Dagur - 17.12.1999, Blaðsíða 1

Dagur - 17.12.1999, Blaðsíða 1
FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 1999 - 1 LEIKHUS KVIKMYNDIR TONLIST SKEMMTANIR fiör Jólaös og stemrnning Jóhverslunin verðurí algleymingi nú um helgirn um allt land og ýmsir menningarvið- burðirverða henni tengdirþvívíða leggja listamenn sigfram um að skapa hátíðlega stemmningu. Hestvagn með kúskinn Halla A Laugaveginum í Reykjavík verða verslanir opnar til kl. 22.00 frá og með helginni og á Þorláksmessu til 24.00. Fjöldi listrænna viðburða verða á dag- skrá. Á morgun laugardaginn 18. desember frá kl. 14.00 fram að lokunartíma verða m.a. á ferðinni Stúlknakór Bústaða- kirkju, Kammerkór Grcnsás, Nes - Brass, Voxacademica, jóla- sveinar, Kallinn á kassanum, harmonikuleikarar, Verkalýðsfor- ingjarnir o. fl. Hestvagninn með kúskinn Halla verður á ferðinni en vagninn nýtur mikilla vin- sælda yngstu kynslóðarinnar. Á Laugavegi eru ýmsir aðrir en kaupmenn með vöru sína og má þar m.a. nefna fólk frá Sólheim- um í Grímsnesi. Fram að jólum verða fjölmargir fleiri kórar á ferð um Laugaveginn að taka lagið fyrir vegfarendur. Listamenn og furðnfyrirbæri Kringlan lætur ekki sitt eftir liggja í jólastuðinu. Þar verða verslanir opnar frá 10.00 til djasstríó Reynis Sigurðssonar djammar. Jólasveinar og meira að segja foreldrar þeirra, þau hjónakorn Grýla og Leppalúði láta sjá sig. Ennfremur má nefna götuleikhús, sirkus, strengjasveit og harmónikuspil- ara sem verða gestum Kringl- unnar til skemmtunar. Jólasveinar á þönum Margar skemmtilegar uppákom- ur verða víðsvegar í miðSænum í Jólabænum Akureyri. Verslanir verða opnar á laugardag 10.00 - 22.00 og á sunnudag 13.00 - 18.00. Frá mánudeginum fram að Þorláksmessu verða þær opn- ar til 22.00 en til 23.00 á Þorlák og 12.00 á aðfangadag. Askasleikir og Gluggagægir verða á þönum milli verslana alla helgina og heilsa upp á börnin. Tónlist og söngvar verða einnig í verslunum og má nefna að í Bókvali verða bæði félagar úr Sálinni hans Jóns míns og Álftagerðisbræður að árita nýja geisladiska og senda gestum og gangandi tóninn, þeim til ánægju og yndisauka. GUN. Jólaösin verður í hámarki um helgina. 22.00 á morgun og 13.00 - 22.00 á sunnudag og veitinga- staðir lengur. Eftir helgi verða húðirnar opnar til 22 nema á Þorláksmessu til 23. Fjölmargir listamenn og furðu- fyrirhæri verða á ferðinni. Á morgun syngur Margrét Eir Hjartardóttir og Jóla- Kúskurinn Halli og Hinrik Úlafsson. Syiigjumjólin inn Hurdaskellir og Kjötrókur verða á þönum um bæinn með eitthvað skemmti- legt I pokahorninu. Syngjandikórarí hverjuhomijóla- skemmtun í Sjallanum. UpplestraríBókvali og kaffisopi. Ókeypisíbíó. Blessuðjólin í leikhús- inu og margt, margt fleira. Það er aldeilis orðið jólalegt í Jólabænum Akureyri og verður æ jólalegra sem nær dregur hátíðar- stund. Bærinn skartar hinum feg- urstu jólaljósum og hafa bæjarbú- ar heldur betur tekið vel við sér í þeim efnum, og minnir margt á ævintýri að ganga um götur íbúð- arhverfanna. Þetta yljar bæði hjartaræturnar og gleður augað í svartasta skammdeginu, sem gleymist alveg við þessar aðstæð- ur. Jólaskemmtim bamaima Það ætti engu barni að þurfa að Ieiðast þessa aðventudaga, því stöðugar uppákomur eru haldn- ar þeim til heiðurs í miðbæ Ak- ureyrar. Um þessa helgi verður heldur ekkert slegið af og verður meðal annars haldin jóla- skemmtun í Sjallanum fyrir börn á öllum aldri. Fram koma kátir sveinar úr fjöllunum og verða með glens og grín og kannski einhvern glaðning líka fyrir yngstu kynslóðina. Þá verða sagðar sögur og að sjálfsögðu sungnir jólasöngvar. Kórar óma íslendingar geta státaða af því að vera söngelsk þjóð og eiga marga efnilega kóra, sem dágóður fjöldi Iandsmanna syngur í. Um helgina munu einir fjórir kórar syngja jól- in inn á Akureyri. Kór Mennta- skólans á Akureyri syngur víðs- vegar í miðbænum í dag kl. 15.30, laugardag ld. 14.30 og 20.15 og sunnudag kl. 14.00. Kór Tónlistarskólans heldur tónleika á sal Tónlistarskólans í kvöld kl. 20.30 og syngur í miðbænum á laugardagskvöld kl. 20.30. Kór Glerárkirkju heldur tónleika í Glerárkirkju á sunnudag kl. 16.00 og Kór Akueyrarkirkju heldur sína tónleika í Akureyrar- kirkju á sunnudagskvöldið kl. 20.00. Stjómandi og orgelleikari er Björn Steinar Sólbergsson og einsöngvari er Sigrún Arngríms- dóttir, mezzósópran, sem komin er heim í jólafri frá söngnámi í Wales í Englandi. -W Gunnþóna ■ 1/aldís Gunnai'sdóttip I Uiöans UM HELGINA Mimiingar og hugarfiug Q-leikhópurinn frá Finn- landi verður með tvær Ieik- sýningar úr söguljóðinu Kalevala í Norræna húsinu um helgina. Fyrri sýningin verður á laugardaginn kl. 16.00 og síðari sýningin á sunnudag á sama tíma. Ekki er nauðsynlegt að kunna finnsku til að geta fylgst með. Starfshópur hefur safnað textunum og skrifað þá und- ir forystu leikstjórans Atro Kahiluoto. Sviðið er Tuon- ela, landamærin þar sem all- ar goðsagnir, helgisögur og ævintýri hefjast. I Tuonela er heimili ímyndunaraflsins, ekki hinnar skrifuðu sögu. Sýningin er eins og kvæða- söngur í leiðslu og textinn í senn „Minningar og hugar- flug“. Q-leikhúsið hefur vakið mikla athygli í Finnlandi fyr- ir frumleika og spennandi leiksýningar. Sýningarnar eru síðasta atriðið í Nor- ræna húsinu sem tengist dagskránni um Kalevala sem hefur staðið yfir frá því í nóvember. Aðgangur að sýn- ingunum erlOOO,- kr. GUN. Kór og kakó Laugardaginn 18. desember syngur Kór Islensku Oper- unnar fyrir vegfarendur í miðborginni. Kórinn kemur sér fyrir á horni Skólavörðu- stígs og Bankastrætis í skjóli fyrir veðri og vindi ef ein- hver verður kl. 15.30. Það verður síðan framhald af söng Kórsins í Aðventu- kirkjunni kl. 16.00 sama dag, þar sem hljóma munu Iög eins og O helga nótt, Ave María, Fangakórinn úr Nabucco og Nessun dorma úr Turandot. Gömlu góðu jólalögin verða einnig sung- in og þá geta allir sungið með, því nótum og textum verður dreift meðal gesta. Að tónleikunum loknum býður Aðventukirkjan upp á heitt súkkulaði og „Ommu- bakstur" býður upp á pipar- kökur og kleinur og Islenska óperan jólaepli. V_________________________

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.