Dagur - 17.12.1999, Blaðsíða 3

Dagur - 17.12.1999, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 1999 - 3 Sinfónían spilar fyrir börnin Árlegir jólatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Islands helgaðir yngstu hlustendunum verða laugardaginn 18. desember í Háskólabíói og hefjast kl. 15.00. Efnisskráin er sett saman af íslenskum og erlendum lögum sem tengjast hátíð Ijóssins. Unglingakórar munu syngja jólalög og jólasálma sem allir þekkja. Og af því von er á Hurðarskelli til byggða þennan dag verða fluttar vísurnar um hann eftir Jóhannes úr Kötlum við lag eftir Guðna Franzson. Hljómsveitarstjóri er Bernharður Wilkinson, einsöngvari Halla Dröfn Jónsdóttir og einleikari á trompet Einar St. Jónsson. Á tónleikunum koma fram ung- lingakórar Hallgrímskirkju og Selfosskirkju. Kynnir er Margrét Örnólfsdóttir. Jóladjass Jóla-djasstónleikar verða haldnir í Salnum í Tónlistarhúsi Kópavogs sunnudagskvöldið 19. desember kl. 20:30. Fram koma Veigar Margeirsson trompet - og flugelhornleikari, Þór- ir Baldursson píanisti, Róbert Þórhallsson bassaleikari og Einar Scheving trommuleikari. Á efnisskránni eru ýmis vel þekkt og vinsæl jólalaög í útsetningum eftir Veigar Margeirs- son, sem lauk meistaragráðu í tónsmíðum og útsetningum frá University of Miami árið 1998. Miðaverð er kr. 1.500 og miðasala er opin í Salnum alla virka daga frá kl. 9:00 16:00 og frá kl. 19:00 tónleikadaginn 19. des. Allar nánari upplýs- ingar eru góðfúslega veittar í Salnum síma 5 700 400. Þorlákur á Nýlistasafninu Tónlist, tíska, ritlist, myndlist og gjörningar á Nýlistasafninu við Vatnsstíg á Þorláks- messukvöld. Fjöldi þekktra sem minna þekktra listamanna gera Þorláksmessu í miðbænum að veislu fyrir öll skynfæri. Bragðlaukarnir gleymast ekki heldur því ís- landsmeistarinn í hanastélsgerð mun brugga gómsæta drykki fyrir veislu- gesti. Húsið opnar kl. 20.00. Nokkrir ungir fatahönnuðir sýna glamordrama. Kl. 21.00 ætla svo skáldin Elísabet Jökuls- dóttir, Bragi Ólafsson einn af tilnefndum til (slensku bókmenntaverðalaunanna, Jóhamar og Birgitta Jónsdóttir að lesa úr verkum. Heimsfrægir hreystimenn, tónlistar- og hljóðmeistarar fremja nokkur lög. Vegna höfundarréttará- greiníngs er því miður ekki hægt að geta nafna þeirra. Veislunni lýkur á miðnætti. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Bragi Ólafsson. Sinfóníuhljómsveit áhugamanna Sunnuckginn 19. desember kl. 17.00 heldur Sinfóriíuhljómsveit áhugamanna tónleika í Neskirkju. Stjórnandi er lngv- ar Jónasson og cinsiingvari Inga Back- man. Einleikari á píanó er Jónas Ingi- mundarson. A efnisskráinni er m.a. EI- egía í minningu Jakobs Hallgrímssonar eftir Hildigunni Rúnarsdóttur. Aðgangs- eyrir er kr. 1000 en frítt fvrir börn og eldri borgara. SÝNINGAR Gullnar veigar og glæstir gestir A morgun, laugardag 18-des. á milli kl. 18.00 og 20.00 verður uppákoma við opnun sýningar tcxtilnema 2. árs í Eista- háskóla Islands í Galleri „Nema hvað“ að Skólavörðustíg 22 c. Þar verða uppá- búnar konur, gullnar veigar og glæstir gestir, þar á meðal þú! Sýningin er opin frá sunnudegi til fimmtudags 23. des. frá 14.00-18.00. MANNFAGNAÐIR Litlu jólin í Kaffileikhúsinu Börnum á öllum aldri er boðið á litlu jólin í Kaffileikhúsinu n.k. laugardag. Dagskráin hefst kl. 15:00. Lesið verður upp út barnabókum eftir; Andra Snæ Magnason, Joanna Rowling (llarry Pott- er), Guðrúnu Helgadóttur og Sveinbjörn 1. Baldvinsson. Leikarar og höfundar lesa og svTigja úr verkunum. Söngkvar- telt mun syngja jólalög og heyrst hefur að jólasveinnin muni eiga Ieið um. Allir velkomnir meðan húsrúm levfir. OG SVO HITT— Jólakvöldvaka í Nönnukoti í reyklausa kaffihúsinu Nönnukoti verð- ur jólakvöldvaka í kvöld klukkan 20.00 - 22.00. Á milli þess sem gestir sötra af jólakaffi eða á heitu súkkulaði verður boðið upp á blandaða dagskrá í þjóðleg- um stíl. Samskonar jólakvöldvaka var haldin síðasdiðið föstudagskv öld og þótti takasl með ágætum. Allir eru vel- komnir meðan húsrúm levfir. Upplestur á Næstabar Fimm rithöfundar lesa úr verkum sínum á Næstabar, Ingólfsstræti sunnudaginn 19. desember. Börkur Gunnarsson les úr skáldsögu sinni Sama og síðast, Gttð- rún Eva Mínervudóttir les úr skáldsögu sinni Ljúlí, ljúlt', Hrafn Jökulsson les úr skáldsögu sinni Mildu rneira en mest, Páll Kristinn Pálsson les úr smásagna- safni sínu Burðargjald greitt og Stefán Máni les úr skáldsögu sinni, Myrkravél. Upplesturinn hefst Id 21:00 og aðgang- tir er ókeypis. Kaffi Hafnarljörður opnar Nýr rekstraraðili hefur tekið \ið veit- ingastaðnum Kaffi Hafnarfjörður að Dalshrauni 13, Hafnarfirði. Kalli llafn- arljörður verður, eins og áður, reldnn sem sportklúbbur að degi til, þangað sem íþróttaunnendur geta sótt og lýlgst með leikjunt og íþróttaviðburðum. Á kvöldin breytir staðurinn hins vegar um s\ip, og um helgar verður þá t.d. boðið upp á tónlist miðaða við aldurshópinn frá tuttugu ára og uppúr, þar sem þekkt- ir plötusnúðar verða við völd. Formleg opnun Kaffi Hafnarfjarðar verður í dag, 17. desember, frá kl. 17-20. Þar verður boðið upp á veitingar fyrir alla velunnara staðarins og mun hljómsveitin Eurstarn- BALLY SKOVERSLUN KÓPAV0GS HAMRABORG 3 SÍMI 554 1754 ir, ásamt Geir Ólafssytii, söngvara, sjá um tónlistina. Konur eflum andann Kaffileildiúsið býður konum að efla and- ann, takti þátt i umræðum og hlusta á ljóð og leiklist í Kaffileikhúsínu á sunnudagskvöld kl. 21:00. Sr. Sólveig Eára, Anna Valdimarsdóttir og Sæunn Kjartansdóttir munu lesa úr nýútkomn- um bókum sínum og boðið verður upp á umræður á eftir. Kristjana Bjarnadóttir les úr bók sinni Því að þitt er landslagið, Guðrún Eva Mínervudóttir les úr bók sinni Ljúlí Ljúlí og Stefanía Thors leikur brot úr leikgerð unna upp úr bók Elísa- betar Jökulsdóttir, Laufey. Við hvetjum allar konur á öllum aldri að korna saman, hrista af sér jólastressið og efla andann í Kaffileikhúsinu á sunnu- dagskvöldið. LANDIÐ OG SVO HITT... Upplestur verður í Kaffi Kverinu Bókvali laugardaginn 18. desember kl. 17.00 á Akureyri. Ingibjtirg Stefánsdóttir, leik- kona les úr bókinn Stúlka með lingur. Heitt á könnunni. Sanilagið listhús Opið iaugardag og sunnudag írá kl. 14.00. Tólf listamenn sýna og selja verk sín í Samlaginu listhúsi í Listagili á Ak- ureyri. Listfléttan Listamaður mánaðarins í Listfléttunni á Akurevri er Ema Jónsdóttir. Listfléttana er opin bæði laugardag og sunnudag. Leikhús barnanna Leildiús barnanna verður í tjaldinu í göngugölunni á Akureyri á laugardag kl. 14.15 og sunnudag kl. 13.00. Kolrassa og Ketiiríður sjá um h’örið. Okeypis í híó Ókeypis verður í Nýjabíó á Akureyri fyrir börnin Irá Id. 13.30. Sýnd verður mynd- in Kóngurinn og ég og er alveg tilvalið að lofa krökkunum í bíó meðan keyptar eru jólagjafimar handa þeim. Lyfjanefnd ríkisins og Lyfjaeftirlif ríkisins óska eftir að ráða Lögfræðing tii starfa. Samtals getur verið um að ræða fullt starf. Umsækjandi þarf að hafa haldgóða þekkingu á íslenskri og evrópskri lyfjalöggjöf, skyldri löggjöf og opinberri stjórnsýslu. Nauðsynlegt er að hafa góða enskukunnáttu og þekkingu á einu Norðurlandatungumáli. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Vinnutími er sveigjanlegur.Um laun fer skv. kjarasamningi Stéttarfélags lögfræðinga. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu berast Lyfjanefnd ríkisins eða Lyfjaeftirliti ríksisins, Eiðistorgi 13-15 fyrir 31. desember n.k. Upplýsingar um starfið veita Rannveig Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Lyfjanefndar ríksisins og Guðrún Eyjólfsdóttir forstöðumaður Lyfjaeftirlits ríkisins í síma 520 2100. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin. Lyfjanefnd ríkisins óskar eftir að ráða Lyfjafræðing í fullt starf. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Nauðsynlegt er að hafa góða enskukunnáttu og þekkingu á einu Norðurlandatungumáli. Æskilegt er að hafa þekkingu á skráningarmálum. Um laun fer skv. kjarasamningi Stéttarfélags lyfjafræðinga. Vinnutími er sveigjanlegur. Starfsmann með þekkingu á bókhaldi í hluta starf sem fyrst. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Æskilegt er að umsækjandi hafi þekkingu og reynslu í bókhaldi. Rekking á lyfjamálum er einnig æskileg. Um laun fer skv. kjarasamningi Starfsmanna ríkis og bæjar. Vinnutími er sveigjanlegur. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu berast Lyfjanefnd ríkisins Eiðistorgi 13-15 fyrir 31. desember n.k. Upplýsingar um störfin veitir Rannveig Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Lyfjanefndar ríksisins í síma 520 2100. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.