Dagur - 29.12.1999, Blaðsíða 4

Dagur - 29.12.1999, Blaðsíða 4
4 - MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 1999 VÍKURBLAÐIÐ T>nptr Göm/u f/ug/ínutækin afhent Safnahúsinu, ásamt björgunarhring úr Hvassafellinu. Stjórn Garöars ásamt Viihjáimi Pálssyni, fyrrverandi fórmanni, og Guðna Halldórs- syni, forstöðumanni Safnahússins. F.v. Karl Halldórsson, Þórarinn Gunnarsson, Jón Friðrik Einarsson, Viihjáimur, Guðni, Friðrik Jónsson og Einar Örn Arnarson. Bj örgunar s veitir sameinast 18. desember s.l. sameinuðust björg- unarsveitirnar Garðar á Húsavík og Víkingur í Kelduhverfi. Að sögn Jóns Friðriks Einarssonar, formanns Garð- ars, hafa björgunarsveitir verið hvattar til að sameinast eftir sameiningu Landsbjargar og SVFI, því stærri ein- ingar séu öflugri og betur í stakk búnar til að sinna þeim verkefnum sem upp kunna að koma. Þennan sama dag afhenti stjórn Björgunarsveitarinnar Garðars Safna- húsinu á Húsavík gömlu fluglínutæki sveitarinnar. Þetta eru söguleg tæki og raunar var Garðar stofnaður um þessi tæki árið 1959, en þá voru tækin í eigu karladeildar Slysavarnafélagins. Þessi fluglínutæki voru síðast notuð árið 1975 þegar Hvassafellið strandaði við Flatey á Skjálfanda en þá var 19 manns bjargað í land í Flatey með tækjunum. Eftir þessa frækilegu björg- un fékk Garðar ný fluglínutæki og þeim gömlu var lagt. Og fá væntanlega verðugan sess á sjóminjadeild Safna- hússins þegar hún verður tekin í notk- un' Formenn björgunarsveitanna handsaia sameiningu, Hlynur Bragason og Jón Friðrik Einarsson. Hvalamiðstöð- m a fjarlog Afmælisár Ilúsavíkur hefst með hvelll Hvalamiðstöðin á Húsavík er komin inn á fjárlög ríkisins og að sögn Asbjörns Björgvinssonar skiptir það verulegu máli fyrir framtíð þessarar starfsemi, burt- séð frá þeim fjármunum sem þarna falla til. „Þarna er ríkisvald- ið í raun að taka stefnumarkandi ákvörðun um að þessi starfsemi, Hvalasafnið og fræðslumiðstöð um hvali á Islandi, verði staðsett á Húsavík og þar fari uppbygging á þessu sviði fram en ekki annars- staðar," segir Asbjörn. Hann segir og að Húsavíkur- bær muni einnig leggja fram ákveðna upphæð til Hvalamiö- stöðvarinnar sem mótframlag við ríkið og nú sé hægt að einbeita sér að því að fara að huga að stærra húsnæði fyrir starfsemina af fullum krafti. „Framtíðin er okkar á þessu sviði," sagði As- björn kátur. JS Á miðnætti um áramót eru lið- in 50 ár frá því Húsavík fékk kaupstaðarréttindi þannig að um leið og árið 2000 heldur innreið sína fagna Húsavíking- ar 50 ára kaupstaðarafmæli. Og allt næsta ár verður helgað hálfrar aldar afmæli bæjarins með ýmsum hætti. Sérstök Af- mælisnefnd hefur lokið störf- um og sett saman Ijölbreytta dagskrá afmælisársins og Ás- björn Björgvinsson hefur verið ráðin framkvæmdastjóri afmæl- isársins og IVlaría Axfjörð hon- um til aðstoðar. Að sögn Ásbjörns hefst af- mælisárið í raun með hvelli og ljósadýrð á miðnætti um ára- mótin, því þá gengur hálfrar aldar afmælisár Húsavíkur í garð. „Sunnudaginn 2. desem- ber verður síðan fyrsta uppá- koman, en þá verður haldin mikil fjölskyiduhátíð í boði Bæjarstjórnar Húsavíkur í íþróttahúsinu frá kl. 16-18, þar sem saman fer jólatrésskemmt- un Kvenfélagsins og formleg kynning á dagskrá afmælisárs- ins. Þarna verða kaffiveitingar í boði bæjarstjórnar og vonandi sjá sem flestir bæjarbúar á öll- um aldri sér fært að mæta. Auk barnaballs, kaffiveitinga og kynningar á afmælisárinu verð- ur fjölbreytt tónlist, Stórsveit Húsavíkur leikur, svo og lúðra- j. ioo.i.i.i sveitin og Lára Sóley og félag- ar.“ Sérstök dagskrá verður síðan í gangi allt árið og hver mánuð- ur hefur sitt þema. „Við byrjum í janúar og kynnum menning- arbæinn Húsavík. Og síðan verða mánuðir belgaðir orku- bænum Húsavík, skólabænum, barnabænum, matarbænum og hvalabænum Húsavík, svo nokkuð sé nefnt," segir As- björn. Sérstakt dagatal verður gefið út þar sem uppákomur afmæl- isársins verða tíundaðar og það verður prýtt myndum og punkt- um úr 50 ára kaupstaðarsögu Húsavíkur. JS Alvöru banka- stjórar á lands- byggðinni Ein af ástæðum fólksllótt- ans af landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins er sú að menn huga ekki alltaf af þeim gæðum sem til staðar eru á heimaslóð, nálægðin gerir sem sé fjöllin brún. Einn af kostum Iands- byggðarinnar er sá að þar starfa eingöngu alvöru bankastjórar. Menn sem bafa faglega þekkingu, bafa unnið í bönkum árum sam- an, kunna skil á lánveiting- um og þekkja mun á debet og kredit. I höfuðborginni eru það fyrst og framst afdankaðir pólitíkusar sem stjórna bönkunum, menn sem hafa fengið nóg af flokknum sín- um eða flokkurinn nóg af þeim. Eins og dæmin sanna, nýleg og eldri. Landsbyggðin býr sem sé við þau forréttindi að stjórnvöldum dettur aldrei í hug að gera ónothæfa stjórnmálamenn að útibús- stjórum úti á Iandi. Hins- vegar eru blikur á lofti í þeim efnum, ef fleiri bank- ar verða sameinaðir. Þá fækkar bankastjórastólun- um í Reykjavík og náttúr- lega stórhætta á því að gripið verði til þeirra ör- þrifaráða að gera úrelta al- þingismenn að útibússtjór- um á landsbyggðinni. Og þá fyrst fer náttúrlega að harðna þar verulega á dalnum. 'irt Gleðibankastj ór- innbrosir!! Menn tala um að hróker- ingum í ráðherraliði fram- sóknar sé ekki lokið og að þegar sé farið að marka bankastjórastólastefnu Framsóknarflokksins til framtíðar. Talið er líklegt að Ingibjörg Pálmadóttir taki við Blóðbankanum innan tíðar og Páll Péturs- son við Búnaðarbankanum. Þegar fram lfða stundir er svo gert ráð fyrir að Guðni Ágústsson taki við Gena- banka alþjóðlega kynbóta- sambandsins og Valgcrður Sverrisdóttir verði yfirmað- ur hjá Sparisjóði loðdýra- framleiðenda. Í sjálfum Gleðibankanum mun svo að sjálfsögðu vera frátekinn stóll fyrir Halldór Ásgrímsson, þegar og ef hann kemst í stuð eða gam- alt bros tekur sig upp.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.