Dagur - 16.12.1999, Síða 1

Dagur - 16.12.1999, Síða 1
FIMMTUDAGUR 16. desember 1999 2. árgangur- 42. Tólublað Nú er efnt til jólaskreytingakeppni í Árborg, þar sem þrjú heimili, eitt í hverju byggðarlagi, munu fá verðlaun og eitt fyrirtæki. Margir skreyta fagurlega í sveitarfélaginu fyrir þessijól. Stokkseyr- ingar glys gjamir „Fólk hér í Arborg er duglegt við að skreyta bæinn og margir voru byrjaðir á því fljótlega upp úr mánaðamótunum. Það er meira skreytt nú en verið hefur til þessa og því bíður dómnefndar erfitt hlutverk að velja fallegustu skreytingarnar, bæði vegna þess hve margir skreyta nú svo fagur- lega hjá sér en einnig vegna þessa áhlaups sem kom í síðustu viku en það hefur fært margar fallegar skreytingar hreinlega í kaf,“ segir Snorri Sigurfinnsson, umhverfisstjóri í Arborg. I Arborg stendur nú yfir keppni um fegurstu jólaskreytingarnar í sveitarfélaginu og verðlaun verða veitt þremur heimilum; á Selfossi, Eyrarbakka og Stokks- eyri. Þá fært eitt fyrirtæki verð- laun og það getur verið hvar sem er í sveitarfélaginu. Tilnefningar um fegurstu jólaskreytingarnar þurfa að berast til Selfossveitna eða til Utvarps Suðurlands fyrir 20. desember en þá tekur dóm- nefnd til starfa, sem kunngerir úrskurð sinn á Þorláksmessu. Vegleg verðlaun eru í boði í þessari keppni og hvert heimili sem vinnur til verðlauna fær matvinnsluvél frá Húsasmiðj- unni, ryksugu frá Árvirkjanum, sjónvarp frá KA verslunum og kaffikönnu frá Fossraf. Þá gefur Sveitarfélagið Árborg konfekt- kassa og Selfossveitur verð- launaskjöld. - Jafnframt verður eitt fyrirtæki valið til verðlauna, sem fær farandbikar og verð- launaskjöld frá Selfossveitum og tertu fyrir starfsmen frá Arborg. Dómnefnd er skipuð einum full- trúa frá hverju fyrirtæki og stofnun sem að keppninni stendur. Snorri Sigurfinnsson vildi fátt segja um sína persónulegu skoð- un á því hvaða hús í Árborg væru fegurst skreytt fyrir þessi jól. Hinsvegar sagði hann að al- mennt talað væri metingur með- al Stokkseyringa um að skreyta kauptúnið sem fegurst, enda þó hann vildi ekkert segja til un ástæðú þess;H-ar glvsgirni' fólks* 1 Lausamjöll í iniUi Á Suðurlandi er nú einn mesti snjór sem þar hefur sést síðustu árin. Mikið áhlaup með mikilli snjókomu gerði síðasta föstudag og urðu flestar leiðir ófærar og svo mikið snjóaði að næsta tilgangslít- ið var að ryðja leiðir eða moka burt sköflum. Menn tók hinsveg- ar til óspilltra málanna strax síð- degis á Iaugardag, þegar veðrinu slotaði. „Þetta var ansi góð gusa og þú getur rétt ímyndað þér hve snjór- inn hér er mikill þegar lausamjöll- in er vaðin upp í mitti,“ sagði Páll Kristinsson, verkstjóri á Áhalda- húsi Árborgar, í samtali við Dag. Hann kallaði út menn á mokst- urstækjum sem unnu sleitulaust við að opna allar leiðir og með samstilltu átaki tókst það á skömmum tíma. Páll sagði þetta áhlaup Iíkt því sem kom á Suður- landi um páskana 1996, en alla jafna kæmu svona áhlaup í hérað- inu ekki nema á fárra ára fresti. - Snjó er nú mikið að taka upp á Suðurlandi eftir þetta, en þar hef- ur verið þíðviðri síðustu daga og 'hilastigástig úrú 'frdsúilátk. ' is'bá. Snjór í Mj óUoirbúshverfi Ekki hefur sést jafn mikill snjór á Selfossi mörg undanfarin ár og í áhlaupinu sem þar gerði um helgina. Mynd þessi er tekin í götunni Þórsmörk, sem er austast í kaupstaðnum, í svonefndu Mjólkurbúshverfi - sem lengi hefur , ,, v,, ,.nfi vgrið eip mesja snjókjs,ta bgsjarins. , , . ; f ., , , nil-j, Medaleinkiiim allra 32 sveitarfálaga landsins sem hafa fleiri en 1000 íbúa er 4,53 en siumlensku sveitarfé- lögin fiiiim á listanum fá meðaleinkunniiia 5,04, þ.e. eru nokkuð ofan við meðaltalið Á íslandi eru 32 sveitarfélög með yfir 1000 íbúa og í þeim býr 91% landsmanna, eða um það bil. Sveitarfélög landsins eru í dag 124 talsins en þeim hefur snarlega fækkað á undanförnum árum og getur enn fækkað, t.d. ef Rangár- vallasýsia sameinast í eitt sveitar- félag og sveitarfélög í uppsveitum Árnessýslu í annað. Stærri sveitar- félög hafa eðlilega aukið skatttekj- urnar en efnahagsreikningurinn hefur einnig þanist út með skulda- söfnun. Á síðasta ári jukust skuld- ir sveitarfélaganna um 12,2%, eða 5,2 milljarða króna og eru skuldir sveitarfélaganna á hvern íbúa 173 þúsund krónur, mest í Vestur- byggð, eða 383 þúsund krónur á hvem íbúa, en minnst í Olfusi, eða aðeins 40 þúsund krónur á hvem íbúa. Hveragerði er skuld- settast sunnlensku sveitarfélag- anna með um 175 þúsund krónur á hvern íbúa í 19. sæti sveitarfé- laganna 32., Hornafjörður með 150 þúsund krónur í 21. sæti og Árborg með um 130 þúsund krón- ur í 25. sæti. Skatttekjur sveitarfé- laganna jukust um 11,9%, eða 4,6 Hveragerði er skuldsettast sunnlenskra sveitarfélaga. milljarða króna. Peningaleg staða allra sveitarfélaganna, sem er mis- munur peningalegra eigna og skulda, hefur aó sama skapi versn- að mjög á síðustu árum. Hún var neikvæð á síðasta ári um 28,2 milljarða króna. Seltiraingar á toppmun Á lista Vísbendingar, tímarits um viðskipti og efnahagsmál, yfir sveitarfélögin 32 trónir Seltjarnar- neskaupstaður á toppnum með einkunnina 7,5 fyrir árið 1998, næst kemur sjálf höfuðborgin með 6,4 og í 3. sæti sunnlenska sveitar- félagið Vestmannaeyjar með 6,1, og hefur klifrað upp um tvö sæti milli ára. Á listanum eru 5 sunn- lensk sveitarfélög, Árborg í 6. sæti með 5,6; Olfus í 8. sæti með 5,3; Hveragerðisbær í 16. sæti með 4,5 og Homafjörður í 23. sæti með 3,7. Venjulega þarf einkunnina 5,0 til þess að komast milli bekkja í framhaldsskóla og þeirri einkunn ná aðeins 10 efstu sveitarfélögin. Hveragerði og Hornaljörður eru því „fallin". Meðaleinkunn allra 32 sveitarfélaganna er 4,53 en sunnlensku sveitarfélögin fá 5,04, þ.e. eru réttu megin við strikið. Meðaleinkunn 10 efstu sveitarfé- laganna er 5,84 en sunnlensku sveitarfélögin þrjú sem eru í þeim hópi fá meðaleinkunnina 5,66. Sveitarfélögin eiga mörg hver í miklum erfiðleikum sem er brýnt að Ieysa. Gegndarlaus skuldasöfn- un, sem m.a. er til þess að laða til sín íbúa með t.d. uppbyggingu ýmissar félagsþjónustu, íþrótta- húsa, betri skóla o.fl. getur þó ekki gengið endalaust og allra síst á uppgangstímum þegar nauðsyn- legt er að safna í sarpinn til mögru áranna og greiða niður skuldir. Mörgum sveitarfélögum í ná- grenni sveitarfélaganna á höfuð- borgarsvæðinu, eins og t.d. á Suð- urlandi, er þó viss vorkunn því krafa fólksins er stöðugt meiri og betri þjónusta og að þessi sveitar- félög bjóði ekki upp á Iakari „lausnir" en sveitarfélögin við Faxaflóann. Sveitarfélögin þurfa einnig að stuðla að því að fjöl- breytni atvinnulífsins aukist, t.d. með tímabundinni þátttöku í því, en auðvitað eykur það skuldimar, a.m.k. tímabundið. Slagorð eins og „verslum í heimabyggð" er einnig vita gagn- laust ef t.d. íbúar Árborgar geta fengið sama hlutinn í Reykjavík fyrir helmingi minna verð en á staðnum. Því verða kaupmenn og þjónustuaðilar um allt Suðurland að taka þátt í því að auka þjónust- una, t.d. með því að bjóða lægra vöruverð. Ankifl aðdrátiarall Aukið aðdráttarafl fyrir ferða- menn er einnig nauðsynlegt til þesa að auka ferðamannastraum- inn um Suðurland. Þá duga Gull- foss og Geysir ekki einir sér sem aðdráttarafl. Sjóminjasafnið á Eyr- arbakka er gott dæmi um hugvit á þessu sviði sem stöðugt Iaðar til sín fleiri ferðamenn. I safninu eru munir frá Eyrarbakka með áherslu á sjósókn, iðnað og félags- og menningarsögu síðustu 100 ára. Stærsti og merkasti safngripurinn er áraskipið Farsæll, tólfróinn teinæringur, sem Steinn Guð- mundsson, skipasmiður á Eyrar- bakka, smíðaði fyrir Pál Gríms- son, útvegsbónda í Nesi í Selvogi. GG Skuldir Ölfus s miimstar á hvem íbúa

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.