Dagur - 14.12.1999, Blaðsíða 9

Dagur - 14.12.1999, Blaðsíða 9
8 - ÞRIÐJUDA G UR 14. DESEMBER 1999 ÞRIDJUDAGUR 14. DESEMBER 19 9 9 - 9 FRÉTTASKÝRING i. Thypir FRÉTTIR Formaður iðnaðar- nefndar, segir að nú sé komið að því að taka ákvörðun uin hvort byggja á Fljótsdals- virkjun eða ekki. Rannveig Guðmunds- dóttir gagnrýnir meirihluta iðnaðar- nefndar íýrir ómark- viss og ólýðræðisleg vinnuhrögð. Ámi Steinar Jóhannsson segir æðihunuganginn óskiljanlegan. Iðnaðarnefnd Alþingis hefur lok- ið umfjöllun sinni á þingsálykt- unartillögu Finns Ingólfssonar iðnaðarráðherra um að haldið skuli áfram framkvæmdum við Fljótsdalsvirkjun. Umhverfis- nefnd var falin umfjöllun um um- hverfisþátt málsins og skilaði hún sínu áliti fyrir rúmri viku. Meiri- hluti umhverfisnefndar var mjög óánægður með að fá ekki lengri tíma til að fjalla um málið og sami meiri er fyrir því að Fljóts- dalsvirkjun fari í umhverfismat. Og nú er uppi afar hörð gagnrýni hjá minnihluta iðnaðarnefndar um ófagleg vinnubrögð hjá meiri- hlutanum og allt of lítinn tíma við úrvinnslu málsins. Góð ferð til Eyjabakka Rannveig Guðmundsdóttir er harðorð f gagnrýni sinni á meiri- hluta iðnaðarnefndar vegna vinnubragða hans í málinu. Hún segir að formaður iðnaðarnefndar leggi mikla áherslu á langa, um- fangsmikla og vandaða meðferð á þessu máli. Hún segir þetta hrein öfugmæli. „Hann vísar til þess að Alþingi hafi verið með málið til meðferð- ar frá því í september. Staðreynd- ir málsins eru að í september fór iðnaðarnefnd, umhverfisnefnd, Landsvirkjun ásamt fulltrúum ýmissa félagssamtaka og héldu með sér fund á Egilsstöðum og heimsóttu Eyjabakka. Þetta var gagnlegur fundur og ánægjuleg ferð á Eyjabakka. Greinargerð sem þá lá fyrir var frá hagsmuna- aðilanum Landsvirkjun. Síðan kom málið inn á þingið í nóvem- ber. Það var tekið til umræðu á Alþingi 16. nóvember og síðan vísað til iðnaðarnefndar og tekið út úr þeirri nefnd 1 I. desember. Það geta nú allir séð hvort þetta er langvinn og ítarlega umfjöll- un,“ segir Rannveig. Naumt skanuntaður timi Hún bendir á að nefndir Alþingis séu ekki að störfum alla daga. Umhverfisnefnd hafí til að mynda aðeins fengið úthlutað fundum á tveimur nefndardögum af fjórum í nefndarvikunni. Um- Austfirðingar voru á meðal þeirra sem gengu á fund iðnaðarnefndar. Hér eru þeir í biðstofunni ásamt formanni nefndarinnar, Hjálmari Árnasyni. - mynd: hilmar þór hverfisnefnd óskaði eftir því við forseta Alþingis að fá frestinn lengdan vegna þess að hún væri ekki búinn að ljúka sinni vinnu. Þessu hafi verið neitað af forseta Alþingis þrátt fyrir þá staðreynd að þá lifðu enn þrír dagar þar til iðnaðarnefnd átti að hittast. Því hafi engin ástæða verið til þess að leyfa ekki umhverfisnefnd að vinna með málið fram að þeim degi. „I áliti umhverfisnefndar kem- ur fram að hún hafi ekki náð að kalla í alla þá aðila sem hún hefði viljað varðandi Iíffræðilega og náttúrufræðilega þætti málsins. Hún hefði viljað ráðfæra sig við fólk frá Háskólanum og fulltrúa frá Norsk Hydro. Nefndin náði þessu ekki sökum tímaskorts. Þegar málið kom til iðnaðar- nefndar óskuðum við, fulltrúar Samfylldngarinnar, eftir því að fá að fylgja umhverfisþættinum eft- ir. Við vildum taka upp ýmis álita- mál sem umhverfisnefndin bend- ir á í áliti sínu. Þessari ósk okkar var synjað. Því var lýst yfir af for- manni iðnaðarnefndar að málinu hafi verið skipt upp, iðnaðar- nefnd væri með þann þátt sem snéri að virkjuninni sjálfri. Um- hverfisþátturinn hefði verið send- ur til umhverfisnefndar og að iðnaðarnefnd myndi ekki taka þann þátt málsins upp,“ segir Rannveig. Ófagleg vinnubrögð Hún segist vilja taka það skýrt fram að fulltrúar stjórnarand- stöðunnar í iðnaðarnefnd og um- hverfisnefnd hafi sinnt málinu vel, setið fundi, kallað inn fyrir sig varamenn ef þeir gátu ekki mætt sjálfir og hafa lagt alúð í þá vinnu sem fór fram í nefndunum báðum. „Það er grundvallar munur á að halda því fram að mál sem þingið er að taka fyrir og varðar jafn stóran þátt og kröfuna um mat á umhverfisáhrifum og verið er að bjóða þjóðinni upp á að þingið sjálft ætli að leggja fram þetta mat og að halda því fram að mál- ið sé vel og ítarlega unnið. Eftir að álit umhverfisnefndar barst iðnaðarnefnd óskuðum við eftir að fá ýmsa aðila á fund nefndar- innar en því var synjað. Við óskuðum eftir því að fulltrúar Norsk Hydron yrðu kallaðir á fund iðnaðarnefndar vegna ítrek- aðra misvísandi yf’irlýsinga for- ráðamanna fyrirtækisins. Þess vegna þótti okkur eðlilegt að nefndarmenn fengju að heyra í þeim ekki síst eftir að yfirlýsing kom frá þeim um að fyrirtækið myndi sjálft framkvæma mat á umhverfisáhrifum næsta sumar. Þessari ósk okkar var einnig synj- að,“ segir Rannveig. Hún bendir á að þegar kom að síðasta fundi iðnaðarnefndar um þingsályktunartillöguna, sl. laug- ardag, hafi aðeins verið einn aðili mættur á fund nefndarinnar, það var Landsvirkjun. Fulltrúar Sam- fylkingarinnar óskuðu eftir öðr- um fulltrúum til viðræðna hæði vegna gagnrýni Landsvirkjunar á rannsóknir á náttúrufari en því var synjað. Miklar deilur hafa ver- ið í umræðum sem átt hafa sér stað vegna þess. Enn einu sinni var óskinni hafnað. „Við óskuðum líka eftir því að málið yrði rætt á f'undi iðnaðar- nefndar scm halda átti í dag, mánudag, því var hafnað. En fundurinn í dag var felldur niður vegna þess að það liggja engin verkefni fyrir hjá iðnaðarnefnd. Það hafa komið yfir 200 erindi á tölvupósti til nefndarinnar í tengslum við þetta mál. Við höf- um skoðað þessi erindi, sem eru að miklum meirihluta þess eðlis að fólk vill að fram fari umhverf- ismat. Meirihluti iðnaðarnefndar gerir ekkert með þessi erindi. Þau eru eingöngu bókuð inn sem málsskjöl vegna þess að fulltrúar Samfylkingarinnar í iðnaðar- nefnd fóru þess á leit að þau yrðu bókuð inn sem málsskjöl í þessu stóra og viðamikla máli. Erindin hafa aldrei verið tekin fyrir f nefndinni. Okkur er bara heimilað að lesa þau og hafa sjálf skoðanir á þeim. Þetta er gagnrýnivert sérstaklega vegna þess að í upp hafi máls- meðferðar var það iðnaðarnefnd- in sem hélt sérstakan frétta- mannafund til að kynna þessa ágætu vinnu og opnun fyrir al- menning í landinu til að geta haft áhrif á vinnu nefndar alþingis. Þá lýsti ég því yfir að þarna væri ver- ið að vekja upp falskar vonir. Þetta væri einn þáttur leikrits um að Alþingi væri að gera hið vand- aða mat. Að öllu þessu saman- lögðu er það mitt mat að það sé ekki rétt hjá formanni iðnaðar- nefndar að hér hafi verið viðhöf- uð ítarlega og fagleg vinnubrögð í nefnd. Það þýðir ekki að nefna kíló af pappírum máli sínu til stuðnings ef ekki hefur verið unnið með þá pappíra. ítarleg og fagleg vinna mælist ekki á þyngd á pappír. Hún mælist í allt öðru og m.a. því að þegar mál eru tek- in úr nefnd sé búið að verða við óskum þingmanna um að fá full- trúa á fund nefndarinnar til við- ræðna. Það var ekki gert að þessu sinni," segir Rannveig Guð- mundsdóttir. Þctta er lýðræðið Hjálmar Arnason, formaður iðn- aðarnefndar, hafnar gagnrýni Rannveigar Guðmundsdóttur og annarra stjórnarandstæðinga á vinnubrögð nefndarinnar. Hann segist vísa henni til föðurhús- anna. „Lýðræðið er nú einu sinni þannig að vinna faglega að mál- um en síðan er það meirihlutinn sem ræður. Samfylkingin gerir sig seka um ómálefnalegan uppslátt í Rannveig Guðmundsdóttir: Hrein öfugmæli að taia um að málið hafi fengið ítarlega og efnismikia meðferð. þessu máli eins og hún hefur oft gert áður og notar jafnvel útúr- snúninga. Samfylkingarmenn tala um nokkrar vikur í þinginu þegar báðar nefndirnar, iðnaðar- nefnd og umhverfisnefnd, hófu að vinna þetta mál strax á haust- dögum á mjög ítarlegu og faglegu námskeiði um Eyjabakka með helstu sérfræðingum þjóðarinnar og hagsmunaaðilum. Og síðan hefur iðnaðarnefnd verið að vinna með þetta mál,“ segir Hjálmar. Varðandi gagnrýnina á að kalla ekki fulltrúa frá Norsk Hydro á fund nefndarinnar sé það einfald- lega skoðun meirihluta iðnaðar- nefndar að það sé ekki alþingis- mönnum sæmandi að fara bón- leið til Norðmanna og lýsa þar með vantrausti á m.a. viðsemj- endur þeirra íslenska. Vilji Sam- Hjáimar Árnason: Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar í nefndinni til föðurhúsanna. fylkingin beygja sig undir Norð- menn sé það hennar vandamál. Ögurstund ruimiii upp „Varðandi gagnrýni stjórnarand- stöðunnar um að ekki hafi verið kallaðir til sérfræðingar hvað varðar náttúrfarið hendi ég á að samkomulag var um það í nefnd- inni í byrjun að fela umhverfis- nefnd að annast þann þátt. Um- hverfisnefnd gerði það mjög fag- lega. Samíylkingin hefði átt að gera athugasemd við það strax í byrjun málsins, en fulltrúar henn- ar sátu nú ekki einu sinni á þeim fundi þar sem þetta var skipulagt. Síðan koma þessi sömu fulltrúar á lokasprettinum og gapa um þetta. Segja má að það hafi svo sem ver- ið í samræmi við öll vinnubrögð þeirra í málinu,“ segir Hjálmar. Hann segir að á bak við önug- Árni Steinar Jóhannsson: Skil ekki þennan æðubunugang í málinu. heit Samfylkingar liggi vond sam- viska. Hennar fólk sé mjög ábyrgt fyrir Fljótsdalsvirkjun úr fortíð- inni og þá ekki síst þeir sem nú tala hæst um málið. „Það er svo til að kóróna þeirra viðbrögð í málinu að segja annars vegar að það fái ekki nægan tíma og greiði svo ekki einu sinni at- kvæði gegn þvf að málið sé tekið úr nefnd heldur sitji hjá. Þar voru þó VG sjálfum sér samkvæmir. Nú er komin ögurstund í þessu máli. Ég sé ekki að fram komi nein ný atriði í málinu sem hefur verið svona rækilega til skoðunar í langan tíma í samfélaginu öllu sem og í fjölmiðlum. Nú er komið að því að verða að taka afstöðu til byggingar Fljótsdalsvirkjunar. Mér sýnist að það sé einmitt það sem Samfylkingin á svo erfitt með. Það er alveg ljóst að þegar við þurfum að virkja verðum við að færa fórnir. Undirtónninn í þessu öllu saman er neyslusamfé- lag okkar Islendinga. Við sjáum það á öllum hagtölum að Islend- ingar eru frekir til neyslunnar. Þessi neysla okkar felur óhjá- kvæmilega í sér árekstur við nátt- úruna. Þjóðin vill halda háu neyslustigi og háu velferðarstigi. Slíkt gerist ekki nema í gegnum atvinnu- og verðmætasköpun, sem er undirtónninn að þessu öllu saman," segir Hjálmar Arna- son. Æðibimugangur Arni Steinar Jóhannsson er full- trúi VG í iðnaðarnefnd. Hann, cins og fulltrúar Samfylkingarinn- ar, gagnrýnir harðlega vinnubrögð meiríhluta nefndarinnar. „Eg var andvígur því að málið yrði tekið út úr nefndinni svona fljótt og greiddi atkvæði gegn því en Samfylkingin sat hjá. Eg vildi fá að ræða við fulltrúa frá Norsk Hydro um afstöðu fyrirtækisins til umhverfismats. Síðan vildi ég verða við ósk þeirra sem sendu okkur erindi í tölvupósti og vildu fá fund með nefndinni. Tölvu- póstur til nefnda þingsins var opnaður með viðhöfn af formanni iðnaðarnefndar á dögunum. Hann kallaði þetta beintengingu almennings við Alþingi. En þegar ég bað um þennan fund með þeim sem þess óskuðu var það fellt af meirihluta iðnaðarnendar. Hér var um að ræða þrjá aðila sem óskuðu sérstakfega eftir fundi,“ segir Árni Steinar. Hann segist vera afskaplega ósáttur við að fá ekki fulltrúa frá Norsk Hydro á fund nefndarinn- ar. Ekki síst vegna þess að sá ógn- ar hraði sem er á málinu í gegn- um þingið byggist á því að haldið er fram að Norsk Hydro vilji fá samninga strax. „Eg vildi hara fá að heyra það af munni þeirra sjálfra hvort vinna við lögformlegt umhverfismat myndi setja málið í uppnám. Þá hafa borist mjög misvísandi yfir- lýsingar frá fulltrúum NH og nú segjast þeir sjálfir ætla að láta umhverfismat fara fram næsta sumar á verksmiðjunni. Þess vegna skil ég ekki þennan æði- bunugang," segir Arni Steinar Jó- hannsson. Kennarar fá fria tengingu Frá áramótiun verður skólastofnunum boðin M tenging við Netið hjá Skýrr. Næst er að bjóða nemendum fría tengingu. Eins og fram hefur komið keypti Skýrr hf. Islenska menntanetið af ríkinu. I tilcfni þessa hcfur fyrir- tækið ákveðið að bjóða kennurum og öðrum starfsmönnum menntastofnana landsins, sem hafa verið í viðskiptum við Is- lenska menntanetið, ókeypis tengingu frá og mcð 1. janúar nk. Gildir einu hvort um mótald er að ræða eða ISDN-tengingar. Næsta skref er að veita nemend- um ókeypis tengingu. „Með þessari ákvörðun vill Skýrr hf. sýna í verki þann vilja sinn að þjóna viðskiptavinum ís- lenska menntanetsins enn betur en gert hefur verið og ennfremur að tryggja þann sess sem Menntanetið hefur haft í samfé- lagi skóla og menntunar í land- inu,“ segir í tilkynningu frá Skýrr. Skýrr hefur ráðið tvo af fyrrver- andi starfsmönnum Menntanets- ins, þá Ingvar A. Ingvarsson, fyrr- verandi þjónustustjóra ogjón Ey- fjörð, fyrrverandi forstöðumann. Þeir munu verða leiðandi í mál- efnum Islenska menntanetsins innan Skýrr. Nú þegar hefur ver- ið myndaður hópur kennara sem verður til ráðgjafar við áframhald- andi uppbyggingu netsins. Odýra lausn- iriiar orsök vandans Pólitískur þrýstingur um hraða og ódýra sjálfvirknivæðingu símans í sveitum landsins fyrir allmörgum árum er orsök þeirra vandkvæða sem til að mynda Lýsuhólsskóli á sunnanverðu Snæfellsnesi stend- ur frammi fyrir nú með aukinni tölvuvæðingu og skorti á flutn- ingsgetu símkerfisins, sem sagt hefur verið frá í fréttum. Olafur Stephensen, upplýs- ingafulltrúi Landssímans, segir stöðuna á Lýsuhóli ekki eins- dæmi í sveitum landsins. Vanda- málið snerti um þrjú til fjögur prósent landsmanna. Sjálfvirkni- væðingin hafi á sínum tíma verið gerð á miklurn hraða undir mikl- um pólitískum þrýstingi og ódýr- ustu lausnirnar hafi þá verið vald- ar, fáar línur og langar. Ólafur Þ. Stephensen, upplýsinga- fulltrúi Landssimans. Hátt í miUjarð Olafur segir hins vegar mjög dýrt að bæta úr þcssurn vanda en Landssíminn sé að leggja drög að því, þar sem nú liggi fyrir þinginu frumvarp til nýrra fjarskiptalaga sem væntanlega verði samþykkt. Með því yrði ISDN að alþjón- ustu, þannig að Landssímanum yrði gert skyll að veita þá þjón- ustu öllum landsmönnum á sama verði nema þar sem sérstakar að- stæður hamli. „Við erum að leggja drög að því .að„uppfylla þrssa skyldu," segir Ólafur. „Þetta er hins vegar kostnaður upp undir milljarð, að koma ISDN sem víðast og bæta úr þessum línuskorti. Fyrir vikið verður að dreifa þessu á nokkur ár og síðan þarf að skoða fleiri at- riði í kringum þessa fjármögnun. Þetta er framkvæmd sem skilar ekki miklum tekjum á móti.“ Olafur segir að reynt hafi verið að bregðast við þar sem þörfin er mest, óskirnar flestar en jafn- framt þar sem úrbætur eru tækni- lega framkvæmanlegar og ekki jmjiig-dýritr,______i_______=J1L j , . , r ( ■ ,f,s-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.