Dagur - 08.12.1999, Blaðsíða 1

Dagur - 08.12.1999, Blaðsíða 1
U V \ r\ r> i- 1 i þeirra sem tilnefndir eru tilíslensku bókmennta- verðlaumnm í ár er Steinunn I ?, _ ; ■ Sigurðardóttirfyrir Ijóðabók- ina sím nýju „Hugástir“ og ekki ífyrsta sinni... Tilnefningar til íslensku bókmenntaverð- launanna voru kynntar í fyrradag og kom þá í ljós að Steinunn Sigurðardóttir var einu sinni sem oftar meðal tilnefndra höf- unda en bók hennar Hjartastaður hlaut verðlaunin fyrir fáum árum árum. Við til- nefningunni tók Svandís Sigurðardóttir, æskuvinkona Steinunnar sem ljóðabókin nýja er tileinkuð, því sjálf er Steinunn á vegum úti. Hún er sem stendur í Suður- Frakklandi og þangað náðum við sam- bandi við Steinunni þar sem hún sat mak- indalega í bíl á ferð um Frakkland og svar- aði góðfúslega spurningum með bílasíma í hönd - þrátt fyrir truflanir, skruðninga og önnur læti er fylgja þeirri nútímatækni. TUraunastarf Ljóðabókinni „Hugástir" reyndist ekki hafa verið hespað af á nokkrum mánuð- um, Ijóðin teygja sig alla leið aftur á síð- asta áratug. „Sumt af þessu er úr glósu- bókum frá áttatíu og eitthvað, þannig að hún nær langt aftur en ég rak nú smiðs- höggið á þetta í kringum síðustu áramót,“ segir Steinunn á milli hviðanna í bílasím- anum og segist hreinlega ekki vera viss um hvað hafi orðið til að ljóð ort á svo löngum tíma hafi lent saman í bók. Hún sjái ekki bindiefnið fyrir, yrki ekki meðvitað heilu ljóðabálkana. „I raun og veru sér maður það ekki fyrr en eftir á hvað maður hefur verið að yrkja um.“ - Hvað finnst þér þú Ijóðið vera? Til- raunamennsku með orð ogform, útrás eða kannski besta leiðin til að skoða lífsins sannleika? „Eg veit það ekki almennilega, ég held það sé ekki til neitt form fyrir sannleika lífsins. En ég vil nú meina að ég leiki mér að formi í ljóðunum. I þessari bók er allt Veistu það, ég er alveg með það á hreirtu aö ég hefenga lífsspeki. Ég held að lífið sé ekki til ég trúi ekki á líf sem einhvern samnefnara, “ segir Steinunn. frá stuttum stemningum upp í lengri ljóð sem er meiri „statement“ og svo eru líka sögur í prósaljóðum. Þannig að mér finnst sjálfri að ég sé með einhvers konar til- raunastarf - a.m.k. miðað við sjálfa mig.“ Lífið er ekkl til - Þú lýsir því í fyrsta Ijóðinu hvernig allt sem skipti máli komi í hviðum, er það þín lífsspeki, ertu lítið fyrir jafnlynda ham- ingju? „Veistu það,“ svarar Steinunn og hlær í gegnum skruðningana. „Eg er alveg með það á hreinu að ég hef enga lífsspeki. Eg held að Iífið sé ekki til, ekki þannig að hægt , sé að segja í einu orði hvað sé líf. Líf fólks eru svo ótrúlega ólík. Eg trúi ekki á líf sem einhvern samnefnara. Þetta hviðuljóð er • bara hugmynd sem maður fær og vinnur svo úr henni - en ég trúi ekki á neitt, ég trúi því ekki að neitt sem ég hef skrifað sé rétt eða satt. Enda gengur skáldskapur sannarlega ekki út á sannleikann. Hann er bara eitt- hvað sem maður varpar fram,“ svarar Stein- unn og telur að líkja megi saman rithöfund- . inum og veiðimanninum, báðir kasti öngli sínum út í iðuna í þeirri von að fiskur/hug- • mynd bíti á. „Og svo má kannski líkja les- - andanum við fisk - bítur hann á eða ekki. 1 En úr því þú spyrð um það þá finnst mér að lífið sé svolítið hviðukennt. Stundum líður tíminn ógnarhratt. T.d. daginn eftir að maður flytur sig úr einum stað á annan - þá finnst manni eins og það séu Ijórir mánuðir síðan maður yfirgaf staðinn. Þannig að hvort sem manni líkar betur eða verr þá gusast lífið dálítið áfram.“ - Þií ert U'ka á mikilli ferð i bókinni, t lestum, bílum... „Já, ljóð er náttúrulega einhvers konar hreyfing og þarna geri ég hana bókstaf- lega. Og það er kannski ekkert óeðlilegt að ég yrki þannig, það er ekki mjög mikil kyrrstaða hjá mér. Eg hreyfi mig svolítið mikið,“ segir Steinunn sem var í gær ný- komin til Suður-Frakklands frá Englandi þar sem hún hefur aðsetur um þessar mundir. Finnst henni verða meira úr líf- inu þegar það er á hreyfingu? O, já, svar- aði hún um hæl. „Sérstaklega þegar það kemur kyrrstaða á eftir hreyfingunni. Þá nýtist manni tíminn ofboðslega vel.“ LÓA ORBYLGJUOFNAR GÆÐI ÖRYGGI ENDING Lág cmmmik R-612 20 lítra • 800W B:45 H:30 D36 sm. R-232 20 lítra • 800W • Grill B:45 H:30 D36 sm. 29 litra • Grill upp og niðri Fjölmörg eldunarkerfi • B: >2 H:31 D:41 sm. —...."■ ' jSÍ ' Vosturtand: Híjómsýn, Akranesl. Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Guðni Hallgrlmsson, Grundarfirði. Ásubúð, Búðardal. Vestflröin Geirseyrarbúðin, Patreksflrði. Rafverk, Bolungarvlk. Straumur, Isafirði. Pokáhomið, Tálknafirði. NorSurtand: R co ehf, Dalvlk. Oryggl sf, Húsavlk. Kf. Steingifmsfjarðar; Hólmavlk. Kf. V-Hún„ Hvammstarrga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfirðlngabúð, Sauðárkrókl. Urð, Raufarhöfn. Austurland: Sveinn Guðmundsson, Egilsstöðum. Kf. Vopnafirðlnga, Vopnafirði. Kf. Stöðfirðinga. Kf. Fáskrúósfirðinga, Fáskrúðsfiröi. KASK, Höfn, KASK Djúpavogi. Suðurfand: Mosfell, Hellu. Arvlrkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes, Vestmannaeyjum. Klakkur, Vík. Reykjanes: Ljósbogin Keflavík. Rafborg, Grindavfk. lionaust, Akureyri. Elektro /erslunin Vfk, r ’ ‘ *

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.