Dagur - 04.12.1999, Side 3
LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1999 -III
SÖGUR OG SAGNIR
22. maí 1955 lenti Loftleiðaflugvél í fyrsta sinn á Findelflugvelli í hertogadæminu Luxemburg. Fulltrúar Loftleiða
og íslenskra stjórnvalda stíga út úr vélinni. í efstu tröppu er Alfreð Elíasson forstjóri, þá Kristján Guðlaugsson
stjórnarformaður, Sigurður Magnússon blaðafulltrúi og Einar Helgason varaformaður stjórnar við hlið hans, þar
fyrir neðan eru Kristin Olsen flugstjóri og stjórnarmaður í Loftleiðum og Agnar Kofoed-Hansen flugmálastjóri og
neðst stendur Ingólfur Jónsson samgönguráðherra.
Fratnhald af bls. 2
Agnar og finnska gufubaðið
Eftir tveggja ára samstarf, 1954,
drógu Ludvig Braathen og Loft-
leiðir þessa ályktun: Okkur vegn-
aði vel vegna þess að við flugum
frá Norðurlöndum til Bandaríkj-
anna á Iægra verði en SAS og
Pan Am. Hversvegna ekki reyna
að vinna markað dálítið sunnar í
Evrópu? En hvar? Það var hin
stóra spurning. Það var Iéttara
sagt en gert að koma á fót bæki-
stöð á meginlandinu. I Hollandi
var KLM, í Belgíu SABENA, í
Þýskalandi var Lufthansa ekki
enn upprisið eftir stríðið, en var
samt í undirbúningi og fór í gang
1956. Og í Frakklandi var jú Air
France, þannig að útiloka varð
öll þessi lönd. Einasta landið sem
kom til greina var Luxembourg,
mjög heppilega staðsett í hjarta
Evrópu, og þar fyrirfannst loft-
ferðasamningurinn sem flug-
málastjóri Islands, Agnar Kof-
oed-Hansen, hafði með framsýni
sinni komið í kring milli Luxem-
bourg og lslands 1952. Samn-
ingur þar sem IATAs verðreglu-
gerðir ekki voru í gildi. Heillandi
persónuleiki, Agnar, maður hug-
sjóna og hugmyndaauðgi. Agnar
og ég vorum mjög góðir vinir, all-
ar götur frá 1955 til óvænts and-
láts hans 1982. Og hann kom
hingað oft á ári í heimsókn til
mín og luxembourgíska flug-
málastjórans, Pierre Hamer.
Fullyrt er, að það hafi verið Agn-
ar sem fékk hugmyndina um
Luxembourg sem framtíðarbæki-
stöð fyrir Ameríkuflugið. Hug-
myndin fæddist að sögn í gufu-
baði í Helsingfors 1950, þar sem
Agnar sat með fyrrnefndum
starfsbróður sínum, Pierre
Hamer. Þeir voru þá á loftferða-
ráðstefnu, og þar urðu til drögin
að loftferðasamningnum milli
landanna tveggja, sem öðlaðist
gildi 1952. Agnar og stjórn okkar
á íslandi, með Kristján Guð-
llaugsson sem stiórnarformann,
Sigurð Helgason sem varafor-
mann, og Alfreð Elíasson sem
forstjóra, höfðu einnig veitt at-
hygli í hve litlum mæli hin hag-
kvæma lega flugvallarins Findel
var nytjuð. Þessutan: Öndvert við
verndarsjónarmið nágrannaland-
anna, sem gættu dyggilega hags-
muna flugfélaga sinna, tók Lux-
embourg Loftleiðum með opnum
örmum. A þessu tímabili var hér
í landinu aðeins eitt lítið flugfé-
lag, Luxembourg Airlines, sem þá
var eiginlega ekki starfandi flug-
félag, fremur umskipunarfýrir-
tæki. Umskipun felur í sér að
ferma og afferma flugvélar, far-
þega, farangur, frakt og póst.
Luxembourg Airlines hafði raun-
ar eina flugvél, DC-3, sem var
nytjuð sem vöruflutningavél fyrir
Seaboard & Western, sem ég vík
bráðum að. En Luxembourg Air-
lines var svo endurskipulagt
1962 og fékk þá nafnið Luxair.
Síðan sú endurskipulagning fór
fram, hefur verið náið samstarf
milli Icelandair og Luxair. Sem
dæmi má nefna að við áttum
frumkvæðið að því að opna flug-
leið Luxair til Aþenu, til að sækja
þangað gríska viðskiptavini okk-
ar, sem að meginhluta voru sjó-
menn á leið til grískra skipa í am-
erískum höfnum. Samvinnan við
Luxair jókst ár frá ári, einnig á
leiðum Luxair til Frankfurt, Par-
ísar, Rómar o.s.frv.Loftleiðir
flugu undir kjörorðinu: We are
slower, but our fares are lower,
og réttlætinguna fyrir lágu far-
gjöldunum sóttu þeir til lágu
fargjaldanna á farþegaskipunum,
sem voru í förum yfir Atlantshaf-
ið til Bandaríkjanna. Ferð með
skipi tók 6 sólarhringa, en 24
tíma með Loftleiðum frá Luxem-
bourg til New York, um Reykjavík
auk millilendingar á Gander á
Nýfundnalandi. Fargjöld Loft-
leiða voru því mitt á milli far-
gjalda farþegaskipanna og IATA-
flugfélaganna.
Upphafið
Víkjum að árinu 1955, þegar
Loftleiðir / Braathen fólu mér
. þoð .vet'l- sktiniJeggja Jtg.
hrinda í framkvæmd fluginu frá
Luxembourg. Ráðningin hljóð-
aði í fyrstu upp á sex mánuði.
1954, þegar ég hætti að fljúga
sem bryti, varð ég, svo sem áður
er vikið að, ráðinn sem aðstoðar-
maður forstjóra viðskiptadeildar-
innar hjá Braathen. Það voru
reyndar þrír slíkir aðstoðarmenn.
Braathen vildi ætíð hafa milli-
göngumann á Islandi, tengilið
milli Loftleiða og sín til að fylgj-
ast með gangi mála á Islandi.
Hann valdi Harald Willassen
starfsbróður minn í það starf.
Harald kvæntist raunar dóttur
franska sendiherrans í Reykjavík,
og þau búa nú í Stafangri. Það
hefði alveg eins getað orðið mitt
hlutskipti að verða sendur þang-
að. En Braathen hafði aðrar
ráðagerðir á prjónunum með
mig. Það byrjaði þannig að hann
kom inn á skrifstofu mína dag
nokkurn og spurði: Herra Aakr-
ann, hvernig er það með frönsk-
una yðar? Jú, ég lærði dálitla
frönsku í skólanum, sagði ég.
Já, sagði Braathen, því að þér
vitið að ég er með viss áform
niðri í Teheran.
Það vissi ég reyndar ekki, en
Braathen bætti við: Svo þér
verðið að leggja yður eftir frönsk-
unni.
Sjálfur fór hann ekki í grafgöt-
ur um, hve bagalegt var að hafa
ekki vald á erlendum tungumál-
um.
Svo kom hann aftur þrem vik-
um seinna og spurði: Hvað er að
frétta af frönskunni yðar? Jú, ég
Ies hana ötullega á hverju kvöldi,
sagði ég. Því ég vildi jú gjarnan
vinna mig upp og komast út í
hinn stóra heim. Það segi ég þér
nú, Jóhannes, ég sagði það ekki
við hann.
Hér var um að ræða að koma á
laggirnar flugfélagi, Persian Air
Services í lran, þar sem Braathen
hafði sambönd, m.a. við mág
keisarans, Shafik, sem kvæntur
var tvíburasystur keisarans, As-
hraf prinsessu. Braathen hafði
sem sé áform þar, og ráðagerðin
var að ég færi þangað sem milli-
göngumaður hans. En úr því
. vgcð. .ekkl..Bcaailiexi fekk ekki
samninginn við Persian Air
Services. SABENA varð hlut-
skarpari.
Fyrirheitna landið
Örlögin höguðu þvf svo til að ég
fór hvorki til Islands né til íran,
mér var annað ætiað. Ég átti að
fara til Luxembourg. Það var
Einar Frysaa, yfirmaður við-
skiptadeildar Braathens, sem
ákvað í samráði við stjórn Loft-
leiða að ég ætti að fara þangað,
vafalaust að undirlagi Ludvig
Braathen. I febrúar 1955 fórum
við Einar Fr"ysaa skyndiferð til
Luxembourg til að kynna okkur
aðstæður og ræða hið fyrirhug-
aða flug við flugmálastjórann í
Luxembourg, Pierre Hamer, og
samgöngumálaráðherrann Victor
Bodson. I framhaldi af því var
ákveðið að ég skyldi opna skrif-
stofu í Luxembourg í apríl. Sig-
urður Magnússon blaðafulltrúi
Loftleiða tók á móti okkur á járn-
brautarstöðinni. Sigurður hafði
dvalið hér í Luxembourg nokkrar
vikur og skrifað greinar í íslensk
blöð um flugið fyrirhugaða. Sig-
urður var afar vingjarnlegur mað-
ur og hreifst strax af Stórhertoga-
dæminu Luxembourg. Þessvegna
kom hann hingað oft til að kynn-
ast landinu betur og koma frekari
upplýsingum á framfæri við ts-
Iendinga. Af samvinnu við Sigga
Magg spratt djúp vinátta sem ég
mun aldrei gleyma. Umfangs-
mikið framlag hans í ýmsum fjöl-
miðlum á íslandi, dagblöðum,
tímaritum og útvarpi, stuðlaði
mjög að því að gera Luxembourg
að aðlaðandi áfangastað fyrir ís-
Iendinga. Siggi Magg átti einnig
hugmyndina að því sem á ensku
kallaðist stop-over-program,
þ.e.a.s. að evrópskir ferðamenn
frá Luxembourg til Bandaríkj-
anna eða amerískir farþegar frá
Bandaríkjunum til Luxembourg
gafst kostur á eins-, tveggja- eða
þriggja daga ferðahléi á íslandi
og héldu þar næst áfram til
áfangastaðar síns. Þetta var í
rauninni upphafið að auknum
íjölda túrista frá Ameríku, frá
Norðurlöndum, og frá megin-
landinu til Islands. Siggi Magg
er mér ógleymanlegur vinur. I
apríl 1955 kom ég svo aftur hing-
að sem svæðisstjóri, ráðinn í
fyrstu til sex mánaða.
Mjór er jafnan mildls vísir
Upphaflega skrifstofa mín var til
húsa í bragga á Findelflugvelli og
ástand hans var af því tagi að kof-
ar í svörtustu Afríku myndu hafa
gert honum skömm til. Ég og
einkaritari minn, Emmy Jerolin,
urðum oft að hamra á ritvélarnar
með hanska á höndunum. Það
var alls ekki merki um neina teg-
und spjátrungsháttar, heldur hið
gagnstæða. Það var kuldinn á
skrifstofunni sem útheimti það,
og veslings mýsnar, sem héldu til
í glerullinni undir gólfinu, frusu í
hel, og Emmy og ég hefðum gjar-
na viljað vera án lyktarinnar af
þeim þegar hlýnaði í veðri. En
titillinn sem ég bar var þó nokk-
ur huggun, þótt hann hljómaði
nú sem konungur án ríkis. Ég bar
nafnbótina Aðalforstjóri fyrir
Benelux og Frakkland. Síðar
bættust við Suður-Evrópa, Mið-
austurlönd, Austurlönd fjær og
Afríka.
Nóg um það. Laugardags-
morguninn 21. maí létti
Skymastervélin Edda í Reykjavík
í jómfrúrferð sína til Luxembo-
urg og millilenti í Hamborg til að
losa sig við farþega, var þar yfir
nótt, og tók næsta morgun um
borð farþega sem voru á leið frá
. hj,' Bandayítemya,
Flugvélin hélt svo áfram til Lux-
embourg sunnudagsmorguninn
2. maí. Meðal farþega voru Agn-
ar Kofoed-Hansen ásamt móður
sinni á leið til Parísar; Ingólfur
Jónsson flugmálaráðherra ís-
lands; Kristján Guðlaugsson,
stjórnarformaður Loftleiða; Sig-
urður Helgason, varaformaður;
Alfreð Elíasson, aðalforstjóri;
Sigurður Magnússon, blaðafull-
trúi; og fyrrum starfsbróðir minn
frá Óslóarskrifstofunni, Harald
Willassen, milligöngumaður
Braathens á íslandi. Þar íyrir
utan hópur luxembúrgískra
blaðamanna, sem dvalist höfðu í
boði Loftleiða á Islandi. Og hóp-
ur íslenskra blaðamanna, sem
voru í kynnisferð í boði Loftleiða
til Luxembourg. Flugstjóri í
þessu sögulega flugi var Kristinn
Olsen, einn af stofnendum Loft-
leiða ásamt Alfreð Elíassyni og
Sigurði Ólafssyni. Á flugvellin-
um hafði hópur Luxemborgara
safnast saman í tilefni af kom-
unni, þ.á.m. Victor Bodson, sam-
göngumálaráðherra Luxembo-
urg, Pétur Benediktsson, sendi-
herra íslands með aðsetri í París;
Pierre Hamer, flugmálastjóri
Luxembourg; Fernand Loesch,
forseti Luxembourg Airlines;
Henry Heguey, forstjóri Seabo-
ard 8c Western Airlines; Armand
Anspach, forstjóri SABENA
o.s.frv. o.s.frv, fýrir utan fulltrúa
frá útvarpi og blöðum. Stundvís-
lega ld. 11.05 lenti hin fræga
DC-4 Skymastervél og var ákaft
fagnað af viðstöddum.
Þjóðverjamir sýna vígtenn-
umar
Já einmitt! Ég sé að þú ert með
punkta þarna. Gerðu svo vel.
„Ur ónotuðum efniviði síðan ég
skrifaði ævisögu Agnars Kofoed-
Hansen, kom í leitirnar frásögn
hans af snurðunni sem hljóp á
þráðinn er þýsk yfirvöld skyndi-
lega neituðu Loftleiðum að milli-
lenda í Hamborg á Luxembourg-
Island-Bandaríkjaleiðinni. Agnar
segir í þessari heimild: „Ég hafði
ekki dvalist nema 2-3 daga í Par-
ís ásamt móður minni, eftirjóm-
frúrtúrinn til Luxembourg, þegar
mér barst fréttin um að Þjóðverj-
ar neituðu Loftleiðum um að
millilenda í Hamborg. Ég tók
næstu flugvél til Bonn til að hitta
starfsbróður minn í þýska flug-
málaráðuneytinu og fékk kaldar
móttökur. Þeir höfðu ákveðið að
splundra samvinnu okkar við
Luxembourg með því að banna
okkur að millilenda í Þýskalandi,
nokkuð sem þeir höfðu á valdi
sínu af því að Þýskaland átti ekki
aðild að ICAO, sem var ein af
stofnunum Sameinuðu Þjóð-
anna. En þetta sýnir hve fram-
sýnir Þjóðverjar voru. Strax
1955, þegar Lufthansa var enn í
startholunum, eygðu þeir hætt-
una af samvinnu Islands og Lux-
embourg. Þeir sögðu mér um-
búðalaust: Þið fljúgið hvorki um
Hamborg, né neina aðra þýska
borg til eða frá Luxembourg.
Þegar ég kom aftur á hótelii
mitt, hafði ég strax símasamband
við Victor Bodson, samgöngu-
málaráðherra Luxembourg, af-
bragðsmann sem ég var vcl
kunnugur, og sagði honum mála-
vöxtu. Hann sagði mér, að það
væri hið versta mál að Þjóðverjar
skyldu leyfa sér svona nokkuð, í
skjóli þess að þeir tilheyrðu ekki
ICAO. Ég nefndi þá að Bandarík-
in og bandamenn þeirra hefðu
neitunarvald gagnvart Öxulveld-
unum fyrrverandi.
Seinni hluti birtist síðar
í íslendingaþáttum