Dagur - 22.12.1999, Síða 6
22- MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1999
LÍFIÐ í LANDINU
SMATT OG STORT
„Ekld“
Eftir að hafa skapað himin og
jörð skapaði Guð Adam og
Evu. Og það fyrsta sem var
sagt við þau var: „Ekki.“
„Ekki hvað?“! spurði
Adam.
„Ekki borða af hinum for-
boðna ávexti," sagði Guð.
„Forboðna ávexti? Höfum
við forboðinn ávöxt? Heyrðu,
Eva, við höfum forboðinn
ávöxt!“
„Kemur ekki til mála!“
„Jú, víst!“
„Ekki borða þennan
ávöxt!" sagði Guð.
„Af hverju ekki?“
„Af því að ég er skapari
ykkar og ég sagði ykkur að
gera það ekki!“ sagði Guð og
velti fyrir sér hvers vegna
hann hefði ekki hætt eftir að
hann bjó til fílana.
Nokkrum mínútum síðar
sá Guð krakkana taka pásu í
eplaátinu og varð reiður.
„Sagði ég ykkur ekki að
borða ekki þennan ávöxt?“
spurði fyrsta Foreldri.
„Uh jú,“ svaraði Adam.
„Af hverju gerðuð þið það
þá?“
„Ég veit ekki,“ svaraði
Eva.
„Hún byrjaði!" sagði
Adam. „Nei!“ „Jú víst!“
„Nei!“
Guð var búinn að fá nóg
svo að hann ákvað að refsa
þeim með því að láta Adam
og Evu eignast sín eigin börn.
Átta gjafir sem
kosta ekki krónu
1. Gjöfin að hlusta. Ekki
trufla, ekki láta þig
dreyma dagdrauma.
Hlustaðu bara.
2. Væntumþykjugjöfin.
Vertu örlátur á faðmlög,
kossa, klapp á bakið og
faðmlög.
3. Hláturgjöfin. Klipptu út
skrípamyndir, Deildu
með þér af greinum og
fyndnum sögum.
4. Skrifaðu á miða. Pað
getur verið einfalt „takk
fyrir hjálpina" eða heilt
lag. Stuttur texti á blaði
getur gefið mikið.
5. Hrós-gjöfin. Einföld og
einlæg gjöf. „Pú lítur
frábærlega út í rauðu.“
„Petta var stórkostlegur
matur.“
6. Greiðagjöfin, Gerðu eitt-
hvað fallegt fyrir ein-
hvern á hverjum degi.
7. Láttu mig vera-gjöfin.
Stundum þarf maður að
fá frið frá öðrum.
8. Gleðigjöfin. Það er ekki
erfitt að segja halló eða
takk. Sannir vinir eru
sjaldgæfir. Þeir hlusta,
brosa og ræða málin.
FINA OG FRÆGA FOLKIÐ
Conneiy heiðraður
Iistaverðlaun sem kennd eru við Kennedy forseta
voru nýlega veitt í Hvíta húsinu. Það var Hillary
Clinton sem tilkynnti í veislu hvaða fimm lista-
menn hefðu hlotið þessi virtu verðlaun. Sean
Connery var í hópi verðlaunahafa og auk hans
hlutu viðurkenningar, dansarinn og dansahöf-
undurinn Judith Jamison, píanóleikarinn og ær-
inginn Victor Borge, leikarinn Jason Robards og
tónlistarmaðurinn Stevie Wonder. AUir eru verð-
launahafamir bandarískir ríkisborgarar, fyrir
utan Sean Connery sem er Skoti. I ræðu sem
Clinton forseti hélt í veislunni bar hann lof á verð-
launahafanna og þakkaði sérstaklega Stevie
Wonder fyrir vináttu hans í sinn garð og Hillary.
Sean Connery tekur
hér um axlir Madel-
eine Albright sem er
meö hönd sína á öxl
Stevie Wonder.
ANDRES OND
MYNDASÖGUR
Við viljum hvetja alla sem hafa eitthvað í pokahorninu að senda okkur efni. Utanáskriftin er:
Dagur - Barnahorn
Strandgata 31
600 Akureyri
Tölvupóstur: pjetur@dagur.is
KRAKKAHORNIÐ
Solbað viö s uiid laugarb akkaim
Þessi mynd var tekin af Mikka Mús í
sólbaði við sundlaugarbakkann. En
þegar að myndin kom úr framköllun
haíði hún ruglast. Getið þið komist að
því í hvaða röð hlutarnir eiga að vera.
Ábending Skralla
„Ætli Leppalúði viti af þessari óreiðu hjá
Grýlu? Bara tveir dagar til jóla og ekkert
í Stígvélinu einn morguninn enn.“
STJÖRNUSPA
Vatnsberinn
Þú færð örugg-
lega ekki útborg-
að fyrir jól. En
láttu það ekki á
þig fá, guð sér um
sína og Feðra-
styrksnefnd er
ávallt reiðubúin.
eFiskarnir
Flúsavíkurhangi-
kjötið verður á
Akureyri í dag
vegna fjölda
áskorana og áritar
lærin sín.
Hrúturinn
Gagnagrunnur á
heilbrigðissviði fer
í jólaköttinn ef
ekkert verður að
gert. Kári verður í
„jötunmóð" um
jólin eins og fleiri.
Nautið
Þú átt von á sjö
rakspíraglösum
og tólf nærbuxum
í jólagjöf. Gerðu
þér upp fagnaðar-
læti á opnunarhá-
tíð pakkanna.
Tvíburarnir
Þú verður aldrei
heiðraður fyrir
húmörinn en
blóðmörinn þinn
er einn sá besti á
vesturlöndum.
Krabbinn
Skárra er á skripla
á skötu en falla
fyrir hryssu. Hest-
ur er á illu bestur.
Ljónið
Ekki bjóða upp á
mörflot með rjúp-
unni. Nýungar eru
aldrei vel þegnar
á jólunum.
Meyjan
Svæfðu samvisk-
una og taktu kort-
ið til kostanna í
nektarklúbbnum í
kvöld. Láttu ekki
kortayfirvöld spilla
heilbrigðri jóla-
gleði þinni.
Vogin
Hættu að vor-
kenna sjálfum
þér! Amerískir
körfuboltamenn á
Islandi eru miklu
meiri aumingjar
en þú.
Sporðdrekinn
Vaktu yfir velferð
barnanna og
hættu að hugsa
um eigin þarfir.
Þau eru mikilvæg-
ari fyrir nýja öld en
þú.
Bogamaðurinn
Hvenær eru aida-
mót aldamót og
hvenær eru alda-
mót ekki alda-
mót? Það er
gæsanna leyndar-
mál.
Steingeitin
Ekki panta góðan
leigubíl um ára-
mótin, biddu um
einn ódýran.