Dagur - 18.12.1999, Blaðsíða 3

Dagur - 18.12.1999, Blaðsíða 3
LAUGARDAGVR 18. DESEMBER 1999-IH SÖGUR OG SAGNIR Kirkjuvogs- kirkjaí Hðfnum Framhald afforsíðu Prófastur endar lýsingu á heimsókn sinni í hið veglega guðshús mcð því að þakka höfð- inglegar gjafir. Þá er tekið fram að sóknarbörn munu taka að sér að halda við hurð og dyraumbún- aði á kirkjunni og sáluhliði. Árið 1866 Iét Vilhjálmur byggja kór og fordyri við kirkj- una. Kostnaðurinn við bygging- una varð rúmlega 605 ríkisdalir. Vilhjálmur gaf altaristöfluna sem enn er í kirkjunni og máluð af Sigurði Guðmundssyni málara. Einnig gaf hann kaleik og stærri kirkjuldukkuna og flest það sem kirkjuna vanhagaði um. Vil- hjálmur var kirkjuhaldari til dauðadags. Hann andaðist í Kirkjuvogi 20. september 1874. Vilhjálmur hafði tvívegis fengið heiðursmerki, frá Danakonungi árið 1852 fyrir giftusamlega björgun sjómanna, og heiðurs- merki frá Napoleon Frakk- Iandskeisara. Danebroksmaður varð hann 1869. Eftirlifandi kona hans, Þórunn Brynjólfs- dóttir, tók við kirkjunni og stjórn- aði henni af mikilli rausn. Hún greiddi niður skuldir kirkjunnar og stjórnaði öllu með miklum skörungsskap í þrettán ár. Stein- unn, dóttir Vilhjálms og Þórunn- ar, tók við stjórninni af móður sinni til ársins 1890. Steinunn gaf kirkjunni stórfé og varð kirkj- an skuldlaus í hennar tíð. Kirkjuvogskirkju var lýrst þjón- að frá Hvalsnesi, síðan Utskálum og frá 1907 frá Grindavíkur- prestakalli. Ibúar í Höfnum hafa alltaf ver- ið stoltir af sóknarkirkju sinni og hugsað vel um hana enda er hún ákaflega falleg bygging. Helm- ingur loftsins er með hvolfþaki sem prýtt er með hundrað og einni stjörnu. Hinn hiuti loftsins er með bitum. Kirkjan tekur sjö- tíu manns í sæti og er með fjórt- án bekkjum. I gegnum árin hafa sóknarbörnin gefið kirkjunni flestar eigur hennar, eins og skírnarfont sem séra Jón Thorarensen gaf, maðurinn sem hefur skrifað mest af öllum mönnum um sögu Hafnanna. Jón var alinn þar upp hjá Hildi Jónsdóttur Thorarensen, föður- systur sinni og manni hennar Katli Ketilssyni (yngsti Ketill) í Kotvogi. Ketill var fæddur á Flvalsnesi en faðir hans átti jörð- ina og byggði þar tvær kirkjur. Á kirkjuturninum er járnstöng, efst á henni er plata með fanga- marki Vilhjálms Kristins Hákon- arsonar og ártalinu 1861. Kirkj- an er dökkmáluð með rauðu þaki og hvítmáluðum gluggakörmum, dyraumbúnaði og hurð. Hún stendur á hæð í vel grónu túni. 1 kringum hana er vel hirtur garð- ur með hvítri girðingu. I austur- hluta garðsins er leiði þeirra Vil- hjálms Kristins Hákonarsonar og Þórunnar Brynjólfsdóttur. I kringum það eru fagurlega smíð- aðar grindur. Heimildir eru úr Suðumesja- annál, Jarðabók Árna Magnús- sonar og Páls Vtdalíns, Blöndu II, Lýsingum Skúla Magnússonar á Gullbringu- og Kjósarsýslu og við- tal við Borgar Jónsson í Höfnum. GAMLA MYNDIN Hver kannast við fólkið? Ef lesendur Dags þekkja einhverja á þeim myndum sem hér birtast eru þeir vinsamlega beðnir að snúa sér til Mynjasafnsins á Akureyri, annað hvort með því að senda bréf í pósthólf 341, 602 Akureyri eða hringja í síma 462-4162 eða 461- 2562 (símsvari.) Þökkum innilega öllum þeim, er sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför föður okkar, tengdafööur, afa og langafa ÁGÚSTSJÓNASSONAR, bónda Sigluvík, Vestur-Landeyjum Hildur Ágústsdóttir, Rúnar Guðjónsson, Jón Ágústsson, Hrefna Magnúsdóttir, Eiríkur Ágústsson, Guðríður Andrésdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, afi og bróðir, ÁRNI VALDIMAR SIGURJÓNSSON Leifshúsum, Svalbarðsströnd, lést fimmtudaginn 16. desember sl. Jarðsett verður frá Svalbarðseyrarkirkju miðvikudaginn 22. desember kl.14.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans, er bent á Lyflækningadeild FSA eða Styrtarfélag krabbameinssjúkra barna. Þóranna Björgvinsdóttir, Björgvin Árnason, Arnar Sigurjón Árnason, Anna Kristín Árnadóttir, Arndís Ósk Arnardóttir, Ásta Sigurjónsdóttir UARARSTC -7TwV# 'SLANDf Markmið Útfararstofu íslands er að veita trausta og persónulega þjónustu, Aðstandendur geta leitað útfararstjóra hvenær sólarhrings sem er. Utfararstofa Islands er aðstandendum innan hgndar um alla þá þætti er hafa ber í huga er dauðsfall ber að. Utfararstjórar Útfararstofu Islands búa yfir mikilli reynslu og hafa starfað við útfararþjónustu um áraþil. ýtfararstofa Islands sér um: Útfararstjóri tekur aö sér umsjón útfarar í samráði við prest og aðstandendur. - Flytja hinn látna af dánarstað í líkhús. - Aðstoða við val á kistu og líkklæðum. - Undirbúa lík hins látna í kistu og snyrta ef með þarf. Útfararstofa íslands útvegar: - Prest. - Dánarvottorð. - Stað og stund fyrir kistulagningu og útför. - Legstað í kirkjugarði. - Organista, sönghópa, einsöngvara, einleikara og/eða annað listafólk. - Kistuskreytingu og fána. - Blóm og kransa. - Sálmaskrá og aðstoðar við val á sálmum. - Líkbrennsluheimild. - Duftker ef líkbrennsla á sér stað. - Sal fyrir erfidrykkju. - Kross og skilti á leiði. - Legstein. - Flutning kistu út á land eða utan af landi. - Flutning kistu til landsins eða frá landinu. Sverrir Einarsson, útfararstjóri Sverrir Olsen, útfararstjóri Útfararstofa íslands - Suöurhlíö 35-105 Reykjavfk. Sími 581 3300 - allann solarhringinn. ------------------S ORÐ DAGSINS 462 1840 L^--- - -. - - — r—

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.