Dagur - 17.12.1999, Blaðsíða 2

Dagur - 17.12.1999, Blaðsíða 2
2- FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 1999 U£/Í ff O r' Tíaldarsýning á Sólon laufey Margrét Pálsdóttir, myndlistarmaður hefur opnað sýn- ingu á Sólon íslandus. Á sýningunni eru 14 myndir sem eru sérstaklega unnar fyrir Tíaldarsýningu Sólons íslandusar. Allar myndirnar eru unnar með olíu á bólstraðan striga. Laufey útskrifaðist úr málaradeild Myndlista- og handíðaskóla íslands árið 1989 og hefur haldið fjölda samsýninga og einka- sýninga í Reykja- vík og á Akureyri. Undanfarin ár hefur Laufey starfað hjá Leik- félagi Akureyrar sem formlista- maður. Sýningin stendur fram á Þrettánd- ann árið 2000. Vormenn í íslenskri myndlist Sýningin Vormenn í íslenskri myndlist verður opnuð í neðri §ölum Listasafns íslands laugardaginn 18. desember. f sal 1 eru verk eftir Þórarin B. Þorláksson, Ásgrím Jónsson, Jón Stefánsson og Jóhannes S. Kjarval, sem með landslagstúlk- un sinni lögðu grunn að íslenskri landslagslist og áttu stóran þátt í að móta sýn okkar á landið. í sal 2 eru verk eftir þær Kristínu Jónsdóttur og Júlíönu Sveinsdóttur, sem voru fyrst- ar íslenskra kvenna til að helga sig myndlistinni, og þá Finn Jónsson, Gunnlaug Blöndal og Jón Þorleifsson, sem allir áttu þátt í að færa nútímaleg viðhorf inn í íslenska myndlist á mótunarárum hennar. Sýningin stendur til 16. janúar. Lista- safn (slands er opið milli jóla og nýárs. Bræðralög á Broodway Álftagerðisbræður syngja á skemmtistaðnum Broodway í Reykjavík í kvöld, föstu- dagskvöld, nokkur laga sinna af geislaplötunni Bræðralög sem út kom á dögun- um. Þetta eru einskonar útgáfutónleikar sunnan heiða fyrir aðdáendur þessara söngvinnu bræðrasr. Að loknum þessum tónleikum bræðraanna hefst dagskráin Laugardagskvöld á Gili, þar sem tónlistarmenn syngja ýmis vinsæl lög einsöngv- arakvartetta fyrri ára. ^thugið >reyt?an tíma Dagskrá Umhverfisvina í veri Nýja bíós, Skipholti 31, sem gerð voru skil í Degi í gær undir liðnum Menningarlífið, hefur verið frestað þar til í kvöld kl. 21.00. Einnig er hægt að nálgast upplýsingar á nbl.is og sýnt verður frá dagskránni heild sinni í beinni útsendingu á Skjá 1. ■ HVAB ER Á HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ TÓNLIST VSOP á Grandrokk Rokkhljómsveitin VSOP spilar á Grandrokk á föstudags- og laugardags- kvöld. Uljómsveitin, sem skipuð er revndum tónlistarmönnum sem gert hata garðinn frægan með ýmsum sveit- um, tróð upp í fyrsta skipti um síðustu helgi við mjög góðar undirtektir. VSOP SEYDI? er skipuð Haraldi Davíðssyni söngvara og gítarleikara, Matthíasi Stefánssyni gítarleikara, Olafi Þór Kristjánssyni bassaleikara og Helga Víkingssyni trommuleikara. Dansleikur með Six-pack Latino Loksins er komin út geisladiskur með hljómsveitinni Six-pack Latino undir nafninu Björt mey og Mambo. Af því til- efni stendur Kaffileikhúsið fyrir dansleik Bókmenntimar, lifið og dauðinn öamDanaio breyttist í leyndardóm Fluguveiði, krossgáta, matargatið, bókahillan, bíó, o.m.fl. Askriftarsíminn er 800-7080 - Elías Mar í helgarblaðsviötali Dags Girnilegur jóladrumbur nú á laugardagskvöldið, 18. desember, kl. 22.00. Eins og nafnið gefur til kynna er tónlistin dansvæn en hún er Iíka róm- antísk; þarna skiptast á bóleró, mambó, rúmba og cha cha cha. Olgandi Karíba- hafskokkteill íyrir dansþyrsta Islendinga. Hljómsveitina skipa: Jóhanna Þórhalls- dóttir söngkona, Aðalheiður Þorsteins- dóttir píanóleikari, Páll Torfi Onundar- son á gítar Tómas R. Einarsson bassa- leikari. Þórdís Claesen á djembee, bjöll- ur og fleira slagverk og Þorbjörn Magn- ússon á bongó-og kongatrommur. Miða- pantanir eru allan sólarhringin í síma 551 9055. Jólastemmning, kertaljós og kræsingar Jólaþrennan Alla, Erna og Anna Sigga flytja okkur hugljúfa jóladagskrá í Kaffi- leikhúsinu í kvöld, 17. des. kl. 21.00. Undanfarið hafa þær stöllur Alla og Anna Sigga sungið lög Jónasar Árnason- ar úr ástkærum leikritum við frábærar undirtektir í Kaffileikhúsinu. A þessum sérstöku jólatónleikum fá þær lil liðs við sig söngkonuna og jólaengilinn Kristínu Ernu Blöndal og jólasveininn og bassa- leikarann Guðmund Pálsson. Þessi glað- væri hópur mun losa landann við jólastressið með einstökum flutningi á hugljúfum jólaperlum sem hafa verið vinsæl í flutningi ekki ómerkara fólks en Ellýar og Vilhjálms, Brunaliðsins og Bing Crosby. Tónleikamir eru liður í söngdagskrá Kaffileikhússins sem ber nafnið ÓsLiIög landans. Mozart við kertaljós Hinir árlegur kertaljósatónleikar kamm- erhópsins Camerarctica verða* að venju haldnir rétt fyrir jól og eins og áður verður leikin tónlist eftir Mozart. l ón- leikarnir verða í Hafnarfjarðarkirkju 20. des., Kópavogskirkju 21. des. og í Dóm- kirkjunni 22. des. og hefjast allir tón- Ieikarnir kl. 21.00. Camerarctica skipa: Armann Helgason, klarinett, Hildigunn- ur Halldórsdóttir og Sigurlaug Eðvalds- dóttir, fiðluleikarar, Guðmundur Krist- mundsson, víóluleikari og Sigurður Halldórsson, sellóleikari. Tilvalin Kokteilhristari Arþúsunda kokteilliristariim. Uppskriftir fylgja Jólaverð 1.495 kr. HUSASMIÐJAN Sími 460 3500 • www.husa.is

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.