Dagur - 07.01.2000, Page 1
FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2000 - 1
LEIKHÚS
KVIKMYNDIR
TÓNLIST
SKEMMTANIR
Spemiutiyllir í Hafnarflrði
Magnþrunginn
spennutryllirmeð
gamansömu ívafi
stendur í kynningar-
texta umfyrstufrum-
sýningu ársins í leik-
húsunum, 8.janúar.
Verkið erHvenærkem-
urðu aftur rauðhærði
riddari? Hafnaifjarðar-
leikhúsið sýnir.
,,Þetta er ákaflega vel uppbyggt
leikrit. Það gerist á litlum veit-
ingastað í suðurríkjum Bandaríkj-
anna þar sem Iífið er lognmolla.
Þeir sem starfa á veitingastaðnum
eiga náðugar stundir við
dagdrauma þegar þangað kcmur
skyndilega maður úr öðru um-
hverfi sem er ekki allur þar sem
hann er séður. Hann kemur róti á
líf þessa rósemdar bæjarbúa svo
enginn verður samur á eftir,“ seg-
ir Viðar Eggertsson, leikstjóri.
„Nafn verksins er dregið af því
að á veitingastaðnum vinnur ung-
ur maður sem dreymir um að
hann sé hin fræga teiknimynda-
persóna og kúreki rauði riddarinn
sem var þekkt teiknimyndaper-
sóna í Bandaríkjunum og hefur
tekið upp háttu hans og væntir að
hann hafi lfka hugsunarhátt
þessa riddara sem lætur sér ekk-
ert fyrir brjósti brenna. En við sjá-
um að hann hefur ekki burði til
að fylla upp í þá mynd þegar út í
alvöruna er komið. Það sést best
Lárus Vilhjálmsson, Gunnar B. Guðmundsson, Huld Úskarsdóttir og Daníel Viggósson íhlutverkum sfnum í Hvenær
kemurðu aftur rauðhærði riddari?
Viðar Eggertsson, leikstjóri.
þegar þessi ókunni töffari birtist
úr myrkviðum stórborgainnar
sem hristir upp í öllum. Við
þessar aðstæður fáum við smátt
og smátt að sjá bak við þær
grímur þeirra einstaklinga sem
við höfum kynnst. Þessi ókunni
maður nær að fara inn fyrir þau
og lætur þau afhjúpa drauma
sína, langanir og veikleika.
Þeir sem eru í helstu hlutverk-
um eru Olafur Steinn Ingunnar-
son, Halldór Magnússon, Tania
Iris Melero og auk þess koma
fimrn aðrir leikarar við sögu.
„Eins og ég sagði er þetta mjög
vel skrifað verk af Mark Medoff
og er í þýðingu Stefáns Baldurs-
sonar. Frægasta verk Medoffs er
Guð gaf mér eyra sem sýnt var í
Iðnó fyrir allnokkm og kvikmynd-
að. Þetta verk, Hvenær kemurðu
aftur, rauðhærði riddari? hefur
verið kvikmyndað líka. Það var
frumsýnt á sviði 1973 í Banda-
ríkjunum og sett upp hjá Leiklist-
arskóla íslands 1985 og það var
kannski þar sem Valdemar Flyger-
ing sló fyrst í gegn. Þeirri sýningu
stýrði Stefán Baldursson núver-
andi Þjóðleikhússtjóri. Stuttu síð-
ar var það líka sýnt hjá Lcikfélagi
Akureyrar," segir Viðar Eggerts-
son.
Nú er Hvenær kemuröu aftur
rauðhærði riddari? sýnt í nýju
húsnæði Hafnarfjarðarleikhúss-
ins að Vestugötu 11 í Hafnarfirði
(Inngangur er við höfnina) og
frumsýningin hefst kl. 20.00
laugardaginn 8. janúar.
GUN.
Fjartónleikar
áHLióðtælaii-
aaginn
Óvenjulegur tónlistar-
flutningur. Tónlistar-
menn spila saman í
fimmhundruð kíló-
metra fjarlægðfrá hvor
öðrum.
í dag verður haldið upp á
Hljóðtæknidaginn af Verkfræð-
ingafélagi tslands og Tækni-
fræðifélagi íslands í Salnum,
tónlistarhúsi Kópavogs og hefst
dagskráin kl. 13.00.
Þar munu flytja erindi
fremstu sérfræðingar Iandsins
á sviði hljómburðar. Erindi
þessi eru ætluð jafnt leikmönn-
um sem Iærðum.
Fjölmargir tónlistarmenn nær
og fjær munu koma fram og
seiða fram fjölbreytta tóna fyrir
viðstadda. Þó ber hæst nokkuð
sem er ekki daglegt brauð í tón-
listarflutningi, það er að Daníel
Þorsteinsson, píanóleikari og
Sigurður Þorbergsson básúnu-
Ieikari leika saman en þó í sund-
ur, því Daníel verður við píanóið
á Akureyri en Sigurður hinsveg-
ar í Salnum. Aheyrendur sem
staddir eru í Salnum fá píanó-
tóna og mynd af Daníel í gegn-
um fjarbúnað sem Islenska út-
varpsfélagið og Landssíminn
hafa gengið frá tæknilega.
Daníel Þorsteinsson, píanóleikari spilar á fjartónleikum á Hljóðtæknidegi TFÍ
og VFÍ.
Vatn í 9vídd
Þá verður f fyrsta sinn flutt
hljómverkið „Novem soni aquae“
sem þýðir Vatn í 9vídd og er eftir
Hrein Valdimarsson, hljómsmið
RÚV.
Sigurður Rúnar er sá eini á Is-
landi sem fæst við að spila á ís-
lenska fiðlu og ekld á hveijum
degi sem tónlistarunncndum
gefst kostur á að hlýða á tóna
hennar.
Söngvar verða ekki sfður
sungnir og mun meðal annars
Sesselja Kristjánsdóttir, ung söng-
kona sem stundar nám í Berlín
og er ennþá í jólafríi hér á landi
syngja einsöng.
Dagskráin hefst eins og áður
segir kl. 13.00 í dag og er öllum
opinn.
-w
■umhelgina)
Um Krítarhrmgmn
Dagskrá verður í Listaklúbbi
Leikhúskjallarans í tengslum
við sýningu Þjóðleikhússins á
Krítarhringnum í Kákasus
mánudagskvöldið 10. janúar.
Leikritið er eftir Bertolt
Brecht og er eitt af hans vin-
sælustu verkum. Hann skrif-
aði það í Bandaríkjunum árið
1944 í útlegð frá Þýskalandi
nasismans. Það er nú sýnt í
fyrsta skipti á íslensku leik-
sviði. í því er tekið til með-
ferðar efni sem frægt hefur
orðið í bókmenntum, en það
er deila tveggja kvenna um
barn, deila sem dómari leiðir
til Iykta með óvenjulegum
hætti.
Umsjón með dagskránni
hefur Melkorka Telda Ólafs-
dóttir sem flytur inngang um
verkið og höfundinn. Leikar-
ar úr sýningunni lýsa þeim
aðferðum sem beitt var við
uppsetninguna og leika atriði
úr verkinu. Dagskránni lýkur
með umræðum gesta og
nokkurra af aðstandendum
sýningarinnar. Leikarar eru
margir og þjóðþekktir, má þar
nefna Arnar Jónsson, Ingvar
E. Sigurðsson og Kristbjörgu
Kjeld.
Frá Goðum til Guðs
Hvernig var
tilveran á tím-
um víking-
anna, séð
með augum
barns? Hvaða
áhrif hefur
kristnin haft
á viðhorf og
lífsgildi í
samfélaginu?
Furðuleik-
húsið sýnir
fjölskylduleikritið Frá goðum
til Guðs sem er samið í tilefni
af 1000 ára afmæli kristni á
íslandi. í leikritinu er stefnt
saman heiðinni og kristinni
siðffæði og trúarhugmyndum
og farið í ferðalag aftur í tím-
ann, til ársins 999; er heiðni
var enn ríkjandi. Ahorfendur
eru leiddir inn í heim land-
vætta og skapanorna, þar sem
hefndarskyldan ríkir en fyrir-
gefningin þekkist ekki.
Leikstjóri er Asa Hlfn Svav-
arsdóttir.
Handrit gerði Ólöf Sverris-
dóttir og leikhópurinn.
Leikarar eru: Ólafur Guð- |
mundsson, Steinunn Ólafs-
dóttir og Ólöf Sverrisdóttir.
Verkið verður sýnt við
barna- og fjölskylduguðsþjón-
ustu sunnudaginn 9. janúar f
Grafarvogskirkju kl. 11.00 og
þann 16. janúar kl. 11.00 í
Engjaskóla.
V_____________________________J
Ása Hlín
Svavarsdóttir.