Dagur - 18.12.1999, Blaðsíða 1

Dagur - 18.12.1999, Blaðsíða 1
Laugardagur 18. desember - 48. tölublað ■ ■ - . m Kirkjuvogskirkja. Kirkj uvog skirkj a í Höfnimi FREYJA JÓNSDÓTTIR skrifar Hafnir eru á vestanverðu Reykja- nesi, sunnan Miðness. I bókinni „Landið þitt ísland“, eftir Þor- stein Jósepsson og Steindór Steindórsson segir að Hafnir skiptist í þrjú hverfi, Kirkjuvogs- hverfi, Merkineshverfi og Kalm- anstjarnarhverfi. Einnig segir í sömu bók að stórhýli sveitarinnar hafi verið þrjú, Kirkjuvogur, Kot- vogur og Kalmanstjörn. Sand- höfn og Kirkjuhöfn voru einnig stórbýli á árum áður og mun nafnið Hafnir vera dregið af þeim. Vitað er að kirkja var í Kirkju- höfn um 1 350 en talið er að hún hafi lagst af nokkru síðar. Þá er getið um hálfkirkju að Gláma- tjörn. Síðar var sóknarkirkja Hafnanna að Vogi. Þegar Svarti dauði geisaði 1402 var kirkja í Vogi. Heimildir herma að kirkjan hafi verið flutt að Kirkjuvogi laust lyrir 1575 en frá því ári eru heimildir um að Gísli hiskup hafi vísiterað þar. Þegar kirkjan var fiutt frá Vogi að Kirkjuvogi voru l)ein flutt frá Kirkjuhöfn í Kirkju- vogsgarð. Þegar Brynjólfur biskup í Skál- holti vísiteraði í Höfnum árið 1642 segir hann að kirkjan í Kirkjuvogi sé að mestu ný, með sex stafgólfum og kapellu inn af. Þá áttu sókn að kirkjunni nokkur stórbýli sem mest hlunnindin höfðu eins og Vogar, Ytri-Njarð- vík, Innri-Njarðvík, Narfakot, Merkines, Gálmatjörn, Sand- höfn og Kirkjuhöfn. Þá er þess getið að kirkjan hafi fengið stórar gjafir frá Hákoni Brandssyni, sem gaf kirkjunni laesta kistu, og Erlendi Hjaltasyni sem gaf kaleik og messuklæði. Brandur Guðmundsson hrepp- stjóri, sem þá bjó í Kirkjuvogi, ritaði sóknarlýsingu Kirkjuvogs- sóknar árið 1840 eftir beiðni séra Sigurðar Sívertsen á Utskálum. Brandur var fæddur á Rangár- völlum 1771. Faðir hans var Guðmundur Brandsson, bóndi á Brekku á Rangárvölum, sonar- sonur Bjarna Halldórssonar á Víkingalæk. Guðmundur flutti suður að Kirkjuvogi og drukknaði á góu árið 1801. Brandur sonur hans þótti siðavandur, smiður góður og smíðaði fjölda skipa, bæði stór og smá. Hann andaðist í Kirkjuvogi, 74 ára gamall. Gróa Hafliðadóttir hct kona hans, orð- lögð fyrir heppni í starfi en hún var ljósmóðir. Gróa lést árið 1855. Hákon Vilhjálmsson fæddist í Kotvogi árið 1753, sonur Vil- hjálms Hákonarsonar og Ingiríð- ar Tómasdóttur sem ólst upp í Miðbænum i Kirkjuvogi. Hann var hreppstjóri og hafnsögumað- ur á Básendum. Hann byggði nýja kirkju í Kirkjuvogi árið 1805 fyrir 239 ríkisdali. I ofsavcðrinu mikla 1799 þegar Bátsendakaup- stað tók af, skemmdist kirkjan í Kotvogi mikið sem Iíklega hefur orðið til þess að ný kirkja var reist. Hákon gaf nýja söngtöflu f kirkjuna og var Ijárhaldsmaður hennar alla sína tíð. Hákon Vil- hjálmsson lést 1820. Ketill Jóns- son (elsti Ketill í Kotvogi) og Guðni Ólafsson í Merkinesi gáfu kirkjunni nýja prestshempu og hökul af rauðu flaueli með gulln- um krossi og knipplingum um- hverfis. Ketill Jónsson sem tók við kirkjunni eftir að Hákon lést, lét endurbæta kirkjuna árin 1844, 1848 og 1851. Hann lét einnig steypa silfurkaleik og gaf kirkjunni til minningar um konu sína, Önnu Jónsdóttur. Arið 1859 afsalar Ketill Jónsson sér kirkjunni til Vilhjálms Hákonar- sonar, en Vilhjálmur byggði hana í þeirri mynd sem hún er nú. Tómas faðir Ingigerðar konu Vilhjálms Hákonarsonar byggði Kirkjuvogsbrunninn sem lengi var vatnsból byggðarinnar. Brunnurinn er nú aflagður og búið að fylla hann af grjóti, þó enn sjáist vel hvar hann var. Kirkjan í Höfnum var annexía frá Utskálum, áður lá hún til Hvalsnesprestakalls. Prófastur- inn á Kjalarnesi skoðaði kirkjuna 24. ágúst árið 1862. Þá er bygg- ingu hennar lokið og tekið fram að hún sé öll máluð að innan. I húsvitjunarbókum frá árinu 1865 sem prófasturinn f Kjalar- nesþingi skráði, þegar hann vísiteraði í Höfnum í byrjun sept- embermánaðar, segir að kirkjan sé í prýðisástandi eins og hirðing hennar til sóma. Þá skuldaði kirkjan 685 ríkisdali sem þótti ekki mikið vegna byggingar hennar því talið er að bygging kirkjunnar hafi kostað 1 800 rík- isdali. Stefán Sveinsson á Kal- marstjörn gaf kirkjunni nýja kirkjuklukku. Kaupmaður P. Duus í Keflavík gaf kirkjunni glerhjálm og Vilhjálmur Kristinn Hjálmarsson gaf nýtt altaris- klæði, gert af rauðu silkiflosi með gullnum krossi og leggingum, einnig gaf hann hvítan altarisdúk með blúndu í kring. Gjöfin var talin afar höfðingleg og tekið er fram að hún hafi kostað yfir 50 ríkisdali. Fratnhald á hls. 3 V - Leiöi Vilhjálms Kristins Hákonarsonar og Þórunnar Brynjólfsdóttur:

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.