Dagur - 08.12.1999, Blaðsíða 3
MIDVIKUDAGUR 8. DESEMBER 19 9 9 -19
Ttwmr.
LIFIÐ I LANDINU
k. A
Engum dettur í hug að
á fundi Ingimundar
Sigfússonar, Davíðs
Oddssonar og Helmuts
Kohls í Þýskalandi hafi
verið skrafað um sið-
væðingu stjórnmála og
reglur um fjármál
flokka.
luKÍmuiutur Sisrfilwwn jpnrtíhrrra. t>a»M fWa«»n fnrwti»níi)licrra or llrtmut Kohl. f>menuidi kait*>»ri t>j\kai»nU-. í hlíihtirr&»iIhkUuu,
Davi'O Oddsson forsætisráðherra átti viðncður við þýska þingmenn
DAVÍD 00.1-vou far-MrtlvráA-
hcrrn or kona Itaaa, Átlrfður
'niorarrnsrn. rkoðuáu f gwr
nytt rnnliráð bUml* f Brrl/n ojf
hrimoíUu S*inhjiiMl»J>int;
K'rkaUndí. l»ar neddi fors;cti»-
ríðhrrm viá nokUra [luigrocnu
ojf ílli tuml tueð íor*cU þínRv
in.i. f fj-n-akvðld buðu fonurtis-
r.iðhtrrnlijðnin lirliuut Koht,
fjrrvrrondi kannlara I’ívka-
timds. ug Uamwlorr Kohl til
kvötdvcrOar.
Davið Oddwun kom við í
Brrl/n & Irið h.-im nf lriðto#r»-
furnli ÖSE *rm Ualdinn var í Ist-
aiihúl i TyrkUniU. .É« dktað að
koru* hrr v» til að vkoða ny'ja
R,Vt8ðu srndiriös okkar »){ hið
MunrÍK'mlrjra noi nrna wndíráð
scm hrfur vnkið mLkla alhygli.'
sngði fomxtUrfOhrrm í samtati
-tt nnwitttWiatMHft_________
Bauð Kohl til
kvöldverðar
*dn4»k. IvsMr wndinlðkbjjrc-
injpr vkcm ng mjöif dr hðr f
honíinnl. *l»ðsrtnin*f [icinra cr
gdð tfaifnvart »ljómsj»lunni
bAr cr vrrið að byjttóa upp.
OjfbjtHftnB l»firr» ht-fur vakið
nthyKli njðnim.fUmanna og
rmlitrtlismanna hír vcjfna
jxirrar •utmst&ðu wm Nnrðnr-
löndin *ýna og; þrirrar bamstti<>u
wn þau rj'ua mrð Mmciningu
^j skaland* nwO þvf «ð vrra f
hdpi fyrvtu srndiriða til að
upau hðr »rnðirtW. Parna rru <’
finuni »lað nulli IIH) i-c 1711 imr-
MikUvtrgt að Ualda kjnnuro
l-'or*ufti»rdðl>rmildiSniií
hrimsdttu I ntrr SambandvþlnK
PyrkaJ:inð« wm rr f ny'vmhir-
ecrðu þinuhúd. ltrirh*taj-. I’ar
liitii riðhrrra þínffn>cna ojí WM
hádrKÍsvrrðarfundi mrð þiug-
mBnnum wtn hafn lilið mátrfni
íilamU *Ar*Uklcxa til *ín taka.
Kinnig nrddi hann við Votf-
gaJig Thirrst*. foneU Sam-
liamlrþlatpún*
Astrfður llclaiut Kolil, fyrrvrr-
andi kaudara. og konu hans.
ilamirlore Koht. lil fámrmtv
kvBldtrrðar i vcudilirrnihiiMsð
í-htmK. Davfð wgir að kvtlld-
vcrðarbvðið hafi vrrið aítkap-
lce* ámrjdulrKt- I'nrið haft vcr-
ið yfir jmi» rail og siðhorf
KohU. .biið er Ijðsl *ð kan*Ur-
inn fjrrvcnradi hcfur cun aTar
ntrrko (x'ililúik* Uoðu. ckki cin-
unjps hír hcldur um nlU Kvr-
ðpii. I»ml ci-aftkaplcKn mikil-
vxgt að halda þclm kynnnm ug
það Rlnildi mÍR nð f4 að rarða
*vo lcittii ojf tlaricj;.i við hnttu,"
sagði lúvfð.
Varðandi MOðu ísUnds mj»ðt
for*artUríðhcrra rkkcrt n/tt
bafa kumið fraui. .Staða okkar
vcldur ckkl nrinum vuxMlra-ðum
SWtntirt f.'\Tdpu*ambandínu.
■ Udu cr trjKif f okkar mikilsa-n-
hönnung
Á hálfu ári frá kosningum
hefur ásýnd ríkisstjórnar
Davíðs Oddssonar gjör-
breyst. Aldrei var hún glað-
leg, en hafði á sínum bestu
dögum fyrra kjörtímabils
þaó örugga og staðfasta yf-
irbragð sem sagði, að hvað
sem liði dægurflugum,
vissu menn í forystusætum
nokkurn veginn hvert þeir
væru að fara. Nú eru mis-
lagðar hendur þvers og
kruss. Og hrokafullt kæru-
leysi.
Grátklökk tímaþröng
Hvað sem mönnum finnst um Eyjabakka-
málið - virkjun eða ekki - er leitun að svo
stóru máli þar sem ríkisstjórn hefur gjör-
samlega tapað rökræðu. Síðasta vika var
hörmung þegar iðnaðráðherra auðmýkti
sig til að grenja út úr norsku stórfyrirtæki
einhverja málamynd í yfírlýsingarformi,
sem hann kaus að kalla tímaþröng f álmál-
inu. Botnlaust óverjandi veruleikaskyn.
Ekki er til sá angi málsins sem áhugasam-
tök, fræðimenn, Ijiilmiðlar, ogjá, jafnvel
stjórnarandstaðan, hafa ekki hrakið lið fyr-
ir lið út í hafsauga þvermóðskunnar, sem
ein stendur þverhnípt og óhögguð í ríkis-
stjórninni. Kökkurinn í hálsi móður nátt-
úru, svonefndur umhverfisráðherra, vogar
sér að gerast stutt í spunann þegar enn
einu sinni er rakið hve gjörsamlega fráleitt
er að meta Iandið verðlaust, sem á að
sökkva. Nú af þaulkunnugum crlendum
sérfræðingi. Að náttúran sé verðmæt í
sjálfri sér, og arð megi hafa umhverfisperl-
um, eru viðhof sem hún heldur að muni
ryðja sér til rúms „í framtíðinni." Væntan-
lega þegar hennar nýtur ekki lengur við.
Þessi drög að pólitísku sjálfsmorði voru í
upphafi pínleg, en eru nú hreint út sagt
sársaukafull.
Fjórir milljarðar í mínus
Svonelndur halli í heilbrigðiskerfinu er
nýtt met í sjálfsblekkingu. Fjórir milljarðar
í skuld „koma á óvart“ þeim sem hafa
hvorki sjón né heyrn. Þetta er enginn
„halli“. Skuldabunkinn sem heilbrigðis-
kerfið er látið velta á undan sér, ár eftir ár,
er innbyggð kerfislæg fölsun, viðvarandi
lygi. Nú meiri en nokkru sinni fyrr. Skáld-
skapur sem menn kalla fjárlög er notaður
til að fela dugleysi þeirra sem geta ekki
horfst í augu við staðreyndir, og halda
sjúkrastofnunum í gíslingu vanmáttar síns.
Hafi þessi blekking verið til vansa áður, er
hún nú komin á það stig að kallast hreint
hneyksli.
Ekkiþóí líkin^u vid...
...byggðamálin. Hafi einhver málaflokkur
verðskuldað sæmilega framgöngu. Hvað á
það að þýða að neyða fólk í þorpum og
sveitum á fallanda fæti til að að horfa upp
á Byggðastofnun gerða að peði sem fórnað
er í ráöhcrraskák? Hrunið á landsbyggð-
inni er vissulega „áhyggjuefni" stjómvalda.
Svo mjög að nú á að færa þessa stofnun
undir iðnaðarráðuneytið (!), sem er full-
komlega gaga hugmynd, ef ekki væri hægt
að skýra hana með því að eitt sinn hefði
staðið til að kaupa Pál Pétursson (!) úr ráð-
herrastóli. Sem hann nú segir of Iágt verð.
Værum við að tala um eitthvert lítilmótlegt
spillingarbæli eins ogjarðadeild Landbún-
aðarráðuneytisins horfði málið öðruvísi
við. Þá værum bara að tala um þetta venju-
lega herfang sem Davíð Oddsson notar í
einkasandkassanum sem við hin nefnum
þjóðfélag. En brunaútsala á Byggðarstofn-
un er annað mál: eldurinn geysar um allt
land og svíður undan fólki eignir og líf.
Þessi háðung í frumvarpsformi, sem for-
sætisráðherra skammaðist ekki einu sinni
til að láta einhvern annan flytja, er vonandi
bara vísbending um það að hann sé gjör-
samlega úr tengslum við fólkið í landinu.
Ef ekki, þá er þetta hrein háðung.
„When the party’s over...“
...hljómar eins og sú kaldhæðni sem það er
frá veislusölum stjórnarráðsins. Góðærið,
sem fyrri ríkisstjórn klúðraði blessunarlega
ekki, býður sannkallað glæsitækifæri til að
færa atvinnulíf okkar frá óstöðugri frum-
framleiðslu í átt til hátækniiðnaðar. Nú Iít-
ur út fyrir að það fari á listann með öðrum
glötuðum tækifærum, eins og hressandi
partí sem fjarar út með allt uppvask óklárt.
Og hvað þá? Skipa Seðlabankastjóra! Allt í
einu er tímabært eftir langa mæðu að
skipa þriðja bankastjórann, á meðan um-
boðsmaður Alþingis spyr með þjósti hvað
sé á bak við þann skrípaleik að ráða EKKI í
stöðu á Keflavíkurflugvelli, sem þó hafði
verið auglýst. Er nema von að forsætisráð-
herra segir hreint út að auglýsing eftir um-
sækjendum í Seðlabankastjórastól sé
formsatriði og ekkert annað. Ríkið það er
ég'
Ef eitthvað bendir til að stjórnin sé feig
er það þessi blygðunarlausa hegðan sem
ekki minnir á neitt nema húmor þess sem
stefnir rakleiðis í gálgann.
Líklega reiknar forsætisráðherra dæmið
svo að það verði Framsókn sem fái snör-
una, en Sjálfstæðisflokkurinn verði hinn
eilífi Barrabas sem þjóðinn heimtar á
hverju sem dynur. Það er óvíst. Pólitíska
feigðin á sér mörg andlit. Eitt er þessi
taumlausa storkun.
...og heift.
Taumlausri heift forsætisráðherra kynnt-
umst við þegar hann beitti þjóðkunnum
ógnaraðferðum til að bræða sarnan tíu
milljarða króna bandalag sem keypti Fjár-
festingarbankann. Vegna nýuppgötvaðrar
ástar á dreifðri eignaraðild í efnahagslífinu.
Sú saga verður líklega aldrei sögð. Ekkert.
Segi og skrifa: ekkert, hendir til að forsæt-
isráðherra muni nú, frekar en áður, hafa
hina minnstu tilburði uppi í krafti síns
embættis sem stuðla mættu að því að festa
í sessi almenna reglu um dreifð efnahags-
völd. Enda snérist málið aldrei um slíkt.
Sannið til: aldrei mun neitt gerast hjá þess-
ari stjórn, sem festir í sessi grundvallarregl-
una, sem Davíð Oddsson þóttist þjóna í
æði sínu.
Og óskammfeiliii
Vonandi er það óskammfeilni, ekki
heimska. Óskammfeilni að þykjast ætla
að bjóða þjóðinni upp á „sátt“ um sjávar-
úvegsstefnuna, samanber síðasta Iands-
fund Sjálfstæðisflokksins, kosningalof-
orðin, og þessa hlægilegu óveru sem ber
hið virðulega heiti „nefnd" um málið á
Alþingi. Á meðan flæðir sægreifagróðinn
inn í kauphallir svo vinningshöfununi
sjálfum blöskrar. Óskammfeilni, vonandi
ekki svona yfirgengileg heimska, að lofa
milljarði til að kaupa hurt „sölumenn
dauðans“, og svíkja svo inn f ráðvana
sporsludellu. Óskammfeilni, vonandi
ekki svo nístandi heimska, að rífast við
öyrkja um hörmuleg kjör í góðærinu
miðju. Oskammfeilni, af þessari svæsnu
farsóttartcgund sem einkennir ríkis-
stjórnina, þegar hún semur sjálf við út-
valdar sérfræðistéttir um 40% kauphækk-
un, og þiggur sjálf álíka mikið ásamt há-
embættismönnum daginn eftir kosningar,
meðan hún biður 70 þúsund króna fólkið
að ógna ekki stöðugleikanum. En hýðst
til að standa við eigin kosningaloforð um
„Qölskyldukort" sem hluta af kjarasamn-
ingum.
Drabb
Ráðuneyti Davíðs Oddssonar er að
drabbast undan þunga síns eigin hroka.
Og Geir Haarde orðinn mestur gleðigjafa
alþýðu úr ráðherraliðinu. Nú siglir þessi
stjórn niður á aulalegt klúðursplan í anda
ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar, ef ein-
hver man eftir henni. Nema í stað hinna
Ijörlegu bóhemsku Iifnaðarhátta
kratanna, eru í besta falli komnir litlausir
embættismenn, í versta falli Siv Friðleifs-
dóttir. Strax f upphafi kjörtímabils er
ráðuneyti Davíðs Oddssonar að sigla inn
í svipað mynstur og örþreyttar íhalds-
stjórnir Johns Majors og Helmuts Kohls
á sínum tfma. Enda dettur engum í hug
að á fundi Ingimundar Sigfússonar, Dav-
íðs Oddssonar og Helmuts Kohls í Þýska-
landi hafi verið skrafað um siðvæðingu
stjórnmála og reglur um fjármál flokka.
Jafnvel Samfy'lkingin sýnist farsæl í sam-
anburði við feril sem hefur allt það klúð-
ur að geyma sem gera má eina ríkisstjórn
að feigðarboða margra metnaðarfullra
stjórnmálamanna.
UMBUÐA-
LAUST
Stefán Jón
Hafstein
skrifar
Engin skáldsagna
jól-eðahvað?
Ég er fyrir löngu búin að læra
það sem gagnrýnandi að smekk-
ur manna á bókum er æði mis-
jafn. Ég éfast ekki um að hin
þriggja rn^nna dómnefnd sem
tilnefndi baskur til Islensku bók-
menntaverðlaunanna í flokki
fagurbókmennta hafi valið eftir
eigin smekk og skoðunum eins
og hún á að gera. En ég þarf
ekki að vera sammála því vali og
er það ekki.
Mér virðist valið bera með sér
að verið sé að rétta hlut ljóða-
hóka og barnabóka en það finnst mér
gert af nokkru offorsi. Ein skáldsaga
kemst i hópinn og af því mætti ætla að
þetta væru fremur aum skáldsagnajól.
En það er ekki svo.
MEIMNINGAR
VAKTIN
Kolbrún
Bergþórsdóttii'
skrifar
Um þessi hókajól hef ég Iesið
þrjár skáldsögur scm mér þykja
bera af og mér sýnist að aðrir
gagnrýnendur séu ahnennt sam-
mála mér. Þetta eru Vetrarferð
Olafs Gunnarssonar, Stúlka
með fingur eftir Þórunni Valdi-
marsdóttur og Slóð fiðrildanna
eftir Olaf Jóhann Olafsson, sem
er eftirlætisskáldsaga mín þetta
árið.
Mér þykir Ieitt að engin þess-
ara þriggja bóka skyldi hljóta
náð fyrir augum dómnefndar.
Mér finnst þær eiga skilið mikið Iof og
ég efa ekki að þótt þær hafi ekki hlotið
tilnefningu til verðlauna muni þær rata
til stórs hóps þakklátra lesenda. Og það
er sennilega mest um vert.
„Ég vil ekki gera
lítið úr þeim bók-
um sem tilnefndar
eru til Islensku
bókmenntaverð-
launanna þetta
árið en niðurstaða
dómnefndar fagur-
bókmennta er mér
óneitanlega mikil
vonbrígði."
Ég vil ekki gera lítið úr þeim bókum urstaða dómnefndar fagurbókmennta
sem tilnefndar eru til íslensku bók- er mér óneitanlega mikil vonbrigði.
menntaverðlaunanna þetta árið en nið-