Dagur - 22.12.1999, Blaðsíða 5
MIDVIKVDAGUR 22. DESEMBER 1999 - 21
-Dgftr
Vivien Leigh í hlutverki Scarlett O'Hara, sem færði henni heimsfrægð.
ekki að henni að veikindi hennar
hefðu hreinlega verið Olivier um
megn. Sjálf var hún sannfærð um
að hún hefði aldrei yfirgefíð eigin-
mann sinn heldur staðið með hon-
um í gegnum alla erfiðleika.
Berklaveikin tók sig upp og hún
fór að hósta blóði en neitaði að
fara á sjúkrahús. Merivale kom að
henni eitt kvöldið látinni. Hún var
53 ára. Leikarinn Douglas Fair-
banks yngri sagði Laurence Olivi-
er frá Iáti hennar. Hann þagði
lengi, andvarpaði síðan djúpt og
sagði: „Vesalings, kæra, litla
Vivien."
Iíf í skugga geðveiki
sveit. Notley Abbey var setur frá
13. öld og hafði verið í eigu Hin-
riks 5. Vivien skapaði þar hið full-
komna heimili. Hún var afar örlát
og naut þess að halda samkvæmi
og þekkti ógrynni af fólki. Einhver
sagði að það hvernig hún lagði á
borð, raðaði hlutum í herbergi eða
tók á móti gestum hefði gert lffíð
að listaverki.
Vivien og Olivier, sem vinir og
kunningjar kölluðu Larry, voru
frægasta leikarapar heims og Iéku
mikið saman á sviði. Eftir giftingu
sína léku þau einungis saman í
einni kvikmynd, That Hamilton
Woman sem Ijallaði um ástir Nel-
sons flotaforingja og Emmu
Hamilton. Myndin var eftirlætis-
kvikmynd Winston Churchills.
Geðbrestir og ofsaköst
Árið 1944 fór að bera á alvarleg-
um geðbrestum hjá Vivien. Hún
varð óþolinmóð og æst og snerist
gegn vinum sínum án sýnilegrar
ástæðu en jafnaði sig nokkrum
klukkutfmum seinna og varð hin
ljúfasta. Heilsu Vivien fór hrak-
andi, hún hríðhoraðist á skömm-
um tíma og greindist með berlda
en dró þó ekki af sér við vinnu.
Vivien vann mildnn leiksigur á
sviði og í kvikmynd í hlutverki
hinnar taugabiluðu Blanche í
Sporvagninn Girnd en hlutverkið
gekk mjög nærri henni. En
frammistaða hennar var stórkost-
leg og hún hlaut seinni Osk-
arsverðlaun sín fyrir leik sinni í
myndinni.
Olivier var nú viss um að Vivien
væri andlega vanheil. Geðveiki-
köstin urðu alvarlegri og styttri
tími leið á milli þeirra. í köstunum
varð hún sannfærð um að allir
karlmenn sem hún mætti væru að
reyna að táldraga hana. Hún jós
svívirðingum yfir fólk og reif af sér
fötin og ef hún var í bíl, Iest eða
flugvél fannst henni hún verða að
kasta sér út úr farartækinu. Móðir
hennar tók eftir því að þegar
Vivien fékk köstin minnti hún
stundum mest á kött, hún sveigði
fingurna í boga, augun skulu
gneistum á einkennilegan hátt og
hún gaf frá sér hvæsandi hljóð
þegar fólk nálgaðist hana. Þegar
köstin voru liðin hjá mundi hún
ekki hvað hún hafði gert en bað
vini sína og eiginmann að segja sér
frá gjörðum sínum svo hún gat
beðið alla sem hún hefði ráðist á
afsökunar. „Það sem snerti mann
mest,“ sagði vinur hennar John
Gielgud, „voru viðbrögð hennar
eftir köstin. Á hjúkrunarheimilum
tók hún köst, braut glugga og réðst
á fólk. Hún skrifaði þessu fólki
síðan bréf, sendi því blóm og
heimsótti það þegar henni batnaði
og baðst afsökunar, gerði allt sem
hún gat til að sýna að hún hefði
ekki meint þetta. Það hlýtur að
hafa verið skelfilegt fyrir hana að
\'ita af því að þessi skuggi grúfði
yfir henni.“
Skilnaður og ný ást
Samlíf þeirra hjóna var orðið Oli-
vier óbærilegt. Vivien var barns-
hafandi og hjónin gerðu sér vonir
um að allt myndi færast til betri
vegar en hún missti fóstrið. Larry
kynntist ungri leikkonu Joan
Plowright sem var gift en þau tóku
upp ástarsamband og skildu loks
við maka sína til að giftast hvort
öðru. Vivien tók skilnaðinn afar
nærri sér og leitaði huggunar hjá
vini sfnum, leikara að nafni Jack
Merivale. Hann varð ástfanginn af
henni og henni þótti afar vænt um
hann en hún talaði stöðugt Olivi-
er.
Merivale elskaði Vivien Leigh
ákaflega en honum fannst eins og
eftir skilnað þeirra Larrys væri
hann að hugga hana eftir dauða
manns sem hefði verið henni mjög
Ásamt seinni eiginmanni sinum
Laurence Olivier. Þau voru afar ást-
fangin en geðsjúkdómur Vivien
gerði hjónaband þeirra loks að
martröð.
náin. Hún bjó með Jack Merivale
síðustu árin sem hún lifði og sagði
við hann einn daginn: „Eg er ekki
hrædd við að deyja en þú lætur
ekki loka mig inni er það?“
Hún hafði enn mynd af Olivier
á náttborði sínu og í skúffu nátt-
borðs hennar voru tvö bréf sem
hann hafði skrifað henni sem voru
orðin máð vegna þess að hún las
þau svo oft. Hún álasaði ckki Oli-
vier heldur kenndi Joan Plowright
um að hafa tekið hann frá sér og
fyrirgaf henni aldrei. Það hvarflaði
Afgreiðslutfmi banka,
sparisjóða og dótturfélaga
dagana 24., 30. og 31. desember og 3. janúar nk.
Lokað á aðfangadag
Vegna ákvæða í kjarasamningi bankamanna verða
afgreiðslustaðir banka og sparisjóða framvegis lokaðir
á aðfangadegi.
Aldahvörf
Bankar og sparisjóðir hafa lagt mikið á sig til að
tryggja að tölvukerfi þeirra starfi með óbreyttum hætti
þegar árið 2000 gengur í garð. Þrátt fyrir að prófanir
bendi til þess að ekkert fari úrskeiðis telja bankar og
sparisjóðir nauðsynlegt að sýna varúð til að tryggja
hagsmuni viðskiptavina sinna. Afgreiðslustaðir banka
og sparisjóða verða því lokaðir 31. desember 1999 og
3. janúar 2000. í staðinn verða þeir opnir til kl. 18:00
30. desember 1999. Einnig verða eignarleigufyrirtæki,
greiðslukortafyrirtæki og verðbréfafyrirtæki lokuð
þessa daga. Þá hefur verið ákveðið að loka netbönkum
(heimabönkum) og fyrirtækjatengingum frá kl. 23:30
31. desember 1999 til kl. 12:00 1. janúar 2000.
Hægt verður að nota hraðbanka, debetkort og kreditkort eins og vanalega.
(?) BÚNAÐARBANKINN
trauslur banki
ÍSLANDSBANKI
*
SmRISJÓÐURINN
-fyrirþig°gþirw
VivienLeigh
öðlaðist
heimsjrægð
fyrirleik
sinn ÍÁ
hverfanda
hveli. Hún varundra-
fógurkona og hæfileika-
rík en barðistárum
saman nðgeðveiki.
Vivien Leigh, hét réttu nafni Vivi-
an Hartley, og fæddist árið 1913 á
lndlandi þar sem faðir hennar
vann sem verðbréfasali. Hún ólst
upp á Englandi frá sex ára aldri.
Átján ára gömul kynntist Vivian
lögfræðingnum Herbert Leigh
sem var tólf árum eldri en hún.
Þau giftust og eignuðust dóttur.
Vivian var þó ekki sátt við að vera
bara eiginkona og móðir. Hún
hafði fengið inngöngu í konung-
legu Ieiklistarakademíuna, breytti
nafni sínu í Vivien Leigh og varð
stjarna á einni nóttu eftir frammi-
stöðu sína á sviði í leikritinu
Gríma dyggðarinnar.
Hún var þegar mikill aðdáandi
Laurence Oliviers sem þótti einn
efnilegasti leikari Breta. Eftir að
hafa séð hann á sviði í Rómeó og
Júlíu fór hún baksviðs og kynnti
sig. Skömmu eftir þann fund voru
þau ráðin til að leika unga
elskendur í mynd Alexanders
Korda, Fire over England. Meðan
þau unnu að þeirri mynd fæddi
kona Oliviers, leikkonan Jili
Esmond, son. Þá var Olivier orð-
inn yfír sig ástfanginn af Vivien.
Hún var ekki einungis fögur held-
ur afar greind. Hún var óútreikna-
Ieg með frábæra kímnigáfu, ástrík
og tillitssöm. Hún dýrkaði hann,
trúði því að hann væri mesti leik-
ari í heimi og virtist lifa fyrir hann.
Þau urðu elskendur en voru bæði
full sektarkenndar vegna maka
sinna og ungra barna.
í lilutverki Scarlett
Þegar Oliver fór til Hollywood að
leika í myndinni Fýkur yfir hæðir
lylgdi Vivian honum. Á þessum
tíma hafði framleiðandinn David
Sel/.nick eytt tveimur og hálfu ári í
leit að Ieilíkonu til að leika Scarlett
O’Hara. Vivien hafði lesið Á
Hverfanda hveli og þráði eins og
allar leiklconur þessa tíma að Ieika
hlutverk Scarlett sem sagt hefur
verið að sé besta kvenhlulverk
kvikmyndasögunnar. Olivier
kynnti hana fyrir bróðir David
Sel/.nick, umboðsmanninum
Myron Sel/nick, sem varð sam-
stundis sannfærður um að Vivien
væri rétta konan til að leika Scar-
lett. Hann fór með henni á upp-
tökustaðinn þar sem verið var að
taka upp brunann í Atlanta. David
Selznick leit á Vivien og Iíkt og
bróðir sinn var hann sannfærður
um að þarna væri rétta leikkonan.
Vivian var tvö hundruð fertugasta
og Ijórða leikkonan sem prófuð var
í hlutverkið en eftir prufumynda-
töku var enginn vafi á því að hlut-
verkið var hennar. Hún var tutt-
ugu og sex ára gömul þegar hún
lék hlutverkið, varð um Ieið fræg-
asta Ieikkona heims og hlaut Osk-
arsverðlaun (yrir Ieik sinn.
Eiginmaður hennar samþykkti
loks skilnað þeirra með því skilyrði
að hann fengi forræði yfír dóttur
þeirra. Eiginkona Oliviers féllst
einnig á skilnað. Vivien og Olivier
giftust í ágústmánuði 1940. Hjón-
in bjuggu í afar fallegu húsi uppi í
skrifar