Dagur - 18.12.1999, Qupperneq 9

Dagur - 18.12.1999, Qupperneq 9
8- LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1999 D^ur LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1999 - 9 FRÉTTASKÝRING FRÉTTIR Bamáhúsið gegnir lyldlhlutverki IIARALDUK INGÓLFSSON SKRIFAR Óvissa um framtíð Bamahúss. Lög um meðferð opinberra mála og vilji dómara draga úr vægi hússins. Utandagskrárumræða á Alþingi í dag. I nýafgreiddum fjárlögum er gert ráð fyrir þriggja milljóna króna fjárveitingu til Héraðsdóms Reykjaness og Héraðsdóms Norð- urlands eystra til að útbúa að- stöðu til skýrslutöku af börnum sem grunur leikur á að hafi verið beitt kynferðislegu ofbeldi. Fram- tíð Barnahúss í hættu eftir aðeins fjórtán mánaða starfstíma. Laga- breyting frá því í vor afdrifarík, sem og viðhorf dómara, segir for- stjóri Barnaverndarstofu. „Eg lít þannig á að ég sé í því hlutverki sem forstjóri Barna- verndarstofu að standa vörð um réttindi barnanna. Tilvist Barna- hússins er lykilatriði í því. Eg h't ekki á þetta sem pólitískt mál. Þetta er yfir öll stjórnmál hafið og þetta lýtur fyrst og fremst að því hvort við viljum vernda börnin okkar með sómasamlegum hætti og gera okkar besta í því,“ segir Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu um yfirvof- andi lokun Barnahússins. Þjánmgar lágmaxkaðar Til fróðleiks er rétt að tæpa aðeins á þeirri hugsun sem liggur að baki starfsemi eins og í Barnahúsinu. Þegar grunur leikur á að bam hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi þurfa margir að koma að málinu, marg- ar stofnanir sem hafa skyldum að gegna. Barnaverndarnefndir og félagsmálayfirvöld, lögregla, ákæruvaldið, læknar og svo dóm- stólar. Fyrir tilkomu Barnahúss þurfti barn að ganga á milli allra þessara og í raun endurupplifa það ofbeldi sem það hafði orðið fyrir. Slík endurtekin áföll eru oft jafnvel þungbærari barninu en upphaflegi atburðurinn að sögn Braga Guðbrandssonar. Markmiðið með Barnahúsi, þar sem saman koma á einn stað allir sem skyldum hafa að gegna við barnið, er að lágmarka óþægindi barnsins af öllu ferlinu sem fylgir því að kynferðislegt ofbeldi er kært til lögreglu, rannsakað og tekið til dómsmeðferðar. Lagabreyting og viöhorf dómara Bragi segir of snemmt að segja til um það hvort dagar Barnahúss séu nú taldir en vissulega séu blikur á Jofti. Lagabreytingin sem tók gildi I. maí breytti starfsum- hverfi Barnahúss að því leyti að skýrslutaka af börnum sem grun- ur leikur á að hafi sætt kynferðis- ofbeldi er nú á ábyrgð dómara en var áður á ábyrgð lögreglu og ákæruvalds. Bragi segir þessa breytingu eina og sér eldd hafa átt að hafa í för með sér uppstokkun á starfsemi Barnahúss. Viðhorf dómara spili þar inn í einnig. „Það sem gerist við gildistöku lagabreytinga 1. maf er.að dórnat:- arnir komu upp aðstöðu f Héraðs- dómi Reykjavíkur," segir Bragi og játar því að sú þróun hafi orðið vegna andstöðu dómara við að vinna þessa vinnu „úti í bæ“. „Ég hef ekld fengið ennþá neinar skýr- ingar frá dómurunum um það,“ segir Bragi. „Það er einhvers kon- ar hugmyndárm það að dómstóll- inn sé hinn eini sanni vettvangur fyrir dómsrannsókn. Einhver dómari sagði mér að barnahúsið væri í hans huga ekki hlutlaus vettvangur heldur í þágu barnsins og þessvegna væri ekki hægt að nota það. Þetta eru rök sem mað- ur kaupir ekki. I fyrsta lagi þá spyr maður afhverju Barnahúsið er hliðhollt barninu. Allar rannsókn- ir sýna að ef barnið er ekki í að- stæðum sem eru því hagstæðar þá er afskaplega ólíklegt að það geti tjáð sig. Tjáning barnsins ræðst af kvíðastiginu." Bregi segir Barna- húsið vera hannað með þetta í huga, í þágu rannsóknar málsins og sannleikans. Slíkar aðstæður séu alls ekki andstæðar hagsmun- um sakbornings, því mikilvægt sé fyrir saklausa sakborninga a sann- leikurinn komi í ljós. Gegn allri fræöiþekkmgu Bragi segir tilkomu skýrslutöku- aðstöðu í Héraðsdómi ekki í reynd lágmarka þann fjölda staða sem barnið þarf að fara á. „Það sem þetta felur raunverulega í sér er að börnin hætta að koma í Barnahúsið og þá er ekki hægt að reka það áfram. Þar með tapast gríðarlega mikið. Aður en ég kem að því vil ég aðeins draga upp þá mynd sem þá verður. Nú þegar erum við farin að sjá það að lög- reglan er farin að tala við börnin áður en beðið er um skýrslutöku fyrir dómi. Það þykir lögreglunni nauðsynlegt til að vita hvort það sé yfirhöfuð eitthvað í málinu. Þarna er tekið frumviðtal og síðan er málinu vísað til dómstólsins og það er þá annar staðurinn sem barnið þarf að fara á. Svo mikið er víst að ekki er aðstaða til læknis- rannsóknar í dómhúsinu þannig að barnið þarf að minnsta kosti að fara á Barnaspítala Hringsins, sem hefur mjög sérhæfða rann- sóknaraðstöðu, þá einu á landinu, þannig að barnið þarf í öllum til- vikum að fara þangað ef á annað borð er óskað læknisskoðunar. Þarna eru komnir þrír staðir. Síð- an þarf barnaverndarnefndin væntanlega að meta þarfir barns- ins fyrir meðferð og það getur hún tæpast gert á grundvelli skýrslu sem dómari hefur tekið og þá þarf starfsmaður barnavernd- arnefndar að tala við barnið og síðan þarf barnið að fara á fimmta staðinn til meðferðar. Við erum í raun og veru að tala um alveg nýja mynd í þessu, þar sem alveg er augljóst að barnið þarf að fara á fjölmarga staði. Það er það sem öll fræðimennska og þekking okk- ar í dag segir okkur að sé gjörsam- lega óviðunandi ástand." Nýtist öllu landinu Vandi Barnahúss nú felst annars vegar í lagabreytingunni frá 1. maí og hins vegar í þeirri ákvörð- un dómara að nota ekld húsið að sögn Braga. „Það væri hægt að hugsa sér það að iifa við óbreytt lög ef sá skilningur ríkti af dómar- anna hálfu að mikilvægt væri að vinna þessi mál á grundvelli þess sem byggt hefur verið upp, með því að færa sér í nyt þá sérþekk- ingu og aðstöðu sem er að finna í Barnahúsinu. En þeir hafa valið ,að, fera aðraTeið." , „us, ,. ,6i .., i . Það umhverfi sem börnin hafa við skýrsiutöku í Barnahúsi er sagt mjög vingjarnlegt og heimilislegt. Mikiivægt er tal/ð að börnunum líði sem best en þó benda sumir á að umhverfið geti verið „of vinsamleg" og þar með ekki nægjanlega hlutlaust. Sumir hafa nefnt landfræðileg rök gegn Barnahúsi en Bragi seg- ir að reynslan fyrsta árið sýni að eitt Barnahús fyrir allt landið sé ekki vandamál. Þvert á móti hafi lögreglumenn vítt og breitt um landið, starfsmenn barnaverndar- nefnda og aðrir sem koma að þessum málum verið afskaplega ánægðir með þá sérfræðiþekkingu og þjónustu sem þeir fá hjá Barnahúsi. „Sem betur fer er það líka þannig að þessi mál eru ekki daglegt brauð úti í hinum dreifðu byggðum og þess vegna safnast aldrei saman sú reynsla og sér- hæfing sem er nauðsynleg fyrir barnaverndarstarfsmenn, lög- reglu og aðra þá sem vinna að þessum málum. Þess vegna hafa þeir verið svo þalddátir fyrir þessa þjónustu. Dyggustu stuðnings- menn Barnahússins eru af lands- byggðinni, við höfum fundið það á viðbrögðunum núna. Fólk fórn- ar höndum og spyr hvernig það eigi að geta unnið þessi mál þar sem engin sérþekking er fyrir og engin sérhæfing er til staðar." Bragi segist ekki trúa því að ís- lensk þjóð Iáti það gerast að Barnahúsi verði lokað. „En ef lög- um verður ekki breytt eða afstaða dómaranna verður ósveigjanleg í þessum efnum þá er eins og fé- lagsmálaráðherrann benti á, ekk- ert annað að gera en að loka,“ segir Bragi. Dómarar eru lfka fólk Sigurður Tómas Magnússon, for- maður dómstólaráðs, segist hlynntur hugmyndinni sem Barnahús hyggi á. Hins vegar verði að Iíta á dómara sem mann- eskjur og margir þeirra hafi sótt sýr apkpa menntun og sérþekk- ingu varðandi þessi mál. „Dóm- stólaráð mun hafa forgang um að koma upp í byrjun næsta árs sér- stakri vakt fimm dómara, við hér- aðsdómstólana á Vesturlandi, Suðurlandi, Reykjanesi og Reykjavík, til að annast skýrslu- tökur af börnum á rannsóknar- stigi,“ segir Sigurður Tómas. „Ætlunin er að veita þessum dómurum aukna menntun og þjálfun í slíkum viðtölum. Þá hef- ur einnig verið lagður grunnur að stofnun sérfræðingahóps til að- stoðar dómurum við skýrslutökur, einkum á yngri börnum. Hefur meðal annars verið leitað til Barnahúss vegna þess og tekið vel í af hálfu þess. Dómstólar munu í samráði við dómara og aðra sem málið varðar vinna að fekari sam- ræmingu á vinnutilhögun í þess- um málaflokki, þannig að allir sem koma að þessum málum geti vel við unað og viti að hverju þeir ganga. Við trúum því að Barnahúsið hafi stóru hlutverki að gegna í barnaverndarmálum og það er ekki ólíklegt f sjálfu sér að dómar- ar muni nota Barnahúsið áfram, sérstaklega hvað yngstu börnin varðar, ef það verður áfram til staðar. Það eru rök með og á móti því að nota Barnahúsið. Það sem dómararnir hafa einkum séð er að dómhúsið er hlutlausari staður. Við þessar skýrslutökur er líka verið að hugsa um þátt hins kærða.“ Sigurður Tómas segir að ef markmiðið er að skýrslutaka fari fram á sem hlutlausustum stað þá sé dómhúsið æskilegasti kostur- inn. Hins vegar geti verið réttlæt- anlegt, sérstaklega þegar yngri því til verndar hagsmunum barns- ins. Dómstólarnir vilji alls ekki leggja stein í götu Barnahússins, heldur vilji þeir raunverulega hafa þennan valkost til staðar. Hagsmunir sakbomings I Iréttatilkynningu frá dómstóla- ráði kemur meðal annars fram að „í þeim sautján yfirheyrslum sem dómarar í Héraðsdómi Reykjavík- ur hafa stýrt frá því að yfirheyrslu- aðstaðan þar var tekin í notkun hafa þrettán skýrslutökur farið fram í aðstöðu dómsins en fjórar í Barnahúsi. I sex af þessum tilvik- um var barn undir tólf ára aldri. Dómarar utan Reykjavíkur hafa yfirheyrt í Barnahúsi utan tveggja tilvika þar sem skýrslutökur hafa farið fram í Héraðsdómi Reykja- víkur. I einhverjum tilvikum hefur önnur aðstaða verið notuð utan Reykjavíkur. Reynslan hefur sýnt að mál þessi eru innbyrðis mjög ólík og brotaþolar og aðstæður þeirra sömuleiðis. Augljóst er að ekki hentar saman íyrirkomulag við skýrslutöku af þriggja ára barni og sautján ára unglingi." Einnig er minnt á í fréttatil- kynningunni að dómara beri að gæta að réttarstöðu sakbornings ekki síður en meints brotaþola. „Dómarar hafa talið að jafnræði sé betur try'ggt á þeim hlutlausa stað sem húsnæði dómstóls óneit- anlega er en í Barnahúsi sem leynd á að hvíla yfir og jafnframt fer fram starfsemi sem lýtur að velferð meints brotaþola. Til þess að víkja frá þessari grundvallar- reglu réttarfars þurfa að. vera gildar ástæður. Þótt dómarar treysti vel því starfsfólki sem í Barnahúsi starfar og það búi yfir ,þekj<ii)gu ,og r.eynslu, á þps^u, sviði fifiliMÍItófjiií ijöiftidiliMÍUiíÞ.'Þiv. verður ekld framhjá því litið að starfsfólkið starfar einnig að barnaverndarmálum. Slíkt kann að vekja upp spurningar um hlut- lægni þegar málið kemur fyrir dóm.“ Afturför í réttarfari Freyr Ofeigsson dómstjóri Héraðs- dóms Norðurlands eystra segir að eldd þýði að vera að setja lög ef dómstólunum er ekki sköpuð að- staða til að fara eftir þeim. „Hitt er svo annað mál að það eru afskap- lega skiptar skoðanir meðal dóm- ara um þessi Iög,“ segir Freyr, „hvort það er eðlilegt að yfirheyrsl- ur á rannsóknarstigi mála fari fram fyrir dómi, sem er hrein afturför frá þróun í réttarfari undanfarinna ára.“ Freyr segir viss vandamál til staðar við það að útbúa umrædda aðstöðu í Héraðsdómi Norður- Iands eystra á sama hátt og gert er í Reykjavík. Aðstaðan á Akureyri verði því leyst á einhvern einfald- ari máta. Um fjárveitinguna sjálfa segir Freyr: „Það kemur kannski lrekar á óvart að þetta skuli hafa verið látið ganga fyrir ýmsum öðr- um fjárlagabeiðnum, en þetta er hið pólitíska mat.“ Freyr setur landfræðilegu rökin nokkuð fyrir sig og bendir á að all- ir dómstólar eigi að vera þannig búnir að þeir geti framfylgt þeim lögum scm löggjafinn setur þeim. „Það er ekki verið að gera með þessu nema þá fý'rir þessa þrjá dómstóla. Þá má scgja að minnsta þörfin væri hjá Héraðsdómi Reykjaness, því það er stutt fyrir þá að fara til Reykjavíkur. Það er meiri þörf fyrir þetta hjá öðrum dómstólum. Þá meta menn náttúr- lega málafjöldann en hann er ekki hluti af því mati hvort þessa að- stöðu þarf eða ekki. Þessi lög eru sett til hagsbóta fyrir kærendur, fórnarlömb afbrota í þessum tilvik- um, og ég geri ráð fyrir því að það eigi ekki að meta þá hagsmuni lægra úti á landi en í Reykjavík. Þannig að ég sé ýmislegt athuga- vert við þessa framkvæmd." Kostir Bamahússins Ingibjörg Broddadóttir, deildar- stjóri í félagsmálaráðuneytinu, segir aðstöðuna sem komið hefur verið upp í Héraðsdómi Reykjavík- ur afar ólíka aðstöðuninni í Barna- húsinu. „Við sem höfum unnið að barna- verndarmálum munum sakna Barnahússins ef það leggst af,“ segir Ingibjörg „en auðvitað viljum við í lengstu lög að Barnahúsið haldi starfsemi sinni áfram.“ Helsta kost Barnahúss segir Ingi- björg vera einstaklega góða sam- vinnu sem náðst hefur milli hinna fjölmörgu sem að þessum málum koma. Markmið hússins sé fyrst og fremst að varna því að barnið þurfi að fara til fjölmargra aðila í viðtöl og rannsóknir. I Barnahúsi fara m.a. fram rannsóknaviðtöl, lækn- isskoðun og eftirmeðferð. Þar sé vinnuaðstaða fyrir þá sem að vinnslu málsins koma. Við undir- búning að stofnun Barnahússins hafi verið höfð víðtæk samráð m.a. við ríkislögreglustjóra, ríkis- saksóknara, sérfræðinga barna- verndarnefnda og Barnaspítala Hringsins. Hlutverk hússins sé að samhæfa eins og unnt er hlutverk barnaverndarnefnda annars vegar og hins vegar hlutverk lögreglu, saksóknara og lækna. Þetta hafi tekist og Barnahúsið bjóði upp á notalegt umhverfi sem virki róandi á barnið og auðveldi því að tjá sig. Spurð um þá skoðun sumra að Barnahúsið sé ef til vill „of vinsam- legt“ og því ekki hlutlaust gagnvart sakborningi, segir Ingibjörg að Barnahúsinu hafi verið komið á fót barnanna vegna og með hagsmuni þeirra í huga. Það sé umgjörð um starfsemi, sem hafi velferð barna f fyrirúmi. Þá má benda á að Barnahúsið er nýmæli á Norðurlöndum og hefur vakið verðskuldaða athygli meðal sérfræðinga í barnaverndarmálum, sem telja að í Barnahúsi séu vinnuhrögð til fyrirmyndar. Sjö eða sautján Lög skilgreina allt að átján ára unglinga sem börn en aðstæður, áherslur og þarfir barnanna, rann- sakendanna og dómaranna eru mismunandi eftir því hvort sá sem beittur er kynferðisofbeldi er sjö ára eða sautján. Ef til vill er hluti vandans sá að sömu lög og sömu reglur gilda um þriggja ára gamalt barn og stálpaðan ungling. Ung- lingurinn á ef til vill erindi í dóms- húsið en þegar allt kemur til alls virðast flestir sammála um að barninu er fyrir bestu að fá notið þess heimilislega andrúmslofts sem sagt er ríkja í Barnahúsinu. Barnaverndarstofa hefur skrif- lega boðið dómstólaráði upp á það að ef dómstólarnir eru tilbúnir til að fara með þau mál sem lúta að yngri börnum en fjórtán ára í Barnahúsið, þá sé Barnahús tilbú- ið aö lána dómstólunum sérfræð- inga, þeim að kostnaðarlausu hvert á land sem er, til að taka við- töl við cldri börnin. Einmitt þessi leið hefur verið í umræðunni síðan í sumar en þeg- ar upp er staðið þarf þá ekki bara að svara þessu erindi játandi? Haildór Blöndal, forseti Alþingis, tekur við sínu bréfi úr hendi fulltrúa Ljóóahópsins. mynd: gva „Ör til eilífðar á ásjónu Islands“ Þiiiginerm fengu allir bréf frá Ljóðahópn- um, þar sem þeir eru hvattir til að þyrma Eyjahökkum. Ljóðahópurinn, sem reglulega hefur flutt ljóð á Austurvelli á meðan Alþingi hefur starfað síð- asta eina og hálfa árið, afhenti öllum þingmönnum í gær mynd- og Ijóðaskreytt bréf, þar sem þeir eru hvattir til að íhuga vandlega ákvörðun sína í Fljótsdalsvirkj- unarmálinu. Var þessi athöfn punkturinn yfir i-ið hjá Ljóða- hópnum í friðsömum mótmæl- um sfnum gegn virkjunaráform- um f)TÍr austan. 1 bréfinu segir: „Við biðjum þig að íhuga vandlega að ef af Fljóts- dalsvirkjun verður munu fylgja framkvæmdinni gífurleg um- hverfisspjöll, ör á ásjónu Islands, sem munu vara að eilífu. Upplýsingar sem komið hafa fram á síðustu mánuðum og árum bera vott um breytt viðhorf til náttúrunnar, ekki bara á ís- landi, heldur um allan heim. Með aukinni þekkingu hefur þjóðum heims orðið Ijós ábyrgð mannsins gagnvart umhverfi sínu og jörðinni, sem endur- speglast í breyttu verðmætamati. Fljótsdalsvirkjun kann að hafa virst álitlegur kostur fyrir u.þ.b. 20 árum en er það ekki nú. Und- anfarið hafa komið fram í dags- ljósið ógrynni upplýsinga um hinar ýmsu afleiðingar fyrirhug- aðrar Fljótsdalsvirkjunar. Um- sagnir færustu hagfræðinga og náttúruvísindamanna eru rök, ekki duttlungar. Við minnum á að það er skylda þingmanna að virða og nýta þær upplýsingar sem fyrir liggja og nægir að benda á upplýsingar um: Verulegt fjárhagslegt tap sem hlytist af gerð Fljótsdalsvirkjun- ar. Stórfelld náttúruspjöll sem hlytust af gerð Fljótsdalsvirkjun- ar. Menningarlegt og fjárhagslegt gildi stærsta ósnortna víðernis Vestur-Evrópu, sem færi í súginn ef af Fljótsdalsvirkjun yrði. Misheppnaðar tilraunir ann- arra þjóða til að viðhalda dreifð- um byggðum með einhliða stór- iðju. Þú varst kosinn á þing í trausti þess að þú leggðir þitt af mörk- um til að vinna að heill þjóðar- innar. Megi virðing fyrir landi þínu og þjóð verða þér leiðarljós við ákvarðanatökuna." A bréfinu var einnig Ijóð sem Hákon Aðalsteinsson orti á Eyja- bökkum 4. september á þessu ári: lieyr vorar hænir öræfaandi óspilltra fjalla. Gefðu oss mátt til að geyma þinn fjársjóð um grundir og hjalla. Laufgaðir bakkar, lágvaxinn gróður lindir sem kliða. Burkni í skoru, hlóm í lautu biðja sér griða. Þak á kortaúttekt á nektarstöðum VISA ísland grípur til ráðstafana vegna kortaviðskipta á nekt- arstöðum. Vegna sívaxandi grciðslukorta- misferlis á næturskemmtistöðum hefur reynst nauðsynlegt að hálfu VISA Islands og bankanna að grfpa til sérstakra aðgerða til að draga úr óhóflegri eyðslu og úttektum langt umfram heimild- ir og greiðslugetu korthafa. Því taka gildi frá og með kvöldinu 17. desember hertar reglur um áhættustýringu í kortaviðskipt- um, sem fcla f sér þrengd við- miðunarmörk varðandi eyðslu- heimildir korthafa í viðskiptum einkum nektardansstöðum. 1 þeim fellst m.a. að ekki verður hægt að taka út á slíkum stöðurn rneira en kr. 50.000 á sólarhring á debetkort eða almenn kredit- kort og kr. 75.000 á gullkort. Áður var hægt að taka út á alla mánaðarheimildina nánast í einu lagi án tfmamarka og sama gilti um innstæður á bankareikning- um og yfirdráttarheimildir. Mörg mál Þá hefur reynst óhjákvæmilegt annað en að rifta greiðslukorta- samningum við tvo nektardans- staði í miðborg Reykjavíkur vegna endurteldnna brota á við- skiptaskilmálum og falla því við- skipti með VISA greiðslukortum niöur hjá þeinr stöðum þegar í stað. Að undanförnu hefur hvert málið rekið annað þar sem korthafar hafa lent í óráðsíu og cytt fjárhæðum upp á tugi og jafnvel hundruð þúsunda á einni nóttu, sem sumir hverjir hafa ekki reynst borgunarmenn fýrir og heimilisfriði verið stefnt í voða. Þá hefur fjölgað mjög á sama tíma kvörtunum frá kort- höfum sem ekki kannast við færslur eða fjárhæðir á sölunót- um sem borist hafa á kortreikn- inga þeirra. Ennfremur hafa komið upp nokkur tilfelli þar sem öldurhús og nektardansstað- ir hafa verið staðnir að því að senda inn á kortakerfin greiðslu- kortafærslur með fölskum heinr- ildanúmerum, færslur sem hafa verið skráðar inn eftir á, þrátt fyrir synjum um úttektarheimild eða fyrirmæli um að hringja handvirkt. Allt ber þetta að sarna brunni, hreint ófremdarástand hefur verið að skapast. Þá hef- ur vaknað sterkur grunur um að að sumstaðar sé verið að misnota sér ástand viðskiptamanna í hagnaðarskyni. Allavega hafa hafa ýmsir korthafar vaknað upp við vondan draum þegar kortút- skriftin berst löngu síðar inn um bréflúguna. xrn.'wnrm .

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.