Dagur - 18.12.1999, Síða 2

Dagur - 18.12.1999, Síða 2
2- LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1999 Tk^ur FRÉTTIR Alþingismenn þora litiu að spá Alþmgismenn eru á varðbergi þegar þeir eru iimtir álits á því að slitnaði upp úr kjaraviðræðum VMSÍ og SAÍ. Ögmuudur Jóuasson segir að það geti boðað gott ef það þjappar hinum lægst launuðu saman í kjarabaráttunni. Sig- hvatur Bjorgvinsson óttast aukna hðrku. Alþingismenn virtust á varðbergi þegar Dagur spurði þá í gaer um áhrif viðræðuslita Verkamannasambandsins og Samtaka atvinnulífsins Sú ákvörðun samninganefndar Verkamannasambandsins að slíta viðræðum við vinnuveitend- ur vegna þess að þeim voru boðnar 4-5 þúsund krónur launahækkun á mánuði í stað 1 1 þúsund króna sem þeir kröfðust, hefur að vonum vakið mikla at- hygli. Margir óttast að þetta verði til þess að mun meiri harka hlaupi í kjaraviðræðurnar í vetur en annars hefði orðið. Jafnvel svo að slái í brýnu. Dagur innti nokkra alþingismenn áiits á stöðunni eftir að upp úr slitnaði. „Eg tel nú of snemmt að leggja mat á stöðuna þótt þetta hafi gerst. Við vitum að kjarasamn- ingar eru alltaf erfiðir en von- andi tekst að ná farsælli lausn í þeim í vetur. En eins og ég sagði er of snemmt að leggja dóm á það hvað gerist í málinu," sagði Halldór Asgrímsson. Einar Oddur Kristjánsson, al- þingismaður og fyrrverandi for- maður VSÍ, sagði að af langri reynslu sinni í þessum málum vissi hann að menn sem standa utan samningaþófsins geti ekk- ert sagt af viti um hvað er að ger- ast í dag í samningaviðræðun- um, hvað þá hvað næst muni gerast. Boðar ekki gott „Mér þykja þetta slæm tíðindi. Mér þótti hugmynd Verka- mannasambandsins um að reyna að ná samningum til takmarkaðs tíma um verulegar kjarabætur til hinna lægst launuðu og stefna síðan öllum sem eiga í kjaravið- ræðum saman á sama tíma vera ákaflega skynsamleg," sagði Sig- hvatur Björgvinsson alþingis- maður. Hann segist vona að þetta verði ekki til þess að mikil harka færist í kjarasamningagerðina. Hann segir að það boði hinsveg- ar ekki neitt gott, upp á framhald samningaviðræðnanna að gera, að þessu skynsamlega útspili Verkamannasambandsins skyldi tekið svona illa. Þarf ekki að vera slæmt „Það fer eftir því hvernig á það er Iitið hvort það var gott eða slæmt að upp úr skyldi slitna. Ef þetta verður til þess að stappa stálinu í láglaunafólk og talsmenn þeirra, eins og mér sýnist ætla að verða reyndin, þá þurfa þetta ekki að vera slæm tíðindi," sagði Ög- mundur Jónasson, alþingismað- ur og formaður BSRB. Hann segir það hins vegar vera slæmt að þurfa að stríða við at- vinnurekendur, hvort heldur þeir séu ríkis- eða einkareknir, sem standi gegn öllum réttlátum kröfum þeirra sem lægst hafa launin í landinu. - S.DÓR 'dJt ■ Hi! í nóvemberlok voru 2.500 manns á atvinnuleysisskrá. Atvinnu- leysi aðmmnka Á Vesttjörðum hefur atvinnu- Iausum íjölgað um 73% á einu ári en fækkað í öllum öðrum landshlutum um 20-50%. At- vinnuleysi sem löngum hefur verið nær óþekkt þar vestra er nú komið yfir landsbyggðarmeð- altal (1,2%). Atvinnuleysi í nóvember var þó hvergi meira en á höfuðborg- arsvæðinu (1,7%) sérstaklega meðal karla, þar sem voru 560 af alls 760 atvinnulausum körl- um á Iandinu. Á sama tíma voru 300 laus störf í boði hjá vinnu- miðlunum borgarinnar en mjög fá annars staðar á landinu. At- vinnuleysi meðal kvenna var svipað f öllum landshlutum (2,2% að meðaltali). Um 2.100 voru atvinnuleysis- skráðir að meðaltali í mánuðin- um, þ.a. 1.400 á höfuðborgar- svæðinu. I nóvemberlok voru 2.500 manns á skrá (900 karlar og 1.600 konur), um 1.000 færri en ári áður. Nær 3 þúsund atvinnuleyfi hafa verið gefin út frá áramótum. — HEI Rangfærsliir og fmdlrfska ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir að eftir að R-listinn tók við í borginni hafi orðið algjör viðsnún- ingur tii hins betra í fjármáiasstjórninni í framhaldi af ýmsum aðgeröum sem gripið hafi verið tii. Borgarstjóri iim gagn- rýni sjálfstæðismanna á ijármálastjóm R- lista. Fjárhagsáætlun 2000 með 3,6 millj- arða tekjuafgangi. Harðorð bókun D-lista. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri segir gagnrýni borgarfull- trúa sjálfstæðismanna á Ijármála- stefnu R-Iistans og bókun þeirra við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2000 vera í senn ómerkilega, bera vott um fífldirfsku auk rang- færslna. Hún neitar því hinsvegar ekki að álögur á borgarbúa hafa aukist og m.a. með hækkun út- svars. Fyrir vikið sé rekstur borgar- innar kominn í jafnvægi og áætlaö að 3,6 milljarðar verði í rekstraraf- gang til Ijárfestinga á næsta ári. Ekkert lát á eyðslu Í bókun sjálfstæðismanna kemur m.a. fram að ekkert lát sé á út- gjalda- og eyðslustefnu meirihlut- ans og skuldaaukningu. Þeir gagn- rýna einnig að 3 milljarðar séu teknir frá Orkuveitu Reykjavíkur í borgarsjóð til viðbótar við einn milljarð á þessu ári. Þessutan hafa skuldir veitunnar sextánfaldast frá 1994 að frátöldum lífeyrisskuld- bindingum. Þeir fullyrða einnig að risnukostnaður borgarinnar á ár- unum 1997, 1998 og 1999 séu rúmar 40 miljónir og því ekki rétt að risnukostnaður ársins 1998 hafi verið tæpar 18- miljónir eins og borgarstjóri hélt fram. Þá hafa tekjur vegna gatna- gerðargjalda ver- ið stórlega van- metnar og m.a. hækkað um 400% í útboði lóða í Grafar- holti. Jafnframt séu fram- kvæmdir í þágu aldraða í sögu- legu lágmarki. Viðsnúningur Borgarstjóri bendir á að þeg- ar R-listinn tók við árið 1994 hafi allar skatt- tekjur borgarinnar farið í rekstur, auk þess sem þá hafi vantað 3,6 milljarða til að borgin ætti lyrir út- gjöldum sínum. Síðan þá hefur orðið algjör viðsnúningur til hins betra í Ijármálastjórninni í fram- haldi af ýmsum aðgerðum sem gripið hefur verið til og m.a. skattahækkunum. Hinsvegar sé eðilegt að skuldir Orkuveitunnar hafi aukist og m.a. vegna arðbærra fjárfestinga við Nesjavelii og landakaup. Af þeim sökum sé það rangt að 10,7 milljarða skuldir veitunnar séu tilkomnar vegna til- færslu fjármuna í borgarsjóð. Þá sé gagnrýnin á risnukostnaðinn fífldirfska af sjálfstæðismönnum vegna þess að þar sé verið að blanda.saman öllum risnukostnaði fyrirtækja og stofnana borgarinnar en ekki aðeins vegna Ráðhúss og Höfða eins og venja sé. Borgar- stjóri segir að risnukostnaður Ráð- húss og Höfða hafi að jafnaði ver- ið í kringum 20 milljónir á ári frá því R-listinn tók við. I tíð sjálfstæð- ismanna hafi þessi kostnaður vegna Ráðhúss og Höfða verið að jafnaði um 37 milljónir króna. Þá sé hækkun gatnagerðargjalda í Garfarholti vegna útboðs í stað þess að niðurgreiða lóðir fyrir verk- takafyrirtæki eins og gert var í tíð sjálfstæðismanna. Þá séu fram- kvæmdir vegna aldraðra samspil ríkis og borgar, þar sem hjúkrunar- heimilin sé byggð og rekin af rík- inu og því ekki við borgina að sakast. - CKH Skylt að ormahreinsa hunda Umhverfisráðuneytið hefur, með nýrri reglugerð, skyldað hundaeigendur til að hreinsa hunda sína gegn bandormum. Og þar sem hætta á spóluorma- smiti er mest hjá nýgotnum tíkum og ungum hvolp- um eru sérstök ákvæði um að þeir skulu spóluorma- hreinsaðir sérstaklega samkvæmt leiðbeiningum dýralæknis - en auðvitað á kostnað hundaeigenda, sem jafnframt bera ábyrgð á hreinsuninni og eiga að framvísa vottorði um að hún hafi farið fram. En Heilbrigðiseftirlitið hefur eftirlit með framkvæmd reglugerðarinnar, segir í tilkynningu frá Hollustuvernd ríkisins. - HEl Búhót til Húsavíkur Sultu- og efnagerðin Búbót í Kópavogi flytur starfsemi sína til Húsavíkur eftir áramótin og sameinast efnagerðinni Sana. Við þetta munu skapast fimm til sex ný störf á Húsavík. Báðar sultugerðirnar eru í eigu Ó. John- son & Kaaber en sameining þeirra hefur legið í loftinu frá því fyrirtækið keyjrti Sana af Kaupfélagi Þingeyinga í sumar. Vonast er til að nýtt sam- einað fyrirtæki hefji framleiðslu um mánaðamótin janúar/febrúar en það verður til húsa í húsnæði MSKÞ ehf. Framleiðsla fyrirtækisins verður til að byrja með seld undir tveimur vörumerkjum; annars vegar Mömmusultur sem Búbót hefur framleitt og hins vegar Sana. Gera má ráð fyrir að nýja fyrirtækið verði það stærsta sinnar tegundar hérlendis og hafi um sextíu prósenta markaðshlutdeild af innlendri framleiðslu í sultum. Rekstrarstjóri hins nýja fýrir sameinaða fyrirtælds verður Jakob S. Bjarnason, mjólkurfræðingur. Engíim rækjutogari á Flæmingjagrunni Rækjufrystitogari Skagstrendings, Helga Björg HU, sem hefur verið flaggað út og siglir nú undir eistneskum fána og heitir Thahkuna, er kom- in til heimahafnar á Skagaströnd eftir rækjuveiðar á Flæmingjagrunni. Flciri íslensk skip scm sigla undir crlcndum fána eru komin heim eða á leiðinni. Togarinn Freyr hefur einnig verið á veiðum þarna á eistneskum dögum, en þeim er nú Iokið. Einn íslenskur togari hefur verið á veiðum þarna að undanförnu, Pétur Jónsson RE, en hann er á heimleið og kem- ur til Reykjavíkur á þriðjudag. Afli Péturs Jónssonar á árinu er um 2.700 tonn af rækju, bæði af kvóta skipsins á Flæmingjagrunni og eins hefur tekist að að veiða kvóta þar af öðrum skipum. Líklegt er að Pétur Jónsson RE haldi aftur á Flæmingjagrunn á nýju ári. Rækjan sem veiðist á Flæm- ingjagrunni er fremur smá og nokkuð smærri en sú rækja sem fékkst á þeim miöum í fyrra. Hlutfall iðnaðarrækju, þ.e. rækju sem fer til vinnslu í rækjuverksmiðjum, en ekki heilfryst á Japansmarkað, er frá 50 til 60%. ' ----................................ ...... ...— GG Nú verður skylt að hreinsa hunda gegn bandormum.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.