Dagur - 08.12.1999, Blaðsíða 4

Dagur - 08.12.1999, Blaðsíða 4
20 - MIOVIKVDAGVR 8. DESEMBER 1999 ■bækur Stj ónunálakempur síðustu aldamóta Nýja bókafélagið hefur gefið út bókina Aldamót og endurreisn, Sjálfstæði, fjar- skipti, fjármál. I bókinni eru birt bréfaskipti mág- anna dr. Valtýs Guðmunds- sonar, sem var mjög áberandi í stjórnmálabaráttu síðustu aldamóta og Jóhannesar Jó- hannessonar bæjarfógeta, sem einnig lét mjög til sín taka. Þessir menn voru trúnað- arvinir og bréfin sem fóru þeirra á milli veita innsýn í atburðarásina á mikium um- brotatímum f Islandssög- unni. Hafa bréfin mikið heimildargildi. Dr. Jón Þ. Þór sagnfræð- ingur bjó bréfin til prentunar og ritar hann inngang að bókinni. List Sigurjóns Annað bindi verksins um ævi og list Sigurjóns Olafssonar myndhöggvara er komið út. Ritstjórn annaðist ekkja lista- mannsins Birgitta Spur, en Aðalsteinn Ingólfsson list- fræðingur ritar megintexta og rekur fjölbreyttan listferil Sigurjóns. Sfðara bindið nær yfir tímabilið frál945 þegar lista- maðurinn kom heim frá Dan- mörku að Ioknu stríði, en þar hafði hann þá dvalið og starf- að í 17 ár, og til ársins 1982 þegar hann vann sitt síðasta verk. I verkinu öllu er mynd- skreytt heimildaská yfir verk Sigurjóns. Utgefandi er Listasafn Sigurjóns Olafs- sonar en Hið íslenska bók- menntafélag annast dreif- ingu. Sjálfsrýni „Þetta er bók- in um ábyrgð manneskjunn- ar og leiðir til að lifa inni- haldsríku lífi,“ segir í kynningu Forlagsins á bókinni Leggðu rækt við sjálfan þig eftir Onnu Valdi- marsdóttur sálfræðing. Höfundur leitast við að lýsa hvernig draga megi úr kvíða og reiði með breyttum hugsunarhætti og styrkja sig til að fylgja eigin sannfær- ingu í stað þess að láta stjórnast af kvíða um hvað öðrum finnst. RyMð dustað af Grýlu Gunnar Karlsson ur samið um Grýlu gömlu og myndskreytt hana með uggvænleg- um myndum af kerlu og Leppalúða hennar. Grýlusaga segir frá afa þeg- ar hann var lítill og hvernig hann lenti í pokanum hennar Grýlu og var borinn heim í helli hennar. En honum tókst að sleppa frá þeim skötuhjú- um, og er þetta hetjusaga, eins og annar höfundur segir um frásögn sína af honum Bjarti. J Sveinn engumlíkur BÆKUR Bjorn Johann Björnsson skrifar Sveinn Þormóðsson, blaðaljósmyndari í hálfa öld, er engum líkur. Það kemur berlega í ljós eftir að hafa lesið ævisögu hans, „A hælum löggunnar“, sem Reynir Traustason blaða- maður hefur skrásett. I bókinni segir Sveinn frá uppvaxtarárum sínum á kreppuárunum, samskipt- um við breska hernámslið- ið og hvernig það var að stofna fjölskyldu aðeins sextán ára. Síðast en ekki síst segir hann frá blaðaljósmynd- uninni sem hann hefur haft lifibrauð sitt af frá árinu 1950. Frásögninni er skipt upp í yfir 40 stutta og snarpa kafla, sem allir hafa inngang. Þar dregur skrásetjari hvern kafla saman og er sú aðferð vel heppnuð. Með þessu móti verður frásögnin meira lifandi og les- andanum tekst að setja sig betur inn í tíð- arandann. Ævisaga Sveins er f raun heim- ild um Reykjavík og hvernig hún byggðist upp frá þriðja áratugnum. Lesningin er ekki síður fróðleg fyrir allan þann fj'ölda landsbyggðarfólks sem flust hefur til Reykjavíkur á síðustu árum. Ljósmyndirn- ar segja líka sína sögu um höfuðborgarlífið og þjóðfélagið almennt um og upp úr miðri öldinni. Sögurnar úr braggahverfinu í Kamp Knox verða ljóslifandi og kvikmyndin Djöfla- eyjan rennur í gegnum hugann um Ieið. Sveinn lýsir á skemmtilegan hátt frá viðburða- rfkri ævi þar sem skipst hafa á skin og skúrir. Þótt skúrirnar hafi oft náð yfirhöndinni þá skín lífsgleði Sveins allstaðar í gegn í hispurslausum frásögnum, hvort sem það er af hans eigin lífi og starfi, sam- ferðamönnum eða samstarfsmönnum á dagblöð- unum. Sveinn dregur á mörgum stöðum ekkert undan, samanber slysið sem hann verður fyrir í Eyjum og baráttuna sem hann háði við Bakkus. Lýsingar á samferðamönnum eru margar hverjar bráðskemmtilegar. Ef hreinsldlnin hefur á ein- hverjum stað verið í of stórum skömmtum þá er það í Iýsingum á sumum slysum. Þannig hefði ein lýsing mátt sleppa sín þar sem ökumaður missir höfuðið og Sveinn dettur um það í svartamyrkri á leiðinni á slysavettvang! Fréttaljósmyndun hefur verið ær og kýr Sveins í Sveinn Þormóðsson blaðaljó&myndafi í háifa ðid hálfa öld og þeim er gefinn veglegur sess í bókinni. I raun hefðu þær mátt vera enn fleiri. Þarna eru margar stórmerkilegar myndir á ferðinni, samanber myndirnar af flugslysinu í Litla-Meitli árið 1964. Góður fréttaljósmyndari þarf að hafa það sem kall- ast fréttanef og nefið hans Sveins hefur náð ansi langt, kannski full langt að mati lögreglunnar oft á tíðum! Frágangur bókarinnar er allur til fyrirmyndar og á Reynir Traustason þakkir skildar fyrir að hafa komið einstæðum ferli Sveins Þormóðssonar fyrir almenningssjónir. „A hælum löggunnar" er skemmtileg Iesning sem óhætt er að mæla með fyr- ir alla aldurshópa. Sveinn Þormóðsson er og verð- ur engum líkur. Á hælum löggunnar. Höfundur: Reynir Traustason. Útgefandi: Islenska bókaútgáfan. Hin hliðin á Ragnari út er komin geisladiskurinn „Ragnar Bjarnason - Hin hlið- in“ þar sem Ragnar Bjarnason gerir sínum hugðarefnum skil og syngur sín uppáhaldslög meðal annars gömul djasslög og ballöður, við undirleik þekktra hljóðfæraleikara. Þessi lög hafa ekki komið út áður í flutningi Ragnars en eru vel þekkt í flutningi söngvara á borð við Frank Sinatra, Dean Martin og Bing Crosby svo einhverjir séu nefndir. Þetta er hin hliðin á Ragnari, sem hann hefur ekki sýnt oft áður. Astvaldur Traustason, pfanó- leikari Milljónamæringanna, sá um hljómsveitastjórn og útsetn- ingar. Ragnar tileinkar diskinn foreldrum sínum Bjarna Böðv- arssyni og Láru Magnúsdóttur, sem og látnum samstarfsmönn- um og vinum. Hljóðfæraleikar- ar á þessum diski eru Astvaldur Traustason, sem Ieikur á píanó, Arni Scheving á víbrafónn og harmoniku, Björn Thoroddsen á gítar, Gunnar Hrafnsson á kontrabassa, Ólafur Jónsson á saxófón og Pétur Grétarsson á trommur. Upptökur fóru fram í hljóð- veri Félgs íslenskra hljómlistar- manna fyrstu dagana í október og fyrir utan að þar legðu hönd á plóg valinkunnir tónlistar- mann önnuðust vanir menn upptökustjórn - þeir bestu sem bjóðast. BÆKIIR Verðir iaganna Þjófur um nótt eftir Árna Árnason og Halldór Baldurs- son er bók mcð miklu mynd- efni handa ungum lescndum. Garpur og Gunna læra það í skólanum að ef engin lög- gæsla vari í samfélaginu væri líklega mjög erfitt að búa í því. Því fá þau að kynnast þegar Palli fíni fer á stjá. ÁUasaga Kata manna- barn og stelpa sem ekki sést er nútíma álfasaga eftir Kjartan Árnason. Hún er un hana Kötu, en foreldrar hennar ákváðu að selja íbúð- ina í Kópavoginum og flytja út á land, og telpunni finnst sem hún missti af öllu sem er henni einhvers virði lífinu. En í sveitinni finnur hún hring, sem gæddur er töfra- mætti. Þá kemst hún að því að ósýnilegur heimur er sam- hliða þeim sem við skynjum. Æskan gefur út. Glettnlr prakkarar 1 bókinni Köflóttur himin eftir Karl Helga- son segir af Hrefu og Lilju og kynnum þeir- ra sumarið sem þær verða tólf ára. Þær verða góðar vinkonur og finnst gaman að hlæja sama og tala um strákana, stelpu- vandamál og ýmislegt annað. Þær eru glettnir prakkarar sem lenda í mörgum ævintýr- um í sumarbústað og á sólar- strönd. Þýddar bamabækur Bókaútgáfa Æskunnar gefur út nokkrar þýddar barna- og unglingabækur í ár, eins og endranær. Meðal þeirra eru Ömögulegir foreldrar eftir breska Ijóðskáldið Brian Patten. Hún er um Benna og Marí, sem fyllast skelfingu og kvíða þegar foreldradagur- inn í skólanum nálgast. Þeim finnst pabbi og mamma svo ægilega hallærisleg og halda að þau verði að athlægi í skólanum. Sannleikann eða áhættuna eftir sænska rithöfundinn Anniku Thor er saga um vin- áttu og svik í hópi þrettán ára stúlkna. Blaðurskjóða eftir ástralska höfundinn Morris Leitzman er saga um stúlku sem lendir í þeim aðstæðum að byrja í nýjum skóla og afla sér nýrra vina. Eva&Adam með hjartað í buxunum er fjórða bókin sem Æskan gefur út eftir þá fé- laga Máns Gahrton ogjohan Unenge. Hún fjallar um til- vistarvanda unglinga á létt- um nótum. Ógnaröfl er nýr spennu- bókaflokkur í níu heftum og eru 7. og 8. bækurnar nú komnar út. V J V.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.