sem hófu samstarf við Braathens á þessum tíma. Fram að þeim tíma að Loftleiðir hófu Ameríkuflug sitt frá Lux- embourg, hafði félagið frá 1952 stúndað áætlunarflug yfir Atl- antshafið og frá íslandi til Norð- urlanda og Hamborgar. Þar áður var aðeins um að ræða leiguflug á Atlantshafsleiðinni. Raunar í takmörkuðum mæli, en fól ein- nig í sér flutning á suðurevrópsk- um útflytjendum til Suður-Am- eríku, og vélarnar íluttu ávexti tilbaka á íslenska markaðinn. En reglubundið áætlunarflug var fyrst hafið á Atlantshafsleiðum 1952, sama ár og samvinna Loft- leiða við Braathens SAFE hófst. Þá var flugleiðin þannig: flogið var frá Hamborg, Kaupmanna- höfn, Gautaborg, Ósló og Stafangri um lsland til New York. Það hafði skilað góðum ár- angri. Engu að síður gat maður séð fyrir að reksturinn myndi bráðlega verða fyTÍr skakkaföll- um af völdum aukins framboðs á hinum hefðbundnu mörkuðum og þrýstingi keppinautanna á viðkomandi yfirvöld að setja lág- fargjaldafélaginu stólinn fyrir dyrnar. Þar að auki var líklegt að Þýskaland myndi, áður langt liði, taka sömu afstöðu og það kom svo sannarlega á daginn þegar gagnkvæmi samningurinn milli Islands og Þýskalands var skert- ur 1956, sama ár og Lufthansa vaf Stófnáð. Sjá næstu' síðu. Tímamót í tilefni flutnings okkar aö Malarhöföa 2 bjóöum viö lækkað verö 30. nóv. til 4. des M. Benz C-180 sport, árg. 1995, flöskugrænn, ek. 110 þús. km, 17“ álf., o.fl. Verð áður 2.150.000. Verð nú 1.750.000. M. Benz 200E, árg. 1991, blásanseraður, 17“ AMG-álfelgur, topplúga, leður, rafdr., CD, ABS o.fl. Verð áður 1.490.000 Verð nú 1.250.000. BMW 735 ÍA, árg. 1992, grásanseraður, ssk., ek. 190 þús. km, þjónustubók, 17“ Alpine-álfelgur, rafdr. o.fl. Verð áður 1.850.000 Verð nú 1.250.000 BMW 316i, árg. 1995, vínrauður, ek. 100 þús. km, central, ABS, álfelgur. Verð áður 1.580.000. Verð nú 1.380.000. BMW 520, árg. 1989, svartsans., ek. 170 þús. km, álfelgur, toppl., ABS, central. o.fl. Verð áður 780.000. Verð nú 620.000. Nissan Maxima, 3,0 IV-6, árg. 1990, grásans., ek. 170 þús. km, ssk., leður, álf. o.fl. Verð 750.000. Verð nú 480.000. Volvo 460 GLE, 2,0 I, árg. 1994, vínrauður, ek. 120 þús. km, vetrardekk á felgum. Verð áður 850.000. Verð nú 730.000. Ch. Corvette 350, árg. 1984,ssk., svartur, mikið yfirfarinn, allur sem nýr. Verð áður 1.380.000 Verð nú 1.050.000 Dodge Durango SLT, árg. 1998, svartur, ek. 20 þús. km, leður, álfelgur, ABS, rafdr. o.fl.Verðáður 4.600.000 Verð nú 4.200.000 Chevrolet Siiverado SLT Carime 6,5 TD, árg. 1995,grænn, ek. 60 þús mílur, 35“ álf., breyttur hjá Bílabúð Bennaf yrir 1,5 millj. Verð 3,3 millj. M. Benz 300E, 24 v., 220 hö„ árg. 1992, ek. 110 þús. km, svartsans., leður, toppl., CD, rafm., ABS o.fl. Verð áður 2.400.000. Verð nú 1.850.000. M. Benz C-200 Sport Atptour, árg.1997, blásans., ek. 65 þús. km, leður, 17“ AMG álf., o.fl. Verð áður 2.850.000. Verð nú 2.450.000. Ford Ranger, 4,0 i, árg. 1992, blár, 5 g., ek. 110 þús. km, góður vinnubíll. Verð áður 1.080.000. Verð nú 850.000. MMC L-200 double cab dísil, árg.1992, rauður, ek. 230 þús. km. Verð áður 850.000. Verð nú 630.000. Toyota 4Runner, 3,0 1,1992, vínrauður/grár, ssk., 5,7 I, 38“, kantur, læsingar, toppl., mikið yfirfarinn. Verð áður 1.650.000. Verðnú 1.380.000. Nissan Patrol 2,8 TD, árg. 1995, grár, ek. 140 þús. km, mikið breyttur. Spyrjið sölumann. Verð 2.700.000. Ford Aerostar V6, árg.1993, blár/hvítur, ek. 120 þus. km, 7 manna. Toppeintak. Verðáður 1.150.000. Verð nú 850.000. Ford Windstar V6, árg. 1995, gylltur, ssk., ek. 60 þús. mil., 7 manna. Verð 1.850.000. Verð nú 1.450.000. Sveigjanleg greiðslukjör Allt að 100% lánsfé Opiö virka daga frá 9-19 og laugardaga, kl. 10-17. Bílasalan Malarhöfða 2, sími 567 2000, www.bilfang.is rifiéiti nr

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.