Dagur - 14.12.1999, Blaðsíða 5

Dagur - 14.12.1999, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1999 - 5 Norðmenn halda tímaáætluninni Þrátt fyrir að Skipulagsstjóri geri mikiar athugasemdir við álverið í Reyðarfírði segja aðstandendur þess að tímaáætlunin raskist ekki. SMpuIagsstjóri vill frekara mat á ura hverfisáhrifimi vegna álvers í Reyðarfirði. Breytir ekM tímaáætl- un Norðmanna, segja aðstandendur álvers- ins. Skipulagsstjóri ríkisins hefur sent frá sér úrskurð í framhaldi af at- hugunum Skipulagsstofnunar á frummati á umhverfisáhrifum 480 þúsund tonna álvers í Reyð- arfirði. Urskurður skipulagsstjóra kveður á um að ráðast skuli i frekara mat á umhverfisáhrifum álversins. Tiltekin eru þrettán at- riði sem kanna þarf nánar eða að frekari gögn þurfi til. Óbreytt tímaáætlun Guðmundur Bjarnason bæjar- stjóri í Fjarðabyggð og stjómar- formaður Eignarhaldsfélagsins Hrauns, sem kemur fram fyrir hönd óstofnaðs hlutafélags um álver, segir að í fljótu bragði sýn- ist honum að úrskurður Skipu- lagsstjóra ætti ekki að þurfa að hafa áhrif á tímaáætlun vegna byggingar álversins. „Þetta er ákveðinn ferill í þessu,“ segir Guðmundur, spurður um úrskurðinn og vinn- una framundan. „Skipulagsstjóri gerir ákveðnar athugasemdir og okkar menn eru að fara yfír þær. Norðmennirnir hafa lýst því yfír í dag að þeir telji að þessar at- hugasemdir muni ekki seinka þessum fyrirætlunum. A meðan svo er þá er ég brattur, þetta eru bara leikreglurnar í þessu.“ Guðmundur segir hins vegar ótímabært að tjá sig efnislega um athugasemdir Skipulags- stjóra fyrr en sérfræðingar hafi farið betur yfir úrskurðinn. „Það mátti alltaf búast við þessu og menn verða að bregðast við því, meðal annars hvort það er sann- gjarnt sem hann er að fara fram á,“ segir Guðmundur um úr- skurðinn og bætir við, spurður um það hvort þessi fjöldi athuga- semda dragi ekkert kraftinn úr mönnum: „Nei, þetta eykur jafn- vel kraftinn.11 Þrettán atriði til athugimar Skipulagsstjóri tók framkvæmd- ina formlega til umfjöllunar í október en frummatsskýrslan lá frammi til kynningar í rúman mánuð frá miðjum október. Alls bárust sjötíu og fimm athuga- semdir en auk þess var leitað umsagna fjölmargra stofnana sem málið varðar. Meðal þess sem skipulagsstjóri fer fram á er: Frekari gögn um veðurfar, endurskoðaðir útreikn- ingar á loftmengun á grundvelli endurskoðaðra upplýsinga um veðurfar, upplýsingar um hvaða hámarksmörk væntanlegt fyrir- tæki er reiðubúið að miða við varðandi útblástur mengunar- efna, samanburður á vot- og þurrhreinsun, tillögur að þynn- ingarsvæðum fyrir mismunandi framkvæmdakosti og fram- kvæmdaáfanga, ítarlegri upplýs- ingar um strauma í Reyðarfirði, að gerð verði nánari grein fyrir lífríki í fjörunni varðandi förgun kerbrota, að gerð verði ítarlegri grein fýrir hugsanlegri mengun PAH-efna á Iandi og í sjó, að gert verði mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar efnistöku, að hætta á aurskriðum á byggingar- lóð verði metin, að áhrif fram- kvæmdarinnar á þróun og skipu- lag landnotkunar í Reyðarfírði og Fjarðabyggð verði metin, að gerð verði áætlun um umhverfisvökt- un og að gert verði frekara mat á jákvæðum áhrifum framkvæmd- arinnar á byggð, áhrifum á byggðir á Austurlandi utan Mið- Austurlands, varanleika áhrifa á fólksfjöldaþróun og áhrifa á vinnuafl í atvinnuvegum sem fyrir eru á svæðinu. Úrskurður Skipulagsstjóra í heild liggur frammi hjá Skipulagsstofnun og á heimasíðu stofnunarinnar, www.skipulag.is - HI Hérmá sjá ÓiafSt Sigurðsson, sýslu- mann í Búðadal, og Jón Bjartmarz, yfíriögregiuþjón hjá Ríkislögreglu- stjóra, taka á móti Isuzu Trooper bíl- um frá Hirti Jónssyni, sölumanni hjá Bílheimum ehf. Loggan færnýja bíla Ríkislögregluembættið hefur fest kaup á 9 bílum af gerðinni Isuzu Trooper frá Bílheimum ehf. Bíl- arnir eru með mjög öfluga 3.0 dieselvél, 159 hestöfl ásamt túr- bínu og millikæli. Bílunum var breytt fyrir 33“ og 36“ dekk til að þeir hentuðu sem best hveiju svæði fyrir sig. Þau embætti sem hafa fengið bíla eru: Borgarnes, Búðardalur, Ólafsfjörður, Húsa- vík, Höfn, HvolsvöIIur og sér- sveit embættisins fékk 2 bíla til sinna verkefna. Embættið hefur auk þess fest kaup á 2 bílum af gerðinni Opel Vectra 2,0 4dyra, CD-útgáfa með 136 hestafla bensínvél og hafa þeir verið af- hentir sínum embættum, í Keflavík og Hafnafirði. Njju fötiu jólasvemaima Jólasveinarnir eru farnir að streyma til byggða, hver á fætur öðrum, og í gær var Giljagaur á ferðinni í Ráðhúsi Reykjavíkur, næstur á eftir Stekkjastaur sem kom á sunnudaginn. Þjóðminjasafnið, Möguleikhúsið og Islandspóstur sjá til þess að svein- arnir mæti í Ráðhúsið á hverjum degi til jóla kl. 14, nema Kertasníkir sem verður á aðfangadag um ellefuleytið. Þeir eru í nýjum búningum sem íslenskt handverksfólk hefur hannað undir forystu og fyrirsögn Bryndísar Gunnarsdóttur. Eins og sjá má var fjölmenni er Giljagaur gamnaði sér með börnum og fylgdarmönnum þeirra. mynd: eól SanLfyUángin sat hjá Fjárlögin voru í gær samþykkt til 3. umræðu á Alþingi, sem fer fram á morgun. Þingflokkur Samfylkingarinnar sat hjá við all- ar breytingartillögur og dró sínar tillögur til 3. umræðu þar sem tekjuhlið fjárlaga var ekki komin fram. Samfylkingin lagði til einn og. hálfan milljarð króna til .-að bæta kjör þeirra sem minnst mega sín í þjóðfélaginu. Þannig lagði Samfylkingin til tæpan 1 milljarð til viðbótar í tekjutrygg- ingar ellilífeyris- og örorkulífeyr- isþega en í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir um 9 milljörðum í þann þátt. Þá Ieggur þingflokkur Sam- lýlkingarinnar iil að• sjú'kratla'g- peningar almannatrygginga hækki um 100%, eða fari úr 225 milljónum í 415 milljónir króna. Loks er lagt til að bætur til ör- yrkja og aldraðra verði ekki fram- ar skertar vegna tekna maka þeir- ra. Samfylkingin segir þá reglu löngu úrelta og sé brot á mann- réttindum. í afnám þessa brots ■vcrði Víltt'ð 360'milljónum króná. INTER kærir ókeypis boðin INTER, sem er félag endursörufyrirtækja á netþjónustu hefur kært til samkeppnisyfirvalda þá ákvörðun íslandsbanka og Íslandssíma að bjóða ókeypis netþjónustu. Einnig hefur verið kærð sú ákvörðun Landssíma íslands að bjóða ókeypis netþjónustu í samstarfi við rík- isbankana. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá INTER. I kærun- ni er sérstaklega óskað eftir því á grundvelli 8. gr. samkeppnislaga að samkeppnisstofnun taki strax bráðabirgðaákvörðun í málinu. INTER hyggst einnig senda fjármálaeftirlitinu erindi vegna máls- ins og er í því samhandi vísað til laga um viðskiptabanka og spari- sjóði, þar sem segir að viðskiptabönkum og sparisjóðum sé einungis heimilt, nema annað leiði af lögum að stunda viðskiptabanka- eða sparisjóðastarfsemi eins og hún er skilgreind í lögunum. - HI Sæuim Axels í toll- raimsókn Tollstjóraembættið er með til rannsóknar útflutning Sæunnar Axels hf. í Ólafsfirði á saltfiski til Evrópulanda. Samkvæmt frétt RÚV er talið að svokölluð upp- runavottorð hafi ekki verið í öllum tilvikum rétt og fyrirtækið þar með komist hjá því að greiða tilskilda tolla. Saltfiskverkunin hefur sem kunnugt er sérhæft sig í úrvinnslu saltfisks frá Rússlandi og Alaska. Þar sem fyrirtækið hafði ekld að- gang að kvóta þurfti það að kaupa fisk frá útlöndum eða af fiskmörk- Sæunn Axelsdóttir. uðum. Fiskurinn á að hafa verið sagður íslenskur í þessum vottorð- um en ekki útlendur, að því er fram kom í fréttum RÚV. Tekinn með hasskíló Ungur maður var handtekinn í Leifsstöð í fyrrakvöld með 1 kíló af hassi í fórum sínum. Við yfirheyrslur viðurkenndi hann að vera eig- andi efnisins. Maðurinn var að koma frá Kaupmannahöfn. Sam- kvæmtfrétt iRÚV héfur'hann ekki áður kothið við sögu lögrtglunnar í fíkniefnamálum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.