Dagur - 14.12.1999, Blaðsíða 11

Dagur - 14.12.1999, Blaðsíða 11
Xfc^lHT ÞRIDJVDAGVR 14. DESEMBER 19 9 9 - 11 ■a DAGSKRÁ Matur og opin félagsmiðstöð Félagsmiðstöð Geðhjálpar verð- ur opin um jól og áramót og verður boðið upp á mat alla há- tíðisdagana. Máltíðin kostar 300 krónur og eru þeir sem ætla að korna í mat beðnir um að Iáta Geðhjálp vita í síma 570 1700. Opnunartími er þessi: 24. des. aðfangadagur opnað kl. 16:00 matur kl. 17:00 25. des. jóladagur opnað kl. 14:00 matur kl. 15:00 26. des. 2. íjólum opnaðkl. 14:00 matur kl. 15:00 31. des. gamlársdagur opnað kl. 16:00 maturkl. 17:00 l.jan. 2000 (nýársd.) opnaðkl. 14:00 maturkl. 15:00 Geðhjálp óskar öllum lands- mönnum gleðilegra jóla og far- sældar á nýju ári. Frumiðnaður og framfaratrú í dag kl. 12:05-13:00 flytur Hrefna Róbertsdóttir, sagn- fræðingur og doktorsnemi í Lundi í Svíðþjóð, fyrirlestur sem hún nefnir: „Frumiðnaður og framláratrú" á 2. hæð í Þjóð- arbókhlöðu. Athygli skal vakin á því að fundarmenn geta fengið sér matarbita í veitingasölu Þjóðarbókhlöðunnar og neytt hans meðan á fyrirlestrinum stendur. Orðabankar og gagnasöfn Öllum er heimill aðgangur að eftirtöldum orðabönkum og gagnsöfnum á vegum Háskóla íslands og stofnana hans. Is- lensk málstöð. Orðabanki. Hef- ur að geyma fjölmörg orðasöfn í sérgreinum: http://www.ismal.hi.is/ob/ Landsbókasafn íslands - Há- skólabókasafn. Gegnir og Greinir. http://www.bok.hi.is/gegn- ir. html Orðabók Háskólans. Ritmálsskrá: http://www.lex- is. hi.is/ Rannsóknagagnasafn Islands. Hægt að líta á rann- sóknarverkefni og niðurstöður rannsókna- og þróunarstarfs: http://www.ris.is ■krossgátan Lárétt: 1 þýöanda 5 bylgjum 7 tína 9 féll 10 farfi 12 viljugu 14þyrping 16 fjölda 17 veiöiferð 18 starf 19 eyri Lóörétt: 1 gjald 2 galla 3 sundraði 4 leynd 6 skrafhreifin 8 staðföst 11 víöur 13 úrilli 15 hljóm Lausn á sföustu krossgátu Lárétt: 1 svöl 2 fangs 7 laun 9 al 10 dugga 12alúö 14gum16efa 17gjáin 18stó 19nam Lóörétt: 1 súld 2 öfug 3 langa 4 aga 6 slóöa 8 auöugt 11 alein 13úfna 15mjó ■gengid Gengisskráning Seölabanka íslands 13. desember 1999 Dollari 72,36 72,76 72,56 Sterlp. 117,44 118,06 117,75 Kan.doll. 48,94 49,26 49,1 Dönsk kr. 9,86 9,916 9,888 Norsk kr. 9,063 9,115 9,089 Sænsk kr. 8,552 8,602 8,577 Finn.mark 12,3335 12,4103 12,3719 Fr. franki 11,1793 11,2489 11,2141 Belg.frank. 1,8178 1,8292 1,8235 Sv.franki 45,8 46,06 45,93 Holl.gyll. 33,2765 33,4837 33,3801 Þý. mark 37,4939 37,7273 37,6106 Ít.líra 0,03787 0,03811 0,03799 Aust.sch. 5,3292 5,3624 5,3458 Port.esc. 0,3658 0,368 0,3669 Sp.peseti 0,4407 0,4435 0,4421 Jap.jen 0,7041 0,7087 0,7064 írskt pund 93,112 93,6918 93,4019 GRD 0,2226 0,224 0,2233 XDR 99,4 100 99,7 XEU 73,33 73,79 73,56 FRÉTTIR Talsvert bar a líkamsárásarmálum um helgina, samkvæmt dagbók lögreglunnar í Reykjavík, og fór lítið fyrir náungakærleik í mörgum tilfellum. Rændur og rotað- ur í miðborgiimi í dagbókinni segir lög- reglan „þokkalegt ástand44 hafa verið í miðborginni um helg- ina og ölvun ekki áher- andi. Engu að síður voru meim að slá mann og annan hér og þar í horginni. Lögreglan fór ekki varhluta af ökumönnum í vandræðum sökum snjóþyngsla á föstudag og laugar- dag. Einkum voru vandræðin mest í efri byggðum borgarinnar. Þannig Iokaðist Víkurvegur og stóðu lögreglumenn í ströngu við að aðstoða ökuþóra sem „önuðu út í ófærðina", eins og lögreglan orðaði það. Alls bárust lögreglu 67 tilkynningar um umferðar- óhöpp og flest eru rakin til ófærð- arinnar. Um hádegi á föstudag varð harður árekstur tveggja bifreiða við Stekkjarbakka og varð að fá tækjabíl slökkviliðsins til að ldippa annan ökumanninn lausan úr bifreiðinni. Okumaður og far- þegar voru Iluttir á slysadeild en meiðsl þeirra reyndust ekki alvar- leg. Um miðjan dag á föstudag varð árekstur á gatnamótum Miklubrautar og Snorrabrautar er ökumaður keyrði yfir gatnamótin gegn rauðu ljósi. Okumenn beggja bifreiða voru í beltum og reyndust meiðsl þeirra ekki alvar- leg. Um helgina bárust lögreglu nokkrar tilkynningar vegna akst- urs snjósleða innan borgar- markanna. Lögreglan minnir menn á að akstur snjósleða er með öllu bannaður í þéttbýli. Hnuplað úr búðuui Tilkynnt var um innbrot í nokkrar bifreiðar á Seltjarnarnesi á föstu- dagsmorgun og var eitthvað af rafmagnstækjum tekið ásamt fleiri munum. Þá bárust lögreglunni nokkrar tilkynningar um þjófnaði úr versl- unum um helgina, mitt í jólaönn- inni. I flestum tilvikum var um minniháttar þjófnað að ræða en að gefnu tilefni vill lögregla minna verslunareigendur á að huga að aðgerðum gegn búðar- hnuplinu. Tveir menn voru rændir í mið- borginni á aðfaranótt laugardags. Annar maðurinn var sleginn nið- ur með þeim afleiðingum að hann rotaðist. Meiðsl hans voru þó ekki alvarleg en tekið var af honum veski með peningum og greiðslu- kortum. Stuttu eftir þetta atvik var lögreglu tilkynnt um að tveir menn hefðu ráðist á mann, kýlt og sparkað í hann og heimtað af honum veskið. Menn sem grun- aðir eru um ránið voru síðan handteknir aðfaranótt sunnu- dags. Ráðist á dyravörð A föstudagskvöld var lögreglu til- kynnt um líkamsárás. Ráðist hafði verið á mann en árásaraðilarnir voru farnir af vettvangi er lögregla kom. Fórnarlambi árásarinnar var ekið á slysadeild en meiðsl hans reyndust ekki alvarleg. Þá urðu lögreglumenn vitni að því er tveir menn réðust á mann í miðborg- inni. Arásarmennirnir voru hand- teknir og fengu þeir að gista fangageymslur lögreglu. Aðfaranótt sunnudags var ósk- að eftir aðstoð lögreglu eftir að ráðist hafði verið á dyravörð. Hann hlaut ekki alvarlegt meiðsl og var árásarmanni sleppt eftir til- tal. Þá var tilkynnt að ráðist hefði verið á tvær stúlkur í nágrenni miðborgarinnar. Þær voru fluttar á slysadeild til aðhlynningar en ekki hefur enn náðst til árás- armannanna. Út úr bHnum, góði! A föstudagsmorgun var lögreglu tilkynnt að gleymst hefði að læsa útihurð að skemmtistað í mið- borginni. Viðskiptavinur staðarins nýtti sér það tækifæri og sat þar innandyra en yfirgaf staðinn er lögregla kom á vettvang. A sunnudag var lögreglu til- kynnt að maður hefði reynt að reka barn út úr bíl sem skilinn hafði verið eftir í gangi. Maðurinn ætlaði sér að stela bílnum en hvarf af vettvangi er eigandi bíls- ins kom á staðinn. Ekki kernur fram í dagbókinni hvort barnið hafi veitt manninum mótspyrnu eða svarað kauða fullum hálsi. - BJB Nettilboð á Talsima Flugleiðir og Tal hafa gert með sér samning um að viðskiptavinir Tals geti fengið ferðatilboð Netklúbbs Flugleiða send beint í Tal GSM síma sína. Tilboðin eru send sem SMS skilaboð og er því hægt að skoða þau í öllum GSM símum viðskiptavina Tals. Kosturinn við að fá ferðatilboð Netklúbbs Flug- Ieiða send í GSM síma er að við- takandi þarf ekki að sitja við tölvu til að skoða þau. Takmarkaður sætafjöldi er í hverju tilboði og þá gildir að (yrstur kemur, fyrstur fær. Því fyrr sem viðtakandinn getur skoðað og. metið ferðatilboðin, þess meiri líkur eru til að hann geti tryggl sér sæti. Til að fá ferðatilboð Netklúbbs- ins send í Tal GSM símann er far- • ið á heimasjðu Flugléiða'á Nétinu, Þorleifur Jónasson, framkvæmdastjóri hjá Tali, Liv Bergþórsdóttir, markaðsstjóri Tals, og Guðni Hreinsson, umsjónarmaður Netklúbbs Flugleiða, við undirrítun samningsins milli Tals og Flugleiða. ww'w.icelandair.is, Þar geta nýir klúbbsins skráð TAL númer sín til jáfnt og núvérandi félagar Net- að fá ferðatilboðin send. ELil ilijuiiinitrliiiM^iiiaru il ?Biáfci'*^ÍI| ILEIKFELAG AKURF.YRARi Miðasala: 462-1400 JÓLAFRUMSÝNING -eftir Arnmund Backman. Leikarar: Aöalsteinn Bergdal, Arndís Hrönn Egilsdóttir, Arni Tryggvason, Anna Gunndís Guðmundsdóttir, María Pálsdóttir, Saga Jónsdóttir, Sunna Borg, Sigurður Karlsson, Snæbjörn Bergmann Bragason, Vilhjálmur Bergmann Bragason, Þórhallur Guðmundsson, Þráinn Karlsson. Leikmynd og búningar: Hlín Gunnarsdóttir Ljósahönnun: Ingvar Björnsson Hljóðstjórn: Kristján Edelstein Leikstjóri: Hlín Agnarsdóttir Frumsýning föstud. 17. des. kl. 20.00 uppselt 2. sýn. laugard. 18. des kl. 20.00 fáein sæti laus sunnud. 19. des. kl. 16.00 fáein sæti laus þriðjud. 28. des. kl. 20.00 miðvikud. 29. des. kl. 20.00 fimmtud. 30. des. kl. 20.00 Leikhuskórinn syngur jólalög fyrir sýningar um helgina GJAFAKORT ■ GJAFAKORT Einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir. Gjafakort í leikhúsið er skemmtileg jólagjöf Peir sem voru svo elskulegir að senda okkur klukkustrengi geta nálgast þá á miðasölutíma í leikhúsinu. ■ prj-- ÍiilÍiII Uíl HUl hnlDlTTlliilíJiKlhnl.ilfr ÉRlófclvlTBðl ILEIKFÉLA6 AKDRFYRARl Miðasalan opin alla virka daga frá kl. 13:00-17:00 og fram að sýninqu, sýninqardaqa. Sími 462 1400. www.leikfelag.is Kortasalan í fullum gangi!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.